Vísir - 04.08.1967, Page 12

Vísir - 04.08.1967, Page 12
12 œsam V í SIR . Fcstudagur 4. ágúst 1967. y 4 Á starsaga úr sjóferð MARY BURCHELL: Jm aldur og æ m Claire tók öllu furðanlega rólega nema þegar verstu kvalaköstin komu, og það var ekki í fyrsta skiptið sem Jenny varö hissa á seiglunni og einbeitninni sem var í henni, þrátt fyrir allt dekrið, sem hún hafði vanizt hjá fööur, sem ekki sá sólina fyrir henni. — Þetta er nú talsvert meira en ég hafði gert ráð fyrir að mundi koma fyrir í þessari ferö, sagði hún, — en úr þvi að ég þarf að losna við botnlangann vil ég gjarna að dr. Pembridge skeri mig. Mér sýnist hann svo áreiöanlegur. — Hann hefur alltaf verið það, sagði Jenny. — Þaö fannst öllum sem komu í St. Catherine-spítal- ann. — Alltaf ertu að tala um St. Cath erine, sagði Claire. — Það liggur við, að ég haldi stundum, aö þú óskir þess að vera komin þangað aftur, með stífaðan kraga og lang an vinnudag og dr. Pembridge og allt tilheyrandi. — Já, það voru góðir dagar, sagði Jenny brosandi. Hún var far- in að sjá það skeið í rósrauðri birtu, en hula var komin yfir löngu vinnudagana, fótaverkina og til- breytingarlausu störfin. — Mér þykir vænt um, að þú átt að hjúkra mér, sagði Claire þegar drepið var á dyrnar og buröarmennirnir komu inn til þess að sækja hana. Og þó að orðin væru sögð í til- finningalausum tón og Claire horfði ekki á Jenny meöan hún sagði þau, þótti henni vænt um þau, því að hún þóttist skilja, að þær væru orðn ar vinir aftur, og að þetta sem kom ið hafði fyrir, væri gleymt. — Mér líka, Claire. Svo var Claire lögð á sjúkrabörur og borin út, en Jenny fylgdi, nið- ur í spítala skipsins. Þegar þau gengu fram hjá stóru klukkunni við stigann leit Jenny upp og sá, að hún var orðin nærri því þrjú. Jenny datt ekki Kingsley Carr i hug, fyrr en hún var komin inn í spítalann. En þegar hún sá hann standa þar fölan og alvarlegan — dr. Pembridge haföi sjáanlega sagt honum hvað væri í efni — lá við, að hún vorkenndi honum. Því að hversu slóttugur og ósvíf- inn sem hann var, fannst henni ó- hugsandi, að hann gæti þekkt Cla- ire jafnvel og hann hlaut að gera, án þess að þykja vænt um hana. En svo mundi hún, að hann hafði verið fús til að fóma öllu — Claire lika — til þess að ná í stúlku, sem hann hélt að væri ríkari, og nú komst hún að þeirri niðurstöðu að hann væri engrar meðaumkunar verður. Hann talaði ástúðlega og hug- hreystandi vig Claire, en hún virt ist ekki hafa mikið við hann að tala. Líklega var hún ekki í skapi til að segja margt, þessa stundina, hugsaði Jenny með sér, en hún gat ekki annað en tekið eftir því, aö Claire horfði meira á hana en að- stoöarlækninn. Þetta var vitanlega i fyrsta skipti sem Jenny aðstoðaði við holskurð úti á sjó, og það var Mary, sem aðalvandinn hvi'di á. — Takið þér eftir, hvernig skipið hægir á sér? sagði hún við Jenny meðan þær voru að þvo sér. Skip- stjórinn hefur verið látinn vita, og bráðum hættir skipið að hreyfast. Þér skulug ekki hafa áhyggjur af vinstúlku yðar. Það verður allt gert fyrir hana, sem hægt er að gera. — Já, ég veit það, sagði Jenny. En hún vissi Hka, hve alvarlegur dr. Pembridge hafði verið á svipinn, eftir að hann hafði skoðað Claire. En undir eins og hún var komin inn í stærri skrifstofuna, sem breytt hafði verig f skurðstofu í einu vet- fangi, var hún ekkert nema hjúkr- unarkona, og henni gat vel fundizt hún vera í St. Catherine-spítalan- um, en ekki langt úti á sjó, ein- hvers staðar milli Colombo og Free mantle. Henni þótti vænt um, að dr. Pem bridge hafði svo snör handtök, að enginn tími varð til þess að kvíöa. Hún mundi þetta svo vel, þegar hún upplifði það aftur — þessa undr- unartilfinningu sem nálgaðist gleði, er hún horfði á örugga og rólega handbragðið ,hans. Og þegar hún sá, hve óhjákvæmi íegur þessi holskurður hafði verið, var hún engu fegnari en því, að það skyldi vera dr. Pembridge sem gerði hann. Jenny varð rólegri, þegar upp- skurðinum var lokið og læknirinn hafði saumað saman sárið. En hún fann, að mikill vandi mundi hvíla á sér næstu dagana, ag hjúkra Claire nógu vel. Enginn hafði neitt við það að athuga, að hún settist við rúm Claire inni f litlu sjúkrastofunni. Og þar af leiðandi varð hún fyrst til að sjá Claire opna augtm aftur, um Ilkt leyti og aftureldingin stafaði rósrauðum geislum á sjóinn. Claire virtist dálftið undrandi og utangátta fyrst í stað. Svo brosti hún til Jenny og hvíslaði: — Er allt f lagi? — Allt í bezta lagi, svaraöi Jenny og brosti til hennar. — Þessi Pembridge þinn er ger- semi, sagði Claire og hvíslaði enn. | Svo lagði hún augun aftur, og j Jenny sat þegjandi og hugsaöi um l þetta orðalag „þessi Pembridge þinn“. Hvers vegna gladdi það og kvaldi hana í senn að heyra talað svona um skipslækninn? Hún sat hjá Claire allan daginn. Mary annaðist skrifstofuna, og Dora, sem nú var orðin hress að öðru leyti en því ag hún gat ekki beitt hendinni, hafði umsjón með þessum fáu sjúklingum öðrum, sem lágu í sjúkrastofunum. — Ég gæti vel setið hjá ungfrú Elstrone fyrir yöur, ef þér viljiö, sagði hún við Jenny. — Þér hljótið að vera úrvinda af svefnleysi. Og ef hún þarfnast einhvers, gæti ég náð í Mary á svipstundu. En Jenny vildi heldur vera á verði sjálf, og hún sat allan daginn hjá Claire. En um kvöldið, þegar dr. Pembridge kom inn í þriðja i skiptið til þess að líta eftir sjúkl- ingnum, var auðséð á öllu, að líöan- in var góö. — Nú tekur systir Dora viö, sagði hann. — Það er mál til komið, að þér fáig aö sofa dálítið. — En ef hún þarf á mér að halda... — Hún þarf ekki á yöur aö halda. Systir Dora getur áreiðanlega séð henni fyrir öllu, sem hún þarfn- ast. — Ef þér eruð viss um ... Jenny stóð upp með semingi. — Ég er alveg viss um það. Fariö þér nú og fáið yöur eitthvað að borða og svo — beint í rúmiö. Þetta er skipun. Sjálfsagt doktor. Jenny brosti til hans hálffegin og fór inn í borðsal- inn. Þjónn kom með súpu og smurt brauð handa henni. Meðan hún sat þama datt henni allt í einu 1 hug, aö hún hefði ekki gert sir James aðvart um, hvað kom ig hefði fyrir dóttur hans. Og þó hún væri þreytt náöi hún sér f blað og blýant og fór að . skrrfa símskeyti. Hún vildi orða þao þaim ig, að hann yrði ekki hræddur, þeg ar hann læsi það. Collier hafði símað, að sir James liöi miklu betur, og þess vegna i fannst Jenny tvímæialaust, að hún yrði að láta hanri vita, hvað komið hefði fyrir dóttur hans. Þó að Claire væri ekki út allri hættu enn, gat Jenny sagt með góðri samvizku, að holskurðurinn hefði tekizt vel. En það var erfitt að finna réttu orðin, þannig að sir James brygði ekki við um of, og loks fór Jenny að velta fyrir sér, hvort hún ætti ekki heldur að síma Collier. En í þessum svifum kom Kingsley Carr inn og nam staðar við borðið, and- spænis henni. — Má ég sitja héma? Og án þess að ’oíða eftir svari hlammaöi hann sér á stólinn. — Mig langar til að tala við yður um Claire. BfiAR — SKULDABRÍF Bjóðum í dag: Simca ’63 Zephyr ’63 Volga ’58 Taunus 17 M ’65 Chevrolet ’58 BÍLARNIR SELJAST GEGN ÖRUGGOM SKULDABRÉF UM Xr yiíiilj .Chrysler- umboðið Hringbraut 121 sími 106 00 „Það er skylda mín að reyna að finna vini mína, Kawi höfðingi“. „Þá verður þú að fara, og guðimir fylgi þér“. „Faðir, mig langar tii að fylgja Tarzan, ef hann vill hafa mig með“. „Ég er hreykinn af ákvörðun þinni, sonur“. „Jæja, Tarzan. Fólk mitt er ekki hátt í loft- inu, en það er hugrakkt og traust“. „Komdu með Jtnér, Akumba. Ég mun þarfnast hjálpar þinnar í Stóra feninu“. RAUOARÁRSTÍG 31 SfMi 22022 RÓSið hitanum sjólf með .... % • Með BRAUKMANN hilosMli á hverjum ofni getið þér sjalf ókveð- ið hitasiig hvers herbergis — ÐRAUKMANN sjélfvirkan hitasfílli er hægt að setja beint á ofmnn eða hvar sem er 6 vegg í 2ja tn. fjarJægð frá ofni Sparfð hitakostnað og aukrð vef. líðan yðar BRAUKMANN er sérstaklega hent- ugur á hilavettusvæðí SIGHVATUR EINARSSON & GO SÍMI 24133 SKIPHOtT 15 Knútur Bruun hdl. Lögmannsskrifstofa Grettisgötu 8 II. h. : Sími 24940.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.