Vísir - 13.05.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 13.05.1967, Blaðsíða 10
w VÍSIR . Laugardagur 13. maí 1967. Kirkjusíða — Framh. af bls. 7 Það sé þá vor höfuðregla aldrei að gjöra eftirsókn nokkurra jarð- neskra muna að lífsins höfuö- augnamiði. — Að sjöra þetta er hörmuleg misbrúkun; því ekki setti guð oss til þess að vér skyldum eyða hér sálar- og lík- ama-kröftum á aumkunarveröu stjái og þreyta oss til forgefins alla daga, svo við yrðum að skoð- unarspili, sorglegt dæmi upp á mæöu og eymd. — Nei, sá gat ei verið tilgangur þess algóða; hann hefur heldur vísað oss bústað á jörðu eins og í skóla, til að æfa hér vora krafta og styrkja oss í dyggð, svo vér getum orðið hæfir til að njóta sælunnar, sem bíður þeirra, er sigurinn vinna; og ein- mitt. til þess að styrkja vora krafta og gleðja vort hjarta, svo vér ei þreyttu(m)st, og yrðum fúsir að gegna vorum á stundum þungu skyldustörfum, gaf hann oss þessa heims gæöi og marga saklausa unaðsemd, sem oss ber að meðtaka með þakklæti við gjafarann, hagnýta oss samkvæmt hans boðorðum, en aldrei vegna óvissra unaðsemda yfirtroða vora skyldu, mannelskunnar heilaga lögmál, á hvers varðveizlu frels- arinn vill marka, hvort við elsk- um sig og föðurinn, — af hvik- ulleik jarðneskra gæða flýtur líka sú varúðarregla, að vér aldrei gjörum oss nokkurn jarðneskan hlut ómissandi, þó brúkun hans sé í sjálfu sér leyfileg. — Heims- ins lán er fallvalt, og þó maöur- inn einhvern hluta ævi sinnar geti notið lifsins hægða og unaðsemda án þess að brjóta skyldu sína, er samt ei iengi um að skipta, og einhver missir eða umbreyting á stöðu manns getur skyndilega gjört það að verkum, að mann- inum annaðhvort verði óleyfilegt að njóta framvegis sömu gæða, eða með öllu ómögulegt. Þá er hver sá illa farinn, sem búinn er að binda hjartað við eitthvað það, sem hann þá hlýtur án að vera. — Því rótgróinn vani leggur eitt- hvert band á manninn, svo marg- ir fylgja honum ósjálfrátt; og ekki eru þeir svo fáir, sem hafa lifað gleðilausa elli, af því þeir hvergi fundu það, sem þeir i ungdæminu nutu, og hjartað þess vegna girntist á fullorðinsaldrin- um. — Sá sparar sér því mikla sorg, og margan söknuð og kvíða, sem numið hefur þá gullvægu i kúnst að geta verið án alls þess, sem heimurinn megnar að svipta mann. Þegar heimsins blíöa felur sig, og náttúrunnar umbrot skelfa manninn, þegar hallæri eða stríð eða drepsóttir geisa í löndunum, og konungarnir titra, þá er sá maður óhræddur, því hann kvíðir öngvum jarðneskum missi; stöð- ugur við sitt skylduverk bíður hann hvers, sem að höndum ber, og tekur ánægður alls kyns skorti, alls slags þrengingu og dauða, því hann segir með Davíð: Nær ég aðeins hef þig drottinn, nirði ég hvorki um himin né jörð, því þó að líf mitt vanmegnist, ertu samt drottinn. Svo farsælt er það að elska ekki heiminn, því það gefur manni styrk á hinni vondu tíð. Vér þurfum ekki þar fyrir að flytja oss eins og burtu úr heim- inum fyrir tímann; ekki heldur af ótta fyrir hans hviklyndi, að forð- ast allan félagsskap vorra sam- ferðamanna. Marga saklausa, ynd- isfulla gleði hefur guð í heiminum veitt hverjum, sem hennar rétt leita, en næst umgengninni við guð og ánægjunni yfir afloknu skylduverki mun engin svo hrein, engin, sem líkist eins himi(n)sins sælu og gleðin af umgengni við dyggðuga vini. Hennar skyldum vér því ei sízt leita, þegar vér annars erum oss úti um eirrhver jarðnesk gæði. — En góöir bræð- ur, gjörum oss ei margar óskir. Heilbrigði sálar og líkama, fáein- ir vinir og daglegt brauð, þetta er sú jarðneska farsæld, sem vér viljum biðja guð að veita oss og sjálfir leita réttvíslega. — En þó að einnig þetta vanti, þá látum samt ei hugfallast, minnu(m)st heldur hins, að oss ekki hæfir