Vísir - 03.05.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 03.05.1967, Blaðsíða 12
V í SIR . Miðvikudagur 3. maí 1967. I AM KiOT TOO OLPTO LEAD r THEM AS I.. 1F VOU LACK. ^ THE COIÍKAGE TD KILL, THEN VOU WILL NEVER LEAP MAMHJ WARRIORS PsgKI AGAIN / i—tó KQVA RO'REI NANGRUN Einkdeyfi d fljótvirkri sjátflæsingu KOVA Umboðið SIGHVATUR EINARSSON&CO SÍMI24133 SKIPHOLT 15 ðti og innihurðir B.H.WEISTADSCo. Skólagötu 63 IILhœð Slmi 19133-Pósthólf 579 stjórna mörmum mínum“. En gamli höföing- hefur inn hnítur sakir þess, hve hrumur hann er, hefur og gerir með því aö engu þau orö, sem hann ingar' látið sér um munn fara. „Farðu! Þú orðið mér til nægilegrar niðurlæg- KOVA er hægt a& leggja beint í jörð KOVA röreinangrun þol- ir mesta frost, hitabreyt- ingu og þrýsting KOVA þolir 90°C stöðugan hita Verð pr. metra: 3/8" kr. 25.00 T’kr.40.00 1/2” kr. 30.00 l!4”kr. 50.00 3/4" kr. 35.00 iy2"kr.55.00 K vikmyn dasaga samin af Eénu O'Brren eftir skáldsögu hennar „The Lonely Girl" Þau Anna og Denis skruppu í heimsókn til einhverra nágranna, þegar við höfðum drukkið teið, og tóku bamið með sér, þótt Eugene segði, að þaö gæti fengið lungna- bólgu af kuldanum. Mér fannst annarlegt að vera ein með honum í húsinu. Hann kveikti á tveim olfulömpum, dró tjöld fyrir glugga á vinnustofunni og sagði, að við skyldum hlýða á tóniist. Hljómplöturnar lágu,.L hlöðum á gólfinu, veggimir vom þaktir bóka hillum, og fyrir ofan éfstu hillum ar var komið fyrir hjartarhornum. Eugene sagði, að sá hefði verið mikilvirkur dýrabani, sem átti setr- ið næstur á undan honum, og sæi þess enn merki... horn og hausar á veggjum og sútaöir feldir á gólf- um. Undarleg tónlist fyllti stof- una, og hann gekk um gólf og sló taktinn, en nam svo staðar og spurði hvort mér félli þessi tón- list ekki. — Á hvað minnir hún þig? spurði hann. — Eugla, svaraði ég. — Fugla? Hann virtist ekki skilja hvað ég átti við, og þegar lagið var leikið á enda, setti hann aðra hljómplötu á, og kvaðst ætla að vita, hvort sú tónlist minnti mig á hiö sama. — Fuglar enn, sagði hann, og ég kinkaði kolli. Það var eins og hann yrði fyrir einhverjum von- brigðum, því aö hann iék ekki af fleiri Mjómplötum það kvöldið. — Við skulum koma upp og setjast við arininn, sagði hann. En ég tregaðist við, óttaðist aö hann kynni að hafa í hyggju aö fá mig með sér inn í svefnherbergið. Hann kvaðst hafa látið kveikja eld í aminum snemma dags, vegna þess að hann hefði oröið var við raka- blett á veggnum fyrir ofan arin- hilluna. — Ég vil heldur vera hérna, sagði ég, þegar hann tók stjaka með kerti í og lagði af stað. Ég leit á skrifborðið hans, þegar hann var horfinn upp stigann — dag- blöð, sendibréf í flugumslögum, litlir bréfpokar meö blómafræi,: nokkriy eirnagíar í litlúm' glérbrúsa: með ávaxtamáuksmiðá, öskubakk- ar með einkennilegum myndum. — Viltu koma upp með físibelg- inn, kallaöi hann til mín. Arineldurinn i svefnherberginu var kulnaður út. Þetta var stórt herbergi með mahóníhúsgögnum og stórri, tvöfaldri