Vísir - 03.06.1967, Blaðsíða 9

Vísir - 03.06.1967, Blaðsíða 9
VÍSIR. Laugardagur 3. júní 1967. 9 Ut í heim | Tm þessar mundir er sumar- ^ leyfistíminn aö ganga í garö og hugsa flestir sér eitt- hvað til hreyfings. Allmargir hafa í huga að kynnast land- inu sínu enn betur en áður eða þá að heimsækia fornar slóöir. Aðrir hafa ákveðið aö sækja erlend lönd heim og berst nú þegar aragrúi pantana til ferða- skrifstofanna um feröir til hinna ýmsu landa. Sialdan eöa aldrei hefur verið eins mikiö um þaö að jafnvel skólanemendur veiti sér það að fara til útlanda — finnst sumum nóg um, þótt flestir muni vera sammála um það, að ekki skaði að kynn- ast öðrum þjóðum, lifnaðarhátt um þeirra og öðlast um leið meira víðsýni. j erlendum stórblöðum hefur undanfarnar vikur verið hægt að fletta síðu eftir síðu og alls staðar blasa viö aug- lýsingar um feröir til allra hugs anlegra staða — íslands líka. Mun mála sannast að útlending ar hugsi mun fyrr en við um það hvemig þeir ætli sér að eyða sumarleyfinu og hafa un- aö viö það allan veturinn að skipuleggja sínar þriár sumar- leyfisvikur, út í yztu æsar. Kostnaður allur tekinn meö í reikninginn enda kreppir skór- inn aö þeim sumum nú en eins og kunnugt er, er búið að tak- marka ferðagjaldeyri Breta viö 50 pund, til sumra landa. Jjegar íslendingur ætlar sér í sumarfrí og hyggur á ferð út fyrir landsteinana velur hann sér fyrst ákveðinn tíma árs- ins til þess að ferðast á. Flest- ir velja sér hásumartímann — þegar sól er hæst á lofti hér á landi og við höfum bezt skil- yrði til að njóta útivistarinn- ar á okkar eigin landi. Augu margra eru þó að opnast fyrir því, að eigi er síður skemmti- legt að ferðast einhvern annan árstíma, þegar vetur gengur í garö með svartnætti og kulda eða þegar líkaminn þarfnast hressingar eftir allan vetrar- drungann. Meö viku — eöa hálfsmánaðarfríi á þessum tíma er hægt að lyfta sér ótrúlega upp, stytta veturinn og eiga eft ir sumarið á landinu okkar. Þá kemur annaö vandamál til sög unnar og það er kostnaðurinn. Ekki eiga allir hægt með að eyða í dýra utanlandsferð og fara á eftir í ferðalag innan- lands. En hvorugt feröalagið þarf að vera eins kostnaðar- samt og virðist vera viö fyrstu sýn. Kaupskapnum má sleppa í fyrsta lagi — aö mestu levti og vikudvöl í Þórsmörk eöa viölega á öðrum faliegum stað mun ekki tæma alla varasjóði. JZaupæði er ljótt orð — en því miður viröast íslending ar jafnvel öörum þjóðum frem- ur verða gripnir þessum sjúk- dómi strax, þegar útlandiö birt- ist þeim. Hef ég fyrir satt, að hópur íslendinga hafi verið að bíða eftir flugferð heim til sín á flugvellinum í London og hafi þeim verið boöið upp á hress- ingu í einum veitingasal flug- stöðvarinnar. Þötti ekki annað fært en að afmarka sérstakt s’, „ði bar sem ferðalangamir hrúguðu saman öllum sínum pinklum og öðru lausu ferða- dóti og var komiö þar allhátt fjali áður en lauk og áður en allir voru setztir aö borðum. Þarf ekki að leiða drög að því hverjir vom þarna á ferðinni. Kaupskapurinn hefur marga ó- kosti í för meö sér, búðarborð og vamingur breytist ekki mik- ið frá einu landinu til annars, og það er áreiðaniega á við hvert annað meðalstrit að hafa bögglana í togi hvert sem farið Jjegar kaupæðið er runnið af Islendingum ættu þeir að geta fariö aö ferðast. Einhvem veginn hefur maður það á tii- finningunni, að sá tími sé skammt framundan. Það marg- ir hafa farið til útlanda á um- liðnum árum að nú eru þeir farnir að finna til það mikillar leiðatilfinningar við að fara aft- ur f sömu stórverzlanimar og árinu á undan og þar áður, að nú hugsa þeir til annarrar dægradvalar. Um leið má segja að