Vísir - 29.05.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 29.05.1967, Blaðsíða 7
V í SIR . Mánudagur 29. maí 1967. Aukið mikilvægi jarð- hitans til raforkuvinnslu Rætt við Guðmund Pálmason, sem er nýkominn trá Salvador á vegum SÞ, en hann hefur verið fenginn til að veita þróunar- l’óndunum tækniaðstoð varðandi hagnýtingu jarðhitans Mikill áhugi hefur nú vaknað víða um heim á hagnýtingu jarðhita, en komið hefur í ljós að jarð- hiti er miklu algengari en menn höfðu áður gert sér grein fyrir. 1 Ijós hefur komlð, að hugsanlegt er að hagnýta jarðhita í 30—40 löndum a.m. k., til raforkuvinnslu ða tii iðnaðar milliliðalaust. Fjögur lönd í heimi hafa hingað til notfært sér þessi náttúruauð- æfi í einhverjum mæli, ísland, Italia, Nýja Sjáiand og Bandaríkin. öll löndin að undanskildu Islandi hafa notfært sér jarðhitann eingöngu til raforkuvinnslu eða beint til iðnaðar, en það er einmitt I þeim tilgangi, sem áhugi hefur vaknað á jarðhitanum. — Sam- einuðu þjóðimar hafa mjög beitt sér fyrir því, að þróunarlöndin hagnýti sér jarðhitann til rtjorkuvinnslu, þar sem því verður við komið. Hefur áhuginn farið vaxandi meðal þjóðanna sjálfra og þá sérstaklega eftir ráöstefnu um nýjar orkulindir, sem haldin var á vegum SÞ í Róm árið 1961. Sú ráðstefna markaði tíma- mót, en þar skýrðu vísindamenn frá jarðhitalöndunum fjórum frá árangri af hagnýtingu jaröhitans. — Nokkrir íslenzkir vísindamenn sóttu ráðstefnuna, en færri komust þó en vildu. \ ðstoð Sameinuðu þjóðanna til vanþróuöu þjóðanna varöandi hagnýtingu jarðhitans, hefur fyrst og fremst verið í formi ráðgjafastarfsemi og hafa samtökin leitað eftir ráðgjöfum í þeim löndum sem reynslu hafa á þessu stigi. — Guðmundur Pálmason, forstöðumaður jarð- hitadeildar Raforkumálastjómar er sá íslenzkur vlsindamaður, sem mest hefur fengizt við þessi ráðgjafastörf á seinni árum, en vænta má þess að fleiri bætist við hópinn innan skamms. — T. d. er fyrirhugað að dr. Gunn- ar Böðvarsson, prófessor fari til E1 Salvador í sumar og ef til vill fleiri, en Guðmundur Pálma- son var einmitt nýkominn það- an, þegar tíðindamaður Vísis hitti hann að máli fyrir skemmstu. — T>etta er fjórða ferðin sem ég fer á vegum Sþ. vegna þessarar ráðgjafastarf- semi, en núna var ég að koma úr annarri ferð minni frá E1 Salvador. — Fyrstu feröina fór ég til Filippseyja fyrir um tveim ur árum. — Fyrir rúmu ári til Mali, en þar reyndist jarðhiti ekki vera fyrir hendi í nýtan- legu magni. — Skömmu eftir ferðina til Mali fór ég i fyrstu ferðina til Salvador, smárlkis í Mið-Ameríku, en ákveðið hefur verið að Salvador ásamt Tyrklandi og Chile veröi fyrstu löndin þrjú, sem njóta tækni- aðstoöar Sþ. við hagnýtingu jarðhitans. Ef tækniaðstoðin gefur góða raun og löndin reyn- ast fær til að halda aukinni hag- nýtingu áfram eftir að tækni- aðstoðinni lýkur, er áætlað að fleiri lönd fylgi í kjölfarið. Tækniaðstoðin felst í því, að löndin eru aðstoðuð við byrjun og undirbúning að nýtingu jarð- hitans. Innlendir starfskraftar eru þjálfaðir upp samhliða þessari starfsemi, þannig að þeir geti tekið við framhaldsfram- kvæmdum og haldið áfram frek- ari hagnýtingu jarðhitans f hverju landi. — Leggur Sþ. áherzlu á hagnýtingu jarðhitans, vegna þess að raforka þaðan fengin er ódýrarien frá öðrum orku- gjöfum? — Gamkvæmt reynslu Itala, ^ Bandaríkjamanna og Nýsjálendinga hafa jarðhita- stöðvar reynzt fullkomlega samkeppnisfærar við aðrar raf- orkustöðvar, þar með taldarmeð alstórar vatnsaflsvirkjanir, eins og þær hafa gerzt hériendis. — Annað kemur elnnig til, sem er, að aðrar orkul. eru oft fágætar eða óhagkvæmar af ýmsum á- stæðum. Salvador er t d. lítið land með um fimmta hluta yfir- borðs íslands, og eins og Island með tiltölulega lítið undirlendi. — íbúamir em aftur á móti um 3 milljónir og lifa aðallega á jarðrækt. — Ef virkja ætti einu á landsins, sem til þess er hæf, yrðu þeir að leggja mikið af ræktanlegu landi undir uppi- stöðuvatn, sem verður að vera þeim mun meir þar en annars staðar, þar sem mikill munur er á úrkomu eftir árstímum. — En er jaröhitinn þá jafn ömggur orkugjafi og t. d. vatnsaflið? — Cú reynsla, sem fengizt ’ hefur bæði hér og er- lendis bendir tvfmælalaust til þess, að jarðhitinn