Vísir - 04.08.1967, Side 2
V í SIR . Föstudagur 4. ágúst 1967.
FIF - DONSKU MEISTARARNIR
KEPPA HÉR í NÆSTU VIKU
^ Tíu danskar handknattlciks-
stúlkur eru væntanlegar á laug-
ardaginn til Reykjavíkur og fara
eins og aðrir héðan úr höfuð-
borginni og á útihátíð, fara með
hópi frá norræna æskulýðsmót
inu i Húsafellsskðg. Þetta er hóp
ur frá danska félaginu Frederiks
berg Idræts Forening, eða FIF
eins og félagið er kallað i dag
legu tali, en handknattleiksstúlk
ur félagsins hafa undanfarin ár
ailtaf verið meðal beztu liöa í
Danmörku, og eru þær nú Dan
merkurmeistarar. FIF hefur m.a.
leikið til úrslita um Evrópubik
arinn, svo greinilegt er að hér
er um sterkt lið að ræða.
Það er HSI, Valur, Ármann,
Víkingur og KR, sem hafa stuðl
að að heimsókn FIF og verður
hcimsóknin væntanlega góður
undirbúningur fyrir Norður-
landameistara okkar i hand-
knattleik, sem fara utan i haust
til aö verja titil sinn.
Þekktust stúlknanna f FIF er
án efa Toni Rösler, nú Ander-
sen, en hún hefur aö baki 42
landsleiki, Frida Jensen hefur
22 Iandsleiki og Birthe Hansen
og Lene Hansen 15 hvor (til gam
ans þá heita 8 stúlkur af tíu
-sen nöfnum).
Leikimir við FIF verða þess-
ir:
Á þriðjudaginn við Islands-
meistara Vals i íþróttahöllinni
kl. 20, en Reykjavík og Hafnar
fjörður heyja bæjakeppni i
karlaflokki undan þeim leik. Á
miðvikudagskvöld leikur FIF viö
úrval HSÍ og sömu aðilar heyja
bæjakeppni á undan. Á fimmtu
dagskvöld stendur til aö fram
fari hraðkeppni með þátttöku
FIF og Reykjavikurfélaganna
utanhúss.
Stúlkurnar gista i Valsheimil-
inu meðan þær dvelja hér.
Golfsambandið 25 ára
Golfsamband íslands á 25 ára
afmæli 14. ágúst n.k.
I tilefni þessara tímamóta hefur
verið ákveðið að efna til reglulegr
ar golfviku hér sunnanlands dag-
ana 13. til 19. ágúst n.k.
Golfvikan hefst með afmælis-
’-eppni á golfvelli Golfklúbbs
neykjavíkur við Grafarholt sunnu
'aginn 13. ágúst n.k. og verða þá
'^iknar 18 holur í öllum flokkum.
7r ekki að efa að þátttakendur
verði geysimargir í móti þessu, þar
'em flestir þátttakendur í lands-
mótinu sem haldið verður siðast í
kunni verða meðal þátttakenda.
Tvenn eignarverðlaun eru veitt fyr
'r beztan árangur í hverjum flokki.
Mánudaginn 14. ágúst á afmælis
degi sambandsins verður golfþing,
sem er aðalfundur sambandsins,
haldið.
Þriðjudaginn 15. ágúst fer fram
öldungakeppni með og án forgjaf-
ar og jafnframt sveitakeppni. I
öllum þessum keppnum er um að
ræða 18 holu höggleik. Hér er um
að ræða fyr.ita þátt meistaramóts-
ins. Rétt til þátttöku í öldunga-
keppninni eiga þeir einir sem komn
ir eru yfir 50 ára aldur en eins !
og kunnugt er hafa ýmsir af i
fiemstu golfleikurum landsins náð |
þeim aldri. 1 sveitakeppninni, sem 1
háð verður þennan dag er hins (
vegar öllum þátttakendum í lands;
móti heimil þátttaka, sveitirnar eru
ekki valdar fyrirfram frá hverjum
Breiðabliksmenn
sigursælir
Héraðsmót Ungmennasambands
Kjalamesþings i frjálsum fþróttum
fór fram á Varmárvelli i Mosfells-
sveit helgina 22. og 23. júlí s.l.
