Vísir - 13.05.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 13.05.1967, Blaðsíða 9
V í SI R . Laugardagur 13. maí 1967. 9 \—Listír -Bækur -Menningarmál- ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ - LINDABÆR HUNANGSILMUR EFTIR SHELAGH DELANEY Þýðandi Asgeir Hjartarson — Leikstjóri Kevin Palmer Loftur Guðmundsson skrifar leiklistargagnrýni: Helena (Helga Valtýsdóttir), Geoffrey (Bessi Bjarnason) og Jo (Brynja Benediktsdóttir). „Hunangsilmur" er eitt þeirra leikhúsverka, sem hlotið hafa skjótan og að því er virðist auðunninn frama, bæöi á sviöi og tjaldi. Slíkir sigrar reynast oft heldur skammvinnir, eins verkum og mönnum, en það veit enginn fyrir með vissu. Fer nokkuð eftir því, að minnsta kosti þegar um leikrit og skáld- sögur er að ræða, hvað í gerð þeirra verka verður þeim til sig urs og víst er um það, að sigur margra þeirra er harla keimlík- ur frægð dægurlagsins, sem hljómar í eyrum manns hvar- vetna um nokkurt skeið en er svo gleymt öllum um aldur. Það má vel vera að þetta leikrit eigi langt líf fyrir hönd- um á Vesturlöndum, ég held þó varla. Til þess er það helzt til hvítfyssandi og yfirborðinu og helzt til grunnt; nálgast raun- verul. fyrst og fremst fyrir orðalag og ytra háttemi; dirfsk- an miðuð við það, að jaðri mátu- lega við það, sem hneykslar prúðbúna leikhúsgesti, en hvergi farið yfir strikið. Með þessu vinnulagi höfundar, verður það á valdi leikstjórans og leikar- anna, hvort þeir láta sér nægja að túlka einungis það, sem orð- anna hljóöan segir til um, eða þeir gæða verkið dýpt af eig- in ramleik, þannig að áhorfand- inn komist í óbeina snertingu við harmsöguna, sem þama hlýtur að leynast undir niðri, hvort maður finnur til meö þeim, sem fram koma í sviðs- ljósinu, eða hlustar á og sér það, sem þar fer fram, eins og leiksýningu eingöngu. Þau Kev- in Palmer og Una Collins munu bæði gerþekkja þetta leik- sviösverk flestum fremur. Una Collins hefur skapað þvi mjög viðeigandi umgerð sviðs og búninga; Kevin Palmer hefur bersýnilega lagt sig fram um að ná sem mestri dýpt i flutning þess; mana fram sjálfan harm- leikinn — þaö tekst og tekst ekki, framsögnin nær oft og tíð- um ekki þeim sannfæringar- áhrifum, sem látbragð og svip- brigði ná að túlka. Þetta er skiljanlegt, leikstjórinn sér sín- um augum, en verður að heyra með annarra eyrum. Þær Helga Valtýsdóttir og Brynja Benediktsdóttir bera hita og þunga leiksins í aðal- hlutverkunum; Helga sem vændiskonan Helene, og Brynja sem Jo, dóttir hennar. Helga Val týsdóttir tekur hlutverk sitt föstum tökum og leikur af mikl- um tilþrifum frá upphafi til leiksloka. Hún sannnar enn, að hún er einhver sú aðsópsmesta og sterkasta leikkona, sem hér hefur sézt á sviði. En henni er þarna sá vandi á höndum, að hlutverkið er harla keimlíkt því, sem hún lék af mikilli snilli og tilþrifum í „Virginíuúlfinum", og engri leikkonu ætlandi að skapa tvær svo skyldar persón- ur, að þær verði með öllu ó- líkar, og ekki komi einhver samanburöur til, ójálfrátt, af þeirra hálfu, sem hafa séð hana í báöum þessum hlutverkum. Samt hika ég ekki við að segja, að ég hafi aldrei séð Helgu tak- ast betur á sviði, hvað „ytri“ leik snertir, en á stundum finnst mér nokkuð skorta á, aö innri átökin, harmleikurinn, komist til skila. Þetta á að vissu leyti einnig við um leik Brynju Benediktsdóttur, en af öðrum orsökum. Þótt hún hafi aldrei sýnt viðlíka leik áður, og skipi fyrir bragöið sess þeirra yngri leikara, sem mest má af vænta, brestur hana enn reynslu og þroska til að ná dýptinni. Þetta er ekki sagt til lasts; þvert á móti gegnir furðu hve herzlu- munurinn er lítill á köflum, þegar um svo unga leikkonu — og erfitt hlutverk — er að ræöa. Bessi Bjarnason er kafli fyrir sig í hlutverki Peters, glaum- gosans og kvennaflagarans. Þarna bregður hann sér í einni svipan og að því er virðist fyr- irhafnarlaust úr ham skopleik- arans og tekur á sig gervi til- þrifamikils skapgerðarleikara, sem fer ,á kostum í hvert skipti, sem hann kemur inn á sviðið. Hvert svipbragð virðist ger- hugsað, hver áherzla mótuð til Á tímabilinu milli heims- styrjaldanna voru revíur fastur þáttur í skemmtana og leiklist- arlífi