Vísir - 03.06.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 03.06.1967, Blaðsíða 7
VÍSIR. Laugardagur 3. júní 1967. 7 Samkvæmf taíum Hagstofunnar hefur verið vöxtur i velflestum iðngreinum timahiliö 1961-1965 — Um árib 1966 eru ekki til t'álur ennþá, en á þingi iðnrekenda i vetur var talið, að framleiðslan 1966 hefði i heild verið nokkru meiri en árið áður >••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Oft er deilt um, hver þró unin sé í íslenzkum iðn- aði. Menn greinir á um hvort framleiðslan fari vaxandi eða minnkandi í einstökum greinum og iðnaðinum í heild. I Hagtíöindum var i vet- ur birt tafla meö upplýsingum um framleiðslumagn allmargra iðnaöarvara á tímabilinu 1960 til 1965. í þessari töflu eru tald- ar upp ótal framleiösluvörur iönaðarins og sýnt, hve miklu framleiðslumagn hverrar vöru nam árin 1961, 1962, 1963, 1964 og 1965. Það er forvitni- legt að renna augunum yfir þennan lista og sjá, hver þróun- in hefur orðið í ýmsum mikil- vægum greinum iðnaðarins. Taflan í Hagtíðindum gefur ekki tæmandi upptalningu á framleiðslu íslenzkra iðnaðar- vara. Margar vörutegundir eru ekki taldar með og upplýsingar vantar um sumar vörutegundir, sem eru í töflunni. Taflan er byggð á skýrslum frá 375 fyrir- tækjum, en til viðbótar hefur verið áætluö framleiðsla 50 fyrirtaskja. Táflan hefst á ýmsurn grein- um matvælaiðnaöar, síðan kem- ur vefjariðnaður og fataiðnaður tré- og pappírsiðnaður, ýmsar tegundir efnaiðnaðar og stein- efnaiönaðar, málmvöru- og rafmagnstækjaiðnaður og loks plastiðnaöurinn, sem er óvenju gróskumikill hér á landi, enda eru ótrúlegustu hlutir úr plasti framleiddir hér. Matvælaiðnaður á uppleið. Við skulum byrja á matvæla- iðnaðinum og sjá, hvað taflan segir um hráefni til niðursuðu. Þar hefur almennt orðið mikil framleiðsluaukning á þessu tímabili. Nirðursuða kjöts og sláturafurða hefur aukizt úr 52 tonnum árið 1961 upp í 70 tonn árið 1965. Síldarniðursuða hefur aukizt úr 318 tonnum í 889 tonn og niðursuða ýmissa fisktegunda úr 291 tonni í 407 tonn, og þannig má telja áfram. Aðeins niðursuða grænna bauna hefur minnkaö, úr 89 tonnum i 84 tonn. Næsti liöur er framleiðslu- vörur mjólkurbúa, en þar hefur orðið mjög almenn og jöfn fram leiðsluaukning. Smjörframleiösl- an hefur aukizt úr 1339 tonnum í 1763 tonn á tímabilinu 1961 — 1965. Framleiðsla á mjólkurosti hefur aukizt úr 564 tonnum í 1424 tonn. Einnig hefur aukizt framleiðsla á mysuosti, ný- mjólkurdufti, ostaefni, en aftur á móti hefur minnkað örlítið framleiðsla á skyri, úr 1877 tonnum f 1785 tonn, og einnig hefur minnkaö framleiösla á undanrennudufti og mjólk til niðursuðu. Brauða- og kexgerð er tölu- verð iðngrein á íslandi. Þar hef- ur framleiðsla verið mjög stöð- ug og jöfn þessi fimm ár, sem táflan nær yfir og f flestum til- fellum er um örlitla aukningu að ræða. Framleiösla á kexi hefur þó minnkað úr 886 tonn- um í 644 tonn. Framleiðsla á brauði og kökum hefur aukizt. Sælgætisgerð stendur með miklum blóma hér og fer fram- leiðslan jafnt vaxandi. 150 tonn eru framleidd af konfekti og yf- ir 100 tonn af hverju: suðu- súkkulaði, brjóstsykri og lakk- rís, og næstum 100 tonn af át- súkkulaöi og karamellum. Hef- ur framleiðslan vaxið á öllum sviöum sælgætisiönaðar nema tyggigúmsgeröar. Svo taldar séu upp nokkrar aörar matvörur, hefur fram- leiðsla á kaffi aukizt úr 1292 tonnum upp í 1519 tonn, fram- leiðsla á smjörlíki úr 2335 tonnum í 2675 tonn. Fram- leiðsla á bökunardropum hefur aukizt úr 14.270 lítrum í 17.591 lítra. Framleiösla á gosdrykkj- íslenzkur iðnaður er i heild í mikilli framþróun. VAXANDIEÐA