Vísir - 23.05.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 23.05.1967, Blaðsíða 12
SfúBkon me§ grænu uugun Kvikmyndasaga samin af Ednu O'Brien eftir skáldsögu hennar „The Lonely Girl" Nr. 27 Andartaki slöar kom faöir minn fram aftur, og hafði þá klætt sig, nema hvaö hann hafði gleymt aö hnýta skóreimamar og dró þær á eftir sér. Hann var þrútinn um hvarma og augun blóöhlauþin. Á meðan hann skenkti sér te í bolla hafði hann orö á því að hann von- aði að faöir Hagerty talaöi svo um fyrir mér, aö ég Iáti mér að kenningu veröa, að ég væri sauðþrá í verunni og vild iekki neinni leiö- sögn taka. Sauðþrá það væri ein- mitt oröið. Það gilti einu, þótt hann legði sig fram viö að kenna mér guðsorö og góða siðu, þaö hefði ekki minnstu áhrif á mig frernur en skvett væri vátni á gæs. Og þama sat ég og gat ekki varizt brosi, þótt ég ætti það á hættu, að faðir minn ræki mér löðmmg aö prestinum ásjáandi, fyrir eftir- tektarleysið. Og það geröi hann líka. . „Þaö verður aö berja hana til aö hlusta“ .sagöi hann afsakandi við fööur Hagerty. „Hún kemst ekki ‘ hjá því. að hlusta á rödd hins almáttuga" sagði presturinn. „Hún bar ekki einu sínni talna- bandiö á sér, þegár hún kom“, mælti faðir minn ávítandi. „Andartak", mælti faöir Hagerty um leið og hann stakk hendinni í vasann á hempu sinni. „Ég kom hingað með litla bók handa þér, bamið mitt“. Hann rétti mér litla, fallega bók, bundna í alskinn og gullna í snjð- um. „ímynd Krists“. „Þakka þér fyrir faðir“, sagði ég og varð þess vör. aö ég felldi tár á brúnt spjaldleöriö. „Hún á þetta ekki skilið, faðir“. j sagði faðir minn og skipaöi mér ! að þakka prestinum sómasamlega- | fyrir mig. Ég þakkaði honum þá bókina með handabandi og hann sagöi, að ég ætti að lesa stuttan kafla á hverjum degi og nfiyna eftir megni aö feta í fótspor Krists. Og þá kom að því, sem ég kveið mest. Hann bað mig um að heita sér því að líta þennan kvænta mann aldrei framar augum, skrifa honum aldrei óg foröast að láta mér verða hugsaö til samveru- stunda okkár. „Þú verður að heita mér því“, mælti hann. „Gerðu eins og þér er sagt“, sagöi faSir minn. '• Presturinn endurtók orð sín, fað- ir minn öskraöi, en ég gerði ein- ungis að lúta höföi, og presturinn sagði: „Svona, svona, Brady“ og sagöi pabba aö fara með tebollann inn í svefnherbergið og hafa stjórn á skapi sínu. „Það er ekki síður synd fyrir föður minn að haga sér þannig, heldur en það, að eiga tvær kon- ur“, sagði ég við prestinn, þegar við vorum aftur ein. „Það furðar mig, að þú skulir tala þannig, eins og þú átt ást- ríkán föður“, svaraði prestur. „Það fá sér allir í staupinu, bamið mitt. Þaö gerir loftslagið“. Hann hleypti loðnum brúnum og endurtók síð- an spumingu sína. „Viltu heita mér þvf, að líta þennan mann aldrei framar aug- um ?“ „Ég skal hugleiða það“, svaraði ég og reyndi að snúa mér út úr vandanum. Hann dró upp úrið sitt, og sagði, að komið væri að miðdegisverði. V1SIR . Þriðjudagur 23. maí 1967. Þegar hann reis úr sæti sínu, kall- aði ég á móðursystur mína, svo hún gæti þakkað honum komuna. „Við sjáumst í kirkjunni" sagöi hann við mig. „Það er bænasam- koma kvenna á sunnudaginn, og skriftir á laugardagskvöld. „Þakka yöur fyrir faðir“ svar- aði ég, en gætti þess aö lofa ekki neinu. „Þaö verður allt , lagi með hana“. sagði hann við móöursystur mína. „Þess verður ekki langt aö bíða, að hún sæki hérna dansleiki, eins og aðrar ungar stúlkur, og taki aftur gleði sína“. Móðursystir mín fylgdi honum út aö hliöinu, stóð þar svo og horfði á eftir honum, þangað til hann hvarf sjónum ey- ir næsta leiti. „Er það ekki hræðilegt, aö við skyldum ekki eiga peninga til að gefa kirkjunni", varð henni að orði þegar hún kom inn aftur. Viö höföum enga peninga heima, og ég hugsaði með mér, aö það væri undarlegt, að tvær fullorðn- ar manneskjur skyldu búa í þessu stóra húsi, og ekki eiga grænan túskilding í fórum sínum. Ef betl- ara bæri aö dyrum, þá mundi hann ekki trúa því. „Guði sé lof fyrir, að hann