Vísir - 23.05.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 23.05.1967, Blaðsíða 8
o Dtgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aöstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiösla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 7.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Hræðslan við „Hina leiðina" JTorustumenn Framsóknarflokksins vilja ekki, að haldið sé áfram á Ieið frjálsræðis í verzlun, viðskipt- um og almennt í athafnalífi, eins og gert hefur ver- ið á viðreisnartímabilinu. En hvaða leið vilja þeir þá fara? Þessi spuming verður æ nærgöngulli við forustu lið Framsóknar sem nær dregur kjördegi. Þegar þeir em spurðir um þetta af eigin flokksmönnum á fund- um, þegir formaður Framsóknarflokksins, en minni spámennimir segja: Við munum stjóma eins og við höfum alltaf gert! Þótt ekki sé sagt meira en þessi setning, fer almenn- ingi að verða betur Ijóst, hvert stefna mundi, ef Fram sókn yrði leidd til valda. Formaður Framsóknarflokks ins sá fyrstur hættuna af því, að menn áttuðu sig á, að Framsókn ætlaði sér að stefna gömlu leiðina inn í valdbeitingu haftakerfisins, og fann þá upp gælunafn- ið: „Hin leiðin“. Sagði hann Framsókn mundu stefna „hina leiðina“. í holtaþoku þessa hugtaks ætlaði for- maður Framsóknar að heyja kosningabaráttuna. En almenningur sá gegnum þokuna, hún þynntist skjót- lega svo, að frambjóðendur Framsóknar munu ekki fá leynzt í hénni. Aldrei hafa Sjálfstæðismenn dregið neina dul á það, að þeir hafa oft neyðzt til þess, í stjórnarsamstarfi við aðra flokka, að viðhalda og beita haftakerfi. En munurinn á Sjálfstæðismönnum og Framsókn er sá, að Sjálfstæðismenn hafá gert þetta nauðugir, en Fram sókn vill höftin haftanna vegna, til þess að geta beitt þeim til framdráttar þeim, sem endurgjalda flokknum vegna valdbeitingarinnar. Ólafur Björnsson prófessor sýndi nýlega í ágætri grein í Morgunblaðinu fram á, hvemig Framsóknarflokkurinn beitti höftunum í valda tíð flokksins eftir 1934 til þess að efla Samband ís- lenzkra samvinnufélaga óeðlilega og ranglega, á kostnað einkaverzlunar og frjáls framtaks í landinu. Einkenni Framsóknar hefur alltaf verið að nota rang- lega fengið vald í skjóli ranglátrar kjördæmaskipunar til þess að mismuna þjóðfélagsþegnunum, ef það gat orðið þessum tillitslausa og harðsvíraða stjómmála- flokki til framdráttar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf haft frelsi ein- staklinganna og jafnrétti landsmanna að leiðar- stjömu. í samstjórnum hefur hann jafnan beitt sér fyrir minnkun og afnámi hafta og orðið ágengt í vax- andi mæli. Eftir 1950 var innflutningsfrelsið stórauk- ið undir fomstu Sjálfstæðismanna, ænda þótt þeir væm í stjórn með Framsókn. Fjárfestingarhöftum var einnig stórlega aflétt undir fomstu Sjálfstæðis- manna eftir alþingiskosningarnar 1953. Flokksþing Framsóknar ályktaði þá, að Framsókn hefði verið neydd til að fylgja þessu aukna frelsi. Og nú standa Sjálfstæðismenn með pálma frelsis- stefnunnar í höndunum. Þjóðin óttast réttilega „hina leiðina“. VlSIR . Þriðjudagur 23. maí 1967. HÆTTULEGUR LEIKUR Þeir, sem fróöastir eru taldir um málefni landanna fyrir botni Miðjarðarhafs og þar um slóðir, og gerzt fylgjast með gangi mála, greinir ekki á um það, að horfumar hafi aldrei veriö ískyggilegri í sambúð Isrsles og nágrannaríkja