Vísir - 23.05.1967, Síða 5

Vísir - 23.05.1967, Síða 5
VLS I R . Þriöjadagur 23. maí 1967. 5 Gtiðmtmdur Gubmundsson formabur Byggingasamvinnufélags verkamanna og sjómanná: T grein, sem birtist £ Vísi 27. apríl s.l. og bar nafniö „Villandi upplýsingar um Reynimelsblokkina", var þess farið á leit viö mig aö ég svar- aði nokkrum spurningum, sem þar voru lagðar fyrir mig. Að vísu varð varla séð á greininni, að hverjum glefsað væri meir — mér, Byggingasamvinnufélagi verkamanna og sjómanna, eða öðrum almenningi. Til okkar á víxl var spurningunum beint, enda fer vel á því. Viö, B.V.S. og annar almenningur, munum eiga samleið um flest. Reyndar fann ég ekkert í þessari grein, sem svaravert væri, þegar ég las hana fyrst, en svo þegar frá leið og ekkert var skrifað fleira um þessi mál, fannst mér ófært, að þessi grein, sem látin var vera í nafni Meistarafélags húsasmiða, yrði síöasta orðið í þessum málum. Það er auðvitað fjarstæða, sem gengiö er út frá í grein- inni, að sveigt hafi verið í fyrri skrifum að húsasmíðameisturum og þeim kennt um hið háa verð, sem er á íbúðum hér í höfuð- borginni. Það hafa margir iðn- aðarmenn komið til mín og þakkað mér þann hlut, sem ég átti í því, að upplýsingar um byggingarkostnað Reynimels- blokkarinnar voru birtar. Það kom nefnilega greinilega fram í þeim, aö iðnaðarmenn allir, sem unnu við Reynimelsblokk- ina, fengu sitt greitt samkvæmt hinum venjulega uppmælinga- taxta. Þótti þeim, sem til mín komu, aö með því væri sannað, að ekki væru iðnaöarmenn sek- ir um hið háa íbúðarverð. Ósennilegt þykir mér þvf, aö húsasmíðameistarar í Reykja- vík hafi nokkum tíma verið samþykkir því, að nafn þeirra yrði notað undir greinina í Vísi, 27. apríl, eða lagt blessun sína á, að hún yrði send í þeirra nafni. Þær aðdróttanir og þann æsing allan, sem 1 henni kemur fram, þekki ég ekki hjá þeim húsasmiðum sem ég hef kynnzt. Þykist ég miklu heldur þekkja í greininni Gissur Sigurösson, sem þarna hefur misnotað aö- stöðu sína sem formaður Meist- arafélags húsasmiða í Reykja- vík. Enda mun ég beina orðum mínum til hans fyrst og fremst og halda félaginu utan við þetta þras, þar sem ég þykist vita, að það muni vilja leiða slíkt hjá sér meðan ekki er vegið 'að því í þessu máli. Enda tel ég, að um eigin hagsmuni hjá Gissuri sé að ræða, en ekki hag Meistarafélagsins í heild. byggt ódýrt eins og þeir?“ spyr hann flaumósa: „Hve mikið hef- ur B.V.S. greitt í sölulaun til samræmis við það, sem bygg- ingameistarar greiöa?“ Svona nokkuð finnst mér vera að fara í stóran hring í kringum kjama málsins, eins og Gissur er líka að gera. Forréttindi Eins og ég gat um í upphafi, fannst mér greinin ekki svara- verð, samt mun ég minnast á nokkur atriði í henni, sem Gissur hampar hvað mest, og svo sem eins og forréttindin sem Gissur nefnir og þreytist seint að tönnlast á. Lóöaúthlutunin er það, sem lög, þá er um náðarbrauð, rangindi og forréttindi að ræða. Það er naumast! Það er eiginlega alveg merki- legt hvað Gissuri er annt um að reyna að kasta skít í B.V.S. Frá hverju er hann eiginlega að reyna að beina athygli manna? Hvers vegna mega menn ekki fyrir neina muni trúa því að unnt sé að byggja jafn ódýrt og B.V.S.? góðum árangri, sem er nærri því að vera hið sanna verð á íbúðum. Sannast það bezt á upplýsingum þeim, sem komið hafa utan af