Vísir - 27.04.1967, Page 8
8
VI S IR. Fimmtudagur 27. aprll 1967.
VÍSIR
„ 'IS'm
Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR
Framkvæmdastjóri: Ðagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri; Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Túngötu 7
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
í lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Vísis — Edda h.f.
Loftárásirnar
Nú eru Bandaríkjamenn farnir að gera árásir á skot-
mörk í þriggja km fjarlægð frá miðjum stærstu
borga Norður-Vietnam, og eru slíkar aðgerðir ekki
til þess fallnar að greiða fyrir friði á þessum slóðum.
Þessar loftárásir eru nokkuð annars eðlis en styrjald-
arreksturinn í Suður-Vietnam.
Þar syðra berjast hersveitir ríkisstjórnarinnar og
hersveitir uppreisnarmanna, aðallega kommúnista.
Herir Norður-Vietnam hjálpa uppreisnarmönnum og
herir Bandaríkjamanna hjálpa stjórninni. Slík íhlut-
un á báða bóga er raunar engin ný bóla í mannkyns-
sögunni. Er tilgangslítið að tala um, hverjir eigi rétt
á að berjast þarna og hverjir ekki, ekki sízt þar sem
um er að ræða anga af alþjóðlegri deilu utn valda-
hlutföll.
Styrjaldarrekstur Bandaríkjanna í Suður-Vietnam
hefur verið miklu mannlegri en hjá andstæðingunum,
svo framarlega sem hægt er að tala um „mannlegt“
í sambandi við styrjaldir. Þeir hafa reynt eftir megni
að halda almennum borgurum utan við stríðið, en
það hefur ekki tekizt, því stríðið er of umfangsmikið.
Hins vegar hafa kommúnistar viljandi stundað hryðju
verk gagnvart almennum borgurum til þess að sýna
almenningi tennurnar.
Allt öðru máli gegnir um loftárásirnar á Norður-
Vietnam. Þær hafa fært styrjöldina á nýtt og miklu
alvarlegra stig. Sízt bætir það málstað Bandaríkja-
stjórnar, að hún skuli láta varpa sprengjum í aðeins
3 kílómetra fjarlægð frá borgarmiðjum Hanoi og Hai-
phong. Nýtur hún þess, að andstæðingurinn er of
vanmáttugur til að varpa sprengjum í 3 kílómetra
fjarlægð frá borgarmiðjum New York og Washing-
ton, sem væri hliðstætt svar Norður-Vietnamstjórn-
ar, ef hún gæti. Loftárásirnar á Norður-Vietnam eru
algerlega óréttlætanlegar, eins og Vísir hefur oft
áður haldið fram.
Þar með er ekki allri sök beint að Bandaríkja-
stjórn. Þyngsta ábyrgðin hvílir á stjóm Norður-Viet-
nam, sem hefur þrásinnis hafnað samningatilraunum
hlutlausra ríkja og annarra aðila. En Bandaríkjastjóm
sýnir ekki í alvöru friðarvilja, nema hún hætti þess-
um loftárásum.
Á hitt ber svo að líta, hve mikið áfall þessar loft-
árásir eru fyrir Bandaríkin á alþjóðavettvangi. Sýn-
ir það ljóslega hina algildu hættu, sem fylgir því, er
herforingjar með takmörkuð markmið í huga fá að
ráða stefnunni en ekki borgaralegir embættismenn.
Bandaríkjastjórn á nú á hættu, að Sovétstjórninni
takist að villa á sér heimildir og koma fram fyrir
alheim, sem friðelskandi sáttaríki, er sé að reyna
að skilja að hina „stríðsþyrstu“ deiluaðila í Vietnam.
Þá hættu verður Bandaríkjastjóm að sjá, og haga
sér eftir þvL
Það er aftur fólk á ferli á götum Aþenu...
Grísku valdatökumennirnir hafa
fengið nýtt umhugsunarefni
— afleiðingar jbess, ef Bandarikin kippa að sér
hendinni með hernaðar- og efnahagsaðstoð
við Grikkland
Þegar þetta er ritað (26.4)
verður enn engu spáö um það,
hvemig öllu reiðir af I Grikk-
landi, en í gær bárust fréttir, er
lelddu 1 Ijós, að afleiöing hem-
aðarlegs stjómarfars í Grikk-
landi kann að hafa þær afleið-
ingar, að Grikkland verði ekki
áfram aðnjótandi þeirrar hem-
aðarlegu og efnahagslegu að-
stoðar, sem það hefur notlð hjá
Bandarikjunum, en það var
opinberlega staðfest í nær í
Washington, áð ríkisstjómín
hefði tekið þessa aöstoð við
Grikkland til endurskoðunar.
