Vísir - 27.04.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 27.04.1967, Blaðsíða 10
70 VÍSIR. Fimmtudagur 27. aprfl I9b'7. Frá setningu ferðamálaráðstefnunnar 1 morgun. 3. ferðamálaráðstefnan hófst í morgun 3. ferðamálaráðstefnan var sett í morgun að Hótel Borg með ávarpi Ludvigs Hjáimtýssonar, formanns Ferðamálaráðs. Milli 70 og 90 þátt- takendur sitja ráðstefnuna, sem stendur yfir næstu tvo daga. Eftir kosningu fundarstjóra og fundar- ritara flutti samgöngumálaráð- Framh. af 1. bls. eftir löngu úreltu fyrirkomu- lagi“. Er byggingu vöggustofunnar lauk, var hún eins og áður er sagt afhent borginni. Forstöðukona var ráðin frk. Auður Jónsdóttir, er hafði hin ágætustu meðmæli frá hjúkrun- arkonum og læknum- og einn af okkar færustu barnalæknum var ráðinn að heimilinu. Félags- konur sáu áralangt erfiði aö baki, horfðu glaðar fram á veg- inn til baráttu á ný. Allt gekk aö óskum þar til stofnunin dróst inn í hina pólitísku hring- iðu.“ „Heilbrigð gagnrýni er í öllu ákjósanleg, ef hún er byggð á reynslu og þekkingu. Eitt vild- um við taka fram, að hvorki Sigurjón Bjömsson, sálfræðing- ur eða Adda Bára Sigfúsdóttir, er mest hafa gagnrýnt þetta heimili hafa aldrei þar inn fyrir dyr komið. Við erum mjög undrandi yfir, ag aðili að Barnav.nefnd borgar- innar skuli ráðast að stofnun þessari, þar sem henni ætti að vera kunnugt um, að þetta er eini staðurinn, sem einstæðar mæður geta haft böm sín til dvalar yfir sólarhringinn, vit- andi það, að allt er gért til að láta þeim líða sem bezt.“ Barst blaðinu einnig yfirlýs- ing frá Ingibjörgu Bjömsdóttur, móður tveggja barna, sem dvöldust um tíma á vöggústof- unni — annaö þeirra enn. Læt- ur hún mjög vel af starfsliði og segir m. a. að sér, sem hafi vcí i j tiður gestur á vöggustof- unni hafi virzt börnin dafna Ir'm -s'g str.nda i mik- .'"u-skuld við Vöggu-‘cfu Thorvaldsensfélagsins, því að þar hafi börnin fengið þá um- önnun, sem þau þörfnuðust, og hún gat ekki um skeið búið þeim hjá sér. Á síöasta fundi borgarráös sl. þriðjudag var samþykkt tillaga barnaheimila- og leikvallanefnd ar frá 24. þ. m. um aö ráða Ragnheiði Jónsdóttur forstöðu- konu við Vöggustofu Thorvald- sensfélagsins frá 1. mai nk. í stað Auöar Jónsdóttur, sem sagði starfi sínu lausu fyrir nokkrum vikum. iherra Ingólfur Jónsscm ávarp, þá flutti einnig ávarp borgarstjórinn í Reykjavfk. Næsti liður á dag- skránni var erindi Þorleifs Þóröar- sonar, formanns Ferðaskrifstofu ríkisins, „Reykjavík sem ferða- mannabær". Önnur erindi á ráð- stefnunni eru „Vernd Islenzkrar náttúru", sem dr. Siguröur Þórar- insson flytur. „Möguleikar íslands sem ferðamannalands", sem Har- aldur J. Hamar, ritstjóri, flytur, „Samgöngumál“, Brynjólfur Ing- ólfsson ráðuneytisstjóri og „Hótel- m'ál“, Ludvig Hjálmtýsson. Lýkur fyrsta degi Ferðamálaráö- stefnunnar með því, að fundarmenn skipa sér í nefndir. Annan dag ferðamálaráðstefnunn ar fara fram nefndarstörf