Vísir - 06.06.1967, Blaðsíða 9
9
V1SIR . Þriðjudagur 6. júní 1967,
mHMMMHMMMMMUII
Nokkrar minningar
frá stofnun og starfi
Efnahagssamvinnu-
stofnunar Evrópu —
O.E.E.C.
T gær voru 20 ár liðin frá ein-
um merkasta atburði í sögu
vestrænnar samvinnu. Ég á þar
við ræðuna sem Marshall hers
höfðingi, þáverandi utanríkis-
ráöherra Bandaríkjanna, hélt f
Harvard háskólanum 5. júní
1947. Petta atvik er þess vert
að það sé í minnum haft, því
að sjaldan eða aldrei hefir stór-
veldi boðið öðrum ríkjum —
sem verr voru á vegi stödd —
aðstoð sína til viðreisnar af ó-
eigingjamari drenglund en
Bandaríkin geröu þá.
Við skulum láta hugann reika
tuttugu ár aftur í tímann. Hvern
ig var þá umhorfs í Evrópu?
Allt var í sárum eftir nýafstaðna
heimsstyrjöld. Framleiðslan —
akuryrkja, fiskveiðar, iðnaður
— öll í molum. Samgöngukerfið
beygt og brotið, svo að því var
mjög þröngur stakkur skorinn
hverju væri unnt að koma af
einum stað á annan, ef einhver
hafði einhverju að miðla.
Ekki bætti hugarfarið þjóða á
milli úr skák. Það var kannski
auðskilið að milli hinna sigruðu
og sigurvegaranna væri leikin
sauðkind og smalinn, að hinir
stærri sigurvegarar heföu í bili
skipt með sér stjóm landsvæð-
ánna sem aðalandstæðingar
þeirra réðu áður, og að þar
væri takmörkuð ást milli þjóns
og herra. En tortryggnin náði
lengra, smalamir trúðu hver
öðrum illa. Þeir sem fyrir
skemmstu höfðu verið vopna-
bræður og barizt saman í mjög
sæmilegri einlægni litu nú hver
annan hornauga og höföu mikla
tilhneigingu til að sjá óhreinar
hvatir á bak við hverja tillögu
sem fram var borin.
Til þess að koma vömm milli
landa þurfti bæði innflutnings-
og gjaldeyrisleyfi, til feröalaga
margvíslegar vegabréfsáritanir,
ekkert var svo smátt í samskipt
um landanna að hundstunga
leyfakerfanna fyndi það ekki.
Svona var ástandið í Evrópu
þegar Marshall hershöföingi reis
upp og sagöi við Evrópuríkin:
Við skulum leggja fram stórfé
til þess að hjálpa ykkur úr
bóndabeygjunni, og við setjum
aðeins eitt skilyrði — að þiö
sýnið að þið viljiö láta aðstoð-
ina koma að gagni með því að
hjálpa ykkur jafnframt sjálfir,
bindast samtökum þar sem
hver styðji annan aö sameig-
inlegri viöreisn. En frumkvæöið
að þeim samtökum veröur að
koma frá ykkur sjálfum, við er-
um ekki að neyða ykkur til að
þiggja neitt.
Tilboð Marshalls endurómaði
um alla Evrópu. Það vakti enn
meira traust og vonir fyrir það
hve málskrúöslaust og alvarlega
það var flutt. Brátt hittust full-
trúar stórveldanna í París, Bev-
in, Bidault og Molotov fyrir
Breta, Frakka og Sovétríkin,
því að tilboð Marshalls var ekki
bundið við stjórnarfyrirkomulag
eða trúarbrögð hjá þeim sem að-
stoðarinnar gætu notið.
Það vakti furðu — og kveikti
raunar sem snöggvast nokkra
Ráðherraþing Efnahagssamvinnu- og framfarastofnunarinnar, arftaka OEEC, í nóvember í vetur sem leið.
Pétur
Benediktsson;
Tuttugu ára afmæli
arinnar
von um betri samvinnu austurs
og vesturs — að Stalín skyldi
þekkjast boð forráðamanna
hinna stórveldanna í þátttöku í
þessum fundi. En það fór eins
og fyrri daginn að Adam var
ekki lengi í Paradís. Vestrænu
ríkin gripu hina framréttu hönd
feginsamlega, en Molotov var
þarna kominn til þess eins að fá
hina í lið með sér aö bera fram
óþægilegar spurningar viö
Bandaríkjamenn um það hvað
þeir ætluðust fyrir.
Þaö ■ var ekki svo að skilja
að Stalín eöa vikapiltur hans
þyrftu neins að spyrja í því
efni. Þeir þekktu ósköp vel hina
loðnu hönd amerískrar heims-
valdastefnu sem þarna var rétt
illa dulbúin yfir hafiö til þess
að granda sjálfstæöi Evrópu-
landa. Auk þess átti mikil við-
skiptakreppa að vera á næsta
leiti samkvæmt hinum helgu
bókum marxista. Þaö stóð því
ekki lengi á því að Sovétríkin
segöu sig úr þessum ljóta leik.
Undirbúningi málsins var samt
haldið áfram og var fljótlega
boðað til stofnfundar hinna nýju
samtaka í París. Vestrænu lýð-
ræöisríkin, jafnvel þau allra var
fæmustu eins og Svíþjóö og
Sviss, voru ekki í neinum vafa
um það hvað gera skyldi.
En hvað um afstöðu landanna
næst fyrir vestan Sovétríkin,
þar sem þau þóttust hafa sér-
stakra hagsmuna aö gæta. Þess
um löndum var eins og öörum
Evrópuríkjum öllum boðið til
stofnfundarins í París í júlí 1947.