MINNKANDI FRAMLEIÐSLA I IÐNAÐI? um hefur aukizt úr 3779 kílólítr- um í 6872 kílólítra. Sömu sögu er að segja af öðrum óáfengum drykkjum, en hins vegar hefur framleiðsla brennivíns minnkað úr 409 kílólítrum í 260 kiló- lítra. Þetta var um þann iðnað. sem framleiðir fyrir magann. Vandamál í veiðarfæragerð. Næstu kaflar fjalla um vefj- arefni og fatnað. Framleiösla á ullarbandi hefur aukizt úr 289 tonnum í 423 tonn. Framleiðsla á ofnum dúk hefur aukizt úr 162 þúsundum metra í 186 þús- und metra, og af teppum og á- breiðum úr 36.271 stykki í 51.321 stykki. Framleiðsla gólf- dregla hefur aukizt úr 70.163 fermetrum i 106.709 fermetra Framleiðsla á flestum vefjar- efnanna í töflunni hefur aukizt jafnt og þétt ár frá ári. Hins vegar er annað upp á teninginum í veiðarfæraiðnaði. Framleiðsla á botnvörpugarni hefur minnkað úr 319 tonnum í 15 tonn á fiskilínum úr 187 tonnum i 121 tonn og fram- leiðsla á botnvörpunetum hefur minnkaö úr 174 tonnum í 18 tonn. í þessari iöngrein er greinilega mikill samdráttur og að því leyti er hún nokkuð sér á parti. Skógrein er frekar lítilvæg iðn grein hér á landi, en þar hefur orðiö nokkur samdráttur. Má nefna sem dæmi að framleiðsla á karlmannaskóm hefur minnk- að úr 31.000 pörum í 19.000 pör. En fataiðnaðurinn stendur sig. I fataiðnaði hefur þróunin orðið upp og ofan á tímabilinu. Framleiösla á karlmannafötum hefur haldizt' óbreytt um 26.000 sett á ári. Hins vegar hefur framleiösla á stökum karl- mannabuxum aukizt úr 18.000 stykkjum upp í 35.000 stykki og á stökum karlmannajökkum úr 2000 stykkjum upp í 7000 stykki. Framleiösla á karl- mannafrökkum hefur minnkað úr 10.000 stykkjum í 6.000 stykki. Framleiðsla a vinnu- fatnaði hefur minnkaö úr 163.000 stykkjum í 125.000 stykki og framleiösla á vinnu- vettlingum hefur aukizt úr 180.000 pörum upp í 302.000 pör. Mikill samdráttur hefur orðið í framleiðslu mannsétt- skyrtna karlmanna eöa úr 55.000 stk. niöur ? 10.000 stk. í heild má segja uni fataiönað, að fram leiðslan þar hafi veriö nokkuö jöfn frá ári til árs, þegar á heildina er litiö, en hins vegar hefur þróunin verið mjög mis- jöfn í einstökum greinum. Hluti síðu úr skýrslunni í Hagtíðindum Athyglisvert er hve mikið framleiðsla á alls konar við- leguútbúnaöi hefur aukizt á þessu tímabili. Framleiðsla svefnpoka hefur aukizt úr 2.505 stykkjum upp í 5.893 stykki og framleiösla á tjöldum úr 963 stykkjum í 2.611 stykki. Ber þetta vitni um mikinn ferðaá- huga íslendinga. Aukning í ýmsum smágreinum. Framleiðsla á umbúðum hef- ur vaxið tiltölulega hægt á öllu þessu tímabili. Framleiösla í skinna og leiöur- vöruiðnaði hefur haldizt í flest- um atriðum nokkuð jöfn þetta tímabil. Þó hefur fjöldi loð- sútaöra gæra aukizt úr 31.597 upp i 64.881 stykki. Framleiðsla á alls konar efna- vörum hefur aukizt á tímabilinu og er þar bæöi um að ræöa kjarnaáburö og ýmiss konar gas í hylkjum. Málningarfram- leiðsla hefur aukizt úr 1.888 tonnum i 2.581 tonn. í heild viröist framleiðsla á hreinlæt- isvörum vera nokkuö stöðug. Sérlega mikil aukning hefur orö- iö á framleiöslu hárkrems og olíu, en minnkun á framleiöslu handáburðar og tannkrems. Mikil aukning hefur veriö á framleiðslu sápu og þvottalagar, úr 275 tonnum í 620 tonn. Framleiösla steinefna virðist hafa aukizt verulega og ber þar aö sjálfsögöu hæst framleiðslu Sementsverksmiðjunnar, sem hefur aukizt ár frá ári. Fram- leiösla holsteina hefur aukizt úr 152.000 stykkjum í 236.000 stykki og framleiðsla á pípum úr 135.000 stykkjum í 208.000 stykki. Framleiðsla á bitum og Framháid á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.