Vísir - 03.06.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 03.06.1967, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Laugardagur 3. júní i967. VÉSIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson Auglýsingar: Wngholtsstræti 1, símar 15610 og 15099 Afgreiðsla: Túngötu 7 Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Valið er auðvelt gkyldu þeir kjósendur vera margir, sem trúa því í raun og veru, að þeim hefði vegnað betur síðastliðin 7—8 ár undir annarri stjórn en samstjórn Sjálfstæð- isflokksins og Alþýðuflokksins? Ekki var um annað að velja en samstjóm einhverra flokka. Næst áður var vinstri stjómin. Þá sáu landsmenn hvemig fer, þegar Framsókn og kommúnistar ætla að vinna sam- an og móta stjórnarstefnuna. Er ekki ákaflega senni- legt, að eins mundi fara aftur, ef þeir flokkar kæm- ust til valda? Eftir því sem helzt verður ráðið af ræð- um og skrifum forustumanna þeirra, mundi stefna og vinnubrögð vinstri stjórnarinnar vera tekin upp aftur, ef þeir næðu völdum. Vinstri stjórnin þurfti ekki að kvarta undan slæmu árferði eða óhöppum atvinnuveganna. Hún fékk hið mesta góðæri til lands og sjávar. Verð á útflutnings- vörum var hagstætt, og með fyrirhyggju hefði átt að vera hægt að safna gjaldeyrisforða. Samt skilaði stjórnin af sér 144 millj. kr. gjaldeyrisskuld og láns- traust þjóðarinnar var svo gersamlega þrotið, að hvergi var eyri að fá hjá erlendum lánastofnunum. Hvernig er þetta nú? í staðinn fyrir 144 millj. kr. gjaldeyrisskuld, í árslok 1958, átti þjóðin um síðustu áramót rúmlega 1900 millj. kr. gjaldeyrisforða. Eignir hennar jukust á þessu tímabili um 13 þúsund millj. kr. en skuldimar aðeins um 300 millj. kr. Eign- irnar jukust því 40 sinnum meira en skuldirnar. Lífs- kjör íslendinga hafa batnað meira á viðreisnartíma- bilinu en nokkrum öðrum jafnlöngum tíma í sögu þjóðarinnar. Raunverulegar ráðstöfunartekjur fjöl- mennustu atvinnustéttanna jukust á árunum 1960— 1966 um 47% að meðaltali. Þetta eru staðreyndir, sem kjósendur verða að gera sér grein fyrir. Þeir mega ekki trúa áróðri og föls- unum stjórnarandstæðinga,- AUir hljóta líka að finna það á sinni eigin pyngju, að lífskjörin hafa aldrei ver- ið eins góð né fjárráð almennings rýmri. Það fylgir því mikíl ábyrgð, að kjósa til Alþingis. Kjósandinn er ekki aðeins áð velja fyrir sjálfan sig, heldur fyrir alla þjóðina, því að á atkvæði hans getur oltið, hverjir stjórna landinu næsta kjörtímabil. Vilt þú, kjósandi góður, með reynsluna af vinstri stjórn- inni í huga, stuðla að því með atkvæði þínu, að leiða slíkt stjómarfar yfir land þitt aftur? Viltu skipta á lífskjörum þínum nú og láta teyma þig aftur fram á „hengiflugið". Það mátti engu muna að þú og þjóð þín öll hrapaði fram af síðast. Viltu gefa Framsókn og kommúnistum annað tækifæri til slíkrar ráðs- mennsku? Þú gerir það ekki, ef þú hugsar ráð þitt. Þá tekur þú upp með okkur kjörorðið góða: Aldrei aftur vinstri stjórn! ÍSLAND í VERÖLDINNI C'ú tíð er löngu liðin að ís- ° land sé einangrað eða geti verið einangrað. Pólitísk og efnahagsleg einangrun er úr sög unni, hvort sem mönnum kann að líka það betur eða verr. Sjálfstæðisflokkurinn varð einna fyrstur til að benda á nauðsyn þess, að þjóðin tæki hiklaust afleiðingum þessarar staðreyndar. Því hefur hann átt frumkvæðið að þátttöku íslands í margháttaðri alþjóðlegri sam- vinnu. Má þar fyrst benda á aðild Islands aö Sameinuðu þjóö unum og þátttöku i vamar- bandalagi Atlantshafsþjóðanna —■ NATO. Þá hefur flokkurinn og verið hlynntur náinni sam- vinnu vig grannþjóðir okkar á Norðurlöndum, þótt ljóst sé, að nú orðið hefur sú samvinna frek ar menningarlegt en efnahags- legt gildi. Ekki er þó loku fyrir það skotið, að af