Finnland var hvorki þá né síðar
leppríki, þótt það mætti hvorki
í vöku né draumi gleyma ná-
vist rússneska bjarnarins. Tékkó
slóvakía var þá ekki enn talin
meðal leppríkja, — og um hin
gat kannski verið nokkur stig-
munur. Um þessi mál var mikið
rætt meðan beðið var næsta
fuijdar.
17 g var staddur i Prag um þetta
leyti i einhverjum við-
skiptaerindum og er mér minn-
isstæður hádegisverður sem okk
ur hjónunum var boðið til hjá
Masaryk utanríkisráðherra, með
ýmsum pólskum og amerískum
framámönnum sem heiðursgest-
um. Það leyndi sér ekki að bæði
Pólverjar og Tékkar höfðu mik-
inn hug á að verða þátttakendur
í þessari samvinnu með grönn-
um sínum fyrir vestan, þótt
þeir gerðu sér grein fyrir að
þarna gat verið viö ramman
reip aö draga.
Stjórnir beggja höfðu þegar
þegið boðiö á fundinn í París.
En það lagðist ekki vel í gest-
gjafann né gestina að Jósep
Stalín hafði beðið forsætisráð-
herra Tékkóslóvakíu að skreppa
austur til Moskvu að rabba við
sig um áríöandi málefni.
Næsta dag fór ég með járn-
brautarlestinni til Parísar, gat
ekki fengiö flugfar því aö tékk-
neska sendinefndin haföi pantað
hvert sæti. Kristján Albertsson
tók á móti mér á brautarstöð-
inni, og fyrstu fréttimar sem
hann sagði voru þær aö flugvél
in frá Prag hafi komið tóm að
austan þennan dag, utanríkis-
ráðuneytiö haföi afpantað öll
sætin á síðustu stundu. Þaö
kom í Ijós aö Jósep Stalín haföi
ákveðið að telja það fullan fjand
skap við Sovétríkin aö taka þátt
í þessu daðri við Bandaríkin.
Svona atvikaðist það að það
urðu aðeins vestrænu löndin —
löndin vestan járntjalds — sem
tóku þátt í samstarfi þvi sem
nefnt var OEEC eða Efnahags-
samvinnustofnun Evrópu.
Það yröi of langt mál að
rekja sögu þessarar stofnunar;
læt ég nægja aö geta þess að
henni tókst furðu vel að vinna
í þeim anda sem til var stofnað
í öndveröu, þótt komið gæti fyr
ir að stundum kastaðist f kekki
milli fulltrúanna. Henni tókst
að leysa þaö hlutverk sem henni
var ætlaö, — ár frá ári urðu
viðskiptin frjálsari, gjaldeyris-
hömlunum fækkaði, framleiðsl-
an jókst, — viðskiptakreppan
sem kommúnistar höfðu svo ó-
trauðir boðað fór annað hvort
fyrir ofan garð eða neöan og
sveikst um að velta efnahag
vesturlanda i rústir eins og
henni bar þó skylda til sam-
kvæmt helgiritunum.
Nú hefir Efnahagssamvínnu-
stofnunin verið lögð niöur fyrir
nokkrum árum, hún hafði lok-
ið verkefni sínu með sóma og
eftir hverju var þá aö bíöa?
Á moldum hennar hefur risiö
upp önnur stofnun meö svipuöu
nafni og mörgu af sama starfs
liðinu, OECD, þar sem fulltrú-
ar hinna sömu landa hittast og
bera saman bækur sínar og ráög
ast um sameiginlegar úrlausnir
ýmissa vandamála.
það var þó ein hliö þessa
máls sem mig langaöi til
þess aö staldra aöeins við.
Hver var staða íslands f þess-
ari stofnun? Máttu fulltrúar
hinna stærri landa vera að því
að eyöa tíma sínum I vandamál.
svo fámenns aðilja sem ísland
var og er?
Um hina almennu þátttöku
okkar, skýrslugerð og athugun
á því hvort við tækjum á mál-
unum eftir þeim reglum sem um
var samið, sættum við sömu
meöferð og aðrir, kannski var
þó all-oft verið nokkru vægara
við okkur vegna smæðar og
annarra sérstakra aðstæðna, svo
sem þess hve mikið við eigum
undir jafnkeypisviðskiptum við
austantjalds-löndin um sölu á
sumum afuröum okkar. Smám
saman urðum viö þó hlutgengir
um aðild að hinum almennu
reglum, og margt sem hér hefir
breytzt til hins betra á þangað
rót sína aö rekja.
Ég tel baö mikið lán að hafa
átt þess kost bæði erlendis og
eins síöan ég kom heim, að taka
þátt í því aö eyöa nokkrum af
biörööunum sem eyddu tíma
manna til verra en einskis og
voru tákn um hina dauðu köldu
hönd sem haftastefnan lagði á
allt athafnalíf í landinu. En
þessi vettvangur var okkur
gagnlegur á fleiri sviðum.
j£ynslóöir fara og kynslóðir
koma, og þaö væn til mik-
ils mælzt ‘að hinar nýju kyn-
slóðir myndu þá atburði sem
gerðust áður en þær voru váxn-
ar úr grasi, þegar hinum eldri
gengur stundum ekki of vel aö
henda reiöur á því sem kalla
má að þeir hafi verið sjónar-
vottar aö. Þó er væntanlega
enginn svo minnislaus > tand-
inu aö hann muni ekki eftir
deilunni við Breta um stækkun
fiskveiöilögsögunnar.
Undir hygginni forystu Ólafs
Thors voru framkvæmdir í
þessu máli undirbúnar stig af
stigi og hinn 19. marz 1952 var
Fraroh. ð bls 10
UB