Vísir - 06.05.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 06.05.1967, Blaðsíða 12
12 VA SPABie TÍMA FVfllRHDFN V í SIR . Laugardagur 6. maí 1967. Loks tók hann inn svefntöflu og saup á vatnsglasi á eftir. Lagðist svo á hliö og bjóst til að fara að sofa. / — Fyrirgefðu mér, Eugene ... ég elska þig, kjökraöi ég. — Þetta er allt í lagi, vinan mín sagði hann og lagði heitan lófann á lend mér. Loksins var okkur þó orðiö sæmilega heitt. — Ég verð ekki hrædd í fyrra- málið, sagði ég, enda þótt ég vissi #ö ég yrði það. —Ég veit það, sagði hann róandi. — Þú ert þreytt, nú skulum við fara að sofa og láta allar áhyggjur lönd og leið. Hann hélt í hönd mér, þegar ég sofnaði örvingluð og sárreið sjálfri mér. Einhvem tíma undir morguninn vaknaði ég við þaö, að ég varðist honum enn. Skömmu á eftir fór hann fram úr og klæddi sig. Ég bað hann fyrirgefningar. —Hættu einhvem tíma að biðj- ast fyrirgefningar, sagði hann og brá á sig axlaböndunum. — Þaö er ekki nein ástæöa til þess fyrir þig að biðjast fyrirgefningar. Þessi framkoma þín er ekki annað en eölilegt viðbragö. Hann settist áj stól og fór f sokkana. — Ætlarðu strax að fara á fætur? spurði ég. I — Já, ég fer oft á fætur tpidirj morgun og geng eitthvað út mér til hressingar, ef ég hef sofið illa .. — Þetta er allt mér aö kenna. — Minnstu ekki á það frátnar, að eitthvaö sé þér að kenna í Sam- bandi við þetta, mælti hann enn. Ég varð því fegnust, aö það var enn svo myrkt inni, aö ég gat ekki greint svip hans, þegar hann sagði þetta. Ég heföi ekki þorað að líta í áttina til hans. Hann fór út, og andaftaki síðar heyrði ég fótatak hans á mölinni úti fyrir húsinu. Ég lá í rekkju hans og grét sáran Ég hafði aldrei blygðazt mín eins á ævi minni. Og ég þóttist þess full- viss, aö nú væri öllu lokið okkar á milli fyrir kjánaskap minn. Um. át'taleytið 'tók að birta, og ég heyrði að Anna var komin á stjá og skar- aöi í eldinn niðri. Ég fór á fætur og sárkveiö því aö líta framan í hana, Denis og móður Eugene. Og! mér fannst rauðbrúna peysan mín sem ég hafði verið svo stolt af kvöldið áöur, vera kauðaleg og fara mér illa í morgunbirtunni. Helzt j hefði ég viljað laumast út úr húsinu og komast heim til Jóhönnu svo enginn vissi og sæi til ferða minna Mér varð litið í spegilinn. Ég var j rauö af gráti og þrútin til augnanna ’ Allir mundu sjá það á mér, að þaö! hefði gerzt, sem ekki gerðist. Það var allt í einu farið að snjóa.; Stórar, hvítar flygsur svifu hægt, til jaröar, þar sem þær. þiönuðul og urðu að vatni. Ég ’laumaðist. inn í næsta herbergi og kom sæng- j urfötunum í óreiðu, svo Anna gæti: séð, að ég héfði sofið þar af nótt- j ina. Það virtist heimskulegt at-1 hæfi að grípá iil slikra blekkinga,! en Anna var effirtektarsöm, og þaö ! hefði ekki farið fram hjá henni, ,ef j sængurfötin héfðu verið i röð og. reglu. Undir legubekknum fanrx ég j lítinn kassa með rifnum mynda-: bókum og leikföngum. '! — Þessa bók á Frances litla Gaillard, stóð skrifað á kápu á bök með dýramyndum. Ég var nærri hnigin í öngvit. Hann hafði aldrei minnzt á það við mig, að hann ætti barn, en ég hefði átt að getk mér þess til, hvers vegna hann lagði slíkt ástríki við barn Önnu. Nú fannst mér allt vonlausara en nokkru sinni fyrr Ég virti fyrir mér leikföngin og bækurnar og grét. Hundslappadrífan úti fyrir, rautt og grátþrútið andlit mitt, eld- laus arininn, peysan — allt lagðist á eitt við aö auka á blygðun mína, og þarna sat ég og grét, þangað