Vísir - 03.07.1967, Blaðsíða 5

Vísir - 03.07.1967, Blaðsíða 5
VÍSIR . Mánudagur 3. júlí 1967. 5 Xr TJTann heitír Oddur Guðmunds son, borinn og barnfædd- ur Reykvikingur. Hún var ljösa hans, hún Þorbjörg Sveinsdótt- ir, sem allir Reykvíkingar kann ast við. Þeir eldri af kynningu þeir yngri af afspurn, enda fædd ist hann í Tobbukoti, þar sem foreldrar hans, Guömundur Jónsson og Oddný Oddsdóttir, höfðu húsaskjól. Þau voru bæði ættuð að austan og með þeim fluttist hann á þær slóöir, þeg- ar hann var um það bil þriggja ára gamall. — Jæja Oddur, nú ætlar þú að rabba ofurlítið viö mig um gamla daga. — Ég get sagt þér, að for- eldrar móður minnar hétu Odd ur og María og um börn þeirra er til þessi vísa: Sigríður, Konráð, Sigurður síðan Pála, Eiríkur, Ólafur, Bjarni, Eyjólfur, Oddný, Margrét, Valgerður. Fyrst eftir að við komum austur, var heimili okkar á Eskifirði. Faðir minn var mjög hagur maður, og stundaði söðla sm. og skósm. eftir að viö flutt um til Reyðarfjarðar hafði hann nóg að gera, því þá hafði hann svo mikil viðskipti við Héraðið. Hann byggði á Reyðarfirði þar sem kallað var Grund. — Hvernig var nú umhorfs á Reyðarfirði þegar þú manst fyrstu eftir? — Og, það var nú ekki stór- brotið fyrstu árin. Ég byrjaði að gutla á sjó með karlinum, þegar ég var 12 ára gamall. Hann náði sér einhversstaðar í bátkænu og á henni rerum við þegar gott var. Og öll mín ár fyrir austan stundaði ég sjó eftir það. —- Hvernig voru aflabrögð þar eystra í þá daga? — Þau voru nú náttúrlega dálitið misjöfn. Ég gerði út í þrjú sumur, byrjaði á því 18 ára og fékk að heyra það hjá eldra fólkinu, að ég mundi lít- ið vita út í hvað ég væri að ráðast, en þetta blessaðist mér vel. Svo kom að þvi, að ég gifti mig og stofnaði mitt eigið heim ili. Konan mín var uppalin á Fagureyri í Fáskrúðsfirði, hét Elín Kráksdóttir og reyndist mér góður lífsförunautur. Við giftum okkur á Reyðarfirði og byrjuðum okkar búskap þar. — Hve mörg börn eignuð- ust þið? Eg ætti nú að véra farinn að venjast veröldinni — Við eignuðumst fjögur böm, af þeim dó eitt í æsku en þrjú eru á lífi. Konan mín er nú dáin og hef ég búið svo um, að við getum hvílt saman hérna í Fossvoginum þegar ég fer. — Eftir að ég setti saman mitt heimili, hafði ég eigin út- gerð Ég fékk mér róðrarbát, svona á gamla vísu. Viö vorum bara tveir á, það var þá milli færri að skipta. Þú hefir kann- ski heyrt talað um Rolf Jo- hansson á Reyðarfirði. Við vor- um 5 eða 6 Reyðfirðingar, sem hann útvegaði báta frá Noregi. Fyrir útvegun bátanna setti hann þau skilyrði, að við seld- um honum þann afla, sem við fengjum. Hann kvaðst mundu gefa okkur fyrir eins hagstætt verð og unnt væri strax við móttöku og svo bæta okkur upp, ef betur seldist. — Og hvernig reyndust svo viðskiptin? — Ágætlega, þetta var ljóm- andi maður, áreiðanlegur í öll- um viðskiptum ög krafðist þess sama af öðrum. Hann var af norsku bergi brotinn. — Hvernig var með samgöng ur á landi milli byggða á þess- um árum? — Það var mjög örðugt, t.d. milli Eskifjarðar og Norðfjarð- ar. Þá var ekki góður vegurinn um Oddsskarð, aftur á móti var mun greiðfærara um Fagra dal upp á Hérað. Þá var Jón Bergsson á Egilsstöðum. Ég var vel kunnugur þeim hjónum, þau voru foreldrar hinna þjóð- kunnu Egilsstaðabræðra, Sveins og Péturs, sem lengi hafa búið þar, Þorsteins, sem var kaup- félagsstjóri á Reyðarfirði og Bergs, sem ég held að búi á Ketilsstöðum. — Varst þú lengi búsettur á Reyðarfirði? — Ég var búsettur þar alla tíð þangað til ég flutti hingað til Reykjavíkur. Þegar hér kom var Bjarni Benediktsson núver andi forsætisráðherra, borgar- stjóri. Þegar ég fór að gera VEGNA SUMARLjYFA veröur verkstæði okkar aðeins opið fyrir minniháttar viðgerðir og stillingar á tíma- bilinu 17. júlí til 10. ágúst. P. Stefánsson hf. Laugavegi 170—172. grein fyrir tilveru minni sagði hann að sjálfsagt þyrfti ekki að efast um uppruna minn sem Reykvíkings, fyrst ég væri fædd ur í Tobbukoti og hún Þor- björg Sveinsdóttir hefði tekið á móti mér í þennan heim. Hún átti litla bæinn, sem liggur við Vegamótastíginn móti tukthús- inm Ég tók það fram, að ég hefði nú ekki fæðzt i tukthúsinu svona til áréttingar. — Var nú langróið frá Reyö- arfirði? — Jæja, við fórum út að eyj- unni og lágum stundum við í Breiðuvikinni — hún er úti í Helgustaðahreppnum. — Þú rerir nokkrar vertíðir frá Hornafirði. Er það ekki? — Jú þaðan reri ég sex ver- tíðir. Þetta er ágætis staður, en þar þarf að hafa mikla að- gæzlu við siglingu um ósinn, það gerir straumurinn út og inn Verður að fylgjast vel meö fall- inu á hverjum tíma. Bezt er að fara um liggjandann eða í enda á falli, því annars fær maður mótfallið á móti sér. Annars fannst mér gott að vera á Horna- firði, og Austfiarðabátum lán- uðust vel ferðir þangað. Við fórum venjulega á vertíðina í febrúar og komum aftur seinni hluta maimánaðar. Einu sinni henti þó það slys, að við misst- um formanninn í ósinn og hann drukknaöi. Það var straumhnút- ur, sem féll á bátinn. — Hvernig var afkoma fólks þar eystra í uppvexti þínum? — Á fyrstu árunum fannst mér nú sem hart væri í ári og fólk skorti ýmsar nauðsynjar. Atvinna var fremur lítil við annað en það, sem menn gátu skapað sér sjálfir og það var þá helzt skjögt á smábátum er brugðizt gat til beggja vona. Það bætti aftur úr, þegar vél- bátarnir komu og farið var að fara á vertíðina suður til Horna fjarðar. Við höfðum uppsátur á Ægissíðunni, það er austar en Höfn. Þar voru verbúðir aust- firzku sjómannanna. — Var einhver sérstakur at- hafnamaður á Hornafirði í þá daga, sem þér er minnisstæður? — Já, Þórhallur Daníelsson. Mér virtist sem hann léti þar mest að sér kveða, annars má vel vera, að þar hafi verið ein- hverjir fleiri en ég hef þá gleymt því, eftir Þórhalli man ég og við hann hygg ég að Austfirö- inearnir hr.fi haft sín viðskipti. — Hvernig voru verzlunar- hættir á Reyðarfirði? — Fyrst var nú Friðrik Wat- hne, bróðir Ottós Wathne, sem var á Seyðisfirði. Hann var nú mikið með síldarútveg þar. Svo dró úr hans umsvifum, þegar sildin brást, að ekki var hægt að ná henni við land inni í fírðinum. Þá voru nú ekki komn ar snurpunætur, heldur bara kastnætur. — Var dálítil síldveiði á fyrri árum þarna fyrir austan? — Já, bað var töluverð síld- veiði. Ég man að eitt haustið var veiði rétt fram að jólum. Þá voru þar 5 eða 6 Norðmenn. Það voru ,,bassarnir“ báðir, yf- irbassinn og undirbassinn og ég reri undir undirbassanum, hann hét Elías og var frá Ála- sundi — Úlrik hét hinn. — Hvaö gerðu þessir menn sem þú kallar „bassa“? — Þeir leituðu uppi síldina. Þaö var róið með þá um síld- arsvæðin eða þar sem talin var síldar von og þeir lóðuöu eftir henni, þannig var það á þeim tíma. Það var lóð neðan í grönn um þræði, sem rennt var niður og ef það kom á rétta torfu, þá kom titringur á þráðinn. Þetta gerðu þeir einnig til að vita hve mikið var í nótinni eftir að búið var að kasta. Svo var síldin geymd í stóru nót- inni og aörar minni nætur sett- ar innan í og svo tekið úr þeim og flutt í land til verkunar. Meö þessari aðferö var helzt ekki hægt að veiöa síld væri hún ekki rétt við marbakkann. — Áttir þú aldrei mótorbát? — Nei, en ég skal segja þér, að fyrsta árið sem ég átti bát- inn sem Rolf Johansson útveg- aöi mér, þá voru svo góð afla- brögð, að ég átti eftir eitthvað 6 eða 7 þúsund krónur, þegar ég haföi gert upp við Rolf. Þetta var mjög gott á þeim tíma, enda sagði hann það. Þetta var nú fyrsta árið, en það hversu vel gekk get ég engu síður þakkað þeim manni, sem meö mér var en siálfum mér. Þessi maður hét Ólafur og var sunnan af landi, bráðduglegur og ötull maður. Hann var frá Þórkötlustöðum í Grindavík. — Var þessi maður lengi með þér? — Nei, aðeins eitt ár, því aö hann varð úti milli Grindavík- ur og Keflavikur. Þar missti ég góðan mann frá starfi, því hann ætlaði að koma til min aftur hefði honum enzt lif. Ég fékk aldrei síðar jafngóðan mann, enda sást það á aflabrögðunum, því þau voru lakari eftir þetta. Þaö er ekki sama hver maður- inn er. — Þín afkoma hefur ætíð veriö sæmileg. Er það ekki? — Ég hef aldrei haft af mjög mikilli fátækt að segja, hvorki í uppvextinum né eigin starfi, ekki svo að yfir því sé ástæða aö kvarta, enda hefur maður ekki verið mjög kröfuharður um lifshætti. Eftir að þú komst aftur hing- að til Reykjavíkur hvert hefur þá starf þitt veriö? Hefur þú stundað sjó? — Nei, ekki síðan ég kom suður, heldur stundað ýmsa vinnu, sem til hefur fallið. Þeg- ar herinn kom hér og allir fóru i vinnu á hans vegum sem þess áttu kost, réði ég mig í bæjar- vinnu sem fastan mann og vann þar alltaf síðan meöan ég var vinnufær. En nú hef ég fengið snert af kransæðastíflu og það hélt ég ætlaði að fara með mig. Nei karl rétti við og nú geng ég sjáðu fyrir einhvers konar sprengi- efni eða hvað þaö nú er. Já, lífið gengur svona á ýmsu e* ég tek það bara svona eins og það er. Ég er líka orðinn 86 ára svo ég ætti nú að vera farinn að venjast veröldinni. Þ. M. TIL SOLU 2ja herb. íbúð við Skipasund 2ja herbergja íbúð við Þórsgötu 3ja herbergja íbúð við Mánagötu 3ja herbergja íbúð við Sólheima, glæsilegt út- . sýni 3ja herbergja íbúð við Stóragerði. 4—5 herb. íbúð á efstu hæð í þríbýlishúsi við Glaðheima. íbúðin er 2 stofur, 3 svefnherb. eldhús og bafi; stórar svalir, fallegt útsýni, hagstætt verð,- , 3ja herb. íbúð við Mávahlíð 5 herb. íbúð við Rauðalæk 5 herb. íbúð í Háaleitishverfi Sérhæð og ris á einum bezta stað í vestur- bænum. 2ja og 3ja herb. íbúðir tilbúnar undir tréverk og málningu í vesturbænum Fokhelt raðhús í Fossvogi 350 ferm iðnaðarhús til sölu eða leigu. Góðar innkeyrslur og stór lóð. FASTEIGNAMIÐST OÐIN AUSTURSTRÆTI12 SiMI 2ÖH24& 14120 HEIMASiMI 10974

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.