landi um bygging- arkostnaö þar. Hann er víöa mjög áþekkur og okkar, en sum staðar jafnvel hagstæöari og fagna ég því. Ga tnagerðargj ald „Flestir húsbyggjendur veröa að byrja á að greiða gatnagerö- argjald," segir Gissur. Já, það er vist engin lýgi hjá Gissuri. Allir verða að greiða sín gatna- gerðargjöld og þar var B.V.S. Spumingar út í hött Spurningar Gissurar í enda greinar hans sýna ljóslega, hversu mikiö út í hött grein hans öll er gerð. Það, sem hon- um liggur fyrst á aö fá að vita er þetta: „Hvert hafi verið verð á íbúðum í ágúst 1965, þegar B.V.S. lét félagsmenn greiða sína fyrstu greiðslu svo nokkur Guðmundur Guðmundsson Reynimelsblokkin Gissuri svíður einna sárast, og stingur honum það mikið í aug- um, að borgarstjórn skyldi út- hluta 38 efnalitlum verkamanna og sjómannafjölskyldum lóðina Reynimel 88—94, en ekki Giss- uri Sigurðssyni, eða öðrum.þeim mönnum, sem byggja íbúðar- húsnæði í því augnamiði að selja það strax áftur á fasteignamark- aðinum. Það .finnst honum mikil hlutdrægni og vottur um ein- hver sérréttindi. Það er Hklega óþarfi að geta þess, en þeir eru ófáir, sem eru þeirrar skoðunar, að þar hafi samt borgarstjóm gert rétt, þegar hún ráðstafaði þeirri úthlutuninni. Læt ég menn um það sjálfa, hvaða hug- engin undantekning og naut þar engra forréttinda, svo mér sé kunnugt um. Byggingasam- vinnufélag verkamanna og sjó- manna hefur alla tíð borgaö sín gatnagerðargjöld og borgað þau eftir reikningi frá skrifstofum borgarverkfræðings. Tilgangur B.V.S. Það verður varla sagt að fyrri hluti greinarinnar hjá Gissuri einkennist af skynsemi og skír- leik, en ekki bætir þó niðurlag- ið um. Það er hreinlega fariö að slá út í fyrir honum. Á ein- um stað segir hann: „Þaö er svo sem ekki að furða, þótt samanburður fáist við það verð, sem félagiö talar nú um á íbúð- um sínurn?" Ég skil nú ekki hvaö þetta kemur málinu við, enda spyr Gissur varla af vanþekkingu. Hann þekkir verö íbúða á þeim tima betur en ég geri. „Hve mikil eru opinber gjöld hjá B.V.S.? Veit félagið og al- menningur — hvaö þeir bygg- ingameistarar eða félög, sem byggja íbúðir og selja, verða að greiða ; opinber gjöld af hverri íbúö?“ Þannig spyr Giss- ur, og einnig: „Hve mikið hefir B.V.S. greitt í sölulaun til sam- ræmis viö þaö sem bygginga- meistarar greiða?" ........... | Skjót og afdráttarlaus svör! Það skal svo sem auðséö, að fé- lagið er ekki í náðinni hjá þess- um manni. En hér eru svörin komin og vona ég að Gissur hafi fræðzt af. Fjölbýlishúsið, sem B.V.S. byggöi viö Reynimel. Æsisferif Fyrst vil ég fara nokkrum orðum um grein Gissurar í heild. Upphaf hennar,. þar sem hörm- uö eru æskiskrif blaða um þetta mál, er í litlu samræmi viö framhald greinarinnar. Þar er að f.inna einu æsiskrifin, sem skrifuð hafa verið um þessi byggingakostnaðarmál. Er líka auöséð, að tilgangurinn meö greininni er að beina athygli manna í aðra átt, og reyna að vekja hjá mönnum tortryggni : garð B.V.S. og borgaryfir- valda. Gefið er í skyn, að B.V.S. hafi notiö einhverra hlunninda hjá borgaryfirvöldum og séraf- greiðslu, sem aðrir njóti ekki. í stað þess að hjá Gissuri vakni eðlilegar spurningar eins og t.d. „Hvernig getum viö bezt not- fært okkur reynslu B.V.S. og myndir þeir gera sér um þau forréttindi. í náðinni Þeir eru ófáir, sem eru í náð- inni hjá vissum