Vísir - 18.05.1967, Blaðsíða 10

Vísir - 18.05.1967, Blaðsíða 10
w VISIR . Fimmtudagur 18, maí 1967. Stimarnámskeið fyrir börn iTil ýmissa sumarnámskeiða veröur efnt á vegum borgar- innar í sumar. Auk Vinnuskóla borgarinnar og starfsemi skóla- garðanna verður efnt til nám- skeiðs í hússtjórn o. fl., sumar- námskeiðs fyrir 12 ára börn, íþrótta og leikjanámskeiðs og sundnámskeiös. Sumarnámskeið fyrir þau börn, sem nú eru í tólf ára bekkjum barnaskólanna í Reykjavík er nýjung, en námskeiðin verða 2 dg standa í 4 vikur hvort. Hið fyrra frá 5. —30. júní en hiö síð ara frá 31. júlí til 25. ágúst. Veröur kennt 5 daga vikunnar frá kl. 9—15. Kennslustaðir verða Melaskóli, Laugarnesskóli og Breiðagerðisskóli. Hafa þeg- ar um 100 nemendur sótt um þessi námskeið og er möguleiki á að taka við fleiri á þau. Verkefni námskeiðanna verða margvísleg og eru ekki miðuð við bóklegt nám heldur ýmis- legt, sem hægt er að leggja stund á úti t.d. íþróttir og leiki, umferðarreglur, náttúruskoðun, ferðamennsku o. fl. Námskeiðs gjald er 500 kr. en innritun fer fram í skrifstofu Æskulýösráðs Fríkirkjuvegi 11, 19 .maí kl. 2— 8. öðru sinni verður nú efnt til námskeiðs í heimilisstörfum og veröa nú tvö námskeið haldin fyrir börn, sem ljúka barna- prófi í vor. Veröur annað nám skeiðið í júnímánuði en hitt í ágúst. Verða námskeiðin í Mela skóla, Laugamesskóla og Réttar holtsskóla. Gjald fyrir námskeið ið er þúsund kr. en í því er innifalið matur og efniskostnað- ur. Innritun fer fram í Fræðslu skrifstofu Reykjavíkur Tjarnar- götu 12, 18. og 19. maí kl. 3 — 5. Iþrótta- og leikjanámskeið verða haldin á 8—10 stöðum í borginni fyrir böm á aldrinum 7—12 ára. Kennt er annan hvern dag tvo tíma í einu. Hefj ast námskeiðin um mánaðamót in maí—júní og standa yfir í einn mánuð. Var mikil aðsókn að þessum námskeiðum í fyrra. Sundnámskeið fyrir þau böm, sem s.l. vetur voru í 8 ára bekkj um barnaskólanna í Revkjavík, en ekki nutu sundkennslu verða haldin I Sundlaugum Reykjavík- ur, Sundhöll eða sundlaug Breiðagerðisskóla í júni. Innritun fer fram I Sundlaug um Reykjavíkur og Sundhöll 31. maí kl. 10 — 12 og 14 — 16, en i sundlaug Breiðagerðisskóla 5. júní kl. 1—4 siðdegis. Verzlunarpláss Til sölu 500 ferm verzlunarpláss á góðum stað í bænum. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN Austurstræti 12. Sími 20424 og 140120. Heimasími 10974 Auglýsing um afgreiðslu- tíma Gjaldheimtunnar í Reykjavík Á tímabilinu frá 15. maí til 30. sept. 1967 verður Gjaldheimtan lokuð á laugardögum. Afgreiðslutími er óbreyttur að öðru leyti og er vakin athygli á, að opið er um hádegi á virkum dögum og frá kl. 5—7 á föstudög- um. Reykjavík 17. maí 1967. Gjaldheimtustjórinn. Þvottakona óskast í bæjarþvottahús Reykjavíkur í Sundhöllinni. Uppl. hjá forstöðukonunni. Laust embætti er forseti Islánds veitir Héraðslæknisembættið í Þórshafnarhéraði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt hinu al- menna launakerfi opinberra starfsmanna og staðaruppbót skv. 6. gr. læknaskipunarlaga. Umsóknarfrestur til 20. júní 1967. Veitist frá 1. júlí 1967 Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 17. maí 1967 Skúlagötu 55 Símar 15812 og 23900 Nú er hagkvæmasti tíminn til að gera góð kaup. Seljum í dag og næstu daga. 1964, Taunus 12 M skipti á ódýrari 1963, Taunus 17 M station 1965, Willys mjög góöur. 1955, Willys lítið keyrður. 1964, Commer sendibíll, gott verð. 1960, Ford Thames sendibíll, alls konar skipti. 1964, Daf, hvítur lítiö ekinn. 1956, Ford 8 cyl beinskiptur. 