Vísir - 15.04.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 15.04.1967, Blaðsíða 8
8 VlSIR. Laugardagur 15. aprfl 1967. VÍSIR Utgefandi: BlaBaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri; Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingan Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 AfgreiOsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuöi innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. vwmmmmmmm^mmmmmmmmamtmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Útvarpsumræðurnar |>jóðin hefur nú einu sinni enn fengið tækifæri til að hlýða á forustumenn stjórnmálaflokkanna í útvarp- inu. Ýmsir halda því fram að minna sé hlustað á stjórnmálaumræður síðari árin en fyrr. Fólk sé orðið þreytt á þessu rifrildi og taki lítið mark á því. Eitthvað kann að vera rétt í þessu, en mikið er þó hlustað á þessar umræður enn og einkanlega þegar svo stutt er til kosninga sem nú. Ræður stjórnarandstæðinga að þessu sinni hafa ef- laust staðfest þá skoðun margra, að það sé illa varið tíma, að hlusta á stjórnmálaumræður. Aðrar eins öfg- ar og ofstæki hljóta að ganga fram af hverjum hugs- andi manni. Hlustendur um land allt vita að á síð- ustu árum hafa framfarir orðið meiri á flestum svið- um þjóðlífsins en nokkru sinni fyrr og að við búum nú í betra þjóðfélagi og við jafnari lífskjör en flestar aðr- ar þjóðir heims. Það hlýtur því að láta undarlega í eyrum landsmanna, þegar forustumenn stjórnarand- stöðunnar koma í Ríkisútvarpið og halda því fram, að stjórnarstefna síðustu ára hafi leitt svo mikla ó- gæfu yfir þjóðina, að hún sé nú á barmi glötunar. Mætti helzt ímynda sér að þessir menn hefðu sofið síðan í árslok 1958, en vaknað nú skyndilega og væru að lýsa ástandinu eins og það var þegar þeir gáfust sjálfir upp við að stjóma landinu. Stjórnarandstæðingar tala um „tímabil hinna glöt- uðu tækifæra.“ Þeir spyrja, þar á meðal formaður Framsóknarflokksins, hvað hafi orðið af öllum þeim fjármunum, sem viðreisnarstjórnin hafi fengið til um- ráða síðustu 7-8 árin. Það er engu líkara en þessir menn hafi steinsofið allan þennan tíma. Þeir virðast ekki hafa hugmynd um að eign landsmanna í atvinnu tækjum hefur aukizt um meira en 50% og raunveru- legur þjóðarauður íslendinga frá árslokum 1959 um meira en 40%. Þeir virðast heldur ekki vita að þjóðar- tekjur á mann hér eru með þeim allra hæstu í heim- inum og að almenningur á íslandi býr við betri lífs- kjör en yfirleitt þekkjast annars staðar. Þeir hamra á því, að ekki hafi tekizt að stöðva verðbólguna, en sjálfir hafa þeir hamazt sem óðir væru gegn hverri raunhæfri tilraun, sem reynd hef- ur verið til stöðvunar. Nú bjóða þessir menn þjóðinni forsjá sína. Þeir hafa áður sýnt, að þeir geta ekki stjórnað. Þeir sitja enn fastir í gömlum og úreltum húgmyndakerfum frá því fyrir síðari heimsstyrjöld. Eysteinn Jónsson sér ekki enn þann dag í dag aðrar leiðir en þær, sem farn- ar voru 1934-1939 á einu mesta vandræðatímabilinu í sögu þjóðarinnar. Vill þjóðin kjósa aftur yfir sig slíka stjórn? I Hvort er Alþýðubandalag „netadraesa" eða hræsnisdula"? // Það lelkur ekki á tveim tung- um, að meðlimir Alþýðubanda- lagsins kunna nú orðið öðrum betur að velja samtökum sinum hæfileg heiti. Á „Landsþingi“ s.I. ár lfkti Benjamín Ólafsson frá Holti f Mýrasýslu hugmyndum félaga sinna um Alþýðubanda- lag við „hræsnisdulur“. Á fram- boösfundinum alræmda s.l. mánudagskvöld líkti Páll Berg- þórsson veðurfræðingur sömu hugmynd við „netadræsu“. Það er eitthvað spánýtt í íslenzkum stjórnmálum, þegar menn eru famir að velja eigin stjórnmála- samtökum heiti, sem þeir áður mundu hafa gefið andstöðuflokk unum. Alþýðubandalagsmenn, sem „framsýnn umbótaflokkur“ ríða á vaðið í þessu efni, og er það raunar eftir öðru. En jafnframt því að velja sam tökum sínum háðungar nafn- giftir eyddu Alþýðubandalags- menn í Reykjavík fundartíma sínum s.l. mánudagskvöld í aö varpa persónulegum svívirðing- um hver á annan. Að sögn Frjálsrar þjóðar var Páll Berg- þórsson víttur fyrir persónuleg- ar svívirðingar. Guðmundur J. Guömundsson hélt einnig ræðu fulla af persónulegum svívirð- ingum með þeim afleiöingum að kandidat hans til formannsemb- ættis félagsins fyrir næsta starfs ár kvaöst ekki lengur gefa kost á sér. Var það Sigurður Guö- geirsson, sem fékk svo snögg- lega fyrir hjartað. Það er svo annað mál að „umræður voru stöðvaðar með dagskrártillögum í miðjum klíöum, málfrelsi og lýðræöi fótum troðið". Enn má geta þess orðfæris, sem höfundar íslenzkrar orða- bókar og