Vísir - 03.07.1967, Blaðsíða 3
VÍSTR . Mánudagur 3. júlí 1967.
GAMLI
OG NÝI
TÍMINN
Tún bænda eru víðast hvar af-
ar illa sprottin og mun sláttur
hefjast seint í ár. Vorið hefur
verið kalt, hagar sprottið illa
eins og túnin, og bændur ekki
getað sleppt lambám af túnum
fyrr en seint, sem eykur eðli-
lega ekki grassprettuna. Verst
eru þó þeir leiknir, sem orðið
hafa fyrir kalskemmdum í tún
um sínum. Eru það einkum
bændur norðan lands, sem orðið
hafa fyrlr barðinu á því. Nokk-
uð er það þó misjafnt, eftir
sveitum, og tún stundum áður
verið verr leikin af kali, en nú.
Samt eru meiri brögð af kali
i túnum bænda eftir síðastlið-
inn vetur, en marga undanfama.
f síðast liðinni viku fréttist
af þvi, að bændur norður í Eyja
firði heföu hafið slátt og vakti
sú frétt að vonum athygli, mitt
innan um þann boðskap, að
sláttur hæfist seint í ár. Bænd-
ur I innanverðum Eyjafirðinum
hafa alla tíð hafið fvrstir manna
slátt á hverju ári. Sú sveit er
mcð blýiustu sveitum á landinu
og ein sú búsældarlegasta, en
engu að s?ður höfum við búizt
við aö sláttur hæfist þar síöar,
eins og annars staðar.
Það var svo, að aðeins fáir
bændur höfðu slegið smá skika
af túnum sínum, þá bezt
sprottnu, sem ekki höföu ver-
ið beittir í vor og snemma hafði
verið borið á. Almennt var
þar ekki sláttur byrjaður frekar
en annars staðar, enda spretta
ekkert betri þar. Það er meðal
annars á Svalbarðsströndinni,
sem nokkuð hefur boriö á kali
í túnum.
>f
Myndsjáin bregður hér upp
tveimur myndum af mönnum
við slátt þar nyrðra í sumar.
Sú efri er tekin hiá bænum
Fellshlíö í Öngulsstaðahreppi
í austanverðum Eyjafirðinum,
en hin er af Þórði Jóhannssyni
á Espihóli i Hrafnagilshreppi í
vestanverðum Eyjafirðinum. Sá
yngri beitir tækni nútímans, en
sá eldri „gömlu góðu aðferð-
inni“, enda bara að slá í kring-
um bæinn.