Má líklegt telja, að þetta verði
valdatökumönnunum umhugsun-
arefni.
Fréttir í gær og fyrradag báru
með sér, að Konstantin konung-
ur hafi ekki hvikað frá þeirri
afstöðu, sem hann hefur tekið,
— þ.e. að koma ekki fram opin-
berlega og lýsa yfir stuðningi
við valdatökumenn, en sam-
kvaemt Aþenufrétt í Kaupmanna
hafnarblaðinu Politiken í fyrra-
dag, var það Friðrika fyrrv.
drottning, móðir konungs, sem
gaf honum það ráð á byltingar-
daginn, að veita ekki valdatöku
mönnunum blessun sína. Frið-
rika drottning fór úr húsi sínu
í Psycho-úthverfinu byltingar-
daginn og í sumarhöJI konungs
— Tatoi-höllina — fyrir utan
Aþenu, þar sem kontmgur og
drottning dveljast nú, og sam-
kvæmt sumum fréttum er kon
ungur þar raunvemlega í stofu
fangeisi, en eins og fyrr hefur
verið getiö telur New York Tim
es, að svo sé ekki, sbr. frétt hér
f blaöinu í gær og fyrradag um
viðræður bandaríska ambassa-
dorsins í Aþenu og konungs.
Sum dönsku blaðanna telja
grísku konungsfjölskylduna
vera í nokkurri hættu, en vel
má vera að meira sé gert úr
þessari hættu en ástæöa er til.
í Aþenufrétt Politiken segir
að tilgangurinn með ráði Friö-
riku fyrrverandi drottningar
hafi verið, að Konstantin fengi
þannig tækifæri til þess að end-
urheimta völd sín og áhrif, með
því að koma inn í ríkisstjórn-
ina mönnum, er hann gæti
treyst.
Haukar i homi meðal
valdaránsmanna?
Sagt er, að meðal hershöfð-
ingjanna, sem hrifsuðu til sin
völdin, séu tveir menn, sem
gætu reynzt konungsfjölskyld-
unni haukar £ homi. Annar er
Konstantin Kolias, forsætisráð-
herra, sem lengi hefur veriö
einn af nánustu ráðunautum
Friðriku fyrrv. drottningar, en
hinn er Spandithakis, fyrrv.
yfirmaður herforingjaráðsins.
Margir svöruðu
neitandi.
Konungur leitaöi til margra
borgaralegra leiðtoga og þreifaði
fyrir sér um þátttöku þeirra I
stjórn, en nær allir neituðu —
af ótta vig aö missa traust fólks-
ins í landinu. ef allt færi í handa
skolum hjá stjóminni.
„Myrkranna milll...“
Samkvæmt heimildum í er-
lendum sendiráöum vinnur hers
höföingjastjómin af næstum or
væntingarlegu kappi að því að
koma lagi á framkvæmdastjórn
ina, en hana skortir alla
reynslu og treystir ekki þeim
ráðherrum sem konungur hefur
þvingað inn á hana. Verða hers-
höfðingjarnir að vinna myrkr-
anna á milli og þeir viðurkenna
að þeim sé um megn til lcngdar
að hafa traust tök bæði á hem
um og stjóm landslns. Sex
hershöfðingjar, sem voru látn-
ir víkja úr landvamarráöinu
voru allir vinir konungsfjöl-
skyldunnar. Berjast því valda-
tökumenn á tveimur vigstöðv
um, gegn róttækum og gegn vel-
unnurum konungs i hernum.
Frekari „hreinsun" f hernum
gæti komið til, þ.e. að uppræta
úr honum velvild til konungs
með brottrekstri fleiri liðsfor-
ingja. Hershöfðingjaklfkan er
fjöilmenn og dugandi hermenn,
sem í henni em, en 22 af hinni
upprunalegu byltingarstjórn eða
ráði (junta) þekkir þjóöin vart.
— Jafnvel blaðamenn kannast
ekki við suma.
Margir hershöföingjar eru
sagðir þeirrar skoðunar. að fram
tíð stjómar þeirra sé undir þvi
komin, að hún fái stuöning kon-
ungs. — a.