rekkju. Ég tók eftir svæflum, báðum megin í rekkiunni. — Á stundum sef ég hérna megin stundum hinum megin í rúminu, sagði hann, eins og hann læsi hugs anir mínar. — Það er þó sú til- breytingin. — Bíddu, sagði hann og blés að glæðunum, svo að biarmi lék um myndina fyrir ofan arinhilluna — nakin kona, sem lá á hlið og sneri sér fram. — Ég þarf að skreppa frá andartak, sagði ég og reyndi aö láta sem ekkert væri. Það gat varla verið hollt hugarfari karl- manns að allsnakin kona blasti við honum úr rekkju hans öllum stund- um. Það sló niður í reykháfinn og reykjargusa stóð beint framan í j hann og hann fékk ákaft hóstakast. j — Viltu gera svo vel að opnal gluggann, sagði hann og stóð á öndinni. Glugginn var svo stífur í falsinu, að ég varð að berja á hann, en þá hrökk hann upp á gátt, og vindsveipurinn slökkti ijós ió á kertinu. — Ég verð að fara heim .. klifkk an er orðin svo margt, sagöi ég og röddin titraði af geðshræringu og ég þreifaöi fyrir mér út að dyrun- um. — Róleg vina mín, sagði hann og hló við, — ég hef ekkert gert þér enn. Ég greip um hurðarhún- inn, en var orðin svo magnþrota, að ég gat ekki hreyft hann. Þá kveikti Eugene aftur á kertinu við arineldinn og hélt því hátt. — Þaö er ekki nein ástæða til þess fyrir þig að titra svona og skjálfa, sagði hann vingjam- lega. — Þú hefur ekkert að óttast. Ég fann að ég hafði hagað mér heimskulega og fór að gráta. — Svona nú, sagði hann og kom til mfn og lét vel að mér. — Þú mátt ekki vera slíkur kjáni. Hann laut aö mér og kyssti mig á votan munninn af meiri ástúö en hann hafði nokkurn tíma kysst mig áður. Við héldum niður aftur. Hann hitaði te og þegar við höfðum drukk ið það, sagðist hann skyldi aka mér heim. Oti fyrir var heiðríkt og stjömu bjart og .talsvert frost, og glitrandi hrím á grenitrjánum. Ég sneri mér að honum og sagði, að mig lang- aði alls ekki til að fara strax. Þarna var svo fallegt um að litast í frostinu og hríminu, og inni í vinnustofunni logaði bjartur eldur á ami. — Ég vildi helzt hvergi fara strax, sagði ég, þegar hann hjálp- aði mér í kápuna. En hann hafði ekið bílnum upp að dyraþrepunum, og hann sagði líka, að hann yrði að aka hægt, vegna þess hve hált væri á vegunum, svo það væri öruggara að hafa tímann fyrir sér. » SJÖTTl KAFLI. Eftir þetta fór ég með hönum heim til hans flesta sunnudaga. í eitt skipti var ég þar nætursakir. Ég svaf í gestaherberginu. Allur viður þar inni hafði veriö kvoðu- gljáður fyrir skömmu. Allt var annarlega þvalt viökomu. Eignilega varð mér ekki svefn- samt um nóttina. Ég lá lengst af andvaka og hugsaði um hann. Ég heyrði hann blístra lágt ööru hverju og ganga um gólf niðri í vinnu- stofu sinni fram undir klukkan þrjú. Hann hafði lánaö mér nokkur tímarit með myndum. Þaö vom undarlegar teikningar. af undar- legu fólki í undarlegum stellingum Ég botnaði að minnsta kosti ekkert í þeim. Ég slökkti ekki ljósið, vegna þess að Anna sagöi mér að kona nokkur hefði dáið í herberginu skömmu áður en Eugene keypti setrið. Kona