skyldi koma“, sagði móðursystir mín. Það var eins og hún héldi, að nú heföi öllu verið kippt í lag. Ég væri úr allri hættu. Það var í rauninni kátbroslegt, því að ég var staðráðnari í því nú en nokkru sinni að komast burtu sem fyrst. ELLEFTI KAFLI Loks kom þar, að faðir minn bað okkur um að sækja lækninn, því að hann kenndi stöðugs svima og hafði ekki matarlyst. Læknirinn kom og sagði okkur að minnka við hann áfengið. Við móðursystir mín sátum svo við rekkju hans til skiptis, gáfum honum sódavatn með viskíi í að drekka, en deyfð- um smám saman blönduna. Ekki barst mér bréf frá þeim, Böbu eða Eugene, og jók það á áhyggjur mín ar og kvíða. „Ég sé sárt eftir þessu“, tuldr- aði faðir minn án afláts, þegar ég sat við rekkjustokk hans og dreypti á hann úr glasinu. Hendur hans titruöu svo, aö hann gat ekki einu sinni rakað sig. Hann grét eins og barn. Þannig var þaö alltaf eftir drykkjuköstin — þá grét hann dögum saman og blygðaðist sín svo að hann vildi ekki tala við neinn. „Gott að þú skulir vera komin heim aftur“ sagði hann. „Hvers vegna kveikir þú þér ekki í sígar- ettu ? Það reykja allar ungar stúlk- ur nú orðiö — eins og ég viti það ekki. Ég er ekki með neina hleypi- dóma, fjarri því, það er leitun að fullorðnum manni, sem skilur æsk una eins og ég“ Og ég kveikti mér í sígarettu til aö þóknast honum. „Ekki vil ég þér nema allt hið bezta“, sagöi hann. „Það veiztu sjálf. Það munaði minnstu aö ég fremdi sjálfsmorð, daginn sem ég fékk bréfið. Að vita þig £ tygjum við annan eins fant og flagara...“ Fant og flagara ... Ég varð að taka á því, sem ég átti til, að ég svaraði föður mínum ekki eins og mér fannst hann eiga skilið. „Ég er eldri en þú og reyndari", sagði hann, „og því færapi um að greina rétt frá röngu“. Hann grét og kjökraði og saug upp í nefið. „Ég verð varkárari, þegar ég fer aftur", sagði ég. „Aftur“, öskraði hann og reis upp við dogg. „Nei, þú ferö ekki aftur, telpa mín.- Þú verður hér um kyrrt og okkur til aðstoðar. Já, mér var meira að segja að detta þaö í hug að opna smáverzlun hérna við veginn, rétt hjá hliðinu, og næla I peninga“. Hann sagði þetta £ hálfum hljóðum ,eins og hann væri að trúa mér fyrir stór- kostlegu hernaðarleyndarmáli ,og jbrosti um leið lævíslega, eins og sá sem veit meira en hann lætur upp- skátt. „Já, hver veit nema maður geti hert sig upp og keypt jörðina aftur. Hver veit . . .“ Honum var fvllsta alvara. \£r3pds.. ^ ViSIR AUGLÝSINCASKRIFSTOFA oodiidi AUGLÝSENDUR, ATHUGIÐ! idddod □□□□□i inannn . . Handrit af auglýsingum þurfa að hafa borizt auglýs- ingaskrifstofunni fyrir kl. 6.00 daginn fyrir birtingu. □□□□□) )□□□□□ ÞBNGHOLTSSTRÆTI 1 Simar 77660 - 75099 - 15610 IVlSIR „Ég verð þó að skreppa til borg- arinnar og sækja fötin mín“, sagði ég og reyndi að láta sem mig lang- aði ekkert til þess, það væri eins og annað, sem maður kæmist ekki hjá. Ég miöaöi allt viö það, að mer mætti takast aö sleppa. Hann greip fast um úlnlið mér. „Ég skal segja þér eitt. Við skrepp um saman til Limmerick einhvern daginn, og kaupum nýjan fatnaö handa þér utast sem innst“. sagði hann. hsbw «stvww« UI*fB®WðWO𮑠I WA£ ABLE TO TEACH J VOUR SON HOW TD HEAL v YOUR WOtlND... I WISH [ IÐ TEACH YOUR CHILDREN < MANY OTHER THINGS/ r' T IT IS ALWAVS ) THRILLING > TOrtlETD SEE PROGRESS GOflrtE TD AFWCA.1 ALL THIS YOU DO TO PLEASE YOUR GOD/ X PO NOT UNDERSTANP... JmI CaM?o „Allt er þetta þér að þakka, Tarzan". „Minnstu ekki á þaö, faöir. Ég vildi gjaman hjálpa þessu fólki“. „Mér tókst að kenna syni þfnum, hvernig „Þetta ætlarðu a;Ht að gera tii þess að hann gæti grætt sár þin. ,Ég vildi gjaman þóknast Guði þínum. Það fæ ég ekki skilið, kenna unglingum ykkar margt annað“. en á sama stendur mér, ef þú getur kennt öðrum með sama árangri og Ngura". AND DO NCJT CARE - IF YOU CAN DO WITH THE OTHERS WHAT 'OU HAVE PONE WITH NGURA/ r^tv—r m - ÞVOTl ASIÖÐIN SUOURLANDSBRAUT SIMi 3R1?3 OPIO 8—22,30 SUNNUD.:9 - 22,30

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.