Vísir - 24.08.1967, Blaðsíða 7

Vísir - 24.08.1967, Blaðsíða 7
 f Ví SIR . Fimmtudagur 24. ágúst 1967, x útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Suður- Vietnam — Eiga að kynna sér kosningabaráttuna Johnson Bandaríkjaforseti hefir tilnefnt 20 kunna Bandaríkjamenn til að fara til Suður-Vietnam til þess að fylgjast með kosning- unum og leggja sumir af stað í dag. Thieu og Ky fari til víg- stöðvanna og berjist Einn af borgaralegu frambjóð- endunum í forsetakosningunum í S-Vietnam vísaði í gær á bug þeirri Æticsr e§@ Saulle skoðun Johnsons Bandarikjaforseta að kosningabaráttan færi fram á viðunandi hátt, en Ellsworth Bunk- er ambassador Bandaríkjanna í Saigon er um þetta á sama máli og forsetinn. Frambjóðandinn Truong Dinh Dzu ræddi um þetta við fréttamenn og sagöi, að forsetinn og forsætis ráðherrann ættu að fara til víg- stöövanna og berjast (þeir eru báð- ir hershöfðingjar), — það væri skammarlegt, að bandarfskir her- menn væru látnir berjast í þeirra stað. Hann sakaði þá um kaup á 4 dagblööum sér til framdráttar í kosningunum og hann hélt þvi fram að fulltrúi þeirra Nguyen van Loc, hefði beðið fylkiSstjórann í Haung- fylki, að sjá um, aö Thieu og Ky yrðu tryggð næg atkvæöi. : KoKsfuntín hefm- sækir Johnson i september 1 frétt frá Washington í gær segir, að Konstantín Grikkjakonung ur muni koma í einkaheimsókn til Johnsons forseta í september. Það var talsmaður í Hvíta húsinu, sem skýrði frá þessu. Sennilega mun heimsóknin eiga sér stað eftir 4. sept., sem er dag ur verkalýðsins (Labour Day). Konstantín kemur til Washington að aflokinni heimsókn til Kanada. Þetta verður fyrsta Bandaríkja- heimsókn Konstantfns síðan 1959. Ekki er enn vitað í Hvíta húsinu hvort Anna María drottning kemur mtö konunginum. íðýtf dnhskf Snn Danska stjórriin hefir fallizt á, að samið verði í næsta mánuði í New York um lántöku að upphæð 100 œsJljónir dollara til eflingar gjaldeyrisvarasjóðum. Frá þessu er sagtí'Kristeligt Dagblad í morgun. Fleiri kunna að verða tilnefndir síð ar. Meðal þeirra eru þrír ríkisstjórar sambandsrfkja, þrír öldungadeiid- arþingmenn og verkalýösleiðtogar trúarleiðtogar og blaöamenn. Stjórnin í Suöur-Vietnam bauð Bandaríkjastjóm aö senda menn til Suöur-Vietnam til þess að kynna sér af eigin reynd hvernig allt færi fram, og yrðu þeir algerlega frjáls ir feröa sinna. Tekiö er fram, að hinir tilnefndu fari ekki sem eftirlitsmenn. ► Sovétstjómin hefur varað Banda ríkjastjóm í nýrri orðsendingu við hættunum sem geta stafað af aukn um loftárásum. 1 frétt frá Hanoi segir frá nýium sprengjuárásum á borgina í gær. Yfir 100 manns hafa særzt eða beöið bana í seinustu á- rásunum og mörg hús vom eyöil. í árásunum í gær voru 8 banda rískar flugvélar skotnar niður, en í fréttum frá Saigon er viðurkennt aö Bandaríkjamenn hafi misst fimm. <S> Robert Kennedy sagöi f gær fyr- irhugaðar kosningar f Suður-Viet- nam vera blekkingu og gagnrýndi hann hvasslegar en hann hefur nokkurn tíma áður gert Víetnam Blaðið Daily Mirror birtir for- síðufrétt um þaö í morgun, skrif- aða af aðalritstjóranum Michael King, að de Gaulle áformi að gera tilraun til að sprengja Fríverzlun- arbandalag Evrópu — EFTA — til þess að útiloka Breta frá samkomu- lagsumleitunum um markaðsstofn- un á breiðara grundvelli en áður. p'-ns segir Ring að de Gaulle ætli . sér aö gera með því að bjóða Norð urlöndum auka-aðild að Efnahags- bandalagi Evrópu. Bretor llytjo Bieim konur og börn fró Peking Þeir Wilson forsætisráðherra Bret lands og Brown utanríkisráðherra komu til London í gær en báðir vom í sumarleyfi. Komu þeir til að ræða árásina i Peking á