Vísir - 03.07.1967, Side 9
VÍSIR . Mánudagur 3. júlí 1967.
9
Vísir ræðir við nokkra visindamenn af Surtseyjarráðstefnu
Það voru uppteknir menn, sem sátu fundi í Átt-
hagasalnum í Bændahöllinni við Hagatorg — með
hugann allan við Surtsey, hvar vísindin eru nú að
ráða lífsgátuna.
Þessi eyja gerir meira en færa út landhelg-
ina okkar, vera landkynning og auka túrisma. Hún
hefur beint til sín sjónum heimsfrægra vísinda-
manna hvaðanæva og á ráðstefnunni í Bændahöll-
inni sátu margir slíkir, jarðfræðingar og líffræðing-
ar af ýmsum tegundum, en þessar fræðigreinar eru
margslungnar — og margar undirgreinar þeirra
bera nöfn, torráðin á íslenzka tungu.
Blaðamaður Vísis sat fyrir nokkrum vísinda-
mönnurn í anddyri Hótel Sögu seinasta dag ráð-
stefnunnar og átti við þá skyndiviðtöl meðan þeir
löbbuðu út úr dyrunum í átt til bandaríska sendi-
ráðsins, þar sem Surtseyjarvinurinn Poul Bauer
ætlaði að afhenda enn eina stórgjöfina til vísinda-
rannsókna í eynni og sendiherrann bauð upp á
kokkteil.
Wilhelm Swartz frá Þýzkalandi, Steingrímur Hermannsson formaður Surtseyjarfélagsins, John
Olive og Porter, forráðamenn Líffræðistofnunar Bandaríkjanna.
Dr. John Olive:
Stofnun með 65 þúsund
vísindamenn
Það var Líffræðistofnun Banda-
ríkjanna „American Institute of
Biologikal Sciences" sem á-
samt Surtseyjarfélaginu stóð að
þessari ráðstefnu og yfirmann
þeirrar stofnunar, dr. John
Olive hitti Vísir að máli rétt
sem snöggvast.
— Dr Olive sagði að byrjaö
hefði verið að hugsa til þessarar
ráðstefnu árið 1965, en slík ráð-
stefna krefst að sjálfsögðu mik-
illar skipulagningar. — Og
bandaríska stofnunin sá meöal
annars um að velja erlenda full-
trúa til mótsins hér.
— Surtseyjarráðstefnan er
eitt dæmi um það hvemig stofn
unin vinnur, sagði dr. Olive, þeg
ar hann var spurður um starf-
semi Líffræðistofnunarinnar.
— Á okkar vegum starfa 65
þúsund líffræðingar, víðs vegar
í veröldinni, flestir að sjálfsögðu
í Bandaríkjunum. Stofnunin
sendir menn þangað, sem verk-
efni liggja fyrir hendi og við
tökum þátt í að skipuleggja ráð
stefnur, slíkar sem þessa. Stofn
unin vill stuðla að því að safna
saman í eitt sem víðtækastri líf
fræði þekkingu, sem orðið
gæti allu mannkyninu til gagns.
— Jafnframt vill stofnunin
stuðla að meiri samvinnu við
aðrar vísindagreinar, sagöi dr.
Olive — Og í því sambandi
mætti nefna Surtseyjarráðstefn-
una, þar sem jarðfræðingar og
líffræðingar skiptast gagnkvæmt
á þekkingu og kynnast hvors
annars vinnubrögðum.
Líffræðistofnun Bandaríkjanna
hefur að sjálfsögðu starfandi vís
indamenn á hinum ýmsu svið-
um líffræðinnar.
Sjálfur kvaðst dr. Olive ekki
starfa sem vísindamaður, en á
ráöstefnunni var einnig forseti
stofnunarinnar og yfirmaöur vís
indarannsóknanna dr. Roger
Porter.
Dr. Wilhelm Swartz:
Hefur með sér ösku úr
Surtsey
Eini Þjóðverjinn á ráðstefn-
unni, Wilhelm Swartz, er maður
ákveðinn £ fasi að sjá svona við
fyrstu sýn. Útitekinn eins og
flestir þátttakendur ráðstefnunn
ar
— Hann kvaðst raunar starfa
í Bandaríkjunum um þessar
mundir, við „Tallahassee" rí'kis
háskólann í Florída og sérgrein
Frá Surtseyjarráðstefnunni.
hans er „geomikrobíología", en
eitt svið Surtseyjarrannsókn-
anna er einmitt „mikrobíología",
smáverulíffræði, eða bakteríu-
rannsóknir. Þetta svið er ekki
viðamikill hluti Surtseyjarrann-
sókna og er eingöngu bundió
við bakteríurnar — nær ekki til
sýkla né gerla.
— Swartz kvaðst ekki hafa
komið út í Surtsey fyrr en nú,
en vísindamennimir af ráðstefn-
unni heimsóttu sem kunnugt er
eyjuna einn daginn og fengu
heldur kaldar viðtökur — Surt-
ur svaraði þeim með hálfgerð-
um skætingi og manaði veður-
guðunum á þá með vindbelgingi.
— Hins vegar var ég hér á
Iandi á síðasta ári, sagði dr.
Swartz, við athuganir og kom
hér auga á margar spurningar
sem varða mikrologíu. Swartz
hafði með sér héðan mörg sýn-
ishom af ösku úr Surtsey. í
öskunni er að finna brennistein
og jámsambönd, sem eru viður
væri ýmissa bakteríutegunda.
— Swartz vildi ekki mikið
gefa út á áhuga Þjóðverja á
Surtsey. — Að sjálfsögðu vita
allir um Surtsey, sagöi hann.
Carl Lindroth:
Doktorsritgerðin fjallaði
um íslenzk skordýr
Einn þeirra mörgu erlendu
vísindamanna, sem Surtsey hef-
ur tekið traustataki er sænski
prófessorinn Carl H. Lindroth
frá Lundi. — Hann er mörgum
íslenzkum vísindamönnum kunn
ur, enda hefur hann dvalið oft-
sinnis hér á landi við rannsókn-
ir, og þegar Vísir hitti hann í
anddyrinu á Sögu, þennan síð
asta dag Surtseyjarráöstefnunn-
ar, sagðist hann vera búinn að
bollaleggja hálfsmánaöar dvöl
hér í sumar, viku f Vestmanna
eyjum og viku í Vfk f Mýrdal,
en rannsóknirnar, sem hann ger
ir á þessum stöðum snerta Surts
ey.
Lindroth var í hópi þeirra á
ráðstefnunni, sem fjölluðu um
landlfffræði, sem tekur yfir þær
fmmbjarga lífverur, sem lifa á
landi.
Þessar lífverur eru öllu stærri
en þær sem Þjóöverjinn Swartz
fæst við. Próf. Lindroth sagöi
að nú væru fundnar um 30 teg-
undir slíkra smádýra í Surts-
ey.
Lindroth kvað mikinn áhuga
í Svíþjóö á Surtsey og sem
dæmi um það nefndi hann að
bók Almenna bókafélagsins um
Surtsey, sem dr. Sigurður Þór-
arinsson sá um, væri mjög vin-
sæl í Svíþjóð ög sænska út-
gáfa bókarinnar væri nú nær
ófáanleg þar.
— Við höfum ekkert svona
merkilegt fyrirbrigði i Svíþjóð,
sagði hann, þegar hann var
spuröur að því hvort slik ráð-
stefna, sem þessi mundi vekja
almennan áhuga þar í landi, svo
að þar á er ekki hægt að gera
samanburð við það sem hér er.
Prófessor Lindroth er sem
'fyrr segir ekki í fyrsta sinni
hér á landi. Hann dvaldist tvö
sumur í Öræfum og skrifaöi síö-
an doktorsritgerð sína um skor-
dýr hér á landi: „Die islendske
insektenfauna og Inre Problem-
er“. — Þar veltir hann því fyrir
sér hvort skordýr kunni að hafa
lifað af ísöldina hér á landi. En
álitið er að á jökultímanum hafi
verið auö svæði hér á landi, sem
ef til vill hafi fóstraö einhvern
gróður og líf. — En nú hefur
Lindroth sem sagt snúið sér að
Surtsey, svona meðfram að
minnsta kosti.
Willy Nicolaisen:
Sá eini, sem fæst við
Surtseyjarrannsóknir
í Danmörku
Loks náöi Vísir fimmmfnútna
spjalli við Danann Willy Nicolai
sen, rétt áður en þátttakend-
urnir héldu upp f bandaríska
sendiráð til síðdegisdrykkju.
Nicolaisen er ungur maður meö
ásjálegan skeggkraga, rauðleit-
an. Hann starfar við „Marina
Biologikal Institute" á Helsingja
eyri og rannsóknasvið hans
munu þvf vera tengd lífinu f
sjónum.
• VIÐTAL
DAGSINS
Nicolaisen sagðist raunar vera
eini Daninn, sem lagt hefði fyr-
ir sig Surtseyjarrannsóknir og
hér kvaðst hann vera í fjórða
sinn.
— Og þaö er sem sagt lífið
í sjónum umhverfis Surtsey,
sem athUganir hans beinast að.
Sagðist hann hafa kannaö sjó-
inn umhverfis og smáeýjamar í
grennd við Surtsey á ferðum sín
um hér. Hann sagðist hafa átt
samstarf við íslenzka vísinda-
menn, viö athuganir sínar,
nefndi þar til dæmis Sigfús
Schopka, ungan fiski- og haf-
fræðistúdent, sem hefði aðstoð-
ag hann.
Seinast var Nicolaisen hér við
rannsóknir nú í vor og hafði þá
með sér danskan blaðamann út
í Surtsey og situr sá nú væntan-
lega við aö semja Surtseyjar-
grein.
Um ráðstefnuna sagði Nicolai-
sen, að hún hefði veitt ómetan-
lega yfirsýn yfir Surtseyjarrann
sóknimar í heild. — Maður fær
nasasjón af því, sem verið er
að vinna að og dregur lærdóm
af vjsindamönnum, sem eru ao |
fást við ólík verkefni, sagði §
hann. 1