höfuðsmanns, var víst hjartabiluð og tók inn mikið af töflum og lyfjum. í>að var ekki fyrr en undir morg- uninn, að ég blundaði. En það varð ekki lengi, því aö vekjaraklukkan j hringdi um sjöleytið og ég varö að j drífa mig á fætur, svo ég kæmist til vinnu minnar í tæka tíð. — Hvernig svafstu? spurði hann þegar hann mætti mér í stiganum. Hann gerði sér upp geispa og lézt vera reikull á fótunum. — Ekki sérlega vel... — Heimskan einber, finnst þér það ekki? Tvær mannverur, sín á hvorri hæð, sem ekki geta fest blundi? Næst þreyjum við andvöku nóttina saman og höfum svæfil á milli okkar í rekkjunni — hvað segirðu um það? spurði hann og leit á mig. Ég leit undan Ég var alin upp í þeirri skoöun, að óviöurkvæmilegt væri að orðfæra það, sem konan varð að láta sem henni væri á- nægja að, einungis til að þóknast eiginmanni sínum Hann kom með ábreiðu og vafði um fætur mér og hné í bílnum, og te á hitabrúsa sem ég drakk á leiðinni, þar sem ég hafði eklri tíma til að fá mér árbít Ég gisti líka næstu sunnudags- nött, og svaf enn í gestaherberg- inu Ég gat ekki hugsað til að sofa f sama rúmi og hann, hann kallaði það hégiljuskap, en ég var raunverulega hrædd. Morguninn eft ir vakti hann mig eldsnemma með því að drepa á dyr gestaherbergis- ins, og síöan gengum við um steóg inn nokkra stund Það koma fyrir þær stundir í lífi manns, sem ógerlegt er að gleyma. Þannig man ég þennan morgun, man hvítt limið á ung- björkinni í grárri skímunni, man þegar sólin reis yfir fjallabrúnirn- ar í roðadýr, eins og það væri fyrsti dagur sköpunarinnar. Ég man, hvemig allt varð skyndilega bjart, hvernig sólin dreifði mistrinu og döggin glitraði, hve grasið varð grænt og lifandi. „Ég ' vildi, að við gætum lifað saman“, sagði hann qg lagöi arminn um herðar mér. „Getum við það?“ „Það virðist svo eðliiegt nú“, sagði hann. „Svo sjálfsagt. En ég hef aldrei verið gefinn fyrir ástar- lot i aftursæti í bíl. Mér finnst það óeðli“. Slíkum atlotum kunni ég hins vegar vel. En ég gat ekki sagt honum það. Ég gat þó ekki varizt lengur en til jóla. Hann bauð Böbu, Jóhönnu og Gustav í kvöldverð á jóladag, svo ég nyti mín betur, því að kunningj- ar hans voru mér ógeðfelldir. Þetta var yfirleitt útlent fólk, sem virtist hafa mest gaman af að segja tvf- ræðar og grófar skrýtlur, og ég fann, að það staröi á mig eins og hálfgert viðundur, sem haft væri til sýningar fyrir þaö. Þetta var dásamlegur kvöldverð- ur; kertaljós á borðinu og gjafir handa öllum viðstöddum. Jóhanna var í essinu sínu; hún fékk að gjöf spegil í gullinni umgerð tíl að hengja á vegg heima hjá sér, fom- an grip og fallegan, og þurrkað arinbrenni að auki. Baba steig vals viö Eugene eftir hljómplötutónlist; það var nóg að drekka og allir í hátíöarskapi. „Ef þig skortrr hug til að drepa, þá munt þú aídrei leiöa Mam'bumenn oftar í stríöi“, „Ég er eteki orðinn of gamaffl til þess að [iteí Knútur Bruun hdl. Lögmannsskrifstofo Grettisgötu 8 II. h. Sími 24940.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.