norrænni efna- hagssamvinnu geti verið ávinn- ingur fyrir Islendinga. Þessi stefnumið sín áréttaði Sjálfstæðisflokkurinn nýverið á Landsfundi sínum. Segir um þessi efni í 6. grein Stjómmála- yfirlýsingar fundarins: „Flokkurinn telur enn sem fyrr ag efla beri samtök hinna sameinuðu þjóða og norræna samvinnu". Og um aöild íslands að NATO er þannig komizt að orði f 8. greininni: „Sjálfstæðisflokkurinn telur með öllu óhjákvæmilegt, að hér á landi sem annars staðar sé viðbúnaður til varna, ef á land- ig yrði ráöizt. Vömum ber að sjálfsögöu að haga á hverjum tíma með hliðsjón af hagsmun- um þjóðarinnar og friðarhorf- um í heiminum. Flokkurinn er þeirrar skoðunar, að vamir ís- lands verði ekki betur tryggðar á næstunni nema með samvinnu við Atlantshafsbandalagið, svo sem verið hefur“. Varðandi þá alþjóðlegu efna- hagssamvinnu, sem Sjálfstæðis- menn hafa stuðlað að, að ísland tæki þátt í, skal getið Alþjóða- bankans, Alþjóöagjaldeyrissjóðs ins, Efnahagsstofnunarinnar í París, Evrópuráðsins, sem bæði fer með pólitísk og efnahagsleg viöfang9efni. Og nú að undan- fömu Alþjóða viðskipta- og tollamálanefndin, GATT. Þá hefur upp á síðkastið verið mjög til athugunar, hvort og með hvaða hætti ísland gæti oröið aðnjótandi þeirra beztu kjara, sem Fríverzlunarbandalagið, EFTA, veitir meðlimum sínum. Um þessi atriði fjallar 3. grein landsfundarsamþykktarinnar en hún hljóðar svo: „Leggja ber ríka áherzlu á að tryggja útflutningsvöru þjóöar- innar sem ömggasta markaði og hagstæðast verðlag. Á meðal brýnustu verkefna er ag vinna að því innan Alþjóða viðskipta- og tollanefndarinnar (GATT) og meö viðræðum við helztu við- skiptaþjóðir íslendinga að forð- ast hin alvarlegu áhrif af toll- vemdarstefnu efnahagsbandalag anna. Verði í því sambandi kann aðir möguleikar íslands til þátt- töku í Fríverzlunarbandalaginu (EFTA) og Ieitað aðildar að því, fáist hún með viðhlítandi kjör- um og þau kynnt öllum þeim, sem eiga hagsmuna að gæta. Jafnframt verði hraðag kerfis- bundinni áætlun um lækkun að- flutningsgjalda og samhliða ráð- stöfunum til stuðnings íslenzk- um iðnaði, til að tryggja sam- keppnisaðstööu hans og stuðla ag sem fjölbreyttastri iðnþróun í landinu". Því fylgir vandi að vera sjálf- stæð þjóð og fámennari en flest ar aðrar. Því fylgir og vandi að taka þátt í alþjóðlegri sam- vinnu við stærri þjóðir og stór- veldi. Þennan vanda verðum við að axla, því við emm ekki einir í veröldinni og viljum ekki helt- ast úr lestinni og verða vanþrö- unarland. Við Sjálfstæðismenn höfum þá bjargföstu sannfær- ingu að íslendingar séu þessum vanda vaxnir og munum gera okkar til að leysa hann. Mijmisbla ð_ _k j osenda_ HVER ER SKATTBYRÐIN? 0 Óbeinir skattar hafa í síauknum mæli komið í stað beinna skatta. # Skattar og opinber gjöld eru hér á landi minni hluti þjóðarfram- leiðslu en víðast hvar annars stað- ar, eða tæp 30%. # Tekjuskattur hefur verið afnum- inn af láglaunatekjum. 0 Fyrirtæki geta dregið tap frá skatt skyldum tekjum næstu ára, unz tapið er unnið upp. Skattar á fyr- irtæki eru ekki lengur svo þungir, að skattsvik leiði í kjölfar þeirra. # Skattaumdæmum hefur verið fækkað. í stað 219 skattanefnda, 24 yfirskattanefnda og 10 skatt- stjóra eru nú 9 skattstjórar og 1 ríkisskattstjóri. ^ Skattarannsóknadeild hefur ver- ið komið á fót og síðan hafa fram- töl verið mun heilbrigðari en áður. £ Sveitarfélögunum hefur verið séð fyrir nýjum tekjustofnum, jöfnun- arsjóðsgjaldi og aðstöðugjöldum, og hafa sveitarfélögin styrkzt mjög við það. 0 Lögfestur hefur verið einn útsvars stigi fyrir allt landið í stað 200 áð- ur. # Rannsakað er nú af fullurn krafti, hvort koma megi hér á stað- greiðslu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.