Vísir - 06.05.1967, Blaðsíða 9
V í SIR . Laugardagur 6. maí 1967.
9
ISLENDINGAR LIFA EKKI
A BRAUÐI EINU SAMAN
Sagt frá ályktuninni um bókmenntir og listir, sem var til umræðu á Landsfundi
Sjálfstæðismanna, og framsöguræðu Baldvins Tryggvasonar framkvæmdastjóra
Sérstök ályktun um bókmenntir og listir var til umræðu á 17. lan dsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem nýlega var haldinn, og var sam-
þykkt aö vísa ályktuninni til miöstjómar flokksins. — Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri hafði framsögu fyrir tillögum þess-
um. Birtist hér á eftir ályktunin og úrdráttur úr ræöu Baldvins. Kaflar ályktunarinnar sjálfrar eru inndregnir.
Baldvin Tryggvason
framkvæmdastjóri
1. Sjálfstæðisflokkurinn ieggur,
í samræcmi við stefnu sína og
markmið, ríka áherzlu á það,
að hvers konar stuðningur
viö bókmenntir og listir
veröi enn aukinn frá því sem
er. Jafnframt sé þess gætt,
að'isá stuðningur verði um-
fram allt til þess fallinn að
efla frjálsa listsköpun og
listtúlkun í Jandinu.
Sjálfstæðismenn hafa jafnan
verið þeirrar skoðunar, að með
engu móti væri stutt betur at-
vinnulíf og menningarsókn þjóð
arinnar en með því að veita
hverjum einstaklingi sem allra
mest frelsi til orös og æðis.
Umfram allt verði miðað að því
að tryggja sem bezt, að hver
listamaður og sérhver lista- og
menningarstofnun fái sem
mest frjálsræði og svigrúm. Það
gefur auga leið, að ríkið sjálft
veröur að leggja fram æma fjár
muni til þessara máia, en þá
verður jafnframt að búa svo um
hnútana, ag stjómmáialeg mis-
beiting sé útilokuö. Stjórnmál
og listir fara illa saman og of
mikil bein ríkisafskipti af list-
um og menningu leiða aðeins til
ófarnaðar.
2. Lög um menningarsjóð og
menntamálaráð verði tekin
til endurskoðunar með það
fyrir augum, hvemig auka
megi stuðning við vísindi,
bókmenntir og listir. Athug-
að verði, hvernig efla megi
kynningu íslenzkra lista, inn
anlands og utan, og þá einn-
ig sérstaklega um styrki til
að þýða íslenzkar bókmennt-
ir á erlend mál og kynna
þær eriendis. Jafnframt ber
að auka ferða- og vinnu-
styrki til listamanna og fræði
manna.
Sjóndeildarhringur þjóðarinn-
ar hefur stækkað og við erum
famir að hafa meiri trú á getu
ofckar gagnvart umheiminum. En
því miður höfum við engu að
síður látið að mestu undir höf-
uð leggjast að kynna list okkar
og menningu á erlendum vett-
vangi. í þessu efni verðum við
að íáta hendur standa fram úr
ermum. Slík kynning er jafn-
stuðningur við islenzka
Jistamenn. Hitt er svo ekki síð-
ur mikilvægt, að menningarlíf
landsins sé í nánum tengslum
við erlenda menningarstrauma
á hverjum tíma, því sagan sýnir,
að undir slfkum kringumstæð-
um nær það mestri blómgun.
Fátt telja íslenzkir listamenn
sér nauðsynlegra en geta dval-
izt erlendis öðru hverju til þess
að kynnast af eigin raun því,
sem er aö gerast í listalífi heims-
ins. Fjölmargir þeirra hafa lagt
mikið að sér í þessu skyni, t. d.
márgir listmálarar, og er árang-
ur þess greinilegur. Þessa við-
Ieitni þarf að efla.
3. Ýtarleg rannsökn fari fram
á aöstöðu íslenzkrar böka-
gerðar,og bráður bugur und-
inn að raunhæfum úrbótum
í þeim efnum. í því sam-
bandi komi til álita afnám
tolla á efni og vélum til
bókagerðar og bókum með
íslenzkum texta. — Jafn-
framt verði tekið til athug-
unar, að öll almenningsbóka-
söfn í landinu kaupi hið
minnsta eitt eintak af hverri
nýútkominni bók fsl. höf-
undar á ári hverju, sam-
kvæmt sérstökum reglum.
Meðalverð útlendra bóka fer
stöðugt lækkandi af ýmsum á-
stæðum. M. a. fleygir tækni viö
bókagerð erlendis mjög fram.
Samstarf bókaútgefenda þar hef
ur aukizt og hefur það leitt til
meiri eintakafjölda bóka og ó-
dýrari framleiðslu. Loks vinn-
ur útgáfa vasabrotsbóka stöðugt
á. íslenzk bókaútgáfa stendur
mjög höllum fæti gagnvart þess
ari þróun. T. d. er ógerlegt að
gefa hér út vasabrotsbækur á
sambærilegu verði við erlendar.
Almennt má segja, að kostnað-
ur við íslenzka bókagerð hækki
stöðugt, enda hefur tækni henn-
ar lítið aukizt, nema helzt í
prentun. Hér er mikil hætta
á ferðum, sem er ekkert eínka-
mál rithöfunda og bókaútgef-
enda. Hafa verður í huga, hvort
ekki beri að afnema tolla á
vélum og efni til bókagerðar og
jafnframt endurskoða 50% toll-
inn á innfluttum bókum með
íslenzkum texta. íslenzkir bók-
iðnaðarmenn gætu haft í fullu
tré við erlenda aöila, ef tollar
á efnivörum þeirra og vélum
yrðu afnumdír um leið.