til Anna drap á herbergisdyrnar og tilkynnti að morgunverðurinn væri á borð borinn. Þegar ég kom niður i eldhúsið, varaöist ég að líta framan í Eugene Hann rétti mér tebolla og spuröi, hvernig ég hefði sofið. Ég sá, að Anna hafði ekki af okkur augun. — Prýðilega þakka þér fyrir. Hann blimskakkaði á mig aug- um, og ég þoröi ekki að líta upp. Hann hló við. — Það gleður mig aö heyra, sagöi hann og benti mér á að fá mér sæti við boröiö. Móðir hans kom niður f eldhúsið andartaki síðar og við snæddum saman morgunverð. Hún kvartaði sáran yfir þvf, að grauturinn væri moðvolgur. Hún kvaðst ekki hafa jafnmikla andstyggð á nokkrum mat og moövolgum graut. Hún bjó meö systur sinni í Dubl- in og Eugene ók henni heim um hádegiö. Ég hélt, að hann ætlaðist til þess, að ég kæmi meö, en hann bað mig að bíða, kvaðst þurfa að ræða við mig. Ég varð því um kyrrt — Viö sjáumst vonandi aftur góða mín, sagöi móöir hans, þegar hún var setzt inn í bílinn og kvaddi mig. Hún bar þykkt sjal utan yfir loðfeldinum og hafði hitapoka við fætuma. Hún var í ’beZta skapi,' því aö Eugene hafði gefiö henni flösku af viskí, súkkulaði og kalkún steik, vaföa inn í smjörpappír. Henni þótti mikils um vert aö stjan að væri viö sig, það var henni eins konar endurgreiðsla fyrir öll árin, sem hún hafði þrtelað sér út til að koma syni sínum á legg. Hann var henni alltaf eins og fjarlægur og hún var oröhvöss við hann, en henni líkaði vel, þegar hann reyndi að gera henni allt tif geðs. Ég gekk út í skóginn, þegar þau voru farin. Það var hætt að snjóa og komin hæg rigning. Ég vissi ekki, hvort ég átti að þora að sofa aðra nótt þarna á setrinu. Reyndi aö ráöa það við mig, en gat ekki tekiö ákvöröun. Ég hafði aldrei á ævi minni þurft að taka alvarlega ákvörðun. Öll föt höfðu verið keypt handa mér, ég var aldrei að því spurð, hvaöa mat ég vildi, Baba ákvað, hvenær við fór- um út og hVert. Ég gekk hring eftir hring, það rigndi og ég andaði aö mér angan trjánna. Ég heyröi bílinn nálgast og sneri heim áftur. Ég heyrði Eugene blfstra lágt, þegar hann kom út x skóginn að leita að mér, og um leiö og ég sá hann, vissi ég aö ég mundi sofa hjá honum næstu nótt og sama sagan mundi endurtaka sig. —• Ég verö hjá þér í nótt, sagði ég formálalaust og án þess að hann spyrði. og ég sá, aö þaö gladdi hann. Hann sagði, að ég heföi ber- sýnilega hresstst viö að vera úti * rigningunni Regnið ætti vel viö mig, og ég ætti alltaf að búa í landi, þar sem mikið rigndi, greiöa háriö eins og ég gerði og ganga í dökkum gúmstígvélum. — Nú kvíöi ég ekki neinu, sagði ég, þegar við gengum skógarbrekk- una niður að setrinu. Við hlupum við fót, hann kyaðst veröa að fá te á stundinni, og nú fann ég ekki lengur til þess aö ég væri syfjuð og illa til reika. Viö komum auga á Önnu, þar sem hún stóð úti við eldhúsgluggann með sjón- auka og fylgdist með ferðum okkar — Hún á eftir aö brjóta þennan sjónauka fyrir mér, sagöi hann, en þegar við komum heim. hafði hún stungið sjónaukanum aftur í leðurhylkið og hengt á sinn stað á snaga rétt fyrir innan dyrnar á vinnustofunni. Þegar Eugene færöi það í tal við hana. að hún ætti að láta sjónaukann kyrran, lézt hún ekki viö neitt kannast og fullyrti, aö honum hlyti aö hafa missýnzt. ÁÖur en við settumst að hádegis- vérði, fór ég meö honum upp í svefn herbergi hans og snyrti á mér and- litiö eins Vel og ég gat. Þegar ég haföi dyftað mig, virtist ég eins og roskin telpa í speglinum. — Gamall maður og ung