Vísir - 03.06.1967, Blaðsíða 4
>f
Frú Marie Hansen, kona danskr
ar ættar, sem er búsett í Minne-
sóta, átti ekki alls fyrir löngu
107 ára afmæli. Helztu áhugamál
hennar eru lestur góðra bóka,
gönguferðir og hún borðar allt
það, sem hana langar í. Hún
missti mann sinn fyrir 37 árum
• 'ðan, á 51 bamabarn og 125
barnabarnabörn.
*
Nú er allt útlit fyrir að auðug
ustu olíulindir sé ekki lengur að
finna í Mið-Asíulöndunum, held-
ur ’æfur fundizt landsvæði í Colo
rado, sem álitið er að sé jafnvel
enn auðugra. Bandaríkjastjóm á
um 80% þessa landsvæðis, sem
talið er nema aö verðmæti 1,785,
714,285,000 dollara.
Jafnréttisbarátta kvenna virö-
~t aldrei ætla að taka enda. Allt-
af finna þær fleiri og fleiri svið,
lessaðar, sem þær hafa ekki að
eirra áliti haft jafnrétti á við
f.rla. Nú siðast í Bandaríkjunum
efur það fengizt i gegn að konur
æta orðið aðmíráiar og hershöfð-
Tgjar engu síður en karlar.
>f
Hópur
stráka
stal
75,000
tyggjó-
plötum
Lögreglan í Vordingborg í Dan
mörku kom nýlega upp um flokk
drengja, sem hafði rétt ný hafið
bófastarfsemi sína. Flokkur þessi
var ekki ýkja stór, átta drengir
á aldritjum 10—15 ára. Fyrsta af-
brot þeirra gaf ævintýralegan
hagnað í aðra hönd, í þeirra aug
um. Nefnilega 75.000 tyggigúmmí
plötur.
Drengirnir stálu tyggigúmmí-
Innsiglið, sem var eina hindrunin á vegi drengjanna.
inu úr járnbrautarvögnum, sem
höfðu staðið ölæstir yfir heila
helgi og freistað þeirra. Stóðu
vagnarnir á hliðarspori við birgða
skemmur nokkrar í Vording-
borg.
Eina hindrunin, sem drengirnir
þurftu að yfirstíga áður, en þeir
komust aö vörunni, var næfur-
þunnur vírþráður með innsigli.
Veittist þeim skiljanlega létt verk
að slíta hann í sundur.
Þeir skýrðu lögreglunni svo frá
við yfirheyrslu, að þeir hefðu
fyrst farið og sótt eitt karton með
25.000 tyggigúmmíplötum. Þar
sem það gekk afar vel og vand-
inn ekki meiri, en raun bar vitni,
þá ákváöu þeir að fara aðra ferð
og sækja 50.000 plötur í viðbót,
til þess aö eiga á „Iager“. Tyggi-
gúmmíið ásamt sígarettum og
smávindium, sem þeir tóku úr
sömu vögnum, geymdu þeir síð-
an í helli ,þarna í nágrenninu,
sem þeir höfðu löngum leikið sér
Ákærður fyrir verknað annars manns
En ræninginn gaf sig fram sjálfur
Sextugur maður, boginn í baki
af elli og þreytu, grét, þegar
hann var leiddur út úr rannsókn
arrétti í Bretlandi. Þá haföi úr-
skurður réttarins verið honum í
vil. Það hafði verið hætt viö
málshöfðun gegn honum.
Harry Wimpress, sextugur
næturvörður í Bradford, yfirgaf
réttinn sem frjáls maður, eftir
að hafa verið 3 sólarhringa í
vörzlu lögreglunnar. Þessir þrír
sólarhringar voru honum mikil
raun og sjálfur bjóst hann ekki
við að lifa glaðan dag, þaðan
í frá.
Hann hafði verið ákærður fyr-
ir árás á hjúkrunarkonu og rán.
Önnur hjúkrunarkona, sem hafði
verið vitni að ráninu, hafði þekkt
Harry aftur úr hópi manna og
bent lögreglunni á hann. Hann
var strax tekinn fastur og yfir-
heyrslúr hófust.
Dömari úrskurðaði hann í varð-
hald og allar líkur voru á því,
að hann yrði hafður í vörziu lög-
reglunnar, þar til mál hans kæmi
fyrir dómstólana.
Þá gekk inn á lögreglustöðina
ungur maður, um tvítugt, og
kvaðst ekki mega til þess hugsa
að annar maöur yrði lát-
inn líða fyrir það, sem hann
hafði sjálfur brotiö af sér. Reynd
ist þetta þá vera sá, sem hjúkr-
unarkonuna hafði rænt. Hann
hafði lesið um það í blöðunum
að gamli maðurinn haföi þekkzt
sem sá, sem stúlkuna hafði rænt
og verið handtekinn.
„Þrándur minn! Getur þú gef
ið mér upplýsingar um, hvort
I-lisíi Hannibals x Reykjavík er
sérstakur flokkur eða hvort
hann er einhver hliðargrein af
G-lista Magnúsar Kjartansson-
ar. Þeir, sem ég þekki, virðast
vera í mikilli óvissu um þetta.
Einnig langar mig til að spyrja
þig, hvort hér finnist ekki rang
iátt, að Hannibal fái ekki aö
koma í sjónvarpiö“
Þetta bréf er frá „Kjósanda".
Nú er Þrándur í Götu enginn
sérfræðingur í kosningalögum,
en staðreyndir málsins virðast
þó ijósari, en almennt er taliö.
