Vísir - 23.05.1967, Síða 4

Vísir - 23.05.1967, Síða 4
HB ^ Það c-r ekki alveg lióst, hver það- f raumnni var, sem sigur bar úr býtum í orrustu, sem háð var milli flugdreka og flug véla í grennd viö Rochester í New York fylki. En Francis A. Lambsrt 34 ára gamall húseig- andi þar vestra, er sæll í þeirri trú sinni, að nú hafi honum tekizt að koma í veg fyrir frek- ari flug yfir hús sitt. Flugvélar, sem ýmist tóku sig á loft af, eða lentu á flugvelli einum í grennd við heimili Lam berts, flugu oft og einatt í að- eins 200 feta hæð yfir húsi hans með öllum þeim hávaða, sem þessum farartækum er vant að fylgja. En það var orsök þess að hann bauð nágrönnum sínum og öllum vinum út á garðflötina fyrir framan húsið hans. í sam einingu sendu þau svo á loft heilan flota af flugdrekum, sem sumir komust í allt að 500 feta hæö. Þota (727) varð að hækka flug sitt til þess að forðast flugdrekana og litil einkaflug- vél varð að sveigja af leið sinni til þess að flækjast ekki í flug- drekaflotanum. Og brátt hafði öll flugumferðin þama breytt sinni venjulegu flugtaksstefnu, eða það hélt herra Lambert. En í flugstjóminni á flugvell- inum kvaðst enginn hafa heyrt á neina flugdreka minnzt og á- stæðan fyrir því að breytt var um flugtaksstefnu, var talin vera sú, að vindátt breyttist ein mitt um þ^tta leyti. Móðirin sú eina Það er ekki óalgengt að tvíburar séu óþekkjanlegir, hver frá öðrum, en það er ekki oft, sem þríburar eru svo nauðalíkir. Þríburamir hennar frú Trevor Turley I Birming ham em samt svo líkir, að ókunn- ugir, sem til hennar koma, geta með engu móti séð, hvort heldur þeir halda á honum Símoni litla eða bræðrum hans, Guy eða Oliver. Sumir sjá þó, að hárið á honum Símoni er aöeins ljósara, en á hin- um. En móðir þeirra er sú eina, sem séð getur muninn á hinum tveimur. Eyrun þeirra em í henn- ar augum ekki alveg eins. DROTTNINGAR ATLANTSHAFS- INS SELDAR í BROTAJÁRN Tvð stoltustu skip heimshaf- anna, hinar frægu drottningar, sem svo lengi hafa prýtt Atlants hafið Queen Mary og Queen Elizabeth, eru nú til sölu — sem brotajárn. Verðið er rúmar áttatíu milljónir króna. Queen Mary, fyrsta skipiö, sem sigldi frá New York til South-Ampton á skemmri tíma en fjómm sólarhringum, fer sina síðustu ferð .einhverntíma f sumarlok, eftir 32 ára sigling- ar á höfunum. Rekstri á Queen Elizabeth verður hætt einhvem tíma á mæsta ári. Útgerðarfélagiö, Cunnard Line tapar daglega tæpum fimm millj ónum króna á rekstri drottn- ingarskipanna tveggja , sem varla verða seldar til annars en niðurrifs. „Það er ósennilegt að nokkur vilji halda þessum úreltu og gamaldags skipum gangandi“, sagði einn talsmanna skipafélags ins. Á seinni árum hefur Cunn- ard Liné tapað um 90 milljónum króna á ári, á hvoru skipi. Skipafélagið haföi þó gert sér vonir um aö geta haldið hinu 28 ára gamla skipi Queen Eliza beth, gangandi tíu ár til við- bótar. Fyrir 15 mánuðum síðan eyddi félagið 180 milljónum kr. í að gera skipið nýtízkulegra. Var ætlunin að þetta tigna skip sigldi eins og áður á Atlants- hafinu ásamt hinu nýja skipi Q 4, sem um þessar mundir er í smíðum. Við það var þó hætt og fyrir nokkru var tilkynnt, að skipiö væri til sölu á næsta ári. Queen Elizabeth var notuð til herliðsflutninga í stríðinu. Hér sést hún skömmu eftir að hún var máluð að þv: hlutverki loknu. í Súlnasalnum Á laugardagskvöldið brá ég mér I Súlnasal Hótel Sögu og ætlaði ásamt samferðafólkinu að gera mér dagamun. Húsið var strax milli klukkan 8—9 orðið fullt matargesta, og fór dans- leikur hið bezta fram, fram eftir kvöldinu. En maður varð var viö, að færri komust Inn í húsið en vildu, þvf aö utan dyra hékk stór hópur fólks allt kvöldið. Heföi maður álitið að beðið væri til einslds, þá hafði maður svo sannarlega rangt fyr- ir sér, því er líða tók á kvöld- ið, var orðlö svo fullt uppi í salnom, og við barinn, að um- ferð um salinn var vandkvæð- mn bundin sums staðar. Um njlðnættið var mannfjöld inn á dansgólfinu svo yfirdrif- inn, að um dans varð vart að ræða, heldur nuddar fólk sér bara áfram í kösinni eftir hljóm fallinu eftir beztu getu. Auövitað skapast bezta stemn ingin, þegar er fullt hús, en það verður að varast að það verði ekki svo fullt hús ,að gestirnir sem kauoa sinn mat og drykk dýru verði ,fái ekki að dansa nokkurn veginn stympingalaust. Það voru nokkrir mánuðlr frá þvf maður síðast brá sér í Súlna sal Hótel Sögu og hafði stað- urinn vissan „eleganse“ yfir sér í hugskoti manns, og vill maður gjarnan geta taiið það til munaðar síns að geta brugð- iö sér meö hæfilegu mlllibili á slíkan stað. En því miður fannst mér „elegansinn“ vera fokinn út í veður og vind, en„knæpu- stællinn“ vera orðinn of áber- andi. Ég hefði talið, aö Hótel Saga hefði ekki átt að fá á síg það orð. En bað verður erfitt fyrir hússtjórnina að varast of mikinn drykkjuskap og troðn- ing. ef hleypt er inn fjölda gesta umfram þá sem geta setiö til borðs, því að eina afdrep þeirra er ekki hafa borð er að sitja við barinn uppi eða niðri á ir.illi þess, sem dansað er á yfirfullu dansgólfinu. Eftir það sem ég hef skrifaö hér, er það augljóst að ég skemmti mér ekki nógu vel í Súlnasalnum betta kvöld, a.m.k. ekki eins og ég hafði ætlað fyrir fram, en inni í hinu háa velt- ingaverði Iiússins hlýtur að vera innifalið pínulítið svigrúm á dansgólfinu, a.m.k. öðru hvoru. En ég vil taka það fram að matur og þjónusta var með á- gætum, þó að ég þyrfti að bíða yfir hálftíma til að fá að borga reikninginn minn, því að álag- ið á þjónustufólkinu var mikið. Einnig má geta þess að hljóm- sveitin þykir manni ágæt og fellur manni hljómlistin þægi- lega í geð á dansstaö. Ég vona að stjómendur stað- arins taki málin traustataki, áð- ur en enn rneir sígur á verri hliðina, svo að staðurinn haldi hér eftir sem hingað tll, sínum „eleganse“, öllum til ánægju. Þrándur í Götu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.