Ef öllum almenningsbókasöfn
um á landinu væri gert að kaupa
eitt eintak hið minnsta af ný-
útkomnum bókum fslenzkra höf
unda, væri þar með tryggð sala
á 200—300 eintökum, og gæti
það bjargað miklu. Óhjákvæmi-
legt væri, að þessi kaupskylda
yrði að einhverju leyti takmöT,k-
uð, svo að skorður yrðu reistar
við misnotkun hennar. Kæmi þá
til greina að fela ákveðnum að-
ila eða nefnd framkvæmdir í
málinu.
4. Lögum um Þjóðieikhús verði
breytt á þann veg, að Þjóð-
leikhúsráð verði kosið til á-
kveðins tíma, t. d. f jögurra
ára í senn, og valdsvið þess
tekið til endurskoðunar.
5. Komið verði á fót hið fvrsta
leiklistarskóla á vegum rik-
isins, og verði stofnun slíks
skóla ákveöin í samráði við
leikara og aöra leikhúsmennt
aða aðila.
Gróskan í leiklistariífinu hef-
ur verið ótrúlega mikil hin síð-
ustu ár, bæði I Reykjavík og úti
að eflast. Og til þess verður
m. a. að gera hana að sjálfstæðri
stofnun með eigin stjórn.
8. Reist verði svo fljótt sem
kostur er veglegt hús fyrir
Listasafn ríkisins og safn-
inu tryggt nægjanlegt rekstr
t nýreistu Háskólabíói eru haldnir flestir meiriháttar hljómleikar.
Þar spilar Sinfónfuhljómsveitin, og hefur m. a. náð eyrum yngstu
kynslóöarinnar.
á landi, enda hefur aöstaðan
víða breytzt mjög til batnaðar.
Mestu máli hefur þó skipt auk-
in menntun leikara og leikhús-
manna. Til framhalds þessari
þróun • virðist tvennt einkum
nauðsynlegt. Annað er að koma
á fót leiklistarskóla ríkisins og
hitt er að koma upp nýju leik- .
húsi fyrir Leikfélag Reykjavík-
ur.
6. Sinfóníuhljómsveit íslands
verði gerð að sjálfstæðri
stofnun með eigin stjóm.
7. Athugað verði sem fyrst
um mögulega aðild íslands að
svo nefndu MIC (Music Infor
mation Centres), sem starfa
viða um lönd til útbreiðslu
á erlendum tónverkum.
Margt hefur verið gert í tón-
listarmálum og er þar stærsta
átakið stofnun Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar. En hún þarf enn
arfé. — Jafnframt verði
stuðlað að eflingu listasafna
úti um land með því m. a.,
að Listasafn ríkisins leggi
þeim til, að láni eða jafnvel
að gjöf, ýmis myndlistar-
verk í samráöi við Listráð
og að tilhlutan þess.
Nú þegar liggja fyrir nokkrar
milljónir króna til byggingar
Listasafns ríkisins og er sú
bygging næsta verkefni ríkisins
í myndlistarmálum. Jafnframt
þarf að stuðla að því, að upp
rísi héraðslistasöfn.
9. Ráðstafanir veröi gerðar til
að búa í haginn fyrir íslenzka
kvikmyndagerð og hlúa aö
henni.
Eins er sú listgrein, sem ís-
lendingar hafa litinn sem engan
gaum gefið, en það er kvik-
myndagerð. Við ættum þrátt
Maðurinn lifir ekki á einu
saman brauði, og þaö ættu
íslendingar að skilja flestum
þjóöum betur. Á mörgum og
myrkum öldum í sögu hennar
voru það íslenzkar bókmenntir,
sem brýndu vilja hennar og þrek
til að lifa hörmungarnar af. Og
vonandi kemur aldrei til þess,
að þjóöin gleymi því, að án
íslenzkra bókmennta, án þess
menningararfs, sem forfeður
okkar hafa skilað nútíðinni í
hendur, væri íslenzk þjóð ekki
til.
fyrir fámennið að geta unnið
afrek á sviði þeirrar listgreinar.
Gerð kvikmynda kostar oft
mikið fjármagn, en þaö eitt
skapar enga list. Það er umfram
allt starf kvikmyndafólksins,
sem sker úr um hinn listræna
árangur. Svo má ekki gleyma
náttúrufegurð landsins. Og nú,
eftir að íslenzkt sjónvarp er
tekið tii starfa, erum við bein-
línis knúin til átaka i þessu
efni.
10. Athugun fari fram á því,
með hverjum hætti unnt sé
að örva einstaklinga og fé-
lög til þess að leggja fram
fjármagn til lista og menn-
ingarmála, t. d. með því að
slík fjárframlög séu frá-
dráttarbær á skattafram-
tölum í ríkara mæli en
nú er.
11. Gerð verði gangskör að því,
að helztu sögustaöir lands-
ins veröi friðaöir og auö-
kenndir, þannig að almenn-
ingur geti fræðzt um sögu
þeirra og áhrif á örlög og
menningu þjóðarinnar.
Við eigum að gera land okkar
að opinni bók íslenzkrar sögu
með því m. a. að auökenna alla
helztu sögustaði með áletrun-
um, þar sem minnt er á þá
atburði, er þar hafa gerzt, og
og áhrif þeirra á örlög þjóðar-
innar. Á þann hátt geta ferðalög
um landið orðið mönnum ómet-
anleg fræðsla um fortíð okkar
og sögu, jafnframt því sem
menn njóta stórbrotinnar nátt-
úru landsins.
Kjarvalshús er í byggingu á Seltjarnamesi.