Vísir - 18.08.1967, Side 10
10
Tvö þýzk
skólaskip
í heimsókn
Tvö þýzk skólaskip ,,Ruhr“
og ,,Donau“, komu í höfnina í
Reykjavík um kl. 11 í morgun.
Skipin koma hingað frá Bergen,
en héðan halda þau 22. ágúst, [
fyrst til Belfast, þá Liston, Las
Palmas, Amsterdam og síðan til
Kiel. Þetta er 35. ferð beggja
skólaskipanna.
Almenningur getur skoðaö
skipin á laugardag frá 15.30 til j
17 og á sama tíma á sunnudag. j
WWWVWW\A/VWWW«
| til mm
’■ Góð 3 herbergia íbúð til leigu t
í Laugarneshverfi fyrir fámenna S
S fjölskyldu. Laus nú þegar. Fyr- c
« irframgreiðsla. — Uppl. í síma S
« 42123. >
i i
RAUOARÁRSTÍG 31 SlUI 22022
Walther er fjölhæf
SKRIFSTOFUÁHÖLD
Skúlagötu 63. — Sími 23488.
Teppa- og hús-
gagnahreinsun,
og góð af-
greiðsla.
Sími 37434.
,1
Stólvík —
Framhala al sfðu 1
Jón Sveinsson sagði, að því
væri oft haldið fram f opinber-
um umræðum, að dýrt væri að
smíða skip hér á landi. Hann
vildi aðeins benda á, eins og
áður hefur verið gert, að verði
skipasmíðin rekin hér á landi
slitrótt, þ. e. mikið smíðaö sum
árin, en lítið öflnur, yrði sú
íðngrein aldrei samkeppnisfær.
Þá viidi hann og geta þess, að
sums staðar erlendis væri miklu
dýrara að smiða skip heldur en
hér á landi. T. d. i Kanada væru
350 lesta síldarskip um 50% dýr
ari en hér á landi.
Jón kvað mál til komið, að
athugaö yrði rækilega með
smíði seríuskipa hér á landi,
en sú smíði tíðkaðist mjög er-
lendis, t. d. í Þýzkalandi, Hol-
landi og víðar. Nefnd, sem skip-
uð hefði verið af iðnaðarmála-
ráðherra og sjávarútvegsmála-
ráðherra væri að athuga þessi
mál
Ég veit, sagði Jón, að ýmsa
útgerðarmenn vantar skip, ný
skip. En þeir hafa ekki nægi-
legt fé handbært til að uppfylla
allar þær reglur. sem settar hafa
verið vegna nýkaupa fiskiskipa.
Það stafar aðallega af hinu
gífurlega verðfalli á afurðum
okkar, svo og aflabrestinum á
sl. vetri. Aðrir útgerðarmenn
telja ekki grundvöll fyrir útgerð
hér á landi, eins og stendur, en
bíða og sjá hvað gert verður
í þessum málum. En ég held að
þessi mál verði leyst hér á
landi.
Metafli —
Framh al bls. 1
athuga þetta. Þetta er víst sami
ufsinn og heldur sig við Græn-
land, Færeyjar og Noreg. Hann
hringlar svona á milli eins og
síldin. Þessi ufsi, sem við erum
að drepa er svona hálfvaxinn,
meðalstór og er þarna í botn-
æti. Við héldum okkur mest út
af Eldeyjarboðanum. Það er
ekki einu sinni til kort yfir
þetta svæði. Það nær ekki
lengra en rétt út fyrir boðann.
Ef Sjóli kemst á flot á
næstunni, sagðist Haraldur hafa
í hyggju að fara austur á „Rauða
torg“ seinna í sumar, þegar síld-
in kemur þangað, en þetta al-
ræmda torg er djúpt úti af Aust-
fjörðum og ufsinn eltir síldina
gjarna, þegar hún kemur þang-
að á sumrin, ef hún kemur þá
nokkuð að þessu sinni.
María —
Krambald ar Bis 16
„Finnst þér smekkurinn fyrir
fyrirsætum hafa breytzt á þess-
um árum, sem þú hefur veriö í
þessu starfi."
„Það er enginn vafi á því að
hann hefur breytzt mikið. Fyrir
tíu árum voru tízkudömur yfir-
Plymouth Valiant 1965
Vel með farinn 2 dyra einkabíll til sölu eða í
skiptum fyrir minni bíl.
SÝNINGARSALUR SVEINN EGILSSON
leitt mjög ópersónulegar en nú
eru frjálslegar stúlkur með
sterkan persónuleika lang eftir-
sóttastar. Jean Shrimpton og
Twiggy hafa haft hvaö mest á-
hrif og má segja að þær hafi
gerbreytt smekk manna fyrir
tízkustúlkum.“
„Hefurðu hitt Twiggy?"
„Já. Ég hef hitt hana nokkr-
um sinnum og mér finnst hún
skemmtileg og frjálsleg, og á-
kaflega óspillt.“
„Hefuröu fengið nokkur
kvikmyndatilboð upp á síðkast-
iö?“
„Ekki get ég nú sagt það. Til
að byrja með hafði ég áhuga á
að læra að leika, en nú langar
mig mest til að fara að hvíla
mig og flytja hingað heim“.
„Þú hefur kannski hugsað þér
að hætta starfi þínu sem fyrir-
sæta innan skamms?"
„Það fer sjálfsagt að líöa aö
því. Ég er orðin dálítið þreytt
á þessum þeytingi. Mig langar
til að búa hér heima og geta
þá heldur skroppið út af og til“.
Föstudagsgr.
Fiamhalo u ols 4
En nú kom það allt í einu i
ljós síðastliðið vor, að þetta
risastóra fyrirtæki með yfir 3
þúsund manna starfsliði var orö-
ið gjaldþrota. Út frá öllum
venjulegum reksturssjónarmið-
um hefði átt að leggja fyrirtækiö
niður, þar sem ekkert var fyrir-
sjáanlegt annað en stórfellt tap.
Stjórnendur fyrirtækisins stóðu
frammi fyrir þeim vanda, þegar
þeim buðust skipasmíðasamn-
ingar, að þeir myndu tapa mörg-
um milljónum á því að taka
að sér verkefnin.
Auövitað var ástæöan til
þessara erfiðleika samkeppni
viö skipasmíðastöðvar í öörum
löndum, en þegar skyggnzt var
dýpra í vandamálið kom í ljós
að orsökin fyrir því, að Bur-
meister og Wain gat ekki stað-
izt samkeppnina var fyrst og
fremst sú, að verkalýðsfélögin
höfðu gert fyrirtækið ósam-
keppnisfært.
jþar sem hér var um að ræða
atvinnu fyrir þúsundir
manna,, eitt stærsta atvinnu-
fyrirtæki landsins, fór fram
rannsókn á rekstri fyrirtækisins
og á að reyna að fleyta því á-
fram með opinberri aöstoð. En
sú varð niðurstaðan, að þetta
væri ekki einu sinni framkvæm-
anlegt nema gerbreyting yröi á
afstöðu iðnfélaganna gagnvart
fyrirtækinu. Var hugmyndin sú,
að atkvæðagreiðsla skyldi fram
fara meðal starfsfólksins nú um
miðjan ágúst um það hvort það
féllist á þessar breytingar.
Þær breytingar, sem hér er
einkum um aö ræða eru aö
fella niður fagtakmörkin, svo að
starfsmenn í einni faggrein geti
ekki neitað að vinna önnur störf
en eigin takmarkað fag, þegar
þau falla til. Iðngreinasamning-
ar við Burmeister og Wain voru
orðnir eins og myrkviði, öllu var
skipt niður í ótal takmarkaöar
iðngreinar með reglum, sem líkt
var við kínverska múrinn. Þeg-
ar verkefni í einni iðngreininni
var ekki fyrir hendi, sátu starfs-
menn í henni aðgerðarlausir á
fullum laúnum, þó starfslið
vantaöi til að sinna öðrum verk-
efnum. Fyrir kom þá, að verk-
stjórar báðu þá sem aögerðar-
lausir voru að hlaupa undir
.bagga, en fengu samstundis
neitun og hófust síðan af þessu
endalausar þrætur. Inn í þessar
þrætur gengu svo trúnaðarmenn
hinna einstöku fagfélaga, sem
voru 36 talsins hjá fyrirtækinu
og oft greindi þessa trúnaöar-
VÍSIR. Föstudagur 18. ágúst 1967.
—MM^MMBBiBiMaiHakaiæaaiaaasa
menn sjálfa á um það, hvar fag-
takmörkin lágu. Til að fram-
fylgja skoðunum sínum í þess-
um sífelldu atvinnuþrætum var
svo algengt aö takmarkaðar
vinnustöðvanir væru fram-
kvæmdar eða menn fóru sér
hægt í starfinu í mótmælaskyni.
Slíkar aðgeröir áttu aö sýna
styrk fagfélaganna, afl verka-
lýðshreyfingarinnar gegn at-
vinnurekendum. En þær gerðu
annað og verra, smám saman
kyrktu þær fyrirtækið, sjálfa
mjólkurkúna, sem átti að veita
starfsmönnunum næringu.
Þær breytingar sem starfs-
fólkinu er nú boðiö að greiða
atkvæði um eru mjög róttækar
og eru einfaldlega fólgnar í því
aö afnema allar fagtakmarkanir.
Einn kjarasamningur verður
geröur fyrir allt starfsliöið og
hinar ótalmörgu trúnaðarmanna
stöður verði afnumdar en í stað
þeirra stofnað sex manna trún-
aöarráð. Verkstjórar eiga að á-
kveðna sjálfir að hvaða starfi
menn vinna og er það þeirra aö
skipa mönnum niöur eftir fag-
kunnáttu, en eru þó ekki bundn-
ir af neinum reglum um það.
Þessar tillögur gefst starfs-
mönnunum kostur á aö sam-
þykkja eöa hafna, en verði þeim
hafnað er líklegt að fyrirtækið
verði lagt niður, þar sem það
er þá ekki talið hafa starfs-
grundvöll.
Tjessar róttæku breytingar
hafa vakið menn til um-
hugsunar um að víðar sé pottur
brotinn í danskri verkalýðslög-
gjöf, og muni stiröbusaháttur
og andvaraleysi starfsstéttanna
valda þjóðinni stórfelldu tjóni
og eyðslu, sem valdi óhagræn-
um verðhækkunum. Hafa um-
ræður meðal annars hafizt um
það, að danskur byggingariön-
aður sé oröinn mjög úreltur. Þar
eru það kannski ekki fagtak-
mörkin sem skapa hættulega
þröskuldi í veginn, en hins Veg-
ar leikur grunur á því að bygg-
ingaiðn.aðarmenn séu of íhalds-
samir og sýni ýmsum tæknileg-
um nýjungum andúð og mótþróa
og beiti fageinokun sinni til aö
hindra ýmiss konar sjálfsagðan
sparnaö og hagnýt vinnubrögð.
Hefur verið áætlað, að þessi
íhaldssemi og mótspyrna við
framfarir hækki íbúðaverð um
allt upp í 10—15 prósent, að
ekki sé minnzt á þann mögu-
leika, sem tæknifræðingar þykj-
ast eygja í framtíðinni, aö
íbúðabyggingar breytist úr
handiön í raunverulega fjölda-
framleiöslu.
Þannig er nú komiö í Dan-
mörku, aö fagfélögin eru kom-
in í varnaraðstöðu og er klifaö
á hagrænni þörf þess, að fram-
kvæma endurskoðun á verka-
lýðslöggjöfinni, þannig að hún
standi ekki í vegi fyrir hagnýt-
um vinnubrögðum á öllum
sviðum, sem geti stuðlað að
bættum lífskjörum.
Þorsteinn Thorarensen.
■anaMBiiBnnHBuaiMii'.
GEKLÐ SOALFIR
VIÐ BIFREIÐINA
SÓDAKVOGI 9 «37395« t
BELLA
Ég hélt aö þér þekktuð mig.
Ég sem hef verið meö opinn
reikning hjá yður í mörg ár.
Veðrið
Sunnan gola
sfðan kaldi,
dálítil rigning
með kvöldinu.
Hiti 9 — 11 stig.
Farið verður í ferðalag sunnu-
daginn 20. ágúst. Upplýsingar og
farseðlar f Kirkjubæ, þriðjudag,
miðvikudag og fimmtudag kl.
7—10 e.h., sími 10999.
Stjórnin
| K.F.U.M.
Almenn samkoma i húsi fé-
; lagsins við Amtmannsstíg annað
. kvöld kl 8,30. Biblíutími Fórnar-
í samkoma. Allir velkomnir.
r
: F.I.B. usn helgina
í Vegaþjónusta Félags ísienzkra
bifreiðaeigenda helgina 19—20,—
f ágúst 1967.
*; •
F.I.B. 1 Hvalfjöröur Borgarfjörð-
ur.
2 Þingvellir Laugarvatn.
3 Akureyri Vaglaskógur og
Mývatn.
4 Ölfus'Grimsnes Skeið.
6 Austurleið.
7 Reykjavík nágrenni.
8 Árnessýsla.
9 Borgarfjörður.
11 Akranes Borgarfjörður
14 Út frá Egilsstöðum.
16 Út frá ísafirði.
Gufunes radió, simi 22384 veit
ir beiðnum um aðstoð vegaþjón-
ustubifreiða móttöku.
TILKYNNINGAR
Óháði söfnuöurinn.