flutningsmenn þáttar- ins „Daglegt mál“ ættu að taka til athugunar, og notað var af ýmsum Alþýöubandalagsmönn- um um baráttuna fyrir fundinn alræmda. Þá var ekki eins og í öðrum stjórnmálaflokkum fyrir framboðsfund talað um að einn væri á móti öðrum, þessi heföi sparkað hinum o. s. frv. 1 Al- þýðubandalaginu var talað um að einn hefði rekið hnífinn f bakið á öðrum, þessi væri með rýtinginn við bakið á hinum Viðhorf og vandamál Páll Bergþórsson — veðurfræð- ingurinn og pólitíkusinn eru tveir ólíkir menn. þeim með öllum tiltækum vopn um, ekki sízt níði. Þeir hafa hvarvetna revnt að bola sam- starfsaðilum sínum burtu, ekki aðeins í félögum heldur einnig á vinnustöðum. Þeir trampa fót unum í mótmælaskyni og berja hnefunum í mótmælaskyni, þeg- ar þeim býður svo við að horfa og heimta svo náðun á eftir. Um nokkurt skeið hagnýttu þeir sér trúnað verkamanna með því að semja ætíð fyrir þeirra hönd með pólitíska hagsmuni komm- únistaflokksins fyrst og fremst fyrir augum. Þá var tekið fram fyrir hendur þeirra. Þannig mætti lengi telja upp dæmi um framferði þess pólitíska ribb- aldalýðs, sem telur sig heilag- an og ósnertanlegan. Fundur- inn s.l. mánudagskvöld er að- eins sönnun þess að upplausn- arandi kommúnista snýst nú ekki síður inn á við en út á við. Hann er að veröa óviöráðanleg- ur þeim sjálfum. En er nokkur þörf fyrir þetta afl lengur í Islenzkum stjóm- málum? Kommúnisminn hefur ekki tryggt meiri vöxt þjóðar- tekna en önnur kerfi, jafnvel ekki efnahagskerfi rússnesku o. s. frv. Rýtingar og bök vom sem sagt þau orð, er mönnum í Alþýðubandalaginu vom töm- ust er þeir lýstu framboðsbar- áttunni fram á s.l. mánudags- kvöld. í rauninni er mddaskapur, yfirgangur og einræðishneigð engin nýlunda, þegar kommún- istar geta á annaö borð beitt yfirburðum sínum. Þetta afl hef- ur til margra ára fengið að leika lausum hala í Islenzku þjóðlífi og stundum fengið viðurkenn- ingu þeirra, sem sízt skyldu veita hana. Þeir hafa leitazt við að ryðja íslenzku efnahagslífi um koll. Þeir hafa setið um mannorð manna og vegið aö Magnús Kjartansson — hinn nýi páfi ribbaldanna. keisarastjómarinnar. Heimsbylt ingarskeið kommúnista hafði mnnið sitt skeið með tilkomu atómsprengjunnar. Kommúnista ríkin em að klofna I tvær fylk- ingar, sem ógna heimsfriönum æ meira, eftir þvi sem lengra líður. Á Islandi hafa kommún- istar verið á stööugu undan- haldi frá strlðslokum, eða skömmu eftir stríðslok. Þeir hafa breytt um nafn, tekið upp eina stefnu fyrir kjósendur og haft aðra fyrir sjálfa sig. Þeir leika menningarpostula og mann vini fyrir áhorfendur, en hugsa um rýtinga og bök I baráttu sinni. Samtök launþega þurfa ekki lengur á kommúnistum að halda. Þau em þegar orðin nægi lega öflug til þess að geta farið eigin götur og samið við hvaða stjómmálaflokk sem er um fram gang stefnumála sinna. Laun- þegasamtökin eru ekki orðin sterk vegna kommúnista, held- ur þrátt fyrir starfsemi þeirra. Aðeins sú staöreynd aö borg- araflokkamir hafa ekki enn borið gæfu til að skilja það, að viö áttum fyrir nokkmm tlma að vera komnir út úr hug arfari flokkamyndunaráranna gerir þaö að verkum að komm- únistar em enn við lýði sem pólitískt afl. Hlutverki þeirra er I rauninni lokið, ef það hef- ur þá nokkurn tíma verið ann- að en það að gera Island að kommúnistaríki, og þess hefur enginn íslendingur æskt, a. m. k. opinberlega, nema flokksbundn- ir kommúnistar. Kommúnistar hafa beðið hvert skipbrotið á fætur öðm á und- anfömum ámm, en þeir lafa á afstöðu borgaraflokkanna og „samstarfsmönnum" eins og Hannibal Valdimarssyni, sem auðvitað hefur alltaf vitað við hverja hann var að eiga. Með þvl að yfirgefa Alþýðubanda lagið nú, eftir þá meðferð, sem hann hefur fengiö, vinnur Hanni bal Valdimarsson íslenzkum stjómmálum meira en hann hef ur áður gert og hreinsar betur til en hann hefur nokkm sinni dreymt um að gera I íslenzku þjóðlífi, Þetta er hans úrslita- stund. Það þýöir ekki fyrir Hannibal Valdimarsson aö segja á Alþýðubandalagsfundi að fram koma kommúnista sé „skýr til- sögn um að samstarfsmanna er ekki óskað“ og halda svo á- fram að starfa með kommún- istum. Alþýðubandalagið verðskuldar þær nafngiftir, sem einstakir fé- lagar hafa valið því, ef Hannibal Valdimarsson ætlar að halda þvl fram, að bandalagiö geti verið samtök allra vinstri manna, eftir að kommúnistar hafa þar nú öll ráð I hendi sér „Hræsnisdula" eða „rietadræsa“ — báðar nafngiftimar em rétt- ar, eins og á stendur. eftir Asmund Einarsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.