brezka sendiráðið. Haldinn var stjórnar- fundur. Ekki verður slitið stjómmálasam bandi að svo stöddu og sinnt fram ar öðru að reyna að koma brezk- um konum og börnum heim frá Peking. Hert hefur verið á eftir- liti með Kínverjum í London. Fimm kínverskir fréttamenn frá Kfna- fréttastofunni verða að koma í lög- reglustöö tvívegis daglega og sýna skírteini sín. Brezka sendiráðsfólkið í Peking er blátt og marið og rispað eftir með- ferð rauðra varöliöa. Mest mæddi á Donald Hopson sendifulltrúa Breta, sem er þar í sendiherra stað. Hann er 52 ára Kosningabaráttan í Saigon og annars staðar í Suöur-Vietnam er harðnandi. Myridin er frá Saigon. Robert Kennedy stefnu Johnsons forseta og hélt því fram, að draga ætti úr hernaðaraö- gerðum Bandaríkjamanna, þar til suður-Vietnamar inntu þær flestar sjéifir af hendi eins og áður eitt sinn var. 4 Enn geisa skógareldar á 300 stöð um í British Columbia, vestasta fylki Kanada, og í norðvesturhluta Bandaríkjanna (Idaho, Oregon, Mon tana og Washington). 4 ísraelskur blaðamaöur, Samuel Segev hefur fundið mikla hernaöar lega stöð niðri í jörðinni á Sinai- skaga, sem ísrael hertók í júní- styrjöldinni. Stöðin er nálægt Yebel Yakek og miðja vega milli flug- stöðvanna Bir Gafgaf og Bir Tma- deh. Flatarmál stöðvarinnar er 2x3 km. Segev starfar við blað f Tel Aviv og segir frá störfum sínum sem stríðsfréttaritara, f blaöi sem kemur út í dag (fimmtudag). 4, Flugvél skrásett í Bandarfkjun- um lenti í Alsír í fyrradag til þess að taka bensín, en hún hafði lagt upp frá Niger. Flugvélin var kyrr- sett og flugmennirnir handteknir, sakaðir um óleyfilega myndatöku. Áhöfnin er svissnesk. 4, Sambandsstjórnin í Nigeríu hef- ur staðfest, að hún hafi keypt her- gögn í Sovétríkjunum, en kveðst hafa greitt fyrir þau út í hönd. Nig- eríustjórn segir villandi og alger- lega ósannar fréttir hafa verið birt ar f mörgum löndum um þessi kaup. 4 Hin japanska kona Súkarnó for seta Ratna Sari Dew ætlar að leita skilnaöar frá manni sínum, en hún er ein af eiginkonum Súkarnó for- seta Indónesíu. Hún fer fram á skilnað vegna þess, að hann eigi ,,enga framtíð fyrir sér“. Hin opin- bera indónesíska fréttastofa birti frétt um þetta. FÉLAGSLÍF Feröafélag I’slands ráðgerir eftir- taldar ferðir um næstu helgi: 1. Kerlingarfjöll Hveravellir Hvít- árnes kl. 20 á föstudagskvöld. 2. Hlöðuvellir kl. 14 laugard. 3. Landmannalaugar kl. 14 laugard 4. Þórsmörk, kl. 14 laugard. 5. Ökuferð um Skorradalinn kl. 9.30 sunnudag. Allar ferðirnar hefjast við Austur- völl. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins Öldugötu 3 sím ar 19533 og 11798. Löggjöf um algeriega hvíta landshluta í Rhodesíu Frétt frá Salisbury hermir, aS Rhodesíustjórn áformi löggjöf sem geri hvítum mönnnum kleift, — þar sem þeir eru í meirihluta — að þvinga hörundsdökkt fólk til brott- flutnings, svo fremi að meirihluti hvítra manna sé með þvi. Þeir, sem burt flytja eiga að fá skaðabætur, en geta ekki neitað aö flytja. — Mikil mótspyryna er gegn áforminu bæði í ríkisstjórn- inni og innan vébanda stjórnarand- stöðunnar. . Það var kunnugt þegar fyrir 3 mánuðum, aö slíkt iagafrumvarp var í undirbúningi. Rannsókn er sögð hafa leitt í ljós, aö eignir hafa stórlækkað í verði, þar sem Ind- verjar hafi setzt a. Það eru um 14.000 kynblendingar í Rhodesíu og 8.000 íbúar af Asíustofni, en hvít ir menn eru um 25.000. — Fjórum milljónum blökkumanna £ landinu er þegar bannað aö búa í svo köll uðum hvítum byggðarlögum. Hvi': ir menn hafa ekki heldur leyfi til þess að setjast að í héruðum hinna blökku. EEaassS't'SB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.