Vísir - 15.04.1967, Blaðsíða 3
VÍSIR. Laugardagur 15. apríl 1967.
'V ' V> ' ■»:
Þeir virðast kunna vel við sig í baðskápunum, sem gefa tvenns konar baö, þurrhita og gufubað.
NY AFSLOPPUN
Á þessum tímum hraðans og
spennunnar eru menn sífcllt að
leita afslöppunar. Öld framfar-
anna leiðir menn lengra en get-
an nær. Úrvinda leita þeir svo
afturbata á heilsunni 1 leirböð-
um, ljósböðum og margs kyns
öðrum uppfinningum, sem
skjóta upp kollinum við hlið
tæknilegra nýjunga atvinnulífs-
ins.
. Hér á landi hafa veriö starf-
ræktar nokkrar gufubaðs- og
nuddstofur, sem notið hafa mik-
illa vinsælda. Og í gær tók til
starfa i Reykjavík ný hress-
ingarstofa af nýju tagi, sem
ekki hefur þekkzt hér áður,
Heilsulindin að HverfisgötU 50,
þriðju hæð.
Þar geta bæði menn og konur
slappað af eftir nýjustu tækni.
Viðskiptavinurinn getur valið
á mllli gufubaðs og þurrhita-
baðs, en að því búnu getur hann
fengið nuddmeðhöndlun af ýmsu
tagi, handnudd, með venjuleg-
um hætti eða með nuddtækj-
um.
Einnig getur hann lagt síg
á afslöppunarbekk („Relax-a-
tron“), sem er allnýstárlegt
tæki. í bekk bessum eru 10
nuddpúðar, sem ná til hinna
ýmsu hluta líkamans, þegar
legið er á honum. Þannig er
hægt aö fá hægri öxlina nudd-
aða eða vinstra lærið, sérstak-
lega eða þá allan líkamann.
Þá geta karlar engu síður en
konur fengið andlitssnyrtingu
í Heilsulindinni og andlitsnudd,
hvað svo sem íslenzkum karl-
mönnum kann að finnast um
slíkt ágæti. Stofnunin hefúr
sérstök rafmagnstæki til þess
að hreinsa húðina og auk þess
tæki til Iagfæringar á æðaslitl
í andliti.
Ljósböð standa þarna einnig
til boða og er þar aö geta geysl-
mikils ljóslampa, sem gefur
helta og kalda geisla, innrauöa
og útfjólubláa.
Á stofunni starfa sex stúlkur
auk forstöðukonunnar Sigríðar
Gunnarsdóttur, sem starfrækt
hefur tízkuskóla hér um árabil.
Stúlkumar kunna allar sitthvað
fyrir sér í nuddi og meðferð
þeirra tækja, sem þama eru.
Ráðunautur við skipulagningu
Heilsulindarinnar hefur verið
ensk kona, Mrs. Peta Hancock,
sem unnið hefur við uppsetn-
ingar á slíkum stofum víða, að-
allega í Englandi.
Eigendur þessarar nýju hress-
ingar og fegrunarstofu eru Sig-
ríður Gunnarsdóttir og Jóhann
M. Jónasson.
Slikum kyrtll íklæðast karlar
sem konur, sem koma inn í stof
una. Þetta er raunar ein starfs-
stúlknanna, Guðrún Axelsdóttlr.
Forstöðukonan Sigriður Gunnarsdóttir (t.h.) og hinn enski ráðu
nautur Mrs. Pete Hancock.
Ein stúlknanna sinnir viðskiptavini á nuddbekknum.