fyrir há-1 arálit og önnur mál. Um kvöldið degi, þá sitja þátttakendur hádeg- er þátttakendum boðið í kvöld- isverðarboö borgarstjóra. Eftir há- verð í ráðherrabústaðnum í boði degi fara fram umræður um nefnd | samgöngumálaráöherra. Loftleidir — Framhald at bls. 16. fyrir jafnlanga dvöl gesta Loftleiða hér á íslandi. Daglegar ferðir áætlunarbifreiða eru milli Luxemborgar, Parísar, Kölnar og Frankfurt, og eru þær í beinum tengslum við flugferöir Loftleiða. Góðar samgöngur eru einnig í lofti milli Luxemborgar og annarra landa, en auk jámbrautar- feröanna tryggir allt þetta farþeg- um Loftleiða ódýra og fróðlega við dvöl í Luxemborg og þægilegar ferð ir milli Luxemborgar og annarra landa. Loftleiðir hafa nú eigin skrif- stofur í San Francisco, Chicago, New York, Kaupmannahöfn, Ham- borg, Frankfurt, París, Vínarborg, Glasgow, London og Luxemborg, en auk þess sérstakar umboðsskrifstof ur í 25 borgum víðsvegar um heim. Nýjasta umboðsskrifstofan er í Mexíkó og annast forstjóri hennar sölumál Loftleiða í Mið- og Suður- Ameríku. Hann var nýlega á ferð hér í Reykjavík og taldi markaðs- horfur Loftleiða góðar á sölusvæði sínu. I sl. marzmánuði lauk námskeiði 34 stúlkna, sem ráðgert er að hefji störf hjá Loftleiðum, sem flugfreyj- ur, á sumri komanda, en áætlað er að alls muni um 170 flugfreyjur vinna- hjá Loftleiðum í sumar. Viðtal dagsins — Framh. af bls. 9 þetta tveir og þrír í rúmi. — Kom nú ekki fyrir að bát- um hlekktist á í landtöku? — Jú, þess voru dæmi, en þó ekki mörg þau ár, sem ég man eftir. Einu sinni fórust þó níu menn, og það rétt við land- ið, en það var svo mikil for- áttan, að engin leið var til björgunar. Einu sinni missti ég trillu, sem ég átti. Hún lá ásamt tveim öðrum fyrir festum við land og ég fór til að gæta hennar. Þeir sem hina bátana áttu voru dálít- ið á undan mér og tókst aö bjarga sínum bátum, en mér varð það um megn, munaði minnstu að ég færi sjálfur líka, þvi ég hékk í festinni eins lengi og ég gat. Mér er þetta minnis- stætt. Því þetta var í byrjun vertíðar, á fyrsta þorradag. Þá hafði ég frétt um að inn í Stykk ishólmi væri bátur, sem hægt mundi að fá keyptan. Og nú lögðum við fjórir land undir fót þangað inneftir. Þá var svo mikið harðfenni í skriðunum undir Búlandshöfða, að viö urðum að höggva spor til að komast leiðar okkar, og var fullillt þó. — Nú er þarna kominn fínasti vegur. Við skoðuðum bátinn og leizt sæmilega á hann, en það var minna um peningana til að kaupa fyrir. Þá var verzlunar- stjóri fyrir Tangsverzlun í Stykk ishóimi Ágúst Þórarinsson. Ég fer til hans og segi honum allar ástæður. „Verzlar þú ekki við Tangs verzlun þarna út frá? spyr hann. Jú, ég segi að það litla sem ég dragi á land fari þangað. „Taktu bátinn, ég skal sjá um greiðsluna" segir Ágúst. — Já, það var góður karl — þetta hefðu ekki allir gert. En hann var nú svona. Já, það dreif svo sem ýmis- legt á dagana þessi 40 ár, sem ég stundaði