Vísir


Vísir - 04.08.1967, Qupperneq 3

Vísir - 04.08.1967, Qupperneq 3
V í SIR. Föstudagur 4. ágúst 1967. Stykkishólmur getur með nokkr- um sanni kallazt höfuðstað- ur Snæfellsness. — Það er fólk- flesta plássið á nesinu, nærri þús und manns, en íbúum fjölgar þar tiltölulega minna en í sjáv arþorpunum utar á nesinu, Grundarfirði, Ólafsvík og Sandi. í „Hólminum“ situr sýslumaður Snæfellinga, þar er bókasafn Vesturamtsins. Einnig er þar eini spítalinn á Snæfellsnesi, rekin af kaþólskum nunnum, sem einnig halda klaustur þar. Gamalt og nýtt frá Stykkishólmi Þar var cinnig eini gagnfræða- skóllnn á nesinu til skamms tíma. Stykkishólmur hefur jafnan státað af fjölbreyttu menningar lífi, þar hefur tóniistarskóli ver- ið starfræktur, lúðrasveit og leik félag. Eitt sinn voru Hólmar- ar mestir badmintonspilarar á landi hér og þar hefur jafnan verið góður íþróttaandi meðal ungs fólks. Stykkishóimur var áður verzl unarmiðstöð fyrir Breiðafjörð og bærinn stendur á gömlum merg, enda ber hann þess merki. Ó- viða á landinu standa gömul hús jaín reisulega og i Hólm- inum. — Sjósókn er nú einn aðalatvinnuvegur þar en iðnað- ur gegnir þar æ stærra hlut- verki. Þar er nú rekið trésmiða verkstæði meö all umfangsmik- illi starfsemi. Þar er eina drátt arbrautin á Snæfellsnesi og hef ur verið unnið að stækkun henn ar undanfarin ár. Stykkishólmur gegnir kannski ekki sama forustuhlutverki og áður var þegar Breiöafjarðareyj ar voru blómleg byggð og Hólm urinn var miöstöð viðskipta og siglinga við Breiðafjörð, en þar lifir samt ennþá gamall sjarmi, sem ekki er sízt mikilfenglegur fyrir sérstæða náttúrufegurð. Loftnet sjónvarpsendurvarpsstöðvannnar. — Stöðin verður ein hin stærsta á Vesturlandi. Nýja dráttarbrautin í byggingu. Gamalt hús í Hólminum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.