'O-ot var i karla-, kvenna- og1
sveinagreinum. Mótsstjóri var Sig-
•'rður Skarphéðinsson. Veöur var
•ott en aðstaða á vellinum slæm.
Gefnir voru bikarar fyrir beztu af-
••ek samkv. stigatöflu og unnu þá
'iau Lárus Lárusson fyrir kúluvarp,
Dröfn Guðmundsdóttir fyrir kringlu
'<ast og Óiafur Oddsson fyrir kúlu-
varp sveina. Keppendur voru frá
Umf. Dreng í Kjós og Umf. Breiða
hlik i Kópavogi. Fyrst í einstök-
um greinum urðu þessi:
Kariar:
100 m hlaup Gunnar Snorrason B
12.8 sek.
400 m hlaup Gunnar Snorrason B
58.7 sek.
' 500 m hlaup Gunnar Snorrason B
4.40.5 mín.
3000 m hlaup Gunnar Snorrason B
11.33.5 mín.
000 m boðhl. Sveit Breiðabliks
2.22.1 mín.
'<úluvarp Lárus Lámsson B
'3 88 m.
xrrngiufcast Þorsteinn Alfreðsson B
43.24 m.
Spjótkast Dónald Jóhannsson B
43.20 m.
Langstökk Dónaid Jóhannsson B
6.33 m.
Hástökk Magnús Steinþórsson B
1.55 m.
Þrístökk Steingrímur Jónsson B
10.99 m.
Stangarstökk Magnús Jakobsson B
3.30 m.
Konur:
100 m hlaup ína Þorsteinsdóttir B
14.5 sek.
Langstökk Ina Þorsteinsdóttir B
4.05 m.
Hástökk Ina Þorsteinsdóttir B
1.20 m.
Kúluvarp Ragna Lindberg D
8.28 m.
Kringlukast Dröfn Guðmundsd, B
30.32 m.
Spjótkast Amdís Bjömsdóttir B
32.19 m.
Sveinar:
100 m hlaup Helgi Sigurjónsson B
13.7 sek.
1500 m hlaup Helgi Sigurjónsson B
5.31.2 mín.
4x100 m boðhl. Svéit Breiðabliks
60.5 sek.
Hástökk Bjöm Magnússon D
1.40 m.
Langstökk Danfel Þórisson B
5.01 m.
Kúluvarp Ólafur Oddsson D
10.81 m.
Kringlukast Björn Magnússon D
34.19 m.
Spjótkast Bjöm Magnússon D
36.76 m.
klúbbi en sex beztu menn hvers
klúbbs mynda síðan sveit hans eftir
úrslitum. Fær klúbbur sá er sigur
ber af hólmi heiðurinn af því að
eiga beztu golfsveit íslands áriö
1967. Þetta er í raun og veru loka-
æfing fyrir sjálfa meistarakeppn-
ina, en hún hefst hinn 16. ágúst n.
k. Sú keppni fer fram í þremur
flokkum karla, 2. flokki, 1. flokki
og meistaraflokki. Hér er um að
ræða 12 holu höggleik, sem leikinn
verður á tveimur völlum, á Hólms
velli í Leiru þar sem allir þessir
flokkar leika 36 holur og á Grafar
holtsvelli f Reykjavfk, þar sem hin
ar 36 holurnar verða leiknar. Verð-
ur leikið á báðum völlum samtím-
is 18 holur á dag í fjóra daga. Mun
meistaraflokkur hefja leik á Hólms-
velli í Leim og leika þar 16. og 17.
ágúst en síðan í Grafarholti 18. og
19. ágúst. Ekki er endanlega afráð-
ið enn hvort 1. eða 2. flokkur hef-
ur leik í Grafarholti, en það fer
nokkuð eftir fjölda þátttakenda f
hvorum flokki, þar sem hugmynd-
in, en að sem jafnastur fjöldi leiki
á hvorum velli.