stúlka, sagði hann og virti fyrir sér spegil mynd okkar. Það stóð staukur með andlitskremi á hillunni undir speglinum, sem Laura hafði senni lega skilið þar eftir. Hann bar það undir mig, hvort hann þyrfti að raká sig' eða' ékki. — Ekki er ég kyssilegur sísvona, sagði hann viö spegilmynd, okkar og strauk skeggbroddana á vöngum sér. Ég hló. — Eða er ég þaö? spurði hann. Það var dásamlegt að kyssa hann, og ég óskaði þess með sjálfri mér, að öll ást væri í því einu fólgin, að atlotin gengju aldrei lengra Hann tók hárburstann minn og tók aö bursta á mér hárið, hægt og ástúðlega, en þó ákveöiö. Eftir litla stund vakti það með mér annar lega sælukennd, og hann hlýtur aö hafa séð það-á mér, því að hann brosti við mér í speglinum. — Ég hef helzt til stóra höku, en þú helzt til' litla, sagði hann. — Við mundum eignast falleg börn. Hann hló og bjóst auösjáanlega við því að ég færi líka að hlæja. En ég gat þaö ekki. Ég var mjög viðkvæm fyrir vissum hlutum, t.d. börnum. Smábörn vöktu með mér skelfingu. Og allt í einu mundi ég eftir leikfangakassanum, sem ég hafði fundið inni í svefnherberginu fyrír stundu. — Það eru leikföng í kassa und- KOVA Umboðið SIGHVATUR EINARSSON&CQ SÍMI24133 SKIPHOLT 15 Kvikmyndasaga samin af Ednu O'Brien eftir skáldsögu hennar ,Jhe Lonely Girl" ir legubekknum inni í herberginu, varö mér aö oröi — Ég veit þaö, sagði hann. — Ég á barn. . — Ó, einmitt... — Við eigum dóttur, sagði hann. — Hún er oröin þriggja ára. Mér fannst rödd hans Jbreyta um hreim, en var þó ekki viss um það. Ég fann til annarlega sárrar afbrýöi- semi. — Saknarðu hennar? — Ég sakrt- hennar mjög. Það líður varla sú stund, að ég sakni hennar ekki og hugsi til hennar. Þegar maður hefur eignazt bam, þráir maöur aö mega hafa það hjá sér, sjá það vaxa og dafna ... Hann hélt áfram aö bursta á mér háriö. En það vakti ekki með mér sömu sælukennd og áöur. ðmrusRÉTm á virkum dögum oghátiöum Á matseðli vikunnar: STEIKT LIFUR BÆJMABJÚGU KINDAKJÖT MUTASMÁSTEIK LIFRARKÆFA Á hverri dós er tillaga um framreiðslu KJÖTIÐNAÐARSTOÐ RÖREINANGRUN Einkaleyfi á fljótvirkri sjálflæsingu „Tarzan, kæri vinur! Ég sé að þú hefur komið með vin með þér“. „Þaraa sérðu, Ngura. Þessi maður ber aðeins kærleik til náungans í brjósti sér“. Og Tarzan skýrir KOVA er hægt að leggja beint í jörð KOVA röreinangrun þol- ir mesta frost, hitabreyt- ingu og þrýsting KOVA þolir90°Cstöðugan hita | Verð pr. metra: 3/8" kr. 25.00 T”kr.40.00Í 1/2" kr. 30.00 V/4" kr.50.0« í 3/4" kr. 35.00 iy2”kr. 55.01' ^mmm^m^mmmmammmmt^mi^^mmmmmmmmmmm'ld RAUÐARARSTÍC 31 SÍMI 22022 „Við skulum halda til föður Jósefs. Hann verður glaður yfir að sjá okkur“. „Ertu viss um jþað. Ég er Mambumaður og við komum eldd sem bezt fram við hann“. TARZAN/ isee YOO BRING A FRIfrKID / SEE, NGBRA/ TUIS MAN HAS OKII.Y COMPASSION IKI HIS K { HEART/ ) Tarzan explains the plight a HIS FRIEND..'. --—---------------------------r~----- I AM SURE THIS IS \ IE I KNOW THE ONLY A TEMPORARY ) WAVS OF THE EX/LE, AAY SON... Á LORD. AND THE LOVE OF A FATHER, YOtl WILL SOON BE AMONG YOUR AGAIK! / prestinum frá þvi, sem gerðist í þorpji Mambu manna. „Ég er viss um að þetta muni brátt Iagast úngiýijttt*; Þú munt brátt verða með- al manna þínná aftúr. Það mun Guð sjá um“. T A R Z A N ARE YOU SURE?/._ AFTER ALL, I AM A AiAMBU—WE DID HIM BOWLY HARM/ WE WILL GOTD THE MISSIOKI OF FATHER JÖSEPH_. HEWILL BE J HAPPY TD YJÍ HELP YOU !

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.