Vísir - 02.09.1967, Side 8
8
V í S I R . