Vísir - 28.08.1967, Page 9
V1SIR. Mánudagur 28. ágúst 1967.
9
Arni Johnsen kallar
eftir kræsingamar.
land um taistöðina
hvílir
leið
Ámi ber á borð, en Þorbjöm Brodcíason stendur hjá og kvíðir fyrir uppvaskinu, (sem reyndar var ó-
þarft að þessu sinni, þar eð kvenmaður var með i förinni sem tók það að sór).
Surtseyjarbændurnir Ámi Johnsen og Þorbjöm Broddason utan við Pálsbæ. „Fjallið eina“ £ baksýi
til hægri.
ur verið ýmislegt þó leikmanni
sýnist það koma spánskt fyrir
sjónir. Þeir félagar ganga um
eyna og huga aö dýralífi, ganga
á reka o. s. frv. Einnig fylgjast
þeir félagamir með gróöri og
sjá um jarðskjálftamælinn og
síðast en ekki sízt taka þeir
margs konar sýnishorn fyrir vís-
indamennina.
Þegar vísindamennirnir koma
til eyjarinnar, í eigin persónu,
aðstoöa þeir félagarnir þá eftir
beztu getu, svo og aðra gesti
sem fá leyfi til aö fara til eyj-
arinnar.
Ámi segir okkur, að vitað sé
um þrjá meiriháttar hella i
eynni og hafi þeir félagar kann-
að þann sem þeir álíti stærstan
og fóru þá um það bil 70 metra
niöur i eyna og hundruð metra
ferðuöust þeir undir yfirboröi
jarðarinnar. Einn hellirinn hef-
ur verið kallaður Þórólfshellir,
eftir finnandanum Þórólfi
Magnússyni, þeim sem hefur
nýlokið við að fljúga með okk-
ur í eyna. Þriðji hellirinn er
aftur á móti við nýja gíginn
sem myndaðist í fyrrasumar og
hefur hann ekki hlotið nafn
ennþá.
Framhald á bls. 10.
Myndir og mái: RagnarLár
Þorbjörn Broddason varð einn
eftir í eynni að þessu sinnl.
Hann hefur bundið við sig gler-
augun, sagðist hafa tapað þrenn
um við landtöku, en hún get-
ur oft verið strembin viö eyna.
SURTSEYJARBÆNDUR
SÓTTIR HEIM
Á flugvellinum í Vestmanna-
eyjum bíður okkar lítil flugvél
af Cessna-gerö, en hún ætlar
að flytja okkur til Surtseyjar á
vit bændanna þar, sem að þessu
sinni eru þeir Ámi Johnsen og
Þorbjörn Broddason.
Flugvélin er lítil eins og fyrr
er sagt og hefur stélhjól, en
ekki nefhjól, það ku nefnilega
vera erfitt aö hefja nefhjólsvél
á loft frá eynni vegna þess hve
sandurinn er gljúpur þar.
Flugmaður og eigandi vélar-
ihnar er Þórólfur Magnússon
úr Reykjavík, margreyndur og
góður flugmaður að því er okk-
ur er sagt. Við erum þrjú í vél-
inni auk Þórólfs og er hún þá
fullsetin. Bergþór Jóhannsson
grasafræöingur hafði komið með
Þórólfi til Heimaeyjar og beið
þess að hann tæki sig í baka-
leiðinni frá Surtsey, en þannig
er mál meö vexti, að flugvélin
getur ekki hafið sig á loft úr
eynni nema með þrjá menn og
það bíða sem sagt tveir úti á
eyju.
Þaö er ekki lengi gert aö
fljúga til Surtseyjar frá Heima-
ey, og innan stundar erum við
lent á ströndinni neðan við
Pálsbæ.
Pálsbær er íbúðarhús eyjar-
innar, það eina sem enn hefur
verið byggt og verður ekki séð
fram á að annað rísi þar f bráð-
ina, enda fullnægir þetta hús
oftast húsnæöiseftirspum í
eynni.
Þeir Þorbjöm og Ámi koma
til móts við okkur á „flugvöll-
inn“ og bjóða velkomin til eyj-
arinnar um leið og þeir kveöja
þá dr. Þorbjöm Sigurgeirsson
og Eggert Briem, sem eru far-
þegar meö Þórólfi til Reykja-
víkur.
:....................................................................................................' ■■
Okkur er boðið til Pálsbæjar,
en þar er mjög vjstlegt um að
litast, að ekki sé meira sagt,
forstofa, dagstofa, eldhús,
geymsla, svefnloft, og salerni.
Aö sjálfsögöu er dagstofah
einnig stefnstaður þeirra sem
að staðaldri dvelja í eynni, en
svefnloftið aöeins notað þegar
fleiri dvelja í húsinu.
Árni Johnsen dvaldi sumar-
langt í eynni í fyrra og hefur
verið þar frá 20. júní s.l. og seg-
ist munu dvelja þar til 25. sept-
ember. Þorbjöm vinnur aftur á
móti sem starfsmaöur Surtseyj-
arfélagsins og hefur einnig
starfað fyrir þáð í Reykjavík,
en dvelur nú í eynni með Áma
í stað Sigurðar Richters sem
er í-fríi þessa stundina.
Starf þeirra félaganna er í
þ^í fólgið aö fylgjast meö því
sem gerist í eynni, en það get-
Þetta er nýjasta myndin sem Landmælingar ríkisins hafa tekið af
Surtsey. Örin visar á munnann á hinum stóra helli, sem Árni og
Þorbjöm könnuðu á dögunum. Efst (nyrzt) á eynni má greina nýja
lónið sem myndazt hefur síðan í fyrrasumar og sandströndina utan
við það. Gamla lónið (hálffullt af hrauni frá í vetur), sést skammt
neðan við það nýja. „Flugbrautin“ liggur milli lónanna.