Landkjörstjórn hefur úrskurðað
að listi Hannibals sé hiiðargrein
af Alþýðubandaíagihu með ná-
kvæmlega sömu réttarstööu og
listi Magnúsar. Hins vegar fékk
Landkjörstjórn því ekkf ráöið,
að listi Hannibals væri merktur
GG-listi. Yfirkjörstjóm Reykja-
vikur, sem auglýsti listana í
Reykjavík réð því, að hann yrði
merktur I-listi. Yfirkjörstjómin
virðist hafa vald til þess að á-
kveða, hvaö listinn heitir, en
hún hefur aftur á móti engin á-
hrif á, hvernig atkvæðin reikn
ast. Því ræöur Landkjörstjórn
ein. Húa hefur lýst því yfir. að
atkvæöi I-lista Hannibals veröi
reiknuð G-lista Alþýðubanda-
Iags, sem um Alþýðubandalagið
sjálft væri að ræða. Atkvæði I-
lista koma því Alþýðubandalag-
inu í heild til góöa við úthlut-
un uppbótarþingsætanna. Þessi
afstaða er augljós og endanleg.
Aö vísu er rétt, að Alþingi á
síðasta orðið um þetta mál. En
það er Landkjörstjórn, sem á-
kveður, hvaða þingmenn koma
til þings í haust. Og það verða
allir þessir þingmenn, sem á-
kveða sameiginlega, hvort kjör-
bréfin séu gild. Er engin ástæða
til annars en, að þau verði tek-
in gild. Enda er augljóst, að
ekki verður með neinum útúr-
snúningi hindraður nýr meiri-
hluti á Alþingi, því hinn nýi
meirihluti hefði meirihlutavald
um úrskurð kjörbréfa. Verður
því ekki annað séð en úrskurö-
ur Landkjörstjórnar sé hinn enct
anlegi úrskurður. Og sá úrskurð
ur er, að Hannibal tilheyri Al-
þýöubandalaginu og öll hans at-
kvæði.
Hinni spurningunni vil ég
skjóta mér undan að svara og
vísa henni tii stjórnar Alþýðu
bandalagsins Hannibal er for-
maður þess og segist vera í fram
boði fyrir þá. Gegn mótmælum
hans getur Ríkisútvarpið ekki
talið hann sérstakan flokk. Auö
vitaö er það svo á valdi Al-
þýðubandalagsins, hvort það
leyfir formanni sínum að tala og
sýna sig i sjónvarpinu eða ekki.
Um skólaferðalög
Unglingavandamál og skóla-
mál eru ætíð ofarlega á dag-
skrá, sem eðlilegt er. Ungling
arnir og velferö þeirra er stöð
ugt áhyggjuefni foreldranna,
sem leggja hart að sér til að
böm þeirra hljóti þá menntun,
sem unnt er aö láta í té, og
einnig revna foreldrar að veita
börnum sínum þann munað,
sem tízkan krefst í klæöaburöi
og skemmtunum. Um þetta skrif
ar „Áhyggjufull móðir":
„Það er erfiöara og erfiðara
að halda í horfinu að bví er
varðar klæðaburð unglinganna.
Tízkufyrirbrigði skióta upp koll
inum ,og maður vill reyna að
velta unglingunum það, sem aðr
ir virðast geta veitt börnum sín
urn í þeim efnum. Kostnaðurinn
við fermingarnar hefur ekki auk
izt svo gífurlega, en öfgamar i
kringum fermingamar gætu eigi
að síður skaðlaust minnkað.
En nú er nýtt tízkufyrirbrigði
að skjóta upp kollinum, og eiga
skólarnir nokkra sök á, en nú
dugar ekki lengur að fara í
skólaferðalög innanlands, held-
ur þyrpast jafnvel gagnfræöa-
skólanemar i skólaferðalög út
yflr pollinn. Ég efa ekki, að ung
lingarnir hafa gott af því að
kynnast erlendum þjóðum, en
þeir sem hafa bama hönd í
bagga, verða bara að gæta þess,
að það standa ekki allir for-
eldrar jafnt vel að vígi, að veita
börnum sínum ferðalög til út-
landa, þó að auðvitað væri það
æskllegt.
Ef þetta ætlar að verða fast-
ur siður, þá sýnist mér miklar
kvaðir framundan, því þó skóla
ferðalögin séu ekki skvlda, þá
vill maður reyna að veita börn
um sínum það, sem jafnaldr-
arnir fá í veganesti. Við erum
nýbúin að fá dóttur okkar korn
unga heim úr slíku .vissulega
velheppnuðu feröalagi, en við
hjónin getum bara búizt við þvi
aö þurfa að kosta flmm slík
ferðalög á næstu siö árum, því
að barnahópurinn er stór. Og
sjálf höfum við ekki haft efni
á þvf að fara út í sumarleyfi
frá því áður en við giftum okk
ur.
Mér er snum: Er búið að kenna
svo mikið um ísland í skólunum,
að ekkí geti það lengur talizt
til skemmtunar eða fróðleiks að
efna til skólaferðalaga um land-
ið, sem ætti að vera eitthvað
ódýrara?
Mér fyndist aö skólayfirvöld
ættu að taka afstöðu til slíkra
mála og iáta ekki tízkur fara
„fram úr fjárhagsgetu þelrra,
sem þurfa að standa straum
af bömum sínum og unglingum
í skóla“.
„Áhyggjufull móðir“
Ég þakka bréfið, sem ég er að
mörgu leyti sammála. Varðandi
klæðaburð og tízkur vil ég
benda á, að einmitt vegna þessa
hefur í blöðum verið bent á,
að brýnt væri að taka upp skóla
búninga, m.a. til sparnaðar fyr
ir barnmargar fjölskyldur, auk
þess sem skólabúningar hefðu
marga aðra kosti.
Þrándur í Götu