Vísir


Vísir - 03.07.1967, Qupperneq 16

Vísir - 03.07.1967, Qupperneq 16
 VTSTR Mánudagur 3. júli 1967. —7 Bifreið veltur á Þingvallaveginttm Mesta mildi var, að enginn skyldi slasast, þegar bifreið fór út af Þingvallaveglnum á móts við Stífl- isdal í gærdag kl. hálf fjögur. 1 blfreiðinni voru fjórar ungar stúlk- ur og eitt bam, þegar óhappið vildi til. Missti ökumaðurinn bifreiðina út af veginum og þar fór hún eina eða flelri veltur, en stöðvaðist loks á hvolfi. Fólkið var allt flutt á slysavarðstofuna, en meiðsli þess voru ekki talin alvarlegri en svo, að það fór allt þaðan heim til sín. BSwr ?*• rZFT'r t -'j ■ \ HELMINGUR FLOTANSÁ LAND- LEID MEÐ FULLFERMI Slldin veiðist norður v/ð isróndina um 400 milur frá Raufarhöfn. Langmesti sólarhringsaflinn Um helmingur sildarflotans nyrðra fékk afla í nótt, fjörutíu og þrjú skip með 10.825 lestir og er það langmesti sólarhrings- aflinn, sem komið hefur til þessa. — Síldin veiddist mjög norðarlega, eða 71,35° n. br. og um 22° v. 1. En það er um 400 mílur frá Raufarhöfn og er síld- in þar í mjög köldum sjó alveg norður undir ísröndinni, sem liggur j>ar norður í hafinu. Skipin sigia öll meö aflann í land þar eð síldartökuskipin Síldin og Haförn eru bæði í landi að losa. Var búizt við að þau skip sem fengu afia í gær kæmu til Raufarhafnar einhvern tíma á morgun. Mikið síldarmagn er þar noröur í hafinu og velta menn því fyrir sér hvers vegna síldin gengur inn í svo kaldan snjó, en undanfarin ár hefur hún einmitt foröazt svæöið út af Norðuriandi, vegna þess hve sjórinn hefur verið kaldur þar. — Samkvæmt upplýsingum Hjálmars Viihjálmssonar leitar- stjóra á Ægi er sjórinn þarna um 1 gr. heitur. Síldin er nú oröin nær þvi söltunarhæí, hvað fitumagn * snertir og síldarplön eru víðast jj hvar tilbúin að taka á móti, en i söltun er óhugsandi meðan síld- ) in veiðist svo iangt frá landi. — | hún vill veikjast á svo langri | ‘ leið og er oft ekki annaö en I grautur, þegar aö landi er | komiö. Veður er nú sæmilegt á mið- P unum, og þar er eitthvert slang- t* ur af bátum, en annars er g megnið af flotanum á siglingu, 1 ýmist á iandleið eða útleið. 140 í fuglaskoðunarferð með Esju um helgina „Við vorum afar heppin með veður og ferðin var mjög ánægju- leg“, sagði Ámi Waag, einn þriggja fararstjóra 140 manna hóps, sem var að koma úr fuglaskoðunarferð með „Esju“ í morgun kl. 7. Ferðin var farin á vegum Hins íslenzka Náttúrufræðifélags og Fuglavemd- unarfélags íslands. „Héðan frá Reykjavík héldum ið um kl. 2 á laugardag og fórum beint á þær slóðir, sem hvalveiði- ' itarnir halda sig helzt. Þangað vorum við komin rétt eftir mið- nætti og sáum við einar þrjár lang- reyðar á þeim þrem tímum, sem við leituðum. Þaðan héldum við til Flateyjar, sigldum fram hjá Grundarfirði á leiöinni þangað, og lögðumst svo að bryggju í Flatey og stigum þar í land. Þar var skoðað fuglalíf eyj- arinnar, en síðan siglt að Látra- bjargi, eins nærri iandi og þorandi var, til þess að sýna fólkinu hve óhemjumikil mergöin af fuglinum er í bjarginu.