Vísir - 23.06.1967, Qupperneq 1
VISIR
57. árg. - Föstudagur 23. jóní 1937. - 140. tbl.
KRISTNIVAR EKKIVIKIÐ
ÚRIÐNAÐARM.FÉLAGINU
Meistarasamband bygginga-
manna I Reykjavik krafðist þess
að Kristni Guðmundssyni mál-
arameistara í Keflavfk yrði vik
ið ör Iðnaðarmannafélagi Suð-
urnesja og fór þess á leit við
Landssamband iðnaðarmanna,
að það hlutaðist til um fram-
kvæmd málsins.
Blaðið hafði samband við Krist-
Er úðunarherferðin nauðsynieg:
y
Hin umfangsmlkla og skipu-
lagða úðun allra garða í Rcykja
vfk hefur orðið tilefni til marg-
víslegra yfirlýsinga og aðvar-
ana auk þess sem komið hafa
f ljós a.m.k. tvö tilfelli eitrunar
hjá börnum af völdum úðunar-
efnanna. Er augljóst að í a.m.k.
öðru tilfellinu var um algert
aðgæzluleysi að ræða þar sem
barn lá i barnavagnl í garði sem
verið var að úða.
Þessi úðunarherferð svo
skipulögð sem hún er, hefur
valdið raski og ótta hjá fólki,
ekki sizt nú eftir að fyrrgreind
eitrunartilfelli komu í ljós.
Linnir ekki upphringingum hjá
yfirmönnum garðyrkjumála hjá
Reykjavikurborg og borgarlækni
út af þessum málum.
Eftir því sem komizt verður
næst af samtölum við þá sem
um úðunarmáiin hafa fjallað ber
mönnum ekki saman um það
hvort nauðsynlegt sé að úða
alla garða Reykjavíkur né held-
ur hvort nauðsynlegt sé að úða
fyrr en sá sjúkdómur, sem úðað
er gegn fer að segja til sin.
Sjúkdómurinn sem er af völd-
um birkilirfu og blaðlúsar er
yfirleitt öllum augljós þegar
hann er kominn á visst stig.
Menn segja sem svo að yfirleitt
sé ekki byrjað á lækningum við
sjúkdómum fyrr en þeir fara
að segja til sín í þessu tilfelli
Framh. ð bls. 10
in og átti við hann tal um mál
þetta.
Kristinn sagði að rétt væri að
Meistarasamband bygginga-
manna hefði farið þess á leit við
Landssamband iðnaðarmanna
að það hlutaðist til um, að hon
um væri vikið úr félaginu, en
eftir því sem hann vissi bezt
hefði Landssambandið neitað að
beita sér fyrir því.
Aöspurður sagði Kristinn að
lögbannið, sem sett hefði verið
á vinnu hans í Keldnaholtshús-
inu, kæmi sér mjög illa, þar sem
hann væri með efni þar efra
sem hefði kostað sig mikið fé.
Kristinn sagðist vona að mál
þetta tæki ekki miklu lengri
tíma, en í raun og veru væri
þetta prófmál um það, hvort fé-
lagasamtök einstakra byggðar-
laga geti meinað iönaðarmönn-
um að stunda vinnu sína hvar
sem er á landinu.
Ákvæðisvinna og skólamál
til umræðu á fundi Norræna veitinga• og gistihúsasambandsins
Fundi Norræna veitinga- og gisti-,
húsasambandsins er nú lokiö, en
hann var sem kunnugt er haldinn
að Hótel Sögu.
Blaðið hafði samband við Konráð
Guðmundsson, hótelstjóra, en hann
er formaður Sambands veitinga- og
gistihúsaeigenda hér á landi..
Konráð sagði að fundurinn hefði
að sinu áliti veriö mjög árangurs
ríkur, umræður hefðu verið mikl-
ar og gagnlegar og margar álykt-
anir gerðar.
Til dæmis var rætt um að inn-
leiða ákvæðisvinnufyrirkomulag í i
hótelum á Norðurlöndum, en til- [
raun hefði verið gerð með slíkt |
fyrirkomulag á hóteli einu í Sví-
Skipstjórinn á Marz hlaut
400 búsund króna sekt
Mál togarans Mars, sem tek-
inn var að veiðum innan land-
helgi austur af Hvalnesi í gær
var tekiö fyrir hjá bæjarfóget-
anum á Neskaupstað i nótt og
hlaut skipstjórinn 400 þúsund
króna sekt, afli og veiðarfæri
voru gerð upptæk og skipstjóra
auk þess gert aö greiða sakar-
kostnað.
Skipstjóri áfrýjaði dóminum til
Hæstaréttar og sigldi hann út
frá Neskaupstað í nótt áleiðis
til Englands meö aflann, sem
var um 140 tonn.
Varðskipið Óðinn kom að tog-
aranum að veiðum eitthvaö á
aðra sjómílu innan fiskveiði-
markanna og var þegar siglt
með togarann til Neskaupstaðar,
þar sem málið var tekið fyrir og
afgreitt á óvenju skömmum
tíma. — Skipstjórinn á Mars, Ás
geir Gíslason, viðurkenndi ekki
brotið og taldi að ratsjá togar-
ans hefði verið í ólagi.