mönnum, ef marka má það, sem Gissur seg- ir. Hann talar um, að B.V.S. hafi fengið lán hjá Byggingasjóði ríkisins og notið með því for- réttinda. Öllum þeim bygginga- samvinnufélögum sem voru að byggja um þær mundir og sóttu um slík lán voru veitt þau. Slík voru forréttindi B.V.S. Fé- lagiö fékk sömu fyrirgreiðslu og önnur. Það er engu líkara en Gissuri sé bara ekki sjálfrátt, þegar minnzt er á B.V.S. Það má alls ekki njóta sömu fyrir- greiðslu og önnur hliðstæð fé- formaður B.V.S. hafi talið rétt að guma af því, að hann og fé- lagar hans hafi „gert þaö sem allir geta gert“ — án forrétt- inda.“ Þarna er það, sem ég hætti að skilja, hvert Gissur er að fara. Þegar við fórum út í það að stofna byggingasamvinnufélag, þá var það ætlun okkar, sem fyrir því stóðum að hjálpa efna- litlu fólki til þess að eignast þak yfir höfuðið Við gerðum okkur vonir um, að ef við legðum okkur fram, að þá gætu sparazt á þriggja herbergja íbúö um 100 til 150 þúsund krónur, mið- að við það verð sem þá fékkst á íbúðum hjá þeim, sem byggja í því augnamiöi að segja strax aftur. Við teljum aö við höfum náð Nei. Ég, félagið og aö því að ég held* ekki heldur annar almenningur, höfum enga hug- mynd um. hvað byggingameist- arar þurfa að greiða fyrir þær íbúðir sem þeir selja, eða hvernig þeir selja þær. Því hef- ur ekki veriö haldiö svo hátt á lofti. B.V.S. byggir ekki íbúðir til þess að selja aftur meö hagnaði og greiðir því engin sölulaun. Svo einfalt er það. Þar er heldur ekkert samræmi milli félagsins og þeirra sem selja íbúðir. Gissur segir svo: ,,Hægt væri aö spyrja fleiri spurninga á þessu stigi málsins, en skal ekki gert svo síöur vefjist fyrir stjórn að gefa skjót og afdrátt- arlaus svör. Veröur fróðlegt aö lesa þau, þegar þar aö kemur.“ Rannsókn Að endingu segir Gissur: „En til þess að þetta ljóta að- dróttunarmál verði leitt svo til lykta, að allir geti vel við unaö, þyrfti nauðsynlega aö efna til rannsóknar og gera samanburð á verðlagi íbúða hjá byggingar- samvinnufélögum" og Giss- ur tilnefnir í því sam- bandi Byggingarsamvinnufé- lag verkamanna og sjómanna, og byggingameistara, og heldur síðan áfram og talar um að samanburðurinn þurfi að koma upp á svipaö timabil, sem húsin eru byggð á. Gissuri vil ég benda á það. að stjórn B.V.S. hefur alla tíð | ætlað sér að birta sína reikn- " inga og var út frá því gengið strax í byrjun byggingar á Reynimelsblokkinni. Þegar hús- ið var fokhelt orðið, gaf stjórn félagsins út upplýsingar um það verð, sem upp kom á hverja íbúðarstærð. Þeim hætti mun- um við halda áfram og þegar verkinu er lokið, munum við gefa upp, hvað íbúðirnar kosta, hreina reikninga og endurskoð- aða af löggiltum endurskoö- anda. Mundi ég vænta þess af Giss- uri, að hann birti reikninga sína þá um leið af t.d. Rofabæ 31, húsi sem hann byggir og selur á sama tíma og við erum að byggja Reynimelsblokkina. Gissuri ætti líka aö vera hægt um vik að beita sér fyrir því að rannsókn verði hafin á þessum málum. Hann á sæti f rann- sóknarnefnd sem sett var á laggirnar til þess að rannsaka íbúðarverö. Vonast ég til þess að hann beiti áhrifum sínum þar og fylgi eftir orðum sínum um rannsókn. Mætti það verða til þess að þessi mál kæmust í við- unandi horf. en ljóst er að það eru þau ekki nú. y(~

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.