Vísir - 07.06.1967, Blaðsíða 16

Vísir - 07.06.1967, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 7. júní 1967. 71 árs kona alvar- lega slösuð eftir bílslys 71 árs gömul kona slasaöist alvar lega, þegar hún lenti fyrir bifreiö á Reykjanesbrautinni viö Sléttuvpg, klukkan að ganga fjögur í gærdag. Samkvæmt vitnisburði ökumanns- ins gekk hún skyndilega, og hon- um á óvart, út á Reykjanesbraut- ina, og fékk hann ekki við þaö ráðið, að hún varö fyrir bifreiö- inni. Agata Einara Einarsdóttir, en svo heitir konan, höfuökúpubrotnaði og var hún flutt beint á Landa- kotsspftalann, en þar lá hún meö- vitundarlaus enn í morgun. saman atkvæða kössum á Vestfjörium Úrslit kosninganna kunn fyrr en áður ^ Allar líkur eru til, að talning atkvæða við Alþingiskosn- ingarnar hinn 11. júní muni ganga mun hraðar fyrir sig en í fyrri kosningum, skv. þeim upplýsingum, sem Vísir afl- aði sér hjá forráðamönnum yfirkjörstjórna í hinum átta kjördæmum landsins. Benda allar líkur til, að úrslit verði kunn í Reykjavík, Reykjaneskjördæmi og Vesturlandskjör- dæmi á mánudagsmorgun og úrslit í öðrum kjördæmum verði kunn mun fyrr en áður. T. d. má gera ráð fyrir, að úrslit í Vestfjarðakjördæmi verði kunn snemma á mánudagskvöld, en talning atkvæða þar hefur ekki hafizt fyrr en á þriðjudag í þeim tveimur Alþingiskosningum, sem farið liafa fram skv. kjördæmaskipun þeirri, sem sett var 1959. í Vesturlandskjördæmi hefur talning atkvæöa ekki hafizt fyrr en eftir hádegi á mánu- degi, en nú mun ákveðið aö strax ag kjörfundi lýkur kl. 11 á sunnudagskvöld, verði hafinn undirbúningur talningar og að því er Þórhallur Sæmundsson, formaöur yfirkjörstjórnar í Vesturlandskjördæmi tjáöi Vísi í gær, standa vonir til, aö taln- ing geti hafizt á tímabilinu frá kl. 5 til kl. 7 á mánudagsmorg- un. f Reykjaneskjördæmi og í Reykjavík mun talning atkvæöa hefjast strax eða fljótlega að loknum kjörfundi, og úrslit veröa kunn um miöja mánudags nótt. 1 VestfjarðakjördæmS mun talning hefjast mun fyrr en áð- ur. Flugvél mun þegar á sunnu- dagskvöld hefja sig til flugs frá ísafiröi og fljúga vítt og breitt um firöina og safna sam- an atkvæðakössum á hinum ýmsu stööum og flytja þá til ísafjarðar, og mun það vera i fyrsta sinn, sem flugvél er not- uð í þessum tilgangi í Alþingis- kosningum. Má gera ráö fyrir, að talning geti hafizt sfðari hluta mánudags þó er þag kom- iö undir flugskilyrðum, en öllum undirbúningi verður nú Framh. á bls 10 Enn árekstur á mótum Lónguhliðar og Miklubr. Tvær bifreiðir skemmdust mikið ■ t , 9 i \ Trabant gefur Iðnskólanum gjöf Fyrir nokkrum dögum var Iðnskólanum í Reykjavík gefin Trabant-vél, sundurskorin og | þykir hún sýna einkar vel hvern ig tvígengisvél vinnur. Myndin var tekin þegar Trabant-menn afhenda Þór Sandholt, skóla- stjóra vélina á iðnsýningunni. i Harður árekstur varð á gatna- mótum Miklubrautar og Lönguhlíð ar kl. 18.40 í gærkvöldi. Fíat-bif- reið, sem ekið var suður Löngu- hlíð og beygði vestur Miklubraut, Ienti fyrir jeppa, sem ekið var norður Lönguhlíð. Skullu bílarn- ir saman mjög harkalega, og við áreksturinn köstuðust þeir í áttina að miðeyjunni, neðan við Löngu- hlíðina, og lentu bar á þriðju bif- reiðinni, sem stóð bar kyrr og beið eftir umferðarljósunum. Þegar áreksturinn var afstaðinn og ökumaður jeppabifreiðarinnar kominn út, veitti hann því eftir- Framhald á bls. 10 Annar bíllinn dreginn af FÍB-kranabíI af árekstrarstað. Þorri kom með 60 tonn frá Grænlandi Vélbáturinn „Þorri“ i'rá Patreks firði kom þángað á mánudagsmorg un með tæp 60 tonn af fiski. Bát- urinn var að koma af línuveiöum | eftir 14 daga útivist á Grænlands- miöum. Eins og áður hefur verið sagt j frá í Vísi hafa vélbátarnir „Þrym- ur“ og „Þorri“ báðir frá Patreks- ; firði, gert tilraunir til veiða með í línu við Grænland nú í vor. Þrym- i ur kom til Patreksfjarðar skömmu fyrir helgi úr þriöju ferö sinni af Grænlandsmiðum, með um 70 tonn af ágætis þorski. Hann er nú lagöur af staö aftur f fjórðu veiðiferðina. Þetta var hins ve^ar fyrsta veiði ferö „Þorra“ á þessi mið, en sam kvæmt upplýsingum frá skipstjór anum, Eðvard Kristjánssyni, fengu þeir slæmt veður 3 fyrstu dagana og voru varla nema 8 daga að veið um. Fór talsverður tími í aö kynna sér veiðisvæöið. en hvorugur skip- stjóranna komst þó eins langt norð ur á bóginn og þeir hefðu* viljað. vegna íss. Höfðu þeir hugboð um Framhald á bls. 10 Grasspretta víðas léleg á landinu — sláttur hefst mánuði siðar en venjulega — Gróður er a. m. k. mánuði á eftir venjulegum tíma og gras- spretta það léleg, að .sláttur hefst ekki fyrr en um mánaðamót hjá mér, og þá slæ ég smábletti, fjagði Geir Gunnlaugsson bóndi að Lundi, bégar blaöiö 'taiaði við Hann i morgun. Hefst sláttur því um það bil mán uðu síðar en venjulega hjá Geir, sem einnig hefur orðið var við kal í túnum hjá sér á smáblettum, þar sem rækt var bezt. — Þetta er mcg köldustu vorum sem hal'a komið i lengri tíma, sagði Geir ennfremur og þetta verður þriðja erfiða áriö varðandi gras- sprettu og gróður á Norðurlandi. Taiaði blaðið einnig við Guð- mund Jónsson hjá Búnaðarfélagi Islands, sem sagði, að að svo stöddu væri Iítið hægt að segja um slátt og grassprettu, enn sem kom- ið væri, væri aðcins kominn sauð-; gróður á iandinu og sláttur yrði alit að mánuði á eftir tímanum — með sæmilegum veðurskiiyröum. i Þorri í Reykjavíkurhöfn í morgun.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.