þjóð síðan 1962 og gefizt vel. Enn
fremur var rætt um tilraunir sem
gerðar hafa verið með að útvega
hótelum hálftilbúinn mat til hag-
ræðis og betri þjónustu. Einkum
kemur slíkt fyrirkomulag sér vel
í hótelum sem eru úti í sveitunum,
eða langt frá matvælamiðstöðvum.
Skólamál voru mjög til umræðu
á fundinum, en í þeim málum stönd
um viö íslendingar mjög höllum
fæti Nú er t. d. verið að byggja
skóla fyrir fólk sem starfar að,
veitinga- og gistihúsum í Dan-
mörku og ætti hann að kosta 90
milljónir ísl. króna.
Mikið var einnig um þaö rætt
hve viö íslendingar stöndum höll-
um fæti hvaö viðkemur hráefnaöfl-
un til matargerðar, en hér ríkja inn-
flutningsbönn á ýmsum þeim mat-
vælahráefnum sem nauðsynleg eru
til að standast samkeppni í hótel-
rekstri og má sem dæmi nefna
kartöflur sem væru tilbúnar í pott-
inn, en slíkt sparaði mikla vinnu.
Konráð sagði að rætt hefði veriö
um breytingar á þv£ fyrirkomulagi
að fólk sem gisti á hótelum á
Norðurlöndum yrði að gefa svör
Framh. á bls 10
Myndin er tekin í morgun í Keldnaholtshúsinu og sýnir málning-
artunnur Kristins Guðmundssonar málarameistara. (ljósm. R. Lár)
BYRJAÐ A NYJUM VEGI YFIR
KÓPAVOGSHÁLS í SUMAR
Verður sex akgreinar — Útboðslýsingar oð
fyrsta áfanga tilbúnar i þessum mánuði
1 þessum mánuði verður
gengið frá útboðslýsingu af
fyrsta hluta Hafnarfjarðar-
vegarins nýja, í gegnum
Kópavog, en framkvæmdir
eiga að hefjast í sumar. —
Samkvæmt tveggja ára gam-
alli áætlun kostar fyrsti hluti
verksins 70 milljónir, en
kostnaðaráætlun fyrir verkið
í heild liggur ekki fyrir.
Hér er um að ræða einhverja
mestu vegaframkvæmd, sem um
getur hér á landi. Vegurinn ligg
ur yfir Kópavogshálsinn, sömu
leiö og Reykjanesbrautin nú og
verður hann sex akreinar, þar
sem hann liggur í gegnum þétt
býliö á hálsinum, en fjórar sitt
livorum megin við húlsinn. Veg-
urinn tengist Kringlumýrarbr.
aö noröanverðu, en syöri mörk
hans eru við Hlíðarveg.
Vegurinn verður sprengdur
niður £ Kópavogshálsinn og þver
götumar Digranesbraut og Borg
arholtsbraut tengjast saman
með brú yfir hann. Aftur á
móti verða grafin göng undir
veginn fyrir Kársnesbraut og
Nýbýlaveg. — Eitt hús, Digra
nesveg 2, verður að rifa fyrir
götuna, en að öðru leyti rask-
ast ekki byggð á hálsinum.
Ólafur Jensson, bæjarverkfræð-
ingur Kópavogs sagði Vfsi að
vegurinn væri teiknaður með
það fyrir augum að fullnægja
umferg í lok skipulagstímabils-
ins, 1983. Fyrsti áfangi verks-
íns miðast við það að fuilnægt
yrði aðkallandi þörfum umferð
arinnar. Gert væri ráð fyrir í
gömlu áætluninni að verkið yrði
unnið á árunum ’67, ’68, ’69 og
sagði Ólafur að sú áætlun kynni
að standast hvað það snerti.
Kópavogskaupstaður sér um
framkvæmd verksins, en kostn-
aðurinn verður borgaður með
öllu þéttbýlasvæðafé Kópavogs
til nokkurra ára, að þvl er Ólaf
ur sagði, eða til 1970, en hluti
þess fjár rennur árlega til verks
ins eftir það. Ríkið leggur hins
vegar % hluta þess fjár, sem
ráðherra hefur til ráðstöfunar
af benzínskatti til framkvæmd-
anna árin fram til 1970 og allt
bað fé rennur eftir það til
greiðslu lána vegna framkvæmd
anna.
Framhald á bls. 10
INNBR0TS-
ÞJÓFAR
STAÐNIR
AÐ VERKI
Lögreglunni var tilkynnt i nótt,
aö það sælst til manna vera að
brjótast inn i verzlun KRON
á homi Tunguvegar og Sogavegar.
Fór lögreglan strax á staðinn og
kom að tveimur mönnum, sem voru
að brjóta upp hurð verzlunarinnar.
Virtust þeir hafa haft fullan hug
á þvi að komast inn í verzlun-
ina, því þeir voru vel búnir verk-
færum, meöal annars stórri exi. —
Beittu þeir exinni óspart á hurð-
ina, þegar lögreglan kom að þeim
og handtók þá. Mennirnir voru
færðir inn í Síöumúla, þar sem þeir
voru látnir dúsa í nótt og í morgun
vom þeir svo teknir til yfirheyrslu
hjá rannsóknarlögreglunni.