aö elska heiminn, og bíðum svo drott ins hjálpræöis, þar eð vér vitum, að allt veröur að þéna þeim til góðs, er hann elska. Amen. — Eimskíp — Framh. af bls. 16 þannig að hlutafé tvöfaldast úr 16.8 millj. í 33.6 millj. kr. Enn- fremur verður stefnt aö því að á árunum frá 1967 til 1971 veröi hlutafé aukið um 66.4 millj. eöa í 100 milljónir króna. Samkvæmt hluthafaskrá 1. apríl s.l. höfðu verið gefin út 8059 hlutabré, samtals að nafnverði 14.1 millj. kr. eða 84% af öllu hlutafénu. Hagur félagsins á liönu starfsári var góður. Rekstrarhagnaður varð rúmlega 1.2 millj. kr. og afskriftir ýmsar voru nær 34 milljónir króna. Eignir fyrirtækisins eru bókfærðar rúmar 374 milljónir króna. I stjórn fyrir næsta ár voru end- urkjörnir þeir Halldór H. Jónsson, Pétur Sigurðsson og Árni G. Egg- ertsson og í stað Jóns Árnasonar, sem baðst undan endurkjöri, var kosinn Ingvar Vilhjálmsson. Fyrir í stjórn eru Einar B. Guðmundsson, Birgir Kjaran, Thor R. Thors og Grettir Eggertsson. Samþykkt var að greiða hluthöfum 10% arð. Hvítasunnuferðir Framhald a• bls. 16. ar vegum um hvítasunnuna. Önnur er ferð á Snæfellsnes, en hin er jafnlör.to ferð í Þórsmörk. Ef veð- ur leyfir verður gengið á Snæfells- jökul. Tvær gönguferðir verða farn ar á Vífilsfell um helgina, en það eru 'hvort tveggja stuttar síðdegis- ferðir. Við höfðum samband við Um- ferðarmiðstöðina og spurðumst fyr ir um farmiðapantanir um helgina. Umferðarmiðstöðin skipuleggur ekki neinar sérstakar ferðir um helgina, en okkur var tjáð ag held- ur meiri farmiðasala væri með sér leyfisferöum en venjulega. Umferðalögreglan gerir ráðstaf- anir. Hjá umferðardeild lögreglunnar fengum við þær upplýsingar að lög- reglan mundi hafa bifreiðir á helztu leiðum út úr bænum um helgina, eða Hellisheiði, Mosfellsheiöi og Hvalfjarðarleið. Arnþór Ingólfsson fulltrúi sagði að reynt væri að fylgj ast með því hvert straumurinn mundi helzt liggja um helgina. — Þeir hefðu heyrt tvo staði nefnda í því sambandi, þ. e. Laugarvatn og Hreðavatn. Arnþór sagði einnig, að búizt væri við mikilli umferð um þessa helgi og mundi lögreglan reyna að gera ráðstafanir í sam- ræmi viö það. Lögreglan mun fylgj- ast meö þeim bifreiðum sem úr bænum fara og athuga um búnað farþeganna og bifreiðanna. Það er mikils virði að bifreiðir séu í góöu ásigkomulagi þegar vegir eru svo ótryggir sem raun ber vitni um. Ef mikið rignir veröur vafalaust mjög slæm færð víða og þess vegna er allur varinn góður. Foreldrum þeirra ungmenna, er leið sína leggja úr bænum, skal á það bent, að sjá til þess aö þau séu vel búin og hafi t. d. sokka til skiptanna, og ennfremur séu þau vel búin undir næturgistingu, en næturnar geta oröið býsna kaldar svo snemma sumars. Vegaþjónustan starfar um helgina. Að vanda gerir vegaþjónusta FÍB sínar ráðstafanir um hvítasunnuna og var okkur tjáð eftirfarandi: — Vegaþjónustan mun hafa tvær bif- reiöir á leiðinni Reykjavík, Hellis- heiði, Ölfus, Grímsnes og Skeiðar. Ein bifreiö veröur á leiðinni Reykja vík, Þingvellir Grímsnes. Tvær bif reiöir verða á leiðinni Reykjavík, Hvalfjörður Borgarnes. Á hvíta- sunnudag verður ein bifreið á Snæ- fellsnesi. Að helginni lokinni mun veröa nokkurt hlé á starfsemi vega þjónustunnar, eða þar til fyrstu helgina í júní, en eftir það verður hún starfandi um hverja helgi í sumar. Ástand vega misjafnt. Samkvæmt úpplýsingum frá Vegagerð rfkisins, þá er víöast á- gæt færö austur um Suðurlandið en þó eru einstaka vegir og einkum útvegir illfærir og sumir lokaöir t. a. m. Lyngdalsheiði og Grafning- ur og aðeins er jeppafært að Gull fossi og um Grafning. Mosfellsheið in er viösjárverð fyrir smærri fólks bifreiðir. Draginn er lokaður og Uxahryggjavegur og illfært mun vera öðrum bifreiðum en jeppum um veginn að