höfuðstaðarbúa. Þá áttum við frábæra revíuhöfunda og frá- bæra revíuleikara. Að sjálfs- sögðu voru revíur þessar samdar í þeim stíl, sem þá tíðkaðist í Skandínavíu og víöar á megin- landinu. Þær lágu á mörkum gamansöngleikjanna. Þættir og atriði tengd samfelldri sögu og skilin þar helzt, að revíurnar fjölluðu um menn og málefni, sem hæst bar á líðandi stund. áhrifa. Það má með sanni segja, að honum hafi aldrei betur tek- izt, og fyllsta ástæða til aö óska honum til hamingju með afrek- ið. Sigurður Skúlason er efnileg- ur leikari, og túlkar hlutverk Jeffry af nærfærni og skilningi. Gísli Alfreðsson hefur ekki mik- ið tækifæri til aö sýna þarna það, sem hann getur, en hann kemur þvi til skila, sem hlut- verkið gefur tilefni til, yfirlæt- islaust — en án átaka. Leikriti og leikendum var frá- bærlega vel tekið á frumsýn- ingu, betur en ég man eftir í Lindarbæ. „Hunangsilmur" nýt- ur sín þar vel, og vel ráðið að sýna hann þar, en ekki á sviði Þjóðleikhússins. Nánd áhorf- enda og leikara er aö vísu tví- hent, en þegar vel tekst, eins og þarna, styrkir hún áhrifa- tengslin til muna. Af vissum á- stæðum legg ég ekki i vana minn að ræða um þýöingar leikritanna, en í þetta skiptið get ég ekki stillt mig um aö þakka Ásgeiri Hjartarsyni fram- lag hans; gott, yfirlætislaust mál og eðlilega mótaðar setn- ingar, og er þarna þó um vand- þýtt verk að ræða. Það var Kaupenhafnarstíllinn, sem þar var hæstráðandi, enda var köngsins höfuðborg þá eins konar París Noröurlanda. Fjölmiðlunartæknin, útvarp og sjónvarp, hefur síðan bylt þessu öllu til; gamli revíustíllinn vikið fyrir „show“inu, sundur- lausum sýningaratriðum, iþætt- um söng og dansi. Jafnvel hin tímabundna skopádeila hefur orðið aukaatriði, en var áður aðall revíunnar. Kannski hefur þessi bylting haft það í för með sér, að hér er yfirleitt hætt að semja og sýna revíur. Okkur skortir frambærilega „show“- krafta af skiljanlegum ástæöum, og það lítið, sem viö eigum af þeirri vöru, er útjaskað á skemmtikvöldum alls konar fé- laga. Enn er svo þaö að hér skortir heppilegt revíuleiksvið. Það veröur því að teljast virðingarverð tilraun hjá „Reviu leikhúsinu" að hleypa af stokk- unum nýrri revíu, sem frum- sýnd var í Austurbæjarbíói s.l. miövikudagskvöld. Ef til vill á væntanleg kosningarevía nokk- urn þátt í þeirri framtakssemi, en söm er þeirra gerð, sem að þessu standa. Því miður reynd- ist þó þessi tilraun einungis virðingarverö að takmörkuðu leyti. Hún sannar aö vísu, aö viö eigum góðum revíuleikurum úr hópi þeirra yngstu á að skipa — þótt Nína Sveinsdóttir, fulltrúi gömlu revíuleikarakyn- slóðarinnar bæri af að flestu leyti. En tilraun þessi leiddi þó fyrst og fremst í ljós, að sjálf revíusmíðin stendur hagleiks- gripum gömlu snillinganna svo langt að baki, að maöur hefði ekki trúað því að óreyndu, og það eins, þótt fullt tillit sé tek- ið til stílbyltingarinnar. Það er allt í lagi þótt atriöin séu þýdd, ef þau eru vel valin og vel þýdd, og þá helzt laglega staðfærð. Þarna var því ekki til að dreifa. Frumsömdu atriðin voru þó jafnvel enn lélegri; stjórnmálin virðast þó nú sem áður vera kjörin efniviöur í skopádeilu og skotmarkið það umfangsmikiö, að vart verði geigað fram hjá — en það tókst höfundunum þó, og það svo að kalla má snilli út af fyrir sig. En leikendurnir stóðu sig vel. Ég minnist þess ekki að hafa séð jafn laglega farið meö jafn lélegt efni. Arnar Jónsson bar af sakir fjörs og leikgleöi, en þau Bjarni Steingrímsson, Okta- vía Stefánsdóttir, Siguröur Karlsson, Sverrir Guðmundsson og Þórhildur Þorleifsdóttir fylgdu honum fast eftir. Og Nína var sami, síungi sprellu- gosinn og endranær. — Hljóm- sveitin var góð, leikstjórnin kunnáttusamleg — en oröiö og allt það gersneytt allri eiginlegri fyndni að kalla, og veigamestu og síðustu atriðin að auki spillt lágkúru og smekkleysum. Og þó er þama einn ljós punktur, að leikurunum undan- skildum. Næsta revía hlýtur að verða betri.--------- Rjómatertuslagur i nýju revíunni. // REVIULEIKHÚSIÐ: .. úr heiðskíru lofti Eftir Jón Sigurðsson og fleiri — Leikstjóri Kevin Palmer — Leikmynd Una Collins //

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.