Vísir - 04.08.1967, Síða 8
8
VÍSIR
Otgeíandi: Blaðaútgáfan VlSIR
Framkvaemdastjóri: Dagur Jónasson
Rltstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Augiysingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingan Þingholtsstrœti 1, simar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55.
Ritstjórn: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
1 lausasölu kr. 7.00 eintakið
PrentsLjiðjE Vfsis — Edda h.f.
Frídagur verzlunarmanna
Liðið er að lengstu fríhelgi og mestu ferðahelgi sum-
arsins. Aldrei er Reykjavík jafn auð borg og um þessa
helgi. Það getur jafnvel vakið óhug manna, sem ganga
um borgina um þessa helgi og sjá ekkert lífsmark, —
því að sjálfsögðu er það fólkið, sem gefur borginni
líf. Margir vinna ekki á laugardögum á sumrin og hafa
þessa helgi frí frá kl. 5 á föstudegi fram á þriðjudags-
morgun. Bílalestin er næstum óslitin úr borginni síð-
ari hluta föstudags, og enn meiri umferðarþröng er á
leiðinni í borgina á mánudagskvöld. Svo verður einn-
ig nú, ef að líkum lætur.
Undanfarin ár hefur athygli manna beinzt æ meira
að unga fólkinu um þessa helgi. Hinir eldri hafa oft
fussað og sveiað yfir háttemi hinna ungu, en hins veg-
ar hefur fram til hins síðasta verið lítið um aðgerðir af
hálfu fullorðna fölksins til að koma í veg fyrir svallið.
Bindindismenn hafa þó jafnan haldið vel sótt mót um
þessa helgi og ýmis æskulýðssambönd úti á landi hafa
einnig staðið fyrir mótum fyrir unglinga um þessa
helgi. Annars staðar hefur skemmtanahaldið oftast
þótt fara úr böndum, einkum þó í Þórsmörk. Þar hafa
ýmiss konar vandræði verið árviss.
í þetta sinn er óvenju mikil hreyfing meðal þeirra,
sem láta sig æskulýðsmál skipta. Er nú á ýmsum stöð-
um á landinu boðið upp á myndarlegar skemmtanir
fyrir unga fólkið, svo það þurfi ekki að leggjast í á-
fengið af aðgerðaleysi óg eirðarleysi. Að sjálfsögðu
mun margt af unga fólkinu ekki óska eftir þessari
hjálp og vilja fyrir alla muni stunda sín Bakkusarblót,
þótt ekki sé nema í uppreisnarskyni. Hins vegar munu
mótin um verzlunarmannahelgina áreiðanlega draga
að sér mikinn fjölda ungmenna og draga þannig úr
þátttöku í svalli.
í allri upplyftingu þessarar helgar má ekki gleyma
því, hverjum hún er tileinkuð. Þetta er helgi verzlun-
armanna, hinnar ungu og ört vaxandi stéttar. Fyrsti
mánudagur í ágúst er jafnan frídagur verzlunar-
manna. Oft er talað um þrískiptingu atvinnuvega í
frumvinnslu, iðnað og verzlun. Upphaf iðnþróunar ein
kennist af mikilli fjölgun starfsfólks í iðnaði. Þegar
iðnþróunin hefur staðið um skeið, hefst þróun velmeg-
unar, sem einkennist af vaxandi viðskiptum og fjölg-
un í stétt verzlunarmanna. Hin fjölmenna verzlunar-
mannastétt hér á landi er eitt af táknum velmegunar-
þjóðfélagsins á íslandi. Hún er að töluverðum hluta
nýrri en aðrar stéttir og einnig yngri en aðrar stéttir.
Hvergi er eins mikið af mjög ungu fólki af báðum
kynjum og einmitt í verzlunarmannastéttinni. Stétt-
inni er hagur í þessari æsku, því hún á ferskan huga
og framfaravilja.
V í SIR . Föstudagur 4. ágúst 1967.
Þessi mynd var tekin í Herjólfsdal í fyrradag.
Helgin framundan
— Ferðalög og skemmtanir, — upplýsingar og þjónusta
Mesta ferðahelgi ársins, —
verzlunarmannahelgin, — geng-
ur nú í garð. Þúsundir manna,
úr dreifbýli sem þéttbýli, fara
nú á kreik og ýmist safnast sam
an á mannamótum, eða dreifast
á afskekkta staði, víðs vegar
á landinu. Allir, sem vettlingi
geta valdið, leggja land undir
fót, langt eða skammt og lelta
tilbreytingar frá hversdagsleik-
anum. Skoða sér áður óþekkta
staði og njóta einverunnar fjarri
ys og þys menningarinnar, eða
leita glaums og gleði innan um
ný og óþekkt andlit.
Allflestir hafa meö nokkrum
fyrirvara ákveðið með sér og
undirbúið' hvar og hvemig þeir
eyða helginni, sem nú er fram-
undan. Margir njóta þjónustu
ferðafélaga og lúta þeirra skipu-
lagningu. Aðrir fara eigin leiðir.
Skip, flugvélar og bílar eru til
taks, hvert á land sem halda
skal. Ófáir eru þó þeir, sem enn
hafa eigi ráðið við sig, hvert
þeir skulu fara, eða hvað þeir
ætla að gera. Til þeirra á eftir-
farandl mest erindi, en öðrum
getur það þó komið að gagni
líka.
Úr mörgu að velja
Líklega hefur undirbúningur
að skemmtunum um helgina
aldrei verið meiri en þetta ár.
Útiskemmtanir og mannamót
eru mjög vlða, í hverjum lands-
hluta að heita má. Víðast hefur
mikið verið til þeirra vandað og
dagskrá höfð fjölbreytt. Auk
fjölda ferðalaga, sem hin ýmsu
ferðalög og ferðaskrifstofur hafa
efnt til víðs vegar um landið,
þá halda mörg samgöngufyrir-
tæki uppi ferðum til helztu úti-
skemmtana.
. Ef taldar eru upp helztu
skemmtanir og mannamót, sem
verða um helgina, verður fyrst
á vegi manns, þegar farið er frá
Reykjavík suður um land og
austur fyrir:
SKÓGARHÓLAMÓTIÐ
Viö Skógarhóla undir Ár-
mannsfelli við Þingvelli fara
fram kappreiðar, sem 6 hesta-
mannafélög standa að. Mótið
hefst kl. 6 á laugardag, en held-
ur áfram á sunnudag. Auk kapp-
reiðanna verður þar margt til
skemmtunar. T. d. verður sýnd
heyhirðing gamla tfmans, nagla-
boðreið, auk annarra skemmt-
ana. Aðgangur að mótinu kostar
fullorðna kr. 150, en börn yngri
en 12 ára fá ókeypis aðgang.
Stöðugar ferðir áætlunarbfla
verða austur að Þingvöillum um
helgina frá Bifreiðastöð íslands.
ÞJÓÐHÁTlÐIN I
VESTM ANNAE YJ UM
: Varla er þörf á að kynna
landsmönnum þjóðhátfð Vest-
mannaeyinga. Hróður þessarar
hátíðar Eyjaskeggja hefur borizt
svo víða. Hún hófst í rauninni
f gær, þegar tjaldstæðin voru
opnuð og dansleikurinn f sam-
komuhúsinu „Höllinni" var hald
inn f gærkvöldi. 1 dag er hún
sett hátfðlega kl. 2 og heldur
áfram óslitið með margs konar
skemmtunum i Herjólfsdal fram
á sunnudagskvöld. Til Eyja eru
skipulagðar flugferöir af Flugfé-
lagi íslands og Landsýn.
GALTALÆKUR
I LANDSVEIT
Þar hefur ekki áður verið
haldin útiskemmtun, en templ-
arar og bindindisfélög, sem áöur
hafa um verzlunarmannahelgina
haldið skemmtanir í Húsafells-
skógi, efna til hátíðar þar. Dans
leikur verður þama haldinn og
ýmis atriði önnur til skemmt-
unar. Ferðir eru famar frá
Templarahöilinni í Reykjavík.
ÞÓRSMÖRK
Skógrækt ríkisins og hjálpar-
sveit skáta beita sér þar fyrir
hátíðahaldi með fjölbreyttri og
skemmtilegri dagskrá. Minni bif
reiðir komast ekki alla leið í
Mörkina, en eftirlitsmenn verða
þar til leiðbeiningar vegfarend-
um. Ferðir veröa frá Bifreiða-
stöð íslands (Umferöarmiðstöð-
inni). Trúlega verður þama
margt um manninn og góð
skemmtan.
ATLAVÍK
Austfirðingar munu flestir
koma saman í Atlavík, eins og
á mörgum undanfömum árum.
Staðurinn er vinsæll, enda fag-
ur. Ungmenna- og íþróttasamb.
A;.sturlands stendur fyrir hátið-
inni eins og undanfamar tvær
verzl.m.helgar. Þama verður hald
inn dansleikur og fleira verður
til skemmtunar aðkomandi fólki.
Neyzla áfengis er þar bönnuð.
Þangað eru engar beinar ferðir
héðan úr R*eykjavík, en F.í. held
ur uppi flugferöum til Egils-
staða.
VAGLASKÓGUR
Nokkur félagasamtök á Norð-
urlandi standa að bindindismóti
í Vaglaskógi, eins og undanfarin
ár. Skemmtanir era þar eins og
víða annars staðar, dansleikur
o. fl. Ferðir eru skipulagðar frá
Akureyri og fleiri stöðinn af
Norðurlandi.
BJARKARLUNDUR
Um verzlunarmannahelgar síð
ustu ár hefur Bjarkarlundur á-
vallt verið fjölsóttur staður. —
Barðstrendingafélagið stendur
að skemmtunum þar í ár. Þar
verður dansleikur haldinn og
fleira til skemmtunar ‘og vafa-
laust munu margir af Vestfjöirð-
um sækja þangað Héðan frá
Reykjavík verða famar ferðir
frá Bifreiðastög Islands.
HÚSAFELLSSKÓGUR
Líklega verður umfangsmesta
skemmtunin, utan þjóðhátíðar
Vestm.eyinga, haldin um helg-
ina í Húsafellsskógi. Æskulýðs-
nefnd Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu hefur þar mikinn viðbún-
að og mikill og langur undir-
búningur liggur að baki hátíðar-
höldunum þar. Allt hefur veriö
við það miðað, að ungir jafnt
sem gamlir geti þar skemmt sér
og átt þar ánægjustundir. Þar
verða haldnir dansleikir og mörg
önnur fjölbreytt skemmtan.
□----
Þá þafa helztu útiskemmtanir
og hátíðahöld verið talin upp.
Að baki þeim öllum hefur legið
mikill undirbúningur og sjaldn-
ast nokkuð til sparað til þess
að mönnum mætti þar líða sem
bezt. Þó er það undir gestum
staðanna komið, hvemig til
tekst að endingu.
Sá á kvölina, sem á völina —
segir gamalt máltæki og vafa-
laust mun mörgum finnast það
eiga við nú. Skemmtanimar eru
svo margar og fjölbreyttar. Hafi
lesandinn ákveðið sig, þá fylgja
honum hér nokkrar:
Hollar ráðleggingar
í vegarnestiö
Það eru ekki þúsundir, held-
Framhald á bls. 10