Vísir - 03.05.1967, Blaðsíða 9
V i S I R MiÖvikudagur C. maí 1967
9
Viðtel dagsins
er við Hjört Clausen
Ííann situr hér beint á móti
mér, gildvaxinn og mikil-
leitur. Hárið er hvítt og höndin
þreytt, en ennþá er hann radd-
sterkur og getur sagt meiningu
sína afdráttarlaust, enda þótt
hann hafi nú senn 87 ár að
baki. Hann er einn þeirra
mörgu, sem nú byggja Hrafn-
istu, dvalarheimili aldraðra sjó-
manna.
— Hjörtur Clausen, fyrst
langar rriig til að spyrja þig dá-
lítið um astt og uppruna.
— Já, það er nú það. — Það
er nú ekkert gaman.
— Jæja, er eitthvað leiðinlegt
við það?
— He — he — maður lifandi
— he — he — he. — Jæja, ég
skal ekki segja, þaö er eftir því
hvemig maður tekur hlutina —
he — he.
— Hvar ertu fæddur?
— Á Bíldhóli á Skógarströnd
6. apríl 1880. Móðir mín var
Ingibjörg Marísdóttir, ættuð of-
an af Skarðsströndenfaðirminn
var Olgeir Peter Clausen, kaup-
maður í Stykkishólmi. Og eins
og oft hefur komið fyrir, ekki
sízt hér áður, um þessa svo
kölluðu heldri menn, þá hefur
hið mannlega eðli ekki verið
síður áleitið í fari þeirra en
annarra.
Bjarnasonar skólastjóra, var
Benedikt Magnússon frá Tjalda-
nesi.
—,Þegar þú hafðir lokið þinni
skólagöngu í Ólafsdal, hvað var
þá framundan?
— Þá fór ég í jarðabótavinnu
vestur á firði á sumrin og
stundaði svo barnakennslu að
vetrinum. Við kennsluna mun
ég hafa verið eina 14—15 vetur.
— Varstu þá einn og ólofað-
ur?
— Já, fyrst í stað, en það
kom nú fljótt, sem betur fór.
— Hvemig féll þér svo starfiö,
að vera, ef svo má að orði kom-
ast, farmaður sumar og vetur?
— Mér féll það vel.
— Fannstu nokkurn skyld-
leika milli þess að yrkja gróöur-
moldina og uppfræöa börnin?
— Já, mér fannst það skylt
og finnst þaö skylt. 1 báðum
tilfellum finnst mér að veriö sé
að hlynna að og auka vaxtar-
möguleika gróðurs. Annars veg-
ar þeirra lífsgrasa, sem vaxa
úr frjómoldinni, hins vegar
þroska og þekkingu hins vax-
andi manns.
— Hvar á Vestfjörðum starf-
aðir þú lengst?
— Ég var mest í Tálknafirði.
— Hvemig féll þér við Vest-
firöinga?
Hjörtur Clausen.
— Þetta vilt þú undirstrika
sem þína skoðun?
— Já.
— Hvað segir þú þá um
mann, sem hefur allt til alls.
getur veitt sér þá hluti, sem
fyrir fé eru falir, en er þó ekki
ánægður Hvernig telur þú að
honum hafi gengið í lífinu?
— Hörmulega. það er enginn
efi á þvi
— Svo eru aðrir sem þurfa
að neita sér um margt og vinna
hörðum höndum en eru þó á-
nægðir. Hvað um þá?
— Þeim hefur gengið vel.
ekki sízt ef þeir finna að effið-
leikarnir urðu þeim til góös og
mannbóta. Annars hefur' mér
virzt, að flestir settu peningana
öllu ofar. enda kannski mann-
legt, því án þeirra skapar sér
víst enginn olnbogarúm í ver-
öldinni.
— Énginn flytur nú gulliö
með sér að leiðarlokum, þá
verða það einhverjar aðrar eig-
indir, sem til greina koma.
— Já, rétt er það, ég hef nú
oft hugsað ýmislegt út í þetta
um ævina. hvort þetta er ekki
tóm vitleysa allt saman og bezta
niðurstöðu hef ég fengið af sögu.
sem ég heyrði einu sinni. Hún
var um ríkan konung, sem sendi
ráðgjafa sinn út i veröldina aö
safna ævisögum manna, svo
hann af þeim gæti lært að
stjórna með vísdómi og geezku.
