Vísir - 07.06.1967, Blaðsíða 12

Vísir - 07.06.1967, Blaðsíða 12
12 VÍSIR mmmmmcm Miðvikudagur 7. júní 1967. Hí V: "v;' 'K ^ÉpÍ| ■. Sfúlkeaei tnei grænu caugun Kvikmyndasaga Nr. samin af Ednu O'Brien eftir skáldsögu hennar 40 „The Lonely Girl" Sitt af hverju úr bemsku minni rif jaðist upp fyrir mér, en einungis sem sundurlaus brot. „Mamma var í Bandaríkjunum, þegar hún var ung, en ekki nema nokkur ár“, j sagði ég, „og hún kallaði marga hluti öðrum nöfnum en við hin. Og svo rakti ég ýmsa smáatburði, sem komu mér í hug jafnóðum. Þegar pjátrarakonan stal skónum hennar mömmu úr opnum eldhúsglugga, og mamma varð að bera vitni fyr- ir rétti, en pjátrarakonan hlaut mánaðarfangelsi fyrir 'vikið. — Ég sagði frá því, er minkurihn drap fyrir okkur hundraö sólarhrings- gamla kjúklinga á einni nóttu. Og þegar ég fór að færa þettaj í tal, sá ég allt svo greinilega fyrir hug- skotssjónum mínum, græna akra og fjöll vafin blámóðu i fjárska. Þarna sat ég og talaði meira og öðruvísi en ég hafði nokkurn tíma áður talað. Eugene kunni vel að hlusta. Eitt minntist ég ekki á í frásögn minni — ofdrykkju föður míns. Vig fórum seint í háttinn. Hann snerti mig ekki um nóttina. Við höfðum setið svo lengi á tali, og auk þess var hann enn stirður og aumur eftir spörkin og barsmíðina. „Nógur er tíminn", sagði ég. Hann strauk mér mjúklega um brjóstin og rabbaði ástúðlega við mig, á meðan vig vorum að festa svefninn. FIMMTÁNDI KAFLI ' Seint á mánudag kom lögfræð- ingur Eugene frá Dyflini. Við sát- um við arininn I dagstofunni og biðum komu hans. Þetta var al- vörugefinn, rauðhærður maöur með loðnar augabrúnir, fölblá augu. „Og þér segið ag þessir menn hafi ráðizt á hr. Gaillard ?“ „Já, þeir gerðu það‘‘. „Voruð þér sjónarvottur að því?“ „Nei, ég var undir rúmi“. „Rúmi ?“ Hann leit á mig með kaldri vanþóknun í svipnum. „Henni varð mismæli. Hún á við legubekkinn í vinnustofunni. Hún varð hrædd og faldi sig þar“, sagði Eugene. „Já, legubekk", sagði lögfræðing- urinn, og var þó ekki neitt ánægð- ari með þá skýringu, að því er virtist. „Eruð þér gift, ungfrú ...“ „Nei“, sagði ég. Eugene brosti til mín, eins og hann vildi segja: En þess verður ekki langt að bíða! Þá spurði löigfræðingurinn mig um nafn og ættarnafn föður míns og eins þeirra, sem með honum voru, svo og heimilisföng þeirra. Mér leið illa að vita mig verða þess valdandi, að þeir fengju bréf frá lögfræðingi, en við því var ekk- ert að gera, þeir höfðu svo sannar- lega unnið til þess. „Þetta er einungis formsatriði", sagði lögfræðingurinn, þegar hann sá, hvemig mér leiö. „Þeir fá aðeins i viðvörunarbréf, þar sem þeim verð-1 ur frá því skýrt, að þeim leyfist ekki að koma hingað og berja hr. j Gaillard til óbóta. Og þér eruð öld- ^ungis viss um, að þér séuð orðin tuttugu og eins ár ?“ „Ég er öldungis viss um það“, svaraði ég og apaði hið hátíðlega | orðalag hans. Því næst tók hann að spyrja Eu- gene, sem hafði skrifað hjá sér til minnis allt það, sem við kom árás- inni og hann taldi máli skipta. Ég bar inn te og kökur með epla mauki og rjóm^ en lögfræðingur- inn var jafnalvarlegur fyrir það. — Það var komið fram í myrkur, þeg- ar hann kvaddi og fór. „Það er nú það“, sagði Eugene, þegar hann kom inn aftur. Hann tók á katlinum tíl þess að vita, hvort- teið væri farið að kólna. „Þeir láta okkur í friði.. „Þeir láta okkur aldrei í friði“, sagði ég, og var aftur í döpru skapi eftir að hafa rifjað upp atburöina. „Þeir verða að láta' sér þaö lynda“ sagði hann, en tveim dögum síðar barst mér bréf frá frænku minni. „Kæra Kathleen. Hvorugt okkar hefur sofnað blund eða etiö matarbita, síðan þú fórst. Við getum ekki á heil- um okkur tekið, á meðan við vitum ekkert, hvað um þig verð- ur. Ef þú hefur nokkra samúð' með okkur, þá skrifaðu mér og segðu mér hvað þú hefst að. Ég bið fyrir þér, nótt og dag. Þú veizt, að þú hefur alltaf veriö vel komin heim, og að það breyt- ist ekki. Skrifaðu mér fljótt, og megi guö og heilög guðsmóðir vaka yfir þér, að þú verðir ör- ugg og óspjölluð. Faðir þinn græt ur án afláts. Skrifaðu honum. Þín móðursystir. Molly“. „Þú skrifar þeim ekki“, sagði Eugene. „En ég þoli það ekki að vita þeim líða svona illa“. varð mér að orði. „Viðkvæmnin kemur þér ekki að neinu gagni“, sagði hann. „Þú hefur tekið þína ákvörðun og verþ- ur að standa við hana. Þú verður að beita aöra og sjálfa þig hörku“. Þetta var árla morguns, og við höfðum heitið hvort öðru því, að við skyldum aldrei deila fyrir morg unverð. Hann var yfirleitt í önugu skapi og hörundsár á morgnana, og vildi helzt ganga einn úti við eina eða tvær stundir, áður en hann ræddi við mig eða nokkra manneskju aðra. „Þaö væri grimmúðlegt", sagði Ég- TILKYNNÍNG FRA BÆJARSÍMANUM í REYKJAVÍK Stmaskráin 1967 Fimmtudaginn 8. júní n.k. verður byrjað að afhenda símaskrána 1967 til símnotenda í Reykjavík. Fyrstu tvo dagana, það er 8. og 9. júní verða afgreidd símanúmer sem byrja á tölustafnum einn. Næstu þrjá daga, 10., 12 og 13. júní verða afgreidd símanúmer sem byrja á tölustafnum tveir og 14., 15. og 16. júní verða afgreidd símanúmer, sem byrja á tölustöfunum þrír, sex og átta. Símaskráin verður afgreidd í Góðtemplara- húsinu daglega kl. 9—19, nema laugardaga 9—12. í Hafnarfirði verður símaskráin afhent á sím- stöðinni við Strandgötu frá fimmtudeginum 15. júní n.k. í Kópavogi verður símaskráin afhent á póst- afgreiðslunni Digranesvegi 9 frá fimmtudeg- inum 15. júní n.k. Athygli símnotenda skal vakin á því, að síma- skráin 1967 gengur í gildi 19. júní n.k. Símnotendur eru vinsamlega beðnir að eyði- leggja gömlu símaskrána 1965 vegna margra númerabreytinga, sem orðið hafa frá því hún var gefin út, enda ekki lengur í gildi. T5ÆJARSÍMI REYKJAVÍKUR, HAFNARFJARÐAR OG KÓPAVOGS V Edgar Rice Burroughs JBS U. WE MU5T RESUME OUR PATROL, TARZAN — THANKS A&AIW ‘ kaffi . LAUGAVEG 178 iji „En nú verðum við Ronu að halda áfram“. „Héldurou ekki, að þú hafir þörf fyrir auka hjálp, þar sem Ronu er meiddur á hendi? Ef þú kynnir að rekast á smyglarana, þá gæti 'erið gott fyrir ykkur aö hafa mig meö“. „Þakka þér fyrir, Tarzan. Þaö væri gott, ef þú vildir hjálpa okkur. Vertu velkominn 'm borö“. Hjólbarðaviðgerðir Hin fullkomna affelgunarvél vor vSnmir verkið á hraðvirk- an og öruggan hátt. Höfum jafnan fyrirliggjandi ailar stærðir af sumarhjólbörð- um á lager. Benzín og olíur. Opið daglega frá kl. 8—24. ---laugardaga frá kl. 8—001. ---sunnu og helgid. kl. 10—24 Benzin- og hjólbarða- bjónustan VITATORGI Sími 14113. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.