1956, Chevrolet 6 cyl., beinskiptur, 2 dyra. 1955, Bens 220, góðir skilmálar. Mikið úrval af jeppum 1942—’47. Höfum skipti á Willys ’47 og sendi- bíl. Mikið af bílum á staðnum. Komið og prófið viðskiptin. BíBakaup Skúlagötu 55 Símar 15812 og 23900 LAUGAVEGI 90-02 Volkswagen ’66 kevrður 12 þús km Volkswagen ’67 keyrður 6 þús. km. Skoda Oktavia ’64 keyröur 40 þús. km. Fiat 1100, ’66, Fiat 600, ’66 skipti á jeppa. Volvo P 544 ’62 og 64. Moskviteh ’59 — ’60 — og ’64. station. Zephyr ’62 Taunus 17 M ’63 ný- innfluttur. Taunus 17 M ’61 Statioiji Verð aðeins 75 þús. kr. Daf ’63. Þe sar bifreiðir eru til sýnis á staönum, ásamt miklu úrvali ann- arra bi.Veiða. Höfum kaupendur að Landrover diesel helzt ókiædd- um ’62—’63, einnig Morris eða Austin Mini ’62-’63—’64. Gistihús á Egilsstöðum — Framkvæmdir við það hefjast næsta vor BORGIN Gistihús á Egilsstöðum mun leysa þau vandkvæði, sem oft skapast á staðnum vegna hins gífurlega ferðamannastraums, sem fer um staðinn einkum á sumrum. Er bygg ing þess fyrirhuguð og hef jast fram kvæmdir sennilega næsta vor. Veröur gistihúsiö í álmu, sem byggð verður við félagsheimilið Valaskjálf, sem tekiö var i notkun á s.l. sumri Með byggingu gisti hússálmunnar verður hinn stóri matsalur félagsheimilisins og eld hús nýtt til fullnustu. Gistihúss álman verður á einni hæð og eru áætluð í henni 40—50 gistiherbergi fyrir 60—80 manns. Auk þess er áætlað að komi f byggingunni mat- stofa, sem rekin verður með sjálfs- afgreiðsIufyrirkom.ulagi, einnig íbúð fyrir hótelstjóra og húsnæöi starfsfólks. Á framhlið gistiálmunn- ar að sriúa niður að þorpinu, þann- ig að gott útsýni gefst yfir Egils- staðakauptún og Lagarfljót. Þegar bygging félagsheimilisins var ákvörðuð var gert ráð fyrir að annar áfangi byggingarinnar hýsti bókasafn og minjasafn ásamt öðru, en nú hefur verið horfið frá þeirri hugmynd með byggingu gistiálm- unnar. Bíður bygging bókasafns-1 ins betri tíma. Félagsheimilið Valaskjálf var teiknað af Guðmundi heitnum Guð jónssyni arkitekt en nýbygginguna teiknar Þorvaldur Þorvaldsson arkitekt. Ýmsar aðrar byggingarfram- kvæmdir eru á döfinni á Egilsstöð- um, þeirra á meðal dvalarheimili fyrir aldrað fólk, sem byggt verð- ur nærri sjúkrahúsi staðarins. Verð ur dvalarheimilið byggt í smáhýs- um og sennilega hefjast fram- kvæmdir í sumar. Standa allmarg- ir hreppar að byggingarfram- kvæmdum. Bygging læknahúss er einnig á döfinni og sömuleiðis bygging læknastofa við sjúkrahúsið. Enn- fremur er f ráöi að reisa kirkju á Egilsstöðum, sem veröur staösett við hinn gamla aftökustað Gálga- ás. KENNSLA Ökukennsla. Kenni á nýja Volks- wagen bifreið Hörður Ragnarsson sími 35481 og 17601. Ökukennsla. Lærið að aka bíl ársins Fíat 124, Uppl, f síma 33429 Ökukennsla — Hæfnisvottorð Kennt á nýjan Opel Uppl. í síma 34570 Kjartan Guðjónsson. Ökukennsla kenni á Volkswagen Uppl f sfma 35069, Útför RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR rithöfundar fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 19. þ.m. kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað. Guðjón Guðjónsson, böm og tengdaþöm. Þökkum fnnilega auðsýnda hluttekningu við fráfall og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR GUÐLAUGSDÓTTUR Freyjugötu 37. Böm, tengdaböm og bamabörn. BELLA ,Af öllum þeim, sem hfa hringt var það aðeins einn, sem ég ekki náði nafninu á, og hann hafði fengið skakkt númer“. VEÐRIÐ í DAG Þykknar smám saman upp í dag með austan kalda. Stinningskaldi og dálítil rigning í- nótt. HSti 3—7 stig Ökukennsia. Æfingatímar. Kennt á Volkswagen. Uppl. í sfmum 38773 og 36308. I-Iannes Á. Wöhler. Ferðafélag íslands fer þrjár ferð- ir um helgina: Á laugardag kl. 14 er Þórsmerk- urferð. Á sunnudag kl. 9 y2 eru tvær ferðir: gönguferð á Krýsuvíkur- bjarg og Selatanga, hin ferðin er að Glym og gengið á Hvalfell. Nánari upplýsingar veittar i skrifstofu félagsins Öldugötu 3, símar 11798 — 19533. BiLAKAUP^ Vel með farnir bílar til sölu | og sýnis í bílageymslu okkar . að Laugavegi 105. Tækifæri til að gera góð bílakaup.. — Hagstæð greiðslukjör. — Bílaskipti koma til greina. Ford Farlane árg. ’64 Cortína árg. ’64, '65 og ’66 Wiilys jeppi árg. ’65 Ford Custon árg. ’63 Opel Rekord árg. '64 Taunus 17 M station árg. ’64 Chevroiet Corver árg. ’63 Volkswagen ’59 ’54 og ’66 Austin Gipsy diesel árg. ’62 Austiri 1100 árg ’65 Simca Ariane árg ’65 Simca 1000 árg. ’63 Hillman Imp. árg. '65 Land Rover árg. ’65 Opel Capitan árg. ’59 Austin Gipsy '66 Simca Ariane '63 Rambler Classic ’64 Opel Caravan ’61 — ’62 Buick ‘55 Skoda Combi ’62 Bronco árg. ’66 Tökum góða bíla í umboðssölui Höfum rúmgott sýningarsvæði innanhúss., SSÍtt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.