Vísir - 18.08.1967, Síða 12

Vísir - 18.08.1967, Síða 12
12 V1SIR. Föstudagur 18. ágúst 1967. „Hvert þó í þreifandi", varð for- setanum að orði, og þaö var aug- ' ljóst að hann hafði ekki átt von á þessu. „Þetta er stærðar bók, fjand inn hafi það ...“ „Skýrslan er jafnlöng hverri með albók, ég viðurkenni það, herra forseti. En þetta er mjög flókið mál, og það tekur tímann sinn að kynna sér skýrsluna, svo viðhlít- andi sé.“ „Segðu mér hana í útdrætti og eins fáum orðum og unnt er“. Jim Perry settist aftur. „Það er mjög örðugt, herra forseti", mælti hann. „Það er undir þér sjálfum kom- i ið“, svaraði forsetinn stuttur í spuna. Hann hallaði sér fram á skrifborðið og otaði vindlinum að gesti sínum eins og marghleypu. „Ef nauðsyn krefði, gæti ég komið allri sögu borgarastyrjaldarinnar fyrir í þrem setningum, án þess að undanskilja nokkuð það, sem máli skipti. Fjandinn hafi öll aukaatriöi. Um hvað fjallar þessi skýrsla þín?“ „Wallingham-lestina. Þaö voru áttatíu vagnar í þeirri lest...“ „Hvað varð um hana?“ „Hún hvarf“. „Hvar?“ „Á Colorado-svæðinu, milfi Jules burg og Denver". „Hvenær?" I „Seint í nóyembermánuði, 1867“. I „Hvers vegna hefur hvarf lestar- innar svo mikla þýöingu?“ Jim Perry virtist ekki hafa svarið á reiðum höndum. Notaði hikið til þess aö fá sér vænan teyg úr glas- inu og koma honum niður. „Þaö er nú einmitt það, herra forseti“, mælti hann. „Þetta.er flókið mál. Það eru svo mörg andstæð öfl, sem viö þetta eru flækt. Margir að- ilar...“ „Hverjir helztir?" „Indíánar...“ „Fleiri?“ „Kaupsýglumenn í Denver..“ „Og?“ „Herinn...“ „Fleiri enn?“ „Kvenréttindakonur...“ „Hamingjan góða“, stundi for- setinn. „Ek-ki skal mig undra, þótt málið sé flókiö, fyrst konur koma þar við sögu!“ Hann hallaði sér aft ur á bak í stólnum og starði upp í loftið nokkra hríð, þögull og hugsi. „Og þessi áttatíu vagna lest hvarf gersamlega, ségiröu?“ „Já, herra forseti. í vissum skiln- ingi...“ „Hvað áttu við með því? Annað hvort Hefur hún horfið eða ekki horfið?“ „Jú, lestin hvarf, það er ekki neinum vafa bundið. En spurningin er sú, hvort hún hafi horfið fyrir fullt og allt, eða hvarf hennar ein- ungis verið tímabundiö'*. „Ég skil“, tautaði fátsetinn, en þó var það auðséð á svip hans, að hann gerði það ekki. „Það er ein- mitt það. Og hvað týndust margir menn við þetta lestarhvarf?" „Enginn, herra forseti". „Nú ... af hverju stafar þá allt þetta þvarg?“ „Það var farmurinn, herra for- seti“. „Og farmurinn var?“ Jim Perry drakk glasið í botn, drakk í hröðum teyg, en starði síðan fram undan sér með tómt glasið milli handanna. „Tvö þúsund og sjö hundruö kassar af frönsku, klára kampa- víni, herra forseti". „Hvað segirðu, maöur?“ „Jú herra forseti... og sextán hundruð tunnur af bandarísku ] viskíi.. .