Vísir - 18.05.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 18.05.1967, Blaðsíða 7
V V:fS;lfR . Fimmtudagur 18. maí 1967. Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismqnna riifsijárar: Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Sigurður Á. Jensson 800 TIL ÍRLANDS — Rætt viö Stein Lárusson / hfá ferðaskrifstofunni L og L þótti tilhlýðilegt í byrjun sumars að ræða véð einn af forráðamönnum ferðamála hér á landi. ¥ið ræddum við Stein Lárusson, sem er einn af hin- uffl yngri í þessum hópi, en hann veitir ferðaskrifstof- unni L & L forstöðu ásamt Ingólfi Blöndal. Hafiö þiö ráðgert margar hóp- ferðir til útlanda í sumar, Steinn? Já, þeim fer ört fjölgandi og segja má, aö jafnframt fjölgun ferðamanna til útlanda fjölgar þeim stööugt, sem nota sér fyrir greiöslu ferðaskrifstofa. Þetta gerir okkur kleyft aö lækka ferða kost-naöinn til muna. Hefur það farið í vöxt, að ungt fólk ferðist til annarra landa? Það er mjög áberandi hvaö ungt fólk' tekur meiri og meiri þátt í hópferð, og þaö nýjasta í þessum málum er það, að IATA vertir öllu fólki á aldrinum 12 — 22 ára 25% afslátt á fargjöldum, sem gildir jafnt í einstaklings- feoöum sem hópferöum. Þessi friöindi eiga vafalaust eftir aö vertea enn meira á aukninguna. Hvert liggur ferðamannastraum urinn í sumar? BaÖstrendurnar eru í fyrsta sæti og er Spánn þar fremstut í flokki. Það hefur og aukizt, að fólk fari til Grikklands og jafn- vel til Beirut í Líbanon. Sú bætta þjónusta, sem þessar þjóöir hafa boðiö ferðamönnum hefur mjög laöaö til sín. Mið-Evrópu og Kaupmannahafnarferöir halda allt af sínum vinsældum. Það er mjög athyglisvert, að eldra fólk fer vart út fyrir landsteinana án þess að koma við í Kaupmannahöfn, en yngra fólkið lítur á London sem aðalborg. Hvað veldur hinni mlklu þátt- töku í ferðum ykkar til írlands nú í vor? Viö höfum auglýst hópferöir til írlands og reynt eftir megni að halda veröinu lágu. Við höfum tekið á leigu Rolls Royce flug- vélar hjá Loftleiðum og með góðri sætanýtingu hefur okkur tekizt aö koma á fót ódýrum og góöum ferðum. Ennfremur mætti ætla að íslendinga fýsti að kynn ast irsku þjóðinni, þar sem sag- an segir okkur, að um skyld- leika þjóöanna sé aö ræöa. Hafa íslendingar nokkurn tíma ferðazt f svo riku mmæli til fr- lands? Þaö er óhætt að fullyrða, að þetta er langstærsti hópur ís- lendinga, er farið hefur til ír- lands. Auk farþega frá okkur, sem eru milli 500-600 fara lið- lega 200 á vegum ferðaskrifstof- unnar Sögu á Akureyri. Þetta samanlagt er álíka fjöldi og ár- lega hefur komið til írlands frá öllum Noröurlöndunum á síðustu árum. Gerið þið ráð fyrir að ferða- mannastraumurinn til íslands eigi enn eftir að aukast? Fjöldi ferðamanna til íslands hefur vaxið um 30% á ári und- anfarin ár. Þaö má gera ráð fyr- ir, að vfir 40 þús. erlendir ferða menn komi til landsins á árinu auk hinna fjölmörgu ' farþega skemmtiferðaskipanná, sem allir kannast viö. Auk þess má ætla, að stuttdvalargestum (stop-over) Loftleiða fjölgi aö mun, en það eru þeir farþegar, sem hafa að- eins eins til tveggja sólarhringa dvöl.hér á landi á leiö sinni milli Bandaríkjanna og Evrópu. Einn- ig má gera ráð fyrir, að brezk- um feröamönnum fjölgi mikið þar sem ísland er ei’* landið í Evrópu á „Sterling“-svæöinu. Hvert álítur þú, að ferðamanna straumurinn muni liggja innan- lands í sumar? Ætla má að fólk leggi leið sína í auknum mæli til Vestfjarða, Austfjaröa og Hornafjaröar, en þar hefur verið tekið í notkun nýtt gistihús. Taka íslendingar mikinn þátt í hópferöum innanlands? Nei, þetta hefur þróazt þann- ig, aö nú eru útlendingar í mikl- um meirihluta í innanlandshóp- ferðúm, sem eru nær eingöngu um óbyggöir landsins. Það, sem valdið hefur þessari þróun. er aukinn innflutningur drifbífreiða, sem nú eru orönar algengar í einkaeign. Hvað telur þú, að heilli mest erlenda feröamenn, sem hingað koma? Án efa hin mikla náttúrufeg- urð i!Vdsins og friðsæld, einnig má geta þess að það vefur at- hygli erlendra feröamanna, að þjórfé er ekki gefið á íslandi, og ættu forráöamenn ferðamála að gefa því fneiri gaum og spoma eins lengi og mögulegt er viö þeim ósóma. Að lokum Steinn. Telur þú að ferðaskrifstofur geti á einhvern hátt spornað við óreglu ungl- linga i óbyggðum landsins eins og átt hefur sér stað t.d. í Þórs mörk um verzlunarmannahelgar og nú síðast um hvítasunnuna i Þrastaskógi? Ef fleiri félög og samtök tækju sig saman og skipulegðu fleiri ferðir á fleiri staði eftir heildar- skipulagi, mætti vafalaust koma í veg fyrir þessa óreglu aö mjög miklu leyti. Því teldi ég það vera hlutverk félaga og félags- samtaka ungs fölks í landinu aö leggja þessum málum Iið. Ferða- skrifstofurnar geta aö sjálfsögðu veitt mikla aðstoö. Glæsilegt bílahappdrættí Sjálfstæðisflokkurinn efnir nú til glæsilegs bílahappdrættis. Hefur miðasala staöið yfir um nokkurt skeið, en happdrættinu mun ljúka 23. þ.m. Til þess að forvitnast nánar um gang happdrættisins, sneri tíðindamaður síðunnar sér til framkvæmdastjóra þess, Otthars Petersen og Jóhanns Briem. Fara svör beirra hér á eftir. Landshappdrætti Sjálfstæðis- flokkslns hófst í aprílmánuði, og Iýkur nú brátt. Hefur flestum stuðningsmönnum flokksins verið sendi miðar, og hafa all margir þeirra gert skil. Eru það eindregin Jmæll til þeirra, sem þaö eiga eftir, að gera það hið bráðasta. Auðyeldar það hið gífurlega starf, sem fólgið er í starfsemi happ- drættisins, Sjálfstæðismenn hafa ætið brugðizt skjótt við, þegar til þeirra er leitað, og vonum við að svo verði enn. Mikil og virk kosn ingabarátta krcfst fjármagns, sem hver stuð ‘ngsmaður gæti eflt með framlagi sínu. Hapndrættið nú, er eitt stærsta bflahappdrætti landsins og gefur öllum tækifæri til þess að eignast bíl, sé gæfan hliðholl. Eru fimm evrópskar bifreiöir i happdrætt- inu, Volvo Amazon, Fiat 1500. Hillman Hunter, Volkswagen 1600 og Reunault. Verðmæti þessara bifreiða er 1,1 milljón króna. <^4eimdallur Hulda Jósefsdóttir og Oktavía Guðmundsdóttir heita bessar blóma- rósir sem eru að selja ungum manni miða i Landshappdrætti Sjálf- stæðisflokksins. — (Ljósm. Jóhannes Long). Næsfi frambjóðandafundur Heimdallar á þessu vori, verður á morgun, föstu- dag í Himinbjörgum, félagsheimili Heimdallar og hefst kl. 20,30. Gestur fundarins verður Birgir Kjaran, en hann skipar 4. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.