hópferðirnar verði ekki eins aigengar og áður. Þeir, sem einu sinni hafa farið út fyrir land- steinana vita að útlönd eru ekki ógurlegir staöir þar sem leiö- sögumaðurinn verður aö vera hinn frelsandi engill, ef einhver vandræði skapast. Að leggja af staö á eigin spýt ur — það er hægt að láta ferða- skrifstofurnar sjá um farseðl- ana, hótel og annað vesen, þá opnast nýir möguleikar fyrir ferðamanninn. Hann getur far- ið að sinna áhugamálum sínum um leiö og möguleikamir á því að kynnast framandi landi og íbúum þess eykst með þvf að ekki er alltaf dvalið meöal íslenzkumælandi ferðafélaga sinna. Þó eiga hópferðimar enn fullan rétt á sér og geta í sum- um tilfellum jafnvel veitt meira en einstaklingsferðalögin á þann hátt að umsvif og tafir á ókunnum staö verða minni með kunnugum fararstjóra. jgf þiö eigið ekki áhugamál áöur en iagt er upp í ferðalag til annarra landa þá eignist þau með því að kynna ykkur hlutina áður en þið legg ið af stað og velja á milli þeirra. Um leið er ágætt að taka þótt ekki væru nema nokkrar kennslustundir í tungumáli við- komandi lands. Hefur nokkmm dottið í hug að Danmörk býður upp á ótal fornminjar eins og t. d. kon- ungshaugana .Danmörk er ekki eingöngu Kaupmannahöfn. Hún er t. d. Mön, eyjan litla, sem er bekkt fyrir krítarklettana og beikiskógana. Á vesturodda eyj arinnar eru tveir frægir haugar, annar haugur Ásgeirs konungs, þar sem hægt er að ganga upp- réttur í hinu konunglega graf- hýsi. Danir hafa mikinn áhuga á fornleifafræði og mun vera auðvelt að afla sér upplýsinga um þá staðh seni bezt er aö heimsækja, ef maöur ætiar sér að eignast áhugamál á því sviði. ^hugamálin eru eins fjöl- breytileg og mennirnir eru margir. Fyrir sælkerann er hægt að velja sér staöinn Róm. Það er kvöld í Róm, og sælkerinn gengur út í hlýtt kvöldið og í Marokkó er konan ekki vansköpuð þótt hún virðist hafa stærðar kúlu á bakinu — á bakinu ber hún nefnilega barnið sitt, þau stærri koma í humátt á eftir. setur sig í fótspor Rómverjans. Hann fer i hinn gamla borgar- hluta Rómar og sezt niöur við borö utandyra einhvers lítils veitingast. við hið gamla Piazza Navona eða að hann veiur sér veitingastað við eitthvert smá- torgið í gamla Trastevere- borgarhluí mm. Þar fær hann sér ítalska réttinn pizza og bjór með eða vín. Mörg þessara litlu veitingahúsa, sem geta boð ið gestum sínum upp á að snæða kvöldverðinn utan dyra framreiöa spaghettirétti. sem flestir ferðamannanna vita ekki af. Einn þessara rétta er hinn frægi „Carbonara" spaghetti, sem soðið er á venjulegan hátt og borið fram með snarkandi, steiktum fleskbitum og eggi og álitlegum skammti sérstakrar osttegundar og pipar. Spaghett- ið kostar ekki nema um 300 lír- ur og lftri af víni 180 lírur. Jgn nú bregðum við okkur til Flórens. Þar getur sælker- inn, ef honum er sama þótt veitingastaðurinn sé 'látiaus, fengið sér góðan mat á veitinga staönum Trattoria Bruno sem er á Via del Corso 42. Þaö spillir ekki fvrir að vita, að þetta er eftirlætisstaður prófess oranna við Háskólann í Flórens og að hann var í gamla daga aðsetursstaöur ítalskra rithöf- unda. Þeir sem koma til Flórens síðla sumars og hafa áhuga á sögulegum minjum geta farið í síðdegisferð eina þar sem skoð uð eru stórhýsi og hallir borg- arinnar. Þessar ferðir eru farn- ar þrisvar í viku í september- mánuði og október. Þessi hús eru sum talin til fornminja, sum eru frá fimmtándu öld, önnur tilheyra fjölskyldum með sögufræg nöfn — Capponi, Pandolfini, Guicciardini. Eitt er frægt fyrir að vera fæðingarstaður Monu Lísu hans Leonardo da Vinci. Eig- andi þessara halla eða stór- hýsa ýða forstöðumaður hans á staðnuiii 