Ráðgjafinn fór af staö með 17
úlfalda klyfjaða bókum og kom
aftur að 17 árum liðnum með
þá klyfjaða ævisögum. Þá segir
konungur, aö hann geti ekki
Að fæðast,
— Já, og oft komið býsna
gott út af þeim samskiptum,
sem þannig hafa til oröið.
— Maður veit nú aldrei hvaö
er gott og hvað er vont.
— Ólst þú þá upp hjá móður
þinni?
— Fyrstu 7 ár ævinnar ólst
ég upp á Ytra-Felli hjá Snjó-
laugu Oddsdóttur, sem talin var
af Ormsættinni frægu, sem
kunn er í Breiðafirði og manni
hennar Ögmundi. Þaðan varö
ég að fara 7 ára gamall og fór
þá að Staöarfelli til Hallgríms
Jónssonar hreppsstjóra og
dannebrogsmanns. Þar var ég til
12 ára aldurs, en þá kom það
til, aö eitthvað þurfti ég að læra
og fór þá til Magnúsar í
Hvammsdal í Saurbæ, en hann
var maöur prýðilega skynsamur
og vel að sér. Þarna staðfestist
ég í 10 ár eða þangað til ég var
22ja ára gamall. Kannski hafa
kynni mín af Magnúsi í
Hvammsdal gert það aö verk-
um, að mér fannst ég þurfa að
læra eitthvað meira og fór á
Bændaskólann í Ólafsdal. Ég
átti ekki neitt til, en hafði ein-
hvern veginn öðlazt þá hugsun,
að aukin þekking gæti auðveld-
að mér leið til sjálfsbjargar.
— Þú hefur þá ekki farið i
skólann með það fyrir augum
fyrst og fremst að verða bóndi?
— Nei, eins og ég sagði áð-
an, þá var ég eignalaus en jafn-
vel á þeim tímum þurfti nokk-
urs við til að setja saman bú.
— Hvernig féll þér vistin í
Ólafsda#?
— Torfi var sérkennilega
skarpgáfaður maður og mikill
kennari og í Ólafsdal var ég
fyrst og fremst kominn námsins
vegna. Samkennari Torfa
— Þegar þú spyrð mig svona
spuminga, þá verð ég að segja
þér eins og er, að þaö er ekk-
ert að marka hverju ég svara
— og þykir mér það leitt.
— Jæja, þá segjum við bara,
að það sé ekki til umræöu.
— Já, líklega er rétt að orða
það þannig, en skaphöfn manna
er stundum misjöfn frá degi til
dags og það mótar oft viðhorfið
á líðandi augnabliki. Annars er
þetta allt hégómi, eftirsókn
eftir vindi. — Er það nú ekki
hégómi og goluþytur, sem allir
eltast viö?
— Jú, en getur nokkur full-
yrt að leiðarlokum, að hann
hafi haft nokkum skapaöan
hlut út úr lífinu. — Menn veröa
að lifa og menn veröa að ná i
peninga fyrir þörfum sínum.
— Já, það er nú kannski erf-
iðast þetta meö peningana og
allt það bjástur og búsorgir,
sem af þeim leiöa. En svo við
tökum upp þráöinn aftur, þar
sem við hurfum frá áöan. Hvert
lá leiðin þegar þú fórst úr
Tálknafirði, þá hefur þú auðvit-
að löngu veriö búinn að finna
þína elskulegu?
— Já, þar lenti ég í voðalegu
árferði svo að það litla sem við
áttum fór allt út í veöur og
vind. Ekkert var eftir nema
ráðdeildarsemi, vinnusemi og
sparsemi konunnar.
— Nú, jæja, mér finnst þaö
nú hreint ekki svo lítið.
— Satt er það, en mörgum
verður þetta mjög erfitt þegar
svor.a fer.
— En þá er það þetta með
tilgang Ixfsins?
— Manni sýnist að hann ætti
að vera sá, að gera framvindu,
þess betri og fullkomnari með
hverri kynslóð sem lifir og jafn-
framt, að hver einstaklingur
ætti að hafa möguleika til að
njóta þess að vera til.
— Jæja, hvert fóruð þiö svo
með þessi auðæfi, sem fólgin
voru í eiginleikum konu þinnar?
— Við fórum suður í Saurbæ
og voíum þar á húsmennsku-
flækingi í ein fjögur ár. Þetta
varð hálfgert heimilisleysi og
eitt daprasta tímabil ævi minn-
ar. Úr Saurbænum fluttum við
út á Sand og vorum þar í 10 ár
eða þangað til við fluttum hing-
að suöur. Á Sandi stundaði ég
hverja þá vinnu er til féll, var
í vegavinnu á sumrin en vertíð
að vetrinum
— Hver var kona þín, Hjört-
ur?
