Vísir - 18.05.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 18.05.1967, Blaðsíða 12
/ )2 zsae VISIR . Fimmtudagur 18, maí 1967. Kvikmyndasaga samin af Ednu O'Brien eftir skáldsögu hennar „The Lonely Girl" Brennan dýralæknir kom akandi í bílnum sínum og Maura sat í framsætinu hjá honum. Þau og móðursystir mín ráku kúna hægt og gætilega inn í garðinn bak við húsið, en ég gekk inn aftur. Pabbi var kominn fram í eldhúsið og leit- aði um allt að skónum sínum. Ég tók þá upp úr kolaíotunni óg burst- aði af þeim rykið með nýjum gæsr arvæng. „Þeir hljóta að hafa dottið ofan í fötuna“, sagði ég afsakandi. „Dottið“, hreytti hann út úr sér. Og þegar hann hafði látið þá á sig, tók hann hattinn sinn og vildi ekki hlusta á mig, þegar ég fór að segja honum frá þessu með kálf- inn. Hann var óðara horfinn út til aö verða sér úti um meira áfengi. Ég fór að leggja á bórðið fyrir morgunverðinn. Það var spansk- græna á skeiðunum og rammur þef- ur af þeim. Á meðan móðir mín var á lífi, haföi skeiöunum verið raðað I sérstakt hólf í borðskúff- unni, hnífijnum í annað hólf og göfflunum í það þriðja. Nú lá þetta allt hvaö innan um annaö, ásamt gömlum skærum, dósahníf og alls konar drasli. „Og hvernig líður þér? Maöur hefur ekki haft tíma til aö heilsa þér“, sagði Brennan dýralæknir um leið og hann kom inn í eldhúsið til að þvo sér um hendumar. Ég hellti heitu vatni úr katli í:þvoítjifat úr pjátri og fann hreint hand'klæði handa honum. ' Hann leit hvasst á mig og byrjaði á byrjuninni formálalausL ’Ég ætl- að fara að minnast á Böbu,.en hann greip fram í fyrir mér. „Ég hef lesiö bréfið, sem'fáðir þinn fékk“, sagði hann. „Það er undarlegt, hve fólk er alltaf gjarnt á að trú því versta", varð mér að oröi. „Þú hefur valdiö mér sárustu vonbrigöum", sagði hann. „Ég sem hélt að ég mætti treysta þér“. Ég fann, aö þama hafði ég misst vin, en ég hugsaði sem svo, aö Martha kona hans mundi reyn- ast mér hliðholl. Hún þóttist að minnsta kosti af því, að hún skildi mannfólkiö og ástina. Ég varð þvf þess vegna harla fegin, þegar dýra- læknirinn bauð mér að aka héim með sér og ná í penicilin handa kúnni. Martha var að koma fyrir rósum í vasa, þegar við komum inn í mið- stöðvarhitaö anddyrið. „Þá er hún komin“, sagði dýra- læknirinn og lét okkur einar. „Guð minn góður, Kathleen — þú hefur hækkað um hálft fet að minnsta kosti“. Hún tók innilega í hönd mér. Bílstjórinn, sem ók okkur heim af brautarstöðinni, hlýtur aö hafa sagt þeim hjónunum frá komu minni, því að Martha varð ekki neitt undrandi yfir að sjá mig. „Fallegar rósir“, tuldraöi ég. Mér leiö óþægilega, því að dýra- læknirinn hafði gefið mér aðra á- drepuna í bílnum á leiöinni. „Finndu ilminn af þeim“, sagöi hún. Þetta voru plastrósir, .úðaðar einhverju ilmefni. „Eru þær ekki yndislegar?" spurði hún. Ilmurinn af þeim var svo væminn, ág manni sló fyrir brjóst. „Líöur Böbu ekki vel?“ spurði hún eins og annars hugar. „Prýðilega“. Viö gengum inn í eldhúsið, og hún bar mér te. Þar var nýtt papp- irsfóður á veggjum, og ég dáðist ag því. Svo reyktum viö sígarettu. „Nú segir þú mér allar fréttirnar“, sagði hún. Ég sat fyrir enda borðsins og fór að segja henni af Eugene. Sagöi henni einungis, að við hefðum hitzt nokkur kvöld, hann hefði boöið mér út að borða og hann væri á- kaflega aðlaðandi og gæðalegur maður að sjá. „Þú mundir sannarlega kunna að meta hann“, sagði ég til aö mýkja hana. Svipur hennar breyttist ekki neitt, en hún deplaði augunum í sífellu. „Ætlaröu að hjálpa mér aö kom- ast á burtu héöan?