'sýna ferðalanginum „staðinn og útskýra hvemig vín- iö, — aðallega Chianti- er búið til, geymt og hvernig þvi er dreift. Svalir garðamir með höggmyndunum, trjánum. kýpr- usviðnum eru þægileg tilbreyt- ing frá yfirfullum strætunum. Tl/íarokkó er ævintýralegt land 'L —og einstakt til að eyða vetrarfrii i. 1 desember og jan- úar getur verið dálítið kalt uppi í fjöllunum og í noröur-og vest urhlutanum, en ekki kaldara en svo, að maður getur fengiö sér smá sundsprett um miðjan dag- inn. I Agadir er hægt að stunda baðstrandarlíf allt árið. , Eitt þaö merkilegasta, sem hægt er aö sjá í Marokkó er gamla Medinan í Fes. Med- inur eru tii í öllum stærri borg um Marokkó. Orðið þýðir ein- faldlega bær og stórborg- irnar hafa sinn arabíska bæ í bænum. í gamla daga voru aðeins til Medinur með múr- veggjum og hliðum allt um kring. En eftir að Frakkar gátu lifað og látið eins og þá lysti í Marokkó og landið varö franskt vemdarríki, byggðust með auknum hraða bæir og ný- tízkuleg borgarhverfi. Núna er Marokkó sjálfstætt ríki en alls staðar er hægt að sjá áhrif Frakkanna í nútímalegum hótel um. veitingahúsum, íbúðabygg- ingum o. s. frv. Ekki er ráölegt að fara einn inn í Medinuna. Ekki vegna þess að tnaður geti átt það á hættu að verða fyrir uppá- troðslu og árásum heldur ein- faldlega vegna þess, að hætta er á að maöur geti villzt f öllum þröngu, krókóttu götun- um. I fyigd með góðum leið- sögumanni er einnig auðveldara að fá að ganga í friði. „Fá- fróði ferðamaðurinn" er auð- velt herfang betlara og mark- aðssala. ^llt frá Tangier í norðri til Máretaníu í suðri liggur Marokkó að Atlantshafinu, með næstum því samhangandi sand- strönd. Kílómeter eftir kílómet- ir er hægt að fylgja gullinni sandströndinni, sem aðeins af og til er rofin af nokkmm kiettum eða baðstrandarbæ. Casablanca er sælustaður sund gesta með sínum glæsilegu hö- telum. sundlaugum, klúbbum og veöhlaupabrautum. Meðfram strandlengjunni eru veitinga- húsin staðsett og bjóða upp á sérrétti sína. Mohammedia, Rabat, Tangier, Fes, Meknes og Marrakesh bjóða upp á svipað og ef ekki ennþá glæsilegri hótel þar sem hægt er að lifa lúxuslifi fyrir þá sem hafa pen- inga. Fyrir hinn forvitna og nýj- ungagjarna ferðamann er hægt að mæla með bílferð annað hvort i langferðabifreið eða í bílaleigubíl um landið, sem get- ur státað sig af ágætis vega- kerfi. Þær borgir sem mestur feng- ur er talinn í að kvnnast eru Fes, Marrakesh, Rabat og Meknesk, hún er elzt og sögu- frægust allra borga Marokkó. Fes var stofnaö árið 808. Út af fyrir sig er alveg nóg að fara aðeins til Tangier. Hún er ekki lengur fríverzlunar- svæði, með öllu því sem því fylgir, en ennþá er alþjóðlegur bragur á borginni. Þar em mörg tungumál töluð og í höfn- inni liggja skip frá mörgum fjarlægum löndum. Samt sem áður er Tangier fyrst og fremst marókanskur bær. Hún hefur sfna Medinu og sitt „Socco“ (markað), Hátt vfir hvítri borg inni er virkisvegsurinn og göm ul soldánahöll. Annars er fang- elsi borgarinnar nærri við hlið hallarinnar. J7/ Þ>S ætlið til Marokkó, eða hvert á land sem er þá margborgar sig að vera búinn að afla sér sem flestra upp- lýsinga um landið fyrirfram. ★ Hér em nokkrar smáupp- lýsingar um Marokkó. Mjmtin nefnist dirham. DH er það sama og 100 marókanskir frankar eöa um 12 kr. ísl. Rugl- izt ekki á því þótt verð sé oft gefið upp í frönskum frönkum. 1 F. = 1 DH. Það er ekki leyfi legt að fara með marókanska peninga inn í eða út úr landinu, við brottför er þess krafizt að gerð séu skil á gjaldeyrinum. ic Það er betra að hafa með sér föt bæði fyrir heita og kalda Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.