sjómennsku frá Hellissandi, sérstaklega held ég að ýmsum yngri mönnum mundi þykja meö ólíkindum, ef þeir sæju fyrir sér fyrstu árin, árin áður en vélbátarnir komu og engar voru bryggjur eða aðstaða í landi. Nú er þetta allt breytt, auðveldara og erfiðisminna. Það er gott, þegar lífið þróast í þá áttina. — Hefur þú aldrei komið í Bjarneyjar, síðan þú fórst það- an 6 ára gamall? — Nei, aldrei. Mig langaði nú oft til að skreppa þangaö, en baö var aldrei tími, svo þorði maður ekki að eiga það á hættu, ef manni kynni þá að legast. En óljósar minningar á ég þó þaðan um vörina fyrir neðan bæinn og fleira. — Hvað ertu gamall, Jóhann? — Ég er nú senn 80 ára. — Og þó svona hress, þrátt fyrir allt volkið um ævina? — Þetta herti mann, það varð annaðhvort, að duga eða drep- ast. . Svæðafundur Þriðjudaginn 2. maí verður hald- inn fundur um iðnaöarmál í Sjálf- stæðishúsinu í Kópavogi. Hér er um athyglisverð mál að ræöa og ættu hinar fjölmennu stéttir laun- þega, er starfa að iðnaði og iðnrek- endur.á þvl. svæði er fundurinn nær yfir, sem er Hafnarfjörður og byggö ir Reykjaneskjördæmis þiar fyrir norðan, að fjölmenna á fundinn. Sendiferðareiðhjól óskast til kaups. Uppl. í símum 38844 og 38855. Iðnaðarhúsnæöi I Félagasamtök óska eftir að taka á leigu 300- 600 ferm. hæð til nokkurra ára. Tilboð send- ist augl.d. Vísis fyrir 1. maí n.k. merkt „7801“ BELLA Finnst þér það ekki Iágkúru- legt af Lottu að færa dagbókina á dulmáli, aðeins af þvi, að hún grunar okkur um að laumast til að Iesa hana? VISIR 50 áruni Búmannsklukkan. I Danmörku hefir verði ákveð- ið að nota ekki búmannsklukk- una í sumar. Það mun heldur ekki verða gert í Noregi eða Svíþjóð. 27. april 1917. H-umferð — Framh. af bls. 1 til þess bragðs að biðja þá, sem væru andvígir hægri stefnunni að rísa á fætur og segir heim- ildamaður blaðsins (sem sjálfur er fylgjandi hinum nýju lögum) að flestallir í salnum, eöa a.m.k 80% hefðu risið á fætur, hljóð- ir og virðulegir, og heföi þetta verið mikill sigur fyrir málstað prestsins, og „stolt stund í lífi hans“ Að ræðum frummælenda lokn um hófust frjálsar umræður á ný og færðist hiti í Ieikinn, og sérstaklega var gagnrýnd sú á- kvörðun fundarboðenda að fund urinn mætti engar álvktanir gera og kom fram sú till. að gera ályktanir aö fundi loknum. en ekkert varð þó af því Síðastir töluðu frummæiendur í þriðja sinn en fundinum lauk kl. 2 eftir miðnætti Eins og fyrr er getið var þetta mjög, fjöl- mennur fundur og voru m. a. mættir bílstjórar úr Reykjavík og nágrenni. Nýtt Kvennablao, Hruna, kom út .' dag Útgefandi blaðsins er HandbæKur ht. og ritstjóri er Margrét H. Bjarnason. Blaðið er 44 síður að stærð með litakápu og á aö koma út mánaðarlega. I efnisyfirliti fyrsta blaðsins eru taldir upp 17 efnisþættir. Blaðið er prentað með nýstárlegum hætti, filmusett og offsetprent að. Eintakiö kostar 65 krónur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.