* j - „Athugum þetta svolítið betur", mælti Grant forseti hranalega, „og þú þarft ekki endilega að taka tillit til þess, sem ég sagði áðan — að hafa sem fæst orð. Þú segir að þessir áttatíu flutningavagnar hafi horfið einhvers staðar milli Jules- 1 burg og Denver?" „Rétt er það. Wallingham var fyrirtæki sem tók að sér alls konar vöruflutninga með stórum hestvögn um. Það hafði tekið við farminum í Julesburg, en lengra lá jámbraut in ekki þá, og átti að koma honum til Denver". „Hafði gosið upp einhver kvittur um það, að viskíframleiðendur myndu loka?“ „Allt viðskiptalíf þeirra í Denver byggist á námuvinnslunni, herra forseti. Þar dveljast námumenn yf- ir veturinn svo þúsundum skiptir. Þegar vetur gengur í garð, snjóar mikið þar á hásléttunni, svo ekk- ert samband verður haft við um- heiminn. Námumennimir eru félags lyndir...“ „Það er fallega að orði komizt. En hamingjan sanna .. .2700 kassar af kampavíni og 1600 tunnur af viskii". „Hörðum vetri hafði verið spáð, herra forseti". Það hafði slokknað í vindli for- setans, og nú kveikti hann í honum á nýjan leik. "Jæja, þá. .þér hefur tekizt að vekja forvitni mína. Sem sagt, vagnalestin hvarf gersamlega. Ég get ósköp vel skilið, að það hafi komið ónotalega við knæpueigend- urna og veitingamennina. En hvern ig komu Indíánarnir, herinn og kvenfrelsishreyfingin þar við sögu?‘ Jim Perry varp þungt öndinni. „Það segir frá því öllu í skýrslu minni, herra forseti. Ég kysi held- ur að þér læsuð hana sjálfur". „Ég er latur við lestur, og hef auk þess nóg á minni könnu. Láttu mig annað hvort heyra skýrsluna eða þú kastar henni í pappírskörf- una“. „Eigið þér við að ég lesi hana fyrir yður, herra forseti?" „Þvi ekki það? Þetta virðist skemmtilegasta plagg". „En það mundi taka margar klukkustundir..." „Ég hef birgðir af vindlum og viskfi við höndina", svaraði for- setinn þurrlega, en þó brá fyrir glettnisbjarma í augum hans. „Sé sagan góð hættum við ekki fyrr en henni er lokið, þó svo að það taki alla nóttina!" Forsetinn reis á fæt ur með glasið í hendinni, skálmaði yfir að skrifstofudyrunum og kall- aði: „Rufus...“ „Já, herra forseti?" „Er nokkuð mikilvægt, sem kall ar að?“ Þótt Jim Perry væri ekki bein- línis að hlusta, heyrði hann Rufus skýra forsetanum lágum rómi frá sfharðnandi deilum við England, Frakkland og Mexíkó og minna hann á ein tíu eöa tólf innanríkis- mál, sem ekki þyldu neina bið. Jim Perry var sem lamaður af þeirri tilhugsun einni saman að eiga fyr- ir höndum að sitja þarna og lesa þessar rúmlega tvö hundruð þétt- skrifuðu síður upphátt fyrir for- setann, samtímis því sem hann varð að þamba með honum viski eins og kurteisin bauð. Það var annað en tilhlökkunarefni, að eiga að halda stjórn á tungu sinni og hugs uninni skýrri næturlangt við slíkar aðstæður. Þú virðulegi höfuðkúpu- þuklari, hugsaði hann með sér, að vfsu lét ég í ljós viö þig von mína um að fá áheyrn — en er þetta nú ekki helzt til langt gengið hjá þér? „Gott Rufus“, sagði forsetinn. „það er semsagt ekkert sem ekki þolir bið fram á mánudag. Þú sérð svo um, að við