Vísir - 03.05.1967, Blaðsíða 2

Vísir - 03.05.1967, Blaðsíða 2
2 V1SIR. Miðvikudagur 3. maí 1967. Handknaffleiksfréftir: / A THUGUN AÐKOMA Á NORB- URLANDAMÓTIKARLA sátu ráðstefnu Norðurlandanna í Kaupmannahöfn — Asbjörn og Einar Th, Þeir Ásbjöm Sigurjóns- son og Einar Th. Mathie- sen úr stjóm Handknatt leikssambands íslands sátu um síðustu helgi fund Norðurlandasam- bandanna í handknatt- leik, og fór fundurinn fram í annað skipti og nú í Kaupmannahöfn. Ásbjörn sagði í viðtali £ gær- kvöldi að enginn vafi léki á því að með þessum ráðstefnum væri hægt að auka gagnkvæm sam- skipti þjóðanna á þessu sviði. Sem dæmi um þetta má nefna aö rætt var á fundinum um fastara fyrirkomulag á keppni Noröurlandaþjóðanna í kvenna- flokki og unglingaflokki, en sú keppni hefur farið fram undanfarin ár. Þá fóru fulltrú- arnir hver til síns heima meö hugmyndina um að stofna til Norðurlandamóts 1 handknatt- leik karla, en sú kepþni hefur ekki farið fram. Mun hugmynd- in nánar rædd á fundi fulltrúa þjóðanna, sem haldinn verður £ haust £ sambandi við Noröur- landamót kvenna, sem fram fer £ Næstved, £ Danmörku. Varðandi möguleika okkar á að verja Norðurlandatitilinn £ handknattleik kvenna, sagði Ás- björn: „Við eigum í haust aö skila aftur SAS-bikarnum, sem stúlkurnar okkar unnu til varð- veizlu hér £ Reykjavik. Ég er ekki frá því að lið okkar, sem nú er byrjaö að búa sig undir keppnina, geti jafnvel unnið aftur“. Ásbjöm flutti Dönum á þess- ari ráðstefnu staðfestingu á Is- lands og Bandarikjaheimsókn silfurliðsins danska næsta ár. Ásbjöm flutti Dönum kveðjur forseta bandaríska handknatt- leikssambandsins (forseta Bandarikjanna stóð reyndar í einu dönskú blaðanna) og sagði Ásbjöm aö forsetinn hefði sagt dönsku handknattleiksmennina meira en velkomna og hið sama væri um íslendinga að segja. Hingað koma Danir 5. april og leika laugardagjpn 6. apríl og á pálmasunnudag 7. apríl, en til USA og Kanada verður haldið 8. apríl. HSÍ mun að sögn dansks blaðs greiða feröir Kaupmannahöfn — Reykjavík — Kaupmannahöfn eða samtals 1200 dollara fyrir að fá danska liöið hingað. BERGUR Einn efnilegasti bandminton- maðurinn um þessar mundir, Har- aldur Kornelíusson er hér aö glíma við háa og langa sendingu, sem gæti komið mönnum i klípu, en Haraldur afgreiddi öragglega langt inn á völl mótherjans. Siglufjaröarskarð — eitt skemmtilegasta skíðaland Lérlenídis. Skarðsmótið um hvítasunnuna Skarðsmótiö á Siglufirði verðurj háð um hvítasunnuhelgina 13., 14. og 15. maí n. k. Þetta er árlegt mót, sem nýtur va?:T.idi vinsælda, enda. koma til keppni margir af færustu skíða- mönnum landsins í alpagrelnunum - svigi og stórsvigi. Keppt verður í þremur flokkum, 'rir konur, karla og unglinga, og 1 ':sileg verðlaun veitt. Að þessu sinni verður hátíölegt haldið tíu ára afmæli þessa móts. Hugmynd að þessu vormóti í skíðakeppni áttu þeir Bragi Magn- ússon á Siglufiröi og Ásgeir Eyj- ólfsson frá Reykjavík. í Siglufjarðarskarði og nágrenni þess er afbragðs skíðasnjór langt fram á sumar, og er þetta svæði talið eitthvert skemmtilegasta skíðalandslag hérlendis, og þangað er aðeins 10—15 mínútna akstur úr bænum. 1 sambandi við mót þetta era ýmsar aðrar keppnir á milli aökomufólks og heimamanna, einnig mikið um skemmtanir. Þátttaka tilkynnist Skíðafélagi Siglufjarðar viku fyrir hvítasunnu i síðasta lagi. GUÐNASON SKORAÐI 37 MÖRK Þau mistök vora í blaðinu fyrir helgi að í töflunni yfir markahæstu menn 1. deildar í handknattleik féll niður nafn Bergs Guðnasonar í Val. Bergur hefur löngum verið í hópi markahæstu manna og var það líka nú, skoraði 37 mörk í deildinni. Frá íslandsmótmu í badmínton Friöleifur Stefánsson, tannlækn- ir, varð þrefaldur meistari í bad- mintonmóti íslands í 1. flokki um sfðustu helgi. Þessi skemmtilega mynd Rafns Viggóssonar sýnir hann (til hægri) og Gunnar Felbc- son aö loknum tvíliðaleik, sem Enskur þjálfari tíi Akurnesinga Hingað til lands er kominn enskur knattspymuþjálfari, Mr. B. Greenough að nafni og mun dveljast á Akranesi um 6 vlkna skeiö og annast þar þjálfun allra aldursflokka í samstarfi viö aðalþjálfara Akraness, Helga Hannesson. Mr. Greenough, sem komlnn er hingað fyrlr milligöngu Björgvins Schram, formanns K.S.Í., er ungur maður sem ætl- ar að gera knattspymuþjálfun að aðalstarfi sínu, en á eftir að ljúka lokaprófl til þess að fá full réttindi. Hann mun væntan- lega ljúka þvi prófi á þessu ári. Þá er Mr. Greenough knatt- spymudómari með fullum rétt- indum og hefur hann gert tölu- vert að því að dæma leiki í London og víðar. imam Bmm.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.