sé mjög stöðugur orkugjafi að öllu jöfnu. Á Reykjum hafa komið upp 300 sekúndulftrar í nær 30 ár, án þess að vemlegrar breytingar hafi oröið vart á svæöinu. — Hefur verið áætlað hversu mikill varmi er fyrir hendi f Salvador? — l\ei> en éS myndi ætla f ^ fljótu bragði að hann væri álíka mikill og hér á suð- vestanverðu Islandi en þetta hefur ekki verið mælt upp enn. — Tilgangurinn með starfsem- inni í Salvador er f fyrsta lagi að undirbúa rannsókn á hita- svæðunum. I öðm lagi að bora ákveðinn fjölda borhola. I þriðja lagi mæla og prófa hol- umar og í fjórða lagi að gera áætlun um hagnýtingu jarðhit- ans til raforkuvinnslu. — Hvenær er áætlaö að þess- Guðmundur Pálmason. um undirbúningi verði lokið? — Eftir 1—2 ár, ef allt geng- ur eftir áætlun. Ég býst við að ráðgjafastarfseminni verði fyrst lokið í Salvador af löndunum þremur. — Og þú ert vongóður meö árangur? — Ég sé ekki ástæðu til neins annars. — Hlutverk þitt með ferðum til þessara þjóða er fyrst og fremst f ráðgjafaskyni. — Er þó ekki hægt að segja að þú vfkkir út þitt eigið sjónarsvið í ferðun- um með því að hitta sérfræð- inga í þessum málum frá hinum jarðhitalöndunum fjómm? — Tú, að sjálfsögðu er alltaf " fróðlegt að kynnast jarð- hitasvæðum annarra landa. — 1 seinustu ferðinni til Salvador fórum við þrír saman, ég, Ný- sjálendingur og Itali. Við vor- um sendir til að kanna hvemig allur undirbúningur gengi og eigum að gefa skýrslu til Sþ. um það. Einnig eigum við að skila áliti til Sþ. um bón ríkisstjómar Salvador um að undirbúningurinn verði gerð- ur á víðari grundvelli. — Með samstarfi við þessa menn kynn- ist maður óhjákvæmilega, hvað er að gerast í þessum löndum í því er varðar hagnýtingu jarðhitans, sem er að mðrgu leyti fróölegt fyrir okkur. — V.J. Tveir aðstoðarmenn Guðmundar á jarðhitasvæði 1 Salvador. Skátafélag stofn- að í Garðahreppi Á sumardaginn fyrsta, hinn 20. aprfl s.l. var stofnað skáta- félag í Garðahreppi. Stofn- fundurinn var haldinn í skóla- sal bamaskólans. Mættir vom 150 skátar úr Garðahreppi, auk gesta, foreldra og skátaforingja úr, Hraunbúum, Hafnarfirði. Skátahöfðingi, Jónas B. Jóns- son og varaskátahöfðingi, frú^ Hrefna Tynes sátu fundinn. Fundurinn hófst með helgi- stund. Prestur var séra Bragi Friðriksson en skátar aðstoðuöu. Félagsforingi, Ágúst Þorsteins- son lýsti yfir stofnun félagsins, vígði ljósálfa, ylfinga og nokkra nýliða. Vígöur var nýr félags- fáni. Skátahöfðingi ávarpaöi skát- ana og ámaði félaginu heilla. Ennfremur flutti félagsforingi Hraunbúa, Hörður Zóphaníasson ávarp og flutti kveðjur og árn- aðaróskir frá Hraunbúum. 1 lok fundarins þáðu allir stofnendur og gestir veitingar f boði stjórnarinnar. Stofnfund- inum lauk með varðeldi. Félagið hlaut nafnið Vífill, og er nafnið tekiö úr Landnámu. Skátar í Garöahreppi hafa til þessa starfað í Hraunbúum í Hafnarfirði. Mikill áhugi er ríkj- andi fyrir skátastarfi í Garða- hreppi, og hefur hreppsnefndin látið skátunum í té ágætt hús- næði í æskulýðsheimili hrepps- ins og styrkt þá meö fjárfram- lögum. Stjóm skátafélagsins Vífils skipa: Ágúst Þorsteinsson félags foringi, Sigurgeir Óskarsson að- stoðarfél.for. Vilbergur Júlíus- son ritari, Helgi Már Eggertsson gjaldkeri, Þórdís Hulda Ólafs- dóttir, Guðrún Unnur Sigurðar- dóttir, Alda Helgadóttir og Helgi Bernharðsson. Jöklor seljo fvö frystiskip H.f. Jöklar hafa ákveðið að selja tvö af frystisklpum sfnum, m.s. Langjökul og m.s. Drangajökul. Kaupandi skipanna er Korea Equipment Import Corporatlon, Pyongyang, Norður-Kóreu. Sölu- verð skipanna má telja að sé hag- stætt. Ástæðan til sölu skipanna er fjárhagserfiðleikar við rekstur þeirra. Eins og kunnugt er tók Eimskipafélag Islands h.f. að sér flutninga á frystum fiski fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna frá 1. aprfl 1965. Þá vom eigi lengur verkefni fyrir skipin hér og hafa þau siöan verið f flutningum er- Iendis. íslenzkum aðilum var gefinn kostur á að kaupa skipin með svip- uðum kjömrn, en þeir höfðu eigi áhuga á kaupum á þessum grund- velli. Skipið verða afhent kaupendum í Póllandi í næsta mánuði. Félagið á önnur tvö skip og hef- ur eigi komið til tals að selja þau.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.