þess, síðan f Suez-átökunum 1956. Það er hættulegur leikur, sem Nasser hefir stofnað til, — hvaö er það í rauninni, sem er að gerast? Er það tilgangur Nassers, aö herja á ísrael? Því er m. a. haldið fram, að hann mundi ekki ráðast í slíkt án vitundar og vilja Sovétríkjanna, sem sögð eru hafa áhuga á að treysta aðstööu sína á þess- um hjara heims, en fréttir í gær hermdu, að sovétstjómin heföi tekiö vel tilmælum Bandaríkja- stjómar, að stuðla að því að komið verði í veg fyrir átök. í Tidens Tegn nýlega var það talið eitt mikilvægasta atriðiö, er reynt væri að gera sér grein fyrir þessum málum, hver væri afstaöa Sovétríkjanna í raun og veru. Hér má einnig minna á, að Egyptaland er veikt efnahags- og fjárhagslega, meðal annars vegna þess, að það hefir mikinn her í Yemen. Langvinna styrj- öld gætu Egyptar ekki háð á í ísrael ríkir ró þrátt fyrir hættuna. eigin spýtur og ísrael yrði harð- ur andstæðingur. Arabaríkin standa ekki sameinuð. Nasser treystir ekki valdhöfum Jord- aniu og Saudi-Arabiu. Er þetta þá stórkostlegt „sjónarspil", vegna þess að á- róður í Egyptalandi og Sýrlandi var kominn á þaö stig, að bæöi Egyptar og Sýrlendingar eru orðnir flæktir í sín eigin áróð- ursnet, eins og komizt er að orði í yfirlitsgrein í Berlingske Aftenavis? Svar við þessu kann að fást fyrr en varir. Miklar fréttir bárust í gær um viöbúnað Arabaríkja. í dag kemur U Thant til Kairo til viðræðna við Nasser, en í Israel er allt furðu rólegt að sögn fréttaritara, og m. a. sagði fréttaritari brezka útvarpsins í Tel Aviv, að þar gengi allt sinn vanagang, og menn yrðu lítið NASSER forseti — sjónarspil eöa alvara? varir við viðbúnað í sambandi við Ioftvarnir og slíkt. — a. }&ÍJ]J}Í!ÆL§Q-}ÍÚ2Á-(IV^J}---ZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZZ'. Hver eru „lánsfjárhöftin '? # Lána og vaxtastefna ríkisstjórn- arinnar hefur verið slík, að menn hafa Iagt sparifé á vöxtu í miklu ríkari mæli en áður. Hin gíf- urlega sparifjáraukning undanfar- inna ára hefur gert mögulega jafn mikla útlánaaukningu. # Útlánaaukning banka og spari- sjóða árin 1960—1966 hefur raun- ar verið nokkru meiri en aukning sparif jár á sama tíma. 0 Efnahagsstefna viðreisnarstjórnar innar hefur leitt til þess, að tiltölu- íega auðvelt er að afla erlendra lána til viðbótar innlendu lánsfé, en áður voru dyr erlendra lána- stofnana lokaðar íslendingum. O Stofnaður hefur verið Fram- kvæmdasjóður, sem lánar fé til sjóða atvinnuveganna. # Á síðustu árum hafa verið sett lög um að breyta lausaskuldum sjáv- arútvegs, fiskiðnaðar, landbúnað- ar og iðnaðar í löng og föst lán. © Á síðustu árum hafa verið sett lög um stofnlánasjóði sjávarútvegsins og fiskiðnaðarins, landbúnaðarins, iðnaðarins og verzlunarinnar, og tryggðar fjáröflunarleiðir sjóð- anna. # Hagræðingarlánadeildir eru að ryðja sér til rúms við stofnlána- sjóðina. # í fyrra var stofnaður Atvinnujöfn unarsjóður til þess að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Þetta verður brátt geysiöflugur sjóður og er fé hans til viðbótar fé sjóð- anna sem fyrir eru. # Stjórnarandstæðingar kvarta yfir því, að of mikið fé renni til Seðla- bankans. En það er Seðlabankinn, sem endurkaupir afuiðavíxla at- vinnuveganna, og hann leggur íé til framkvæmdaáætlunarinnar um uppbyggingu atvinnuveganna. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.