Vísir - 07.06.1967, Blaðsíða 8

Vísir - 07.06.1967, Blaðsíða 8
VlSIR . Miðvikudagur 7. júní 1967. 8 VÍSIR Utgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR ( Framkvæmdastjóri: Dagnr Jónasson ) Ritstjóri: Jónas Kristjánsson \ Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson / Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson ) Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson ( Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, slmar 15610 og 15099 ) Afgreiðsla: Túngötu 7 \ Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) / Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands \ 1 lausasölu kr. 7.00 eintakið / Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. ) Öfugmæli um iðnaðinn gvo virðist sem eitt helzta ágreiningsefni stjómar- ( liðs og stjórnarandstöðu sé, hvort íslenzkur iðnaður / blómstri eða fölni. Stjómarandstæðingar hafa allt við- (/ reisnartímabilið haldið því fram, að allan mátt væri I) að draga úr íslenzkum iðnaði og em lýsingamar nú litríkari en nokkm sinni fyrr. Stjórnarliðar halda hinu \\ gagnstæða fram. En hvað er hið sanna í málinu? (( Er til nokkur betri mælikvarði á velgengni og vand- (( ræði iðnaðar, en hvort heildarframleiðsla hans vex ) eða minnkar? Um þetta höfum við óyggjandi tölur ) fíagstofunnar, er birtust nýlega í Hagtíðindum. Af \ peim er ljóst, að framleiðsla í iðnaði hefur aukizt ár ( l'rá ári síðan 1961. Vöxturinn er að vísu ákaflega mis- / jafn. í örfáum greinum hefur orðið samdráttur, í / nokkrum greinum hefur framleiðslan staðið í stað, ) en í langflestum greinum hefur orðið vöxtur og í j tiokkrum greinum er vöxturinn margfaldur. Þessi þró- \ un iðnaðar á slðustu ámm kemur einnig í ljós, ef skoð- ( aðar em tölur Hagráðsskýrslunnar um vinnuafl í iðn- / aði. Vinnuaflið hefur aukizt í viðreisnartíma úr 17.000 1 manns í yfir 20.000 manns, og hefur þó ný vinnu- ) sparandi tækni komið til sögunnar á mörgum sviðum. j Þetta eru hinar óhlutdrægu tölulegu staðreyndir. \ Stálskipasmíði var ekki til hér fyrir nokkrum árum. ( Nú er þessi smíði í fullum gangi og unnið er að gerð / dráttarbrauta og skipasmíðastöðva víða um land. I Plastverksmiðjur hafa vaxið upp um land allt, í kaup- ) stöðum og kauptúnum. Þá eru einnig víða komnar ) trésmiðjur með verksmiðjuframleiðslu. í Reykjavík \ hafa risið upp ný hverfi nýrra iðnfyrirtækja og end- ( urnýjaðra iðnfyrirtækja. Norðan Árbæjarhverfis er / nýtt verksmiðjuhverfi og annað er að rísa í Ártúns- !] höfða. I Elliðaárvogi er nokkurra ára gamalt verk- (l smiðjuhverfi. Spánný verksmiðjuhverfi eru kringum / Iðngarða og í Múla. I nágrenni Reykjavíkur, á Sel- ) tjarnarnesi, í Kópavogi og Garðahreppi eru einnig ) komin verksmiðjuhverfi. Á Akranesi er kominn öfl- j ugur fataiðnaður og á Akureyri er húsgagnaiðnaður ( og öl- og gosdrykkjagerð í miklum blóma. Nýtízku í/ niðursuðuverksmiðjur starfa á Akureyri og á Lang- (/ eyri. Fullkomnar kjötvinnslustöðvar hafa tekið til )) starfa í Reykjavík og á Akureyri. ) Um land allt er verið að reisa ný verksmiðjuhús ) og búa þau nýtízku tækjum til nýrrar framleiðslu. ( Alls staðar eru nýreistar verksmiðjur í fullum gangi. / Sums staðar snúast hjólin allan sólarhringinn og unn- ( in er vaktavinna. Á sama tíma heltist eitt og eitt fyrir- ) tæki úr lestinni, stenzt ekki samkeppnina og hættir ) starfsemi. En hinar verksmiðjurnar auka við sig og ) það skiptir mestu. Iðnrekstri fylgja ýmsar hættur og ( margvíslegir erfiðleikar. En flestir þeirra, sem í hlut / eiga standast erfiðleikana og vaxa af hverri raun, eins / og tölurnar um framþróun iðnaðarins sýna. Ummæli ) stjórnarandstöðunnar um íslenzkan iðnað eru hrein í) öfugmælL \\ Listir og stjórnmál T ist og stjómmál eru í eðli sínu óskild hugtök. Þó finnast þau vegamót, þar sem hvoru tveggja mætast og eiga samleið, eða þurfa öllu heldur hvort á öðru að halda. Sumir stjórnmálaflokkar hafa raunar viljað ganga feti lengra og jafn vel láta listina þjóna unöir stjórn málin, skapa pólitíska list. Hef- ur þessarar tilhneigingar frek- legast orðið vart