— Hún hét Guðrún Pálma-
dóttir og var ættuö noröan úr
Steingrímsfirði. Viö eignuðumst
5 börn en misstum eitt þeirra.
— Nú hefur þú lifað langa
ævi og um margt viðburðaríka,
þótt ekki sé hún kannski talin
stórbrotin. Hvað finnst þér lífið
hafa kennt þér?
— Kennt mér, já, það er nú
ekki svo gott að svara því.
— Veit ég vel, en nú kenndir
þú sjálfur í 15 ár. Þegar börnin
komu heim frá þér spurði fólk-
ið: Hvað hafið þið lært hjá
honum Hirti?
— Já, þetta er alveg rétt, og
á mínum langa lífsferli hef ég
komizt í kynni við margt fólk
af ólíkum stofni og stéttum.
Beri ég þetta saman fer ekki
hjá því að af þeim samanburéJ
dragi ég ályktanir. Ég heyri til
dæmis oft um það talað hve
ungt fólk sé mikið örðu vísi nú
en f gamla daga. Vfst er tíðar-
andi og aðstæður allar mjög
breytt, en ég held að mannskepn
an sé nú alltaf söm viö sig.
— Einu sinni sagði við mig
gamall maður, aö maður ætti
að horfa fram en aldrei aftur,
allt grúsk f gömlum gögnum
væri bara moðreykur. Hver er
þfn skoðun á þessu?
— Ég held nú aö nauðsynlegt
sé að fræðast eitthvaö um for-
tíðina, ef vera kynni að fram-
tíðin gæti af því öðlazt einhvern
lærdóm, sem að gagni kæmi.
Hins vegar held ég aö margt af
þess háttar fáti sé bara hégómi,
eftirsókn eftir vindi eða þá til
þess að fá á sig stórt orð eða
álit. En eins og þú veizt eru
ákaflega fá mál einhliöa. Þaö
sem maður kallar að ganga vel
í lífinu er að minni hyggju það,
að geta verið ánægður með líf-
ið.
lesið allt þetta, hann sé oröinn
svo gamall og biöur ráögjafann
að stytta það. Hann leggur nú
aftur af staö og kemur aö
nokkrum árum liönum með
klyfjar á fáeinum úlföldum.
Konungur segir, aö nú sé hann
kominn á fallanda fót og sé
alls ekki fær um aö lesa neitt
lengur. Þá segir ráðgjafinn hon-
um, að þaö geri ekkert til, því
það séu aðeins þrjú orð, sem
gildi fyrir þetta allt saman og
þau séu: Að fæöast — þjást og
deyja. Þetta séu öll lífssann-
indin. — Þetta líkar mér vel.
þetta veröa allir að reyna.
— En finna nú ekki ákaflega
margir lífsánægju út úr þessari
svokölluðu þjáningu?
— Jú, jú, þaö getur verið —
þeir, sem gengur vel í lífinu.
Þ. M.
GuSlrán í London
Brezka lögreglan hefir leitað
til INTERPOL — Alþjóöalög-
-eglunnar — og beðið hana um
aðstoð við að hafa upp á gull-
ræningjunum sem réðust grímu-
klæddir á brynvarðan flutninga-
bíl, sem var að flytja gull milli
banka i Norður-London.
Verðmæti gullsins er nálægt
100 milljónum íslenzkra króna.
Gullið var i stöngum og munu
ræningjarnir hafa litla mögu-
leikar á að koma þeim í peninga
á Englandi og munu þvi senni-
lega leitast viö að koma þeim
úr landi. — Gripið hefir verið
til sérstakra ráðstafana og
veröir setti á alla flugvelli og
í hafnir.
í bílnum voru þrír varðmenn
og réðust ræningjar að þeim
vopnaöir og köstuðu ammoniaki
framan í þá, bundu þá og
kefldu. Fundust þeir illa á sig
komnir i bílnum, en ræningjarn-
ir höföu ekið skammt frá árásar
staðnum og flutt gullstengumar
í annan bíl, sem þeir hafa haft
þar til taks.
Verðirnir voru allir fluttir i
sjúkrahús.
Heitið er 50,000 sterlings-
punda verðlaunum hverjum
þeim, sem lætur í té uonljjjin?
ar, sem leiða til töku rænlngj-
anna.