“ spurði ég. „Hjálpa þér ...“ hálfhrópaði hún upp yfir sig og blés sígarettureykn- um hægt út um nettar nasir sér. Hún hló lágt, rétt eins og tilhugs- unin væri dálítið skemmtileg. „En þú hlýtur að vera gengin af göfl- unum, góða mín, að binda trúss við slíkan mann. Það er með öllu útilokað“ bætti hún við. „Þú verður að hlusta á mig og reyna að skilja mig“, mælti ég biðjandi. Hún svaraði með festu. „Okkur hefur komið saman um þaö, mér og manninum mínum, að þú sjáir þennan mann ekki framar". Ójá, þetta var hún Martha, sem drakk brennivín með farandsölumönnum í eina tíð ... Ég lagðist fram á plasthúðað borðiö og tók að gráta. Ég grét há- stöfum, eins og þegar ég var lítil stelpa, og mátti ekki fara í fína! kjólinn hennar mömmu mér til gamans. „Svona-nú; húsbóndinn er að. koma og láttu hann ekki sjá, að þú sért aö vatna músum“, sagði hún lágt og rétti mér silkivasaklút, sem hún hafði stungið undir arm- bandið á gullúrinu. i „Ég skal biðja fyrir þér af ein- lægm", hvíslaöi hún. „Þú verður að biðja til guðs, að hann leiði þig, úr þessum vanda“ Það var að heyra að hún hefði gerzt ákaflega trúuö. Brennan dýralæknir kom inn í eldhúsiö og drakk te okkur til sam- lætis. Martha fór að segja mér frá för sinni til Oberammergau sumariö áður. „Þaö hefur svo blessunarrík áhrif á mann að sjá þetta fólk, þótt ekki sé annaö“, sagði hún. „Allir karlmennirnir láta sér vaxa hár í langan tíma. Enginn þeirra veit fyrirfram, hver verður kjörinn til aö koma fram í hlutverki Krists“. Jlún laut höföi í lotningu, þegar hún nefndi Krist. Ég reyndi að hlusta með öðru eyranu, þótti þaö vissara, en að öðru leyti braut ég heilann um það eitt, með hvaða ráðum ég ætti aö komast í burtu. Eitthvað lagði Brennan dýra- læknir til málanna, en ég tók ekki eftir því. Ekki fyrr en hann hnykl- aði brúnir. „Hún er i hræðilegu uppnámi", sagði frú Martha. „Hún kemst í samt lag aftur ... Frá Innheimtu Landssímans Innheimtan veröur lokuð á laugardögum í sumar frá og með 20. maí til 30. sept. 3ja herbergja íbúð við Hjarðarhaga til leigu. íbúðin er nýstand- sett og með nýjum teppum. Tilb. sendist blað- inu fyrir hádegi laugardaginn 20. maí merkt: „800“ Önnumst' viðgerðir á flestum tegundum bifreiða. Vanir menn. Fljót og góð afgreiðsla. BÍLVIRKINN, Síðumúla 19 . Sími 35553 391 T A R MV FATHER'S VVOUMD LOOKS BAD // PLEASE j VOU CAN, AWD MUST, DO IT, nGURA / } GANÖRENE iS SETTiNG ilV... O.EAWSÉ THE WOUMD MiO APPLY THE DRUtiS YOU HAVE LÉARNED TD USE ' þarf ekki nema einn eða tvo mán- uöi til aö jafna sig“, sagði hann. Ég var aö því komin að veina og æpa, en þegar ég sá augnatillit þeirra, fór ég þess í stað að hlæja, einungis til þess aö rugla þau i rím inu. Þegar ég gekk heim á leið með lyfið handa kúnni, mundi ég þetta augnatillit enn — kalt og misk- unnarlaust. Martha hafði sagt, að Maðurinn sem annars áldrei Ses augiýsingar „Sár hans líta. illa út, Þú verður að hjálpa méc, prestur!" „Þú ert einfær um þetta, Það er karrrin ígerð í sárin, hreins- aðu þau og notaðu lyfin, sem ég kenndi þér að nota“. „Þetta er vel gert hjá þér, sonur sæll“. „Biddu fyrir okkur, ptestur". W** UHFE6Ö***»T®°®* ÞVOrTASIöDIN SUDURLANDSBRAUT SIMI 38123 OPIÐ 8-22,30 SUNNUD t9 - 22.30 em\

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.