Húsafelli. Sæmileg færð er um Snæfellsnes, Dali og vestur í Reykhólasveit og innan- fjarðar á Vestfjörðum. Breiðadals- heiði til ísafjarðar opnaðist í gær. Aöalvegir á Norðurlandi munu vera sæmilegir, svo sem leiðin til Akur- eyrar og Húsavíkur og á Austur- landi mun víðast hvar fært, nema um suma fjallvegina, svo sem Odds skarð, sem aðeins er fært jeppum. Hjónabondsmál - Framhald at bls. 16. sumarið notað til þess og málið aftur tekið fyrir í október n. k. M.a. sem Hæstiréttur óskaöi upp lýsinga um var það hve lengi og hve oft væri um að ræöa hjónavígslur framkvæmdar af öðrum en þjónandi prestum á íslandi. Lögmenn málsaðilja ósk uðu eftir þvi við dómsmálaráðu- neytið að það léti fara fram at- hugun á þessu, og er hún nú í undirbúningi. Lögmenn málsaðilja í yfir- standandi máli, sem almennt er nefnt „hjónabandsmálið" eru þeir Páll S. Pálsson og Magnús Thorlacius, hæstaréttarlögmenn. Héraðsdóminn kvaö^ upp Axel Thulinius. Bækur — Lögic-gluhúfurnar vom lagöar snyrtilega á barboröið á Sögu. Formleg skólaslit I.ögreglu- skólans íóru fram í gær á Hóíel Sögu. Viðstaddir voru skólaslit- in ráðuneyíisstjód dómsmála- ráSuneytisins, Mijjreglusíjórar Keflavíkur, Kefiavikurflugvali- ar, Kópavogs, og nemendur skólans. Skóiaslitaræðuna fluiti skóiasijórinn, Sigurjón Sigurðs- sosi lögreglustjóri í Reykjavík, og afhenti hann nemendum próf skiríeini. 29 lögregluþjónar út- skrifuðust úr skólanum og eru þaft fyrstu nemendur skólans, siðan til hans var stofnað með reglugerö, sem út kom 1965. Síðasti kennsludagur skólaárs- ins var 28. apríl, en prófum Framh. af bls. 1 þess aö umboösmaður sá um þá hlið útgáfunnar áður. „Áhugi og skilningur fyrir lestri Biblíunnar hefur aukizt áberandi í nágrannalöndunum á undanförnum árum“, sagði Ól- afur, „þessi aukni áhugi og þá um leið aukin eftirspurn eftir Biblíunni kemur einnig fram héma, en þá hefur oft viljað brenna við, að viö höfum ekki haft nóg framboð á Biblíunni. Nú á að veröa breyting þar á, bæði með því aö auka prentun Biblíunnar og útbreiöslu henn- ar. Við höfum gefið út stóra og minni gerð Biblíunnar, og þrjár tegundir Nýja testamentisins, sem oft hafa selzt upp, og stend ur einmitt þannig á núna. Þó höfum við vonir um, að úr þessu rætist, núna er verið að endurprenta Gamla testamentið sem hefur veriö endurskoðaö, • og undanfarin 2 —3 ár hefur ver ið unnið að nýrri þýöingu Nýja testamentisins. Aðalþýðandi er Jón Sveinbjömsson cand. theol. en einnig ieggja þar hönd að verki biskupinn og tveir aðrir guðfræðingar, sem mætast allir vikulega til þýðinga. Ég vona, að þess verði ekki langt að bíöa að viö komum með nýja Bibiíu á markaðinn og þá um ieið Nýja testamentiö, sem gefiö verður út í sérút- gáfu eins og jafnan". LÆKNAÞJÚNUSTA SLYS: Sími 21230. Slysavarðstofan 1 Heilsuverndarstöðinnj, jOpin all- an sólarhringinn. Áðeins móttaka slasaðra. SJÚKRABIFREIÐ: Sími 11100 í Reykjavík. i Hafti- arfiröi i síma 51336. NEYÐARTILFELLl: Ef ekki næst í heimrlislækni, er tekið á móti vitjanabeiðnum í síma 11510, á skrifstofutíma. — Eftir kl. 5 síðdegis f síma 21230 í Rvík. í Hafnarfirði í síma 50284 hjá Sigurði Þorsteinssyni Hraun- stíg 7 til mánudagsmorguns og í síma 52315 hjá Grími Jónssyni, Smyrlahrauni 44 til þriðjudags- morguns. IÍVÖLD- OG HELGI- DAGAVARZLA LYFJABÚÐA : 1 Reykjavík: Lyfjabúðin Iðunn og Vesturbæjar Apótek. — Opið virka daga til kl. 21, laugardaga til kl. 18, helgidaga frá kl. 10—16. 1 Kópavogi: Kópavogs Apótek. Opið virka daga kl. 9 — 19, laug- ardaga kl. 9 — 14, helgidaga kl 13-15. NÆTURVARZLA LYFJABÚÐA : Næturvarzla apótekanna í R.- vík, Kópavogi og Hafnarfiröi er i Stórholti 1. Sími 23245. Frá skólaslitunum. — Lögreglustjóri slítur fyrsta skólaárinu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.