Vísir - 15.04.1967, Blaðsíða 16
VISIR
Laugardagup 1S. aprfl 1967.
Ingvi GnSnrandsson
„Varla fleiri en 10-
15% meö hægri
akstri...“
Leigubílstjórar safna undirskriftum
gegn hægri akstri
Hægri akstur, húsnæðismál og þingkosningar
munu vera þau mál, sem efst eru á baugi manna á
meðal um þessar mundir. Varðandi hægri akstur
er greinilegt að mjög skiptar skoðanir eru um það
hvort breyta beri úr vinstri í hægri. Vísir frétti í
gær af undirskriftasöfnunum, sem átt hafa sér stað
að undanfömu í þessu sambandi.
Átti Vísir í gær stutt viðtöl við tvo menn, annar
er „vinstri“ maður, Ingvi Guðmundsson, leigubíl-
stjóri á BSR og hinn Þorkell Þorkelsson, fram-
kvæmdastjóri Bæjarleiða. '
Við höfðum spumir af þvi að
frammi lægju undirskriftalist-
ar „vinstri manna“ á nokkrum
benzlnafgreiðslum í borginni.
Við náðum tali af forsvars-
manni Bsta þessara, Ingva Guð-
mundssyni, og áttum við hann
eftirfarandi viðtal:
— Hvernig eru listar þessir
til komnir?
— Nokkrir leigubílstjórar
hafa komið listunum á fram-
færi. Þar sem ætlunin er að
bifreiöaeigendur beri kostnað-
inn af væntanlegri breytingu,
töldum við nauðsyn á stofnun
samtaka, og er hugmyndin að
þau verði formlega stofnuð áð-
ur en langt um líður.
— Hvaö telur þú að margir
bifreiðastjórar séu með hægri
umferð?
— Ég reikna með aö þaö séu
10—15%, þó að sumir vilji
halda því fram, að prósentin
séu ekki svo mörg. Við út-
bjuggum undirskriftalista.
— Þið búizt við árangri?
— Viö vonumst til að þings-
ályktunartillaga verði borin
fram um þetta áður en Alþingi
hættir störfum, en að öðrum
kosti væntum viö þess, að mál-
inu verði frestaö. Hér á landi
á eftir að kenna hinar nýju regl-
ur í skólum, en það veröur ekki
gert á einum degi. I Svíþjóð er
þessu á annan veg farið, en þar
hafa reglur fyrir báöar stefn-
urnar verið kenndar um árabil,
enda eru Svíar í beinu vega-
sambandi við meginlandið.
— Hvað viltu segja aö lokum?
— Ég vildi gjarna benda á
þá staðreynd, að kostnaður við
breytingarnar hækkar ekki með
árunum, eins og sumir vilja
halda fram, þvert á móti lækkar
hann þar sem ökutækjum fjölg-
ar stöðugt miðað við íbúa.
Ég veit ekki um neitt eyland
sem hefur breytt yfir frá vinstri
til hægri. í heiminum munu
vera um 800 milljónir, sem búa
við vinstri umferð, en þeirra
á meðal eru Japanir. Hvað á
að gera fyrir þá, sem ferðast
til þessara landa, ef breytingin,
nær fram að ganga? Flestar
breytingar úr vinstri umferð yf-
ir í hægri munu hafa verið gerð
ar á stríðsárunum af nazistum
og kommúnistum, um leið og
þeir hernámu löndin.
„Komnir í alheims-
umferöina...“
— Ert þú „hægri“ maður Þor
kell?
— Ég er það, og get útskýrt
afstöðu mína til þess máls hvar
og hvenær sem er. Fyrir
nokkru kom hér maður sem
vildi fá að hengja upp undir-
skriftalista fyrir mótmæli gegn
hægri handar akstrinum. Viö
leyfðum honum að hengja list
ann upp, og á hann mun hafa
skrifaö liðlega helmingur bíl-
stjóranna hér, en þeir eru 120
í allt. Mín skoðun er sú að
Þorkell Þorkelsson.
þessir menn viti ekki hvað þeir
eru að gera og það kemur úr
höröustu átt ef leigubílstjórar
sem eru í umferðinni daglega
treysta sér ekki til að skipta
úr vinstri handar akstri vfir í
hægri handar akstur.
— Hefur þetta mál verið mik
ið rætt meðal bílstjóranna á
Bæjarleiðum?
— Það hefur verið nokkuð
rætt, en ekki mikið.
Framhald á bls. 10.
