Vísir - 15.04.1967, Blaðsíða 4

Vísir - 15.04.1967, Blaðsíða 4
Hábrlinn festi á öngulinn Það hljóp aldeilis á snærið fyr- ir henni þessari ekki alls fyrir löngu. Henni var boðið í smá- frí til Gíbraltar og á meðan á dvöl hennar þar stóð, var henni boðið til Hákarlaklúbbs, sem þar starfar. En nú er hún orðinn meðlimur í honum. í fyrstu veiði 'erðinni fékk hún þennan á krók- inn, og auðvitað var tekin mynd af bráðinni. Nafn stúlkunnar er Vicky Grey og starfar hún í kabarett. Karlmenn í Róm urðu fyrir vonbrigðum með Brigitte Bardot, aö minnsta kosti hvað eitt snerti. Hún hafði með sér mann sinn, Gunther Sachs. BRIGITTE BARDOT í RÓM Um þessar mundir stendur yfir upptaka kvikmyndar í Róm, sem Brigitte Bardot leikur í. Margar sögur hafa veriö um hana sagöar, og þá meira eða minna ósennilegar. Og þó kann- ski ekki svo ósennilegar. þegar tekiö er tillit til þeirra lifnaðar- hátta sem margir þessara kvik- myndaleikara lifa við. „Þrjár ósennilegar sögur" heita líka sögurnar, sem kvikmyndin ' er byggð á, sem mí er verið að taka í Róm, eða öllu heldur þættirnir, því þetta er f raun inni ein kvikmynd í þremur þátt- um. Eru sögur þessar skrifaðar af Edgar Allan Poe og þar af leiðandí fer ekki milli mála, að þetta verður hrollvekja. Sá sem leikur á móti Balrdot í fyrsta þætt inum er Alan Delon. Þeim þætti er stjórnað af Louis Malle, en hin um tveimur veröur stjórnað af Roger Vadim og svo Orson Wells Þar leika á móti henni Jane Fonda og Peter Mac Enery. Ekki er nú kurteisinni fyrir að fara hjá leikstjóra Hann lætur hér stjörnuna ganga í rennusteininum, en ir henni svo hún komist upp á gangstéttina. kynbombunnar. víkur ekki fyr- Karlmennirnir i Róm eru þekktir fyrir, hve þeir flykkjast umhverfi s fallega stúlku, sjái þeir eina slíka á götu. Það má nærri geta, hvemig viðbrögð þeirra urðu, þegar Brigitte Bardot birtist hjá þeim á götunni. Skólabúningar Það er ánægjulegt til þess að vita, að umræður skull hafa ver iö teknar upp um klæðaburö ungiinganna, en minnzt hefir cinmitt verið á þau mál nokkr- um sinnum í þessum þáttum, og lagt til, að teknir verði upp skólabúningar. Nú hefir verið á þessi mál minnzt í bamabiað- inu Æskunni og í Velvakanda og væri vel, ef fleiri tækiu upp þráðinn og sameinuðust um aö koma þessu máli í höfn. Skólabúningar ieysa mikinn vanda og hafa marga kosti. Ungiingarnir klæða sig af miklu óhófi og án tiilits til kostnaöar, sem er mörgum foreldrum næst um ofviða. Skólayfirvöld ættu að undir- búa þetta mál ítarlega í sumar- hléi og taka máliö rösklega upp um leið og skólar byrja í haust. Jafnframt þvi að teknir yrðu upp smekklegir og hóflegir skólabúningar, þyrfti að veita stúlkum undirbúningstilsögn í snyrtingu. Það er talsvert áber- andi í borgarlífinu, aö barnung- ar stúlkur noti liti og „fegrunar Iyf“ í miklu óhófi og af auð- sjáanlegu kunnáttuleysi, svo að af verður elnungis sóðaskapur. Úr þessu er auðvelt að bæta, með því að gefa skólastúlkum kost á þvi að læra undirbúnings atriði í snyrtingu og málun, enda myndi það stuðla að því að notkunin yrði í hófi og smekkleg. Reykingar. Og þar eð unga skólafólkið er til umræðu, er rétt að minnast á það, sem er stærsta unglinga- vandapiálið í dag, og það eru hinar almennu reykingar táning anna. Yngri og yngri unglingar verða þessum „fjanda“ að bráð, án þess að hægt sé að hamla á móti, nokkuð að ráði. Ungling- arnir vita ekkert hvað þeir eru að gera með því að taka upp reykingar, og gera sér ekki grein fyrir hinum mikla heilsu- spilli fyrir óharðnaðan líkama og líffæri. Þeir byrja bara að reykja af því að hinir krakkarn- ir gera það. Mér finnst furðulegt hvað bindindismenn gera lítið í þess- ari baráttu, gegn reykingum ungllnga. Mér finnst að þeir ættu að taka baráttuna upp af meiri hörku. Þeir virðast hafa svæfzt • sígarettureyknum. Ein góð kcnnslumynd hefir sézt í Sjónvarpinu, sem vafa- laust hefir verið sýnd í einhverj um skólum, en í þessu máli þarf miklu meira að gera, þvi að hér er um stór-löst að ræða í fari of stórs hluta ungs fólks í dag, til almennrar heilsuspill- ingar. Varðandi mál unglinga yfir- leitt, klæðaburð þeirra, háttvísi, snyrtingu og reglusemi, þá skyldi það haft í huga að fleira er til menningarauka, en bók- vitið eitt saman. Þrándur i Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.