Vísir - 23.05.1967, Síða 2

Vísir - 23.05.1967, Síða 2
r. V í SIR . Þriðjudagur 23. maí 1967. 4 MÖRK „HJARTANÍ’JNNAR" URÐU VALSMÖNNUM AÐ FALU ® jam Fleming, „hjartanían“ í liöi Edinborgarknatt- spymuliðsins varð þess valdandi í gær að íslands- neistarar Vals töpuðu stórt eða 4:0 í gærkvöldi í góð- viðri frammi fyrir 1800 manns í Laugardal. Fleming skoraði öll fjögur mörkin og sýndi sérlega góðan leik sem miðherji. Leikurinn í heild var lítil skemmtun fyrir áhorfendurna, leikur sem var ekki til þess fall- inn að laða menn að þessari annars skemmtilegu íþróttagrein. I raun- inni komst Valsliðiö aldrei í neitt verulegt markatækifæri, skozka vörnin sá fyrir öllu og kæföi flest- ar sóknir í fæðingunni. Saga markanna er í stuttu máli: ■jf 2. mín.: Skallað í stöng Vals- marksins og Fleming fær boltann í góöu færi fyrir miðju af stuttu færi og skorar örugglega. ■yr 34. mín.: Fleming skorar eft- ir mistök Gunnlaugs Hjálmarsson- ar í marki Vals. Gunnlaugur kast- aöi sér að óþörfu á boltann og missti, en Fleming var sem fyrr til staöar og setti boltann í netið, en nokkru áður hafði hann tvíveg- is misnotað herfilega tækifæri, fyrst skallað yfir opið mark og síö- an skotið yfir, — enn opiö mark. ★ 63. mín.: Aukaspyrna á Val af 35 metra færi. Gunnlaugur átti að ná boltanum með Uthlaupi, en Fleming komst á milli og skallaði, svo gott sem, úr höndum Gunn- laugs og í netið. ★ 85. mín.: Fimm mín. eftir til leiksloka og Ford h. úthejji brun- ar upp að endamörkum nærri marki, og gefur út til Fleming, sem skorar örugglega af stuttu færi, enda enginn nálægur honum til að trufla hann. Þannig lauk þessum leik, heldur ójöfnum leik allavega séð. Skozka liðið er greinilega mjög gott. Við höfum oft séð þessi vel leikandi ensku lið, séð réttu knattspyrnu- skrefin, séð réttu hreyfingarnar, réttu spyrnurnar, — en hvaö höf- um við lært á þessu öllu? Ég læt áhorfendurna í Laugardal um að svara því. — jbp — Víkingar unnu óvænfun sigur gegn VuE í 1. fl. Fyrstu leikirnir í Reykjavikur- móti 1. flokks fóru fram um síðustu helgi. Fram vann Þrótt með 5 mörkum gegn einu, en mest kom á óvart sigur Víkings yfir Val 3:1. en Valsmenn áttu bezta liðinu á að skipa f fyrra í þessum flokki. Vals- menn skoruðu snemma I þessum leik sitt eina mark, — en siðan ekki söguna meir, Vikingarnir skoruöu 3 mörk og unnu öruggan sigur, sem undirstrikar að meiri breidd er nú að verða í knatt- spyrnunni hjá Víkingum og er það ánægjuleg þróun. Úrslit í drengjakeppn- inni í knattspyrnu Iþróttanámskeið í út- hverfum að hefjast Eins og undanfarin ár munu bamaheimila og lelkvallanefnd, Í.B.R., íþróttaráð Reykjavíkur og Æskulýðsráð halda námskeið í íþróttum og leikium fyrir börn á aldrinum 7—12 ára. Þetta er 10. árið, sem þessi námskeið eru haldin og hefur að- sókn stöðugt aukizt. S.l. vor sóttu 1 14—15 hundruð börn nánlskeiðin. Námskeiðin munu hefjast föstu- daginn 26. maí ■ og standa yfir, í fjórar vikur. Kennt verður á 8 stöðum í borginni, annan hvern dag á hverjum stað. Börn á aldrinum 7—10 ára mæti fyrir hádegi en 11 EÓP-mótið á fimmtudag Á fimmtudaginn fer fram hið ár lega.E.Ó.P.-mót K.R. á Melavellin- um í Reykjavlk og hefst kl. 20. Keppt verður í eftirtöldum grein- um: Karlar: 100 m hl., 400 m hl„ 800 m hl„ 5000 m hl„ 110 gr.hl. og 4x100 m boðhl., kúluvarp, spjótkast, sleggju- kast, stangarstökk og þrístökk. Drengir 17—18 ára: 100 m hl„ 400 m hl„ 4x100 m boðhl., spjótkast. Sveinar 14—16 ára: 100 m hl„ 300 m hl„ 4x100 m boðhl. og spjótkast. Stúlkur: 100 m hl„ 80 m gr.hl., og 4x 100 m boðhlaup. Þátttökutilkynningar þurfa aö berast í síðasta lagi í kvöld á i Melavöllinn. og 12 ára eftir hádegi. Kennslustaðir eru þessir: íþróttasvæði K.R. við Kaplaskjóls- veg. iþróttasv. Víkings við