Vísir - 06.06.1967, Blaðsíða 7
V IS I R . Þriðjudagur 6. júní 1967.
7
morgirn útlönd í morgun útlönd í morgun
útlönd í morgun
útlönd
Samhljóða bréf frá EBE til ríkis-
stjórna Bretlands, Dan-
merkur og Irlands
1 frétt frá Brussel segir, að send
hafi verið nær samhljóða bréf í
gær frá ráðherrafundi bandalags-
ins, þess efnis að umsóknir þeirra
um aðild verði teknar fyrir og
ræddar á grundveili Rómarsáttmál
ans.
Nýr furfíur verður haldinn í
Brussel 12. júní, daginn áöur en
haldinn verður fundur í fastaráöi
NATO.
Belgía vildi að hafizt vrði handa
þegar um athugun málsins og við
ræður, en það náði ekki fram aö
ganga vegna andspyrnu Frakka.
STYRJÖLDIN -
Dómar í Ben
Bnrkn mdlinu
Franskur dómstóll í París dæmdi
í gær í ævilangt fangelsi innanríkis
ráðherra Marokkós Mohammed
Oufkir, eftir að hann hafði veriö
fundinn sekur um ránið á Ben
Barka á götu í Parií? — Dómurinn
var kveöinn upp yfir Oufkir að
honum fjarverandi.
Sami dómstóll haföi fyrr í gær
sýknaö Ahmed dlimi ofursta í sama
máli, en hann er annar æðsti mað
ur marokkönsku öryggislögregl-
■unnar.
Framh. af bls. 1
uel á Jerúsalemsvæðinu og á suð-
urvígstöðvunum Um Kataf, en áð-
ur E1 Arish, sem er mikilvæg her-
stjórnarstöð. ísraelskar hersveitir
voru sagðar á leið til Abu Ogeila
mikilvægrar samgöngumiðstöðvar.
Sfðar barst tilkynning um, að
ísraelskar hersveitir hefðu tekið j
bæinn Latroun vestan Jerúsaiem.
Frá öðrum vígstöðvum
í NTB-frétt frá Bagdad segir, að
íraskar fhigvélar hafi varpað
sprengjum á Nathaniastrandsvæðið
um 30 km fyrir vestan Tel Aviv.
Tatemaður í Amman sagði i gær,
að 23 ísraelskar flugvélar hefðu
verið skotnar niður og 36 skrið-
drekar eyðilagðir á Jórdaníuvíg-
stððvunum.
BlaðSð A1 Ahram tehir, að er
dimrna tekur í kvöld veröi öllum
skipum neitað að sigla um Súez-
skurð.
Blaðið segrr, að 145 ísraelskar
flugvélar hafi verið skotnar niður
í gær.
t fyrri fréttum var m. a. skýrt
frá eftirfarandi:
Af hálfu Bretlands og Banda-
ríkjanna var lýst yfir, að þau
styddu hvorugan aöilann. Banda-
ríkjastjóm lýsti yfir í gær, að luin
gerði allt, sem í hennar valdi stæði
til stöðvunar vopnaviðskipta, og
færi til þess stjórnmálalegar leiöir,
og hvatti alla aðila til þess aö
styðja viöleitni Öryggisráðsins til
þess aö koma á vopnahléi.
Afstaða brezku stjórnarinnar er
hin sama, og ræddi George Brown
utanríkisráöherra vig sendiráös-
menn Sovétríkjanna, Bandaríkjanna
og Frakklands. Forsætisráðherrann,
Harold Wilson ræddi við ýmsa
helztu stjórnmálaleiðtoga.
1 Moskvu-útvarpinu var sagt, að
ísrael væri árásaraðilinn í styrj-
öldinni, en blööin slðdegis ræddu
viðburðina af varúð, og var sagt,
ag beðið væri opinherrar tflkynn-
ingar frá utanríkisráðuneytinu.
Tító forseti Júgóslavíu hefur vítt
„árásarstefnu ísraels".
1 flestum höfuðborgum voru
stjórnarfundir haldnir og hvatt til
stuðnings við viðleitni Öryggis-
ráðsins til þess aö koma S vopna-
hléi, en í ráðinu var skoðanamunur
um þaö, hvort einfaldlega skyldi
skora á aðila aö hætta vopnavið-
skiptum að tillögum vestrænna
þjóða, eða fyrirskipa að tillögu sov
étfulltrúans, að aöilar hörfuðu til
fyrri stöðva, sem þeir héldu áður
en bardagar hófust.
í Túnis gerðu þúsundir manna
æöisgengig áhlaup á sendiráösskrif-
stofur Bretlands og Bandaríkjanna,
æddu inn, brutu rúður og húsgögn,
þrifu skjö! og rifu eða hentu. Lög-j
reglan beitti kylfum og táragasi. i
Líbanon og Saudi-Arabía hétu
Egyptum fullum stuðningi. Lið frá [
Saudi-Arabíu er komið til Jórdaníu. i
í Israel sagði Levi Eshkoi for-
sætisráðherra, að hann vonaði að
friðelskandi þjóðir heims reyndust
Moske uayan, netjan tra Smaiskaga.
ekki óvirkir áhorfendur að því sem
væri að gerast — ísrael ætti sinn
rétt til tilveru án þess að hafa
sverö árásaraðilans hangandi yfir i
höfði sér. Hann hélt því fram, aö
Egyptar hefðu átt upptökin að
vopnaviðskiptum. ísraelski flugher-
inn hefði ekki gert árásir á Egypta-
land fyrr en eftir að egypzkar flug
vélar höfðu ráðizt á ísraelsk þorp
— og árásaraðgerðir Egypta hefðu
raunverulega byrjað með liðflutn-
ingi til Sinai-skaga og með lokun
Tiransunds inn f Akabaflóa.
I bandaríska sendiráðinu í Tel
Aviv voru brennd leyniskjöl.
Yfir 6000 Bandaríkjamenn hafa
farið frá Tel Aviv seinustu 12 daga.
Á ráðstefnunni í Bagdad sam-
þykktu arabisku olíuframleiðslu-
löndin að stöðva olíuflutninga til
landa, sem tækju þátt í árás á
arabísk lönd. I yfirlýsingu birtri
eftir fundinn var „ofbeldisárás ísra
els“ harðlega vítt.
Sendiherrar í Washington frá öll
um Arabarikjum fóru í gær i
bandaríska sendiráðið og
mótmæltu „ofbeldisárás ísraels".
og tóku skýrt fram, að Arabalönd-
in myndu nota sjálfsvamarrétt
sinn.
Kröfuganga í Jerúsalem Nasser til stuönings — daginn áður en bardagar byrjuðu.
Bíll óskast
Volkswagen árg. 1062—63 óskast, aðeins góður bíll kemur
til greina.
Staðgreiðsla. Uppl. í sima 11790 kl. 3—5 og 35945 eftir kl.
7 i kvöld.
Skrifstofuherbergi
Vantar lítið skrifstofuherbergi, helzt með síma.
Uppl. í síma 16998 kl. 5 — 7.
Próf í bilamálun
Próf í bílamálun fer fram seinni hluta júní.
Þátttaka tilkynnist sem fyrst í síma 35035.
Prófnefndin.
Fulltrúaráð
í Reykjavík
Allf fulltrúaráðið er kvatt til fundar vegnn kosninganna
kl. 6 (stundvislegn) í dag í Sjálfstæðishúsinu
FuHtrúar sýni skirteini við innganginn — Stjórnin