í einræðisríkj- um, jafnt til vinstri, sem hægri. Oftast hefur þetta oröiö listinni fjötur um fót og stjórnmálunum hæpinn ávinningur. Þó er það að mínu viti ofmælt, aö pólitísk list þurfi alltaf að vera léleg list. Það fyrirfinnst bæöi góð og léleg pólitísk list alveg eins og til er misgóð kirkjuleg list. — Listin er nefnilega ódrepandi ef sköpunargáfan er fyrir hendi, þótt á hinn bóginn séu misjafn ir þróunarmöguleikar fyrir hana eftir því hvem veg þjóðfélagið býr að henni. Staðreynd er samt, að góð list getur skapazt hversu naum sem lífskjörin em, ef eldur sköpunarmáttarins log ar. Dæmi þessa eigum við ís- lendingar fjölmörg. Höfundur Passíusálmanna lifði alla tíð við mikil bágindi og þýðandi Para- djsarmissis skrifaði Ijóð sín með vettlinga á höndum. Þessi ósköp em sem betur fer löngu um garð gengin. íslenzkt þjóðfélag hefur viðurkennt að nokkru nauðsyn íslenzkrar listsköpunar sem vaxtarsprota íslenzkrar menningar og rök fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar. Á þessum vettvangi vann meðal annarra Bjami frá Vogi brautryöjenda- störf, sem gjarnan má I minn- um hafa. Þótt listir og stjómmál séu að jafnaði ekki í mjög nánum tengslum hefur svo farið, að stundum eiga hvoru tveggja stefnumót í einum og sama per- sónuleika. Franska byltingin gat af sér nokkur slík afsprengi, bæði f málaralist og þjóðsöng Frakka. Síðari tíma saga hefur og skilaö okkur slíkum mönn- um: Winston Churchill var góð- ur málari, Eisenhower unir sér vel með pensil f hönd. Af okkar heimamönnum má geta þess að Magnús heitinn Jónsson, ráð- herra, var slingur vatnslitamál- ari og núverandi menntamála- ráöherra semur geðþekkar tón- smíðar. Slíkt mæti vera tfðara, því að listin göfgar manninn. Tilgangur þessara lfna var annars ekki að ræöa um leik- mannslist, heldur þá djörfu menn, sem hafa tekið köllun sína svo alvarlega, að þeir hafa lagt út á það fjárhagslega tor- leiði að gera listina aö lifibrauði sínu í svo fámennu landi. Viö bak þessara manna vilja Sjálf- stæðismenn styöja og þvf sam- þykkti síðasti landsfundur flokks ins eftirfarandi: „Aukinn verði stuöningur við listir og bókmenntir í landinu meö kynningu þeirra innan lands og utan og aöstoð við að koma þeim sem víöast á fram færi. Rækt veröi lögö við aukna listsköpun og listtúlkun m.a. með náms- og ferðastyrkjum og fjárhagsstuðningi viö sjálf- stæð félagssamtök og stofnana á sviði bókmennta, lista og vís inda“. Eitt meðal annars, sem gera ætti á þessu sviöi, er að opin- berir aðilar, ríki og bæjarfélög, ákveði jafnan vísan hundraös- hluta byggingarkostnaðar opin berra bygginga til skreytingar með verkum fslenzkra lista- manna. Aldrei hefur veriö meiri gróska í íslenzkri list, en á sfö- ustu áratugum. Þar speglast lífsþróttur ungrar þjóðar. Þessa orku ber aö virkja, engum stjórnmálaflokki til handa held- ur í þjóðarþágu. Að þvf vill Sjálfstæðisflokkurinn stuðla, ekki sér til ávinnings, heldur meö alþjóðarhag fyrir augum. MinnisJ?Láð”k3osendá^ ÖRYGGI EÐA ÓVISSA # Árið 1960 höfðu íslendingar búið við haftastefnu um 30 ára skeið. Þá hófu núverandi stjómarflokk- ar viðreisn efnahagslífsins. Síðan hefur frjálsræði smám saman kom ið í stað gömlu haftanna. 0 Þjóðarauðurinn hefur á þessum tíma aukizt um 13.000.000.000,— krónur. Almenn velmegun ríkir. Tryggingakerfið hefur verið stór- aukið. 0 Hin trausta efnahagsuppbygging, gjaldeyrisvarasjóðurinn og hinn nýi tæknibúnaður atvinnuveg- anna gera þjóðinni nú kleift að verjast áföllum af völdum verð- lækkana útflutningsafurða og afla brests á vetrarvertíðmni. H Stjórnarandstaðan hefur mjög ó- Ijósar hugmyndir um, hvað hún vill gera. En Ijóst er að ríkisaf- skiptastefna hennar mundi leiða beint út í gamla haftakerfið, ef á móti blési. ® Stjómarandstaðan hefur enga möguleika á að fá meirihluta á Al- þingi. En hún þarf ekki að vinna nema einn þingmann til þess að gera þingmeirihluta ríkisstjómar- innar óstarfhæfan og skapa glund- roða í efnahagslífinu. 9 Sigur stjórnarinnar er sigur ör- yggisins. G

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.