Keppni í unglingaflokki verður
háð á Grafarholtsvelli við Reykja
vfk. Hún verður að þessu sinni 72
holur, en brautir eru þá nokkm
styttri en í meistarakeppni. Sú
keppni er einnig 72 holu högg-
leikur eins og áður segir og fer
fram sömu daga og meistarakeppn
in eða 16. til 19. ágúst.
Meistarakeppni kvenna: 1 sam-
bandi við þessa golfviku í tilefni 25
ára afmælis golfsambandsins verð
ur nú í fyrsta skipti efnt til meist
arakeppni kvenna í golfi. Þykir
golfsambandinu vel til hlýða, að
þessi fyrsta golfkeppni kvenna fari
fram á hinum nýja golfvelli Golf-
klúbbsins Keilis á Hvaleyri við
Hafnarfjörð. Keppni þessi verður
að þessu sinni 36 holu höggleikur
og fer fram dagana 16., 17. og 18.
ágúst og leika konurnar 12 holur
hvem dag.
Golfmótinu lýkur laugardaginn
19. ágúst en þá um kvöldið verður
haldið lokahóf sem jafnframt verð
ur afmælishóf sambandsins, en það
60 óra aftnælis-
mót ÍR
Ákveðið hefur verið að 60 ára
afmælismót ÍR í frjálsum iþrótt-
um fari fram 11. ágúst á Mela-
vellinum í Reykjavík og verður
keppt í eftirtöldum 1 greinum:
Karlar: 100 m. hl., 400 m. hl.,
800 m. hi., 1000 m. boðhl., kúlu-
varp, stangarstökk, sleggjukast og
hástökk.
Konur: 100 m. hl., hástökk og 4x
100 m. boðhlaup.
Drengir: 100 m. hlaup.
Sveinar: 100 m. hl., og piltar og
stúlkur 12 ára og yngri 60 m.
hlmp.
Þátttökutilkynningar eiga að skll
ast til Guðmundar Þórarinssonar,
á Melavöllinn f Reykjavík í síð-
asta lagi fyrir 8. ágúst n.k.
verður haldið að Hótel Borg. All
miklar líkur eru á því að golfmót
þetta verði það langfjölmennasta
sem nokkum tíma hefur verið hald
ið hér á landi og er ekki ósenni-
legt að heildarfjöldi þátttakenda í
öllum flokkum verði á annað hundr
að. Ættu þeir sem taka ætla þátt
í afmæliskeppninni eða landsmótinu
ekki aö draga það lengur að til-
kynna þátttöku sína til kappleikja
nefnda viðkömandi klúbba.
Þróttur fer ófrum
í bikarkeppnimti
Þróttur vann Fram-b í gærkvöldi
með 3:2 i bikarkeppni KSl. Þrótt
ur fer því áfram i 3. umferð og
mun i st mæta hinu fræga „gull-
aldar“ eða „steinaldar“-liði Akra-
ness, hvort nafniö, sem menn vilja
heldur.
Leikurinn í gær var heldur dauf
ur, og Þróttarar vlrtust mjög á-
hugalausir framan af um úrslitin,
jöfnuðu á síðustu mínútu 2:2, en
skoruðu sigurmarkiö i framleng-
ingu.
Vantar yíur góðan bíl?
ÞESSA VIKU BJÓÐUM VIÐ MIKIÐ OG GOTT ÚRVAL AF GÓÐ-
UM NOTUÐUM BIFREIÐUM MEÐ SÉRSTAKLEGA HAGSTÆÐ-
UM KJÖRUM. TALIÐ ÞVÍ VIÐ OKKUR STRAX í DAG SVO ÞÉR
MISSIÐ EKKl AF ÞESSU EINSTAKA TÆKIFÆRI.
Jón Loftsson h.f. — Vökull h.f.
Hringbraut 121 — sími 10600
Hfai- _________