5TYRKJA LÆKNI TIL
SÉRNÁMS íHEILASKURÐI
Kammermúsikklúbburinn
heldur afmælistóríleika
Þjóðleikhúskórinn stendur fyrir kabarettsýningu
Þjóðleikhúskórinn hefur kaffi-
sölu og fjölbreyttan kabarett i
súlnasalnum að Hótel Sögu, sunnu
daginn 16. apríl n. k. til ágóða
fyrir „Minningarsjóð Dr. Victors
Urbancic", en sjóð þennan stofn-
aði Þjóðleikhúskórinn strax eftir
andlát Dr. Urbancic, sem þakklæt-
isvott fyrir störf hans sem stjórn-
anda og stofnanda kórsins. Hlut-
verk sjóðsins er að styrkja lækni
til sérnáms í heilaskurðlækning-
um, en til þessa hefur skort mjög
sérfræðinga í þessari grein lækna-
Sýningu Brugu
nð Ijúku
Sýningu Braga Ásgeirssonar í
Unuhúsi, Veghúsastfg 7, Iýkur nú
um helgina. Sýningin verður opln
frá kl. 14-22 laugardag og sunnu-
dag. — Sýningin hefur vakið at-
hygli og hlotið góða dóma.
vísinda, en Dr. Urbancic lét þau
orð falla á dánarbeöi að illt væri til
þess að vita að ekki væri til sér-
menntaður læknir í þessari grein.
Fjórum sinnum hefur verið veitt
styrktarfé úr sióðnum í þessu
skyni.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem stjórn Þjóðleik'húskórs-
ins og sérstök fjáröflunarnefnd kos
in á síöasta aðalfundi kórsins boð-
aði til á Hótel Borg, og ennfremur
að á sunnudaginn kemur gæfist al-
menningi kostur á að styrkia sjóð
þennan og um leið neyta þeirra
veitinga sem framboðnar eru og
hlýða á fjölbreytt skemmtiatriði.
Kaffisalan er frá kl. 15—18 og
hafa kórfélagar og aöstoðarfólk
þeirra vandað á allan hátt til veit-
inga. Á þessum tíma fara einnig
fram skemmtiatriði, sem miög er
vandað til, og má þar m. a. nefna
að óperusöngvarar syngja þar
bæði einsöng og dúetta, Björn Ól-
Naglasúpan
í sjónvarpinu
, • *
Meðal annars efnls, sem flutt
verður i bamaþætti sjónvarps-
ins, Stundinni okkar, á sunnu
daginn kemur, er leikritið
„Naglasúpan“. Það er leikið af
tveim nemendum úr 3. bekk
Kennaraskóla íslands, Sigrúnu
Einarsdóttur og Birgi Svein-
bjömssyni.
Frá því að reglulegar útsend-
ingar hófust á Stundinni okkar
um síðastliðin áramót, hafa ver
ið tekin upp fyrir þáttinn 10
leikrit og þættlr, og er „Nagla
súpan“ það áttunda, sem út er
sent. Er því óhætt að segja að
í barnaþættinum hafi verið riðið
á vaðið hvað upptöku leikrita
í sjónvarpinu áhrærir.
Myndin er af Birgi Svein-
björnssyni og Sigrúnu Einars-
dóttur í hlutverkum sínum í
„Naglasúpunni.“
afsson og Ingvar Jónasson leika
tvíleik á fiðlu og víólu, Þjóðleik-
húskórinn syngur atriði úr óper-
unni Mörtu, sem sýnd var í vetur
í Þjóöleikhúsinu, stúlkur úr tízku-
skóla Andreu sýna fatnað frá verzl
uninni Eros, nemendur úr dans-
skóla Hermanns Ragnars Stefáns-
sonar danskennara, sýna dansa
undir stjórn kennara síns, börn að
deginum en ungt fólk um kvöldið,
tvær ballettmeyjar sýna dans og
leikhúskvartettinn syngur. Létt lög
verða leikin milli atriða og loks
verða seldir happdrættismiðar með
Frarah. á bls 10
Stjóm Kammermúsikklúbbsins
boðaði til blaðamannafundar á
föstudag. Tilefni fundarins var tíu
ára afmæli hans, en klúbburinn
var stofnaður árið 1957. Meðlimir
hafa verið 140—160 þau ár sem
klúbburinn hefur starfað og eru
flestir upphaflegu meðlimirnir enn
í honum.
Stofnendur klúbbsins voru eftir-
taldir menn: Haukur Gröndal, Ing-
ólfur Ásmundsson, Magnús Magn-
ússon, Ragnar Jónsson og Guð-
mundur Vilhjálmsson, en þessir
menn skipa enn stjórn klúbbsins
að undanskildum Ragnari Jónssyni
sem vegna anna hætti þátttöku
sem stjómarmaður.
Eins og nafnið gefur til kynna,
hefur markmið klúbbsins verið frá
upphafi flutningur stofutónlistar,
eða kammermúsjkur og hefur
klúbburinn gengizt fyrir 4—5 tón-
leikum ár hvert.
Það kom fram á þessum blaða-
mannafundi, að margir erlendir tón-
listarmenn, sem hér hafa komið,
hafa furöaö sig á því, að hægt
skuli vera að halda uppi kammer-
músikklúbb í svo fámennri borg,
en einn þessara manna, sem var
frá milljónaborginni Philadelphia í
Bandaríkjunum, sagði að þar hefði
eini kammermúsikklúbburinn logn-
azt út af vegna áhugaleysis.
Margir ungir tónlistarmenn hafa
komið fram opinberlega í fyrsta
sinn á hljómleikum hjá Kammer-
músikklúbbnum, og ennfremur
hafa verið frumflutt mörg tónverk
eftir islenzk tónskáld á vegum
klúbbsins.
Erlendir tónlistarmenn, sem hér
Framhald á bls. 10.