Hæðargarð. íþróttasvæði Þróttar við Skipasund. Álftamýri (austan Álftamýrar- skóla). (Kennt á mánudögum, miðviku- dögum og föstudögum kl. 9.30— 11.30 og 2—4). Gamli golfvöllurinn. Leiksvæðiö við Rofabæ. Álfheimar (innst í Laugardal). íþróttasvæöi Ármanns við Sigtún. (Kennt á þriöjudögum, fimmtu- dögum og laugardögum kl. 9.30 11.30 og 2—4). Innritun fer fram á kennslustöð- unum um leið og námskeiðin hefj- ast á hverjum stað. Námskeiðsgjald kr. 25.00 greið- ist viö innritun. Knattspyrnumót drengja í Reykja- nesumdæmi hófst á 3 stöðum sam- timis sl. laugard.: Hafnarf., Kefla- vík og Kópavogi, og voru leiknir þrír leikir á hverjum stað. Keppn- in hófst kl. 14 meö leikjum i 5. aldursflokki, sem leikur í bikar- formi ásamt 4. aldursflokki (út- sláttarkeppni, heima og heiman). Orslit einstakra leikja urðu sem hér segir: 5. flokkur: Hafnarfjöröur: Haukar—Stjarnan 4—0. Keflavík: UMFK—Grótta 2—0. Kópavogur: Breiðablik—F.H. 1—2. KiF.K. sat yfir f 1. umferð. 4. flokkur: Hafnarfjöröur: F.H.—Breiðablik 1—1. Keflavík: K.F.K.—Haukar 1—2. Kópavogur: Grótta—UMFK 5—2. Stjaman sat yfir í 1. umferð. 3. flokkur: Hafnarfjörður: Haukar—UMFK 0—2. Keflavík: K.F.K.—Breiðablik 1—2. Kópavogur: Stjarnan—F.H. 0—1. 1 þriðja flokki er stigakeppni og hafa UMFK, F.H. og Breiðablik 2 stig, en K.F.K., Stjarnan og Hauk- ar ekkert. HVERT STEFNIR? Af hverju stafar léleg aðsókn að knattspyrnunni? Þessi mynd er úr þýzku knattspyrnunni úr leik milli liða sem heita Bayem og Borussia Mönchengladbach en Bayem vann þann leik með 2:1. Leikur Hearts og Vals, Is- landsmeistaranna, i gærkvöldi vekur víst flesta forystumenn knattspymunnar til umhugsun- ar. Það er ekki það að neitt hneyksli sé þótt íslandsmeist- arar tapi með 4:0 fyrir þaulæfð- um skozkum atvinnumönnum í knattspymu. Það út af fyrir sig er skiljanlegt. En hitt þykir mönnum súrara : broti aö al- menningur virðist eftir öllu að dæma búinn að fá sig fullsadd- an á knattspymu, — eöa hvemig stendur á þvi að aö- eins 1250 manns borga sig inn til að sjá þessa ágætu knatt- spymugesti? Hér er greinilega um mjög al- varlega meinsemd að ræöa, meinsemd, sem verður því að- eins upprætt, að viðunandi lækn ing verði viðhöfð. Sjálfur held ég persónulega aö undanfarin 6—7 ár hafi , knattspyrnunni hrakaö stórlega. í gær fannst mér Valsmenn varla geta sýnt áhorfendunum „stafróf knatt- spymunnar“ en þar á ég við frumskilyrðin til að geta titlað sig sem knattspyrnumann. Það ætti að vera öllum Ijóst, að til aö geta leikið knattspymu þarf maður að kunna að taka við bolta, og skila honum af sér þannig, að samherji fái knött- inn á réttan stað. Þetta eru að- eins frumatriði, sem við fáum að sjá íslenzk lið mistakast leik eftir leik. Það er engin furða þó menn hvekkist á knattspyrnu og færri komi og borgi aögang að stórum knattspyrnuleik en handknattleik í Laugardalshöll- inni. Þetta tel ég meinsemdina og ég þykist vith að margir verði mér sárgrarnir fyrir framhleypn- ina, en það verður þá að hafa það. Ég held að okkar menn séu alls ekki búnir að læra þau frumatriði, sem hver knatt- spyrnumaðui á að kunna. Það verður ekki ‘yjr en þessi atriði og allt framhald „stafrófsins“ eru nokkurn veginn kunn knatt- spymumönnum að gaman verð- ur að horfa á knattspyrnuna. Einhver kann að segja sem svo: „Þetta ér nú fullmiki! svartsýni. Piltarnir komu út á völlinn fyrir 2—3 vikum og eru langt frá bv að vera komnir i æfingu“ Það er rétt, en í þvf felst ekki afsökun því þó aö „æfingin" verði meiri. þegar líður fram á sumarið fær maður sýknt og heilagr að sjá þessi sömu mistök En nú held ég aö knattspyrnu mennirnir sjálfir eigi næsta orð, — það er beirra að gera betur. æfa betur, læra meira. — jbp —

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.