“ Þannig hljóðaði ferðasagan af vörum Árna Waag þegar fréttamað ur Vísis hitti hann við komu ,,Esju“ f morgun. „Sáuð þið eitthvað í fuglalífinu, Árni, sem ykkur kom a óvart?" „Ekkert, sem kom okkur beinlín- is á óvart, en það var meir um ,,þórshana“ í Flatey, heldur en við höfðum reiknað með“. „Þið eruö ánægð með ferðina eftir því, sem mér sýnist á fólkinu sem er að ganga hér landganginn“. „Já, við erum mjög ánægð meö hana. Þökkum við það ekki sízt þeirri lipurö og þægilegri þjónustu, sem við mættum á skipinu. Kunn- um við Skipaútgerðinni miklar þakkir fyrir og áhöfninni“. Fugiaskoðunarmenn, þegar þeir stigu á land úr Esju í morgun. MAIOG SIGURÐUR MED 2 vinnuslys um helgina Tvö vinnuslys urðu um helgina. Laugateig, um kl. hálf fimm í gær. Annað varð þegar maður nokkur Stóð hann við það í stiga uppi á var að gera við bifreið, sem stóð þakinu og var stiginn bundinn með á „búkkum" utan við húsiö nr. 7 j kaðli. Kaðallinn var þó ekki traust- við Langholtsveg, síðdegis á iaug- ari en svo, að hann slitnaði, og um nokkuð á bessum sióðum, ardag. Rann bifreiðin út af „búkk-1 rann stiginn með manninn niður • en togararnir hafa aflað vel ^ unUm“ og lenti maðurinn undir garð, talsvert fall. Maðurinn vai þar frá þvi í vor. Afli þessara j jjgj^j Hann var fjuttur a sjysa., fluttur á slysavarðstofuna, en sja tvegg.ia togara fer til vmnslu i 1 . , ; frystihúsunum í Reykjavík og I varðstofuna’ en meiösl' hans voru ' anleS meiðsli voru ekki mikil. þo Hafnarfirði. | ekki talin alvarleg. | kvartaði hann undan þrautum í I Hitt slysið vildi til, þegar maður j baki. ætlunarfíug þotunnar um helgina gekk mjög vel — Var 1 tima og 20 minútur til Glasgow i morgun Boeing þotan í fyrsta sinn á Kaslrup-flugvelli við Kaupmannahöfn. Fyrstu farþegamir eru í landganginum, (Ljósni, Vi'sir, V, V.) Hin nýja Boeing-727 þota Flugfélags fslands ior í sína fimmtu utanlandsferð i morgun til Glasgow og Kaupmannahafn- ar, en á laugardag og sunnudag fór þotan tvær ferðir hvom dag- inn til London og Kaupmanna- hafnar. Aliar ferðirnar hafa gengiö mjög vel og farþegar og áhöfn keppust um að lofa flug- ið og farkostinn. F.inn af Vísismönnum fór með þotunni í fyrsta flug hennar til Kaupmannahafnar á laugardag- inn. Tók ferðin þangað um 2 tíma og 45 mínútur og var flogið í 33 þúsund feta hæð. A leiðinni voru bornar fram góðar kræsingar, m. a. þrírétt- aður matur. Áhöfn þotunnar í þessari fyrstu ferð hennar til Kaup- mannahafnar skipuðu: Flug- stjóri: Anton Axelsson, flugmað ur; Ámundi Ólafsson og flug- vélstjóri: Oddur Pálsson Yfir- flugfreyja á leiðinni var Unnur Gunnarsdóttir. Kristinn Magnússon, vélamað ur Flugfélagsins í Kaupmanna- höfn tók á móti þotunni við komuna til Kastrup. Lét hann í ljósi mikla ánægju með farkost- inn, og sagði hann m. a. að afgreiðsla á þotunni i Kaup- mannahöfn væri mun auðveld- ari og þægilegri en t.d. á DC 6 B vélunum, auk þess sem af- greiðsla farþeganna gengur mun betur meg hinni nýju vél, vegna þess að tvær útgöngudyr eru á henni fyrir farþega. Þotan fór í morgun sína fimmtu ferö og flaug til Glas- gow og Kaupmannahafnar. Flug- tíminn til Glasgow var aðeins I tími og 20 mínútur, eða aðeins lengri en tekur að fljúga frá Reykjavik norður á Akureyri. Togararnir Maí og Sigurður komu inn i morgun með tæpar 400 lestir hvor af Græniands- miðum. Is hefur nú hamlaö veið

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.