verðum ekki truflað ir. Kvöldmat þurfum vrð að fá, svona um nfuleytið, segjum klukk- an tíu. Armað er það ekki í bili“. Forsetinn skellti hurðinni hressi lega aö stöfum. Fór svo úr jakk- i anum óg varpaði honum til hliðar I hneppti frá sér vestinu, losaði um j hálsmálið, hlammaði sér niður á ! stólinn og lagði fæturna upp á skrifborðið, um leið og hann dæsti lengi og ánægjulega, eins og þungu fargi væri af honum létt. „Herra forseti..." ! „Já, Jim?" „Ég geri mér vonir um að yður finnist skýrsla mín athyglisverð, og mér er það ósegjanleg ánægja að lesa hana upphátt fyrir yður. En það er samt dálítið, sem ég verö að minnast á áður en ég hef lest- urinn“. „Láttu þaö koma“. „1 fyrsta lagi það, að Johnson I fól mér þessa rannsókn alls ekki | vegna þess að ég væri vinur hans, eða aðhylltist stjórnmálastefnu hans, heidur einungis vegna þess að hann hafði álit á blaðamennsku- hæfileikum mínum. Með öðrum orð um, hann taldi að ég mundi reyn- ast sannorður, óhlutdrœgur og hreinskilinn'*. „Jæja það sýnir að honutn hefur þó ekki verið alls varnað“. „1 öðru lagi það, að til þess að ! ég gæti framkvæmt þessa rann- I sókn var ég tilneyddur aö hverfa S um skeið frá starfi við „New York j Tribune". Ég hef því ekki haft nein viss laun í rúmt ár“. i „Þú varst ekki á launum hjá I stjóminni?" „Nei, herra forseti. Hins vegar ] hét Johnson forseti að greiða mér | 10,000 dali, þegar ég hefði lokið ] rannsókninni". Grant forseti hleypti brúnum. — „Hefurðu skrif fyrir því?“ „Nei, hérra forseti. Rannsóknin var þannig I eðli sínu.. .og eins og þér skiljið mátti Johnson gera ráð fyrir vanþóknun og gagnrýni af hálfu viðkomandi aðila, svo reynt var að halda máfinu strang- lega leyndu og sjá svo um, að ekk- ert kvisaðist.. „En þú hefur fengið peninga fyr- ir kostnaði?" „Nei, afit þess háttar varð ég að greiða úr eigin vasa". TAE7AN, LOOK, • ANOTHER MDHSTEK./ r THIS ONE DOES NCT SEE US, AKUMBA—WE MUST MOVB WITH CAUTION.' ^ | íy JSdgab Ricb Bumouctis A MW FWENDS'MOTOR-PRIVEN BOAT MUST HAVE ATTRACTBO THEiR. f v»MAi/ei»g . . i ■. ■ i K. ATTACKERS^J' „Sérðu Tarzan, önnur ófreskja". „Hún sér ofckur ekki, við skulum fara varlega". Ta. t,, ii v emi k U. „Vélbátur vina minna hlýtur að hafa vak- ið athygll árásarmanmmna". „Við erum sannarlega á sióðum steinaWar- manna, og ailir aðkomandi virðast vera óveh komnir hér“. „Eigum viQ þá að farat?" sfmTmSSBBSBí ÞVOTT ASTÖÐIM SUDURLANDSBR AUT SIMI 3S123' OPlÐ 8- SUNNUD-.9- RóðiS hiianum sjólf með .... Me8 BRAUXMANN hiiastiQi é hverium ofni getiS þér siðlPókveS- iS hrtaslig hveri herbergis — BRAUKMANN sjólfvirkan hilastilli er hægt aS setja beint á oftúnn eSa hvar sem er á vegg í 2ja m. fjarlægS- fró ofni SpariS hitakostnaS og oukrS vel- KSon ySar BRAtfKMANN er sérslakfoga bent- ugur ó hitaveitusvæði SIGHVATUR EINARSS0N&C0 ISÍMI 24133 SKiPHOLT 15 Maðurinn sem annars i

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.