Vísir - 29.05.1967, Blaðsíða 6

Vísir - 29.05.1967, Blaðsíða 6
5 VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VÍSER Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Krisíjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Tfingötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands I lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. „Lánsfjárhöftin" IJndanfarin ár hefur sparifé stóraukizt í bönkum og sparisjóðum landsins og er það engin tilviljun. Vext- ir hafa verið hærri en á flestum öðrum tímabilum og hefur það hvatt menn til að leggja fé á vöxtu. Áður voru vextir svo lágir, að verðbólgan gerði mun bet- ur en að éta þá upp og því vildu fáir leggja fé á banka- bók. Undanfarin ár hafa vextir hins vegar verið hærri en verðbólguvextinum nemur og hefur þannig verið tryggður grundvöllur heilbrigðrar sparif jármyndunar. Hin mikla sparifjáraukning hefur gert bönkunum kleift að stórauka útlán sín. Fer því fjarri að þetta sparifé hafi verið grafið í kjallara Seðlabankans. Út- ) lán bankanna hafa raunar aukizt um nokkur hundruð \ milljónir króna fram yfir innlánsaukninguna. Hvaða áhrif hefur þá myndun gjaldeyrisvarasjóðsins haft ? Áhrif hans og hinnar traustu efnahagsstjómar hér á landi að undanförnu eru þau, að erlendar lánastofn- anir telja enga áhættu að lána framkvæmdafé til ís- lands. Þegar vinstristjórnin skildi við á sínum tíma, naut landið einskis lánstrausts erlendis og dyr allra iánastofnana vom lokaðar. Með þessum hætti hefur i( gjaldeyrisvarasjóðurinn leitt til stóraukinna útlána. Athyglisvert er, að útlán beinast nú í mun ríkara mæli en áður til grundvallaratvinnuvega þjóðarinnar. Því veldur ný skipan lánamála, sem ríkisstjórnin hef- ur unnið ótrauðlega að. Hún hefur átt fmmkvæði að setningu laga um stofnlánasjóði sjávarútvegs og fisk- iðnaðar, landbúnaðar, verzlunar og iðnaðar, og tryggt fjáröflunarleiðir sjóðanna. Þá hefur hún einnig átt fmmkvæði að setningu laga um, að lausaskuldum sjávarútvegs og fiskiðnaðar, landbúnaðar og iðnaðar verði breytt í löng og föst lán. Lánasjóðakerfi atvinnu- veganna er nú svo miklum mun sterkara en áður hef- ur þekkzt, að ekki er á neinn hátt hægt að bera það saman. Síðasta þróunin í þessum efnum er, að hag- ræðingarlánadeildir em famar að ryðja sér til rúms. En þar með er ekki öll sagan sögð. Stofnaður hef- ur verið Framkvæmdasjóður til þess að veita fé til lánasjóða atvinnuveganna, þar á meðal erlendu láns- fé. Þá hefur verið stofnaður Atvinnujöfnunarsjóður, sem verður brátt meðal öflugustu lánasjóða landsins. Hann á að styðja atvinnurekstur úti á landsbyggð- inni og stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Stjórnarandstæðingar gráta yfir hverjum eyri, sem rennur til Seðlabankans. Hér að framan hefur verið greint frá því, að gjaldeyrisvarasjóðurinn stendur að baki nokkmm hluta útlánaaukningar undanfarinna ára. Ennfremur endurkaupir Seðlabankinn afurða- víxla atvinnuveganna og hann leggur einnig fé til framkvæmdaáætlunarinnar um uppbyggingu at- vinnuveganna. Því fé er svo sannarlega vel varið, sem rennur úr bankakerfinu til Seðlabankans. Þetta er nú sannleikurinn um „lánsfjárhöftin“, sem stjómarandstaðan talar um. V1 S IR . jjlánudagur 29. maí 1967. Portúgal hefir fengið „lykil- aðstöðu“ í varnakerfi NATO Mikilvægi Portfigals í vam- arkerfl NorBur-Atlantshafs- bandalagsins hefir stórum auk- izt eftir að de Gaulle hrakti NATO frá Frakklandi. Hefir að undanfðmu verið mikið um þetta skrifað og í yfirlitsgrein I Norðurlandaiblaði var svo að orði komizt í undir- fyrirsögn, að „Portfigál heföi nú lykilaðstöðu í vamarkerfi NATO“. Og í Beja, sem er lít- ill bær í suðurtiluta Portúgal, er nfi verið að koma upp mikilli flugstöð, sem aðallega verð- ur mönnuð Vestur-Þjððverjum. Þessi bær á sér langa sögu. Hann var stofnaður 50 árum fyrir Kristsburð, þar em bygg- ingar f Mára-stíl og Mára-tum gnæfir þar yfir allt og úr turn- inum sést til fjallanna á mörk- um Spánar og Portúgal. Ef nfi er gengið þar um göt- ur, heyrist oft mælt á þýzka tungu, mikið er af þýzkum bók- um og tímaritum I bókabflöum. Þama em að vísu ekki nema innan við 300 þýzkarar, en hm- an margra mánaða verða þeir orðnir 3000 og eftir 3 mlsseri sennilega 5000. — Og þetta em ekki ferðamenn, heldur flug- menn, vélamenn og tæknilegir sérfræðingar. Þvl að unnið er a8 undiiböningi flugstððvarinn- ar, en það verður ekki fyrr en eftir tvö ár, sem hön verður orðinn einn af „homsteinum vamarkerfi8ins“. Spánverjar era sagifir lítt hrifnir af þessum áformum og hafa lýst áhyggjum sínum, þar ' sem vamarsvæðið, sem stjóm- að verður frá Beja (Iberland Command) nær raunveralega til spánskra stranda og siglinga- leiða til Kanaríeyjanna. Og Spán verjar hafa kvartað yfir að ekki var ráðgazt við þá, því að — þótt Spánn sé ekki f NATO, hafi hann vamarsamkomulag við Bandaríldn. En raunar var rsett um það áður en ákvörðunin var tekin um Beja, að hafa þessa herstjómarstöð f Gibraltar — og ekki hefðu Spánverjar verið hrifnari af þvL — a. FÍJini sblá ð~ _k j osenda Auðveldara að eignast húsnæði? ® Enn eru ekki til nægar íbúðir á íslandi, þótt ört sé byggt. En þró- unin er hraðfara í þá átt. Nærri 10.000 ibúðir hafa verið byggðar 1960—1966. Hafa á þessum tíma verið byggðar íbúðir fyrir 40.000 manns eða 17.000 manns um- ' fram fólksfjölgun. í fyrra og í ár eru byggðar hvort ár 500 íbúðir umfram áætlun. 0 Fjárfesting í íbúðum hefur 1960 —1966 numið 23% af allri fjár- festingu í landinu. 0 í Reykjavík er á örfáum árum verið að ganga frá lóðum fyrir íbúðir undir 20.000 manns. 0 Lánveitingar Húsnæðismála- stjómar hafa verið stórauknar á viðreisnartímanum. Nema há- markslán nú 340.000 krónum á í- búð, og er miklu nær því, að hægt sé að fullnægja eftirspum, en var á vinstristjórnartíman- um, þegar hámarkslán vom að- eins 100.000 krónur á ibúð. 0 Lífeyrissjóðir hafa eflzt mjög og hafa stórhækkað lánveitingar sínar. 0 Efnalitlir meðlimir verkalýðsfé*- laga geta nú fengið allt að 75.000 fcróna viðbótarlán hjá Húsnæðis- málastjóm. 450.000 krónur eru lánaðar út á íbúðir í verkamanna bústöðunum. Framkvæmda- nefnd byggingaáæthinar vinnur nú að byggingu 1250 íbúða fyrir láglaunafólk. 0 Rannsókn hefur leitt í ljós, að með eðlilegum byggingarkostn- aði kostar 3 herbergja íbúð 700 þúsund krónur og 4 herbergja í- búð 850 þúsund krónur. Húsnæð- ismálastjórnarlánið nemur nærri 50% af byggingarkostnaði 3 herbergja íbúðarinnar og 40% af byggingarkostnaði 4 herbergja í- búðarinnar. 0 Viðreisnarstjómin endurlífgaði Rannsóknastofnun byggingar- iðnaðarins, sem hefur m. a. það hlutverk að vinna að lækkun byggíngarkostnaðar. Húsnæðir, málastjórn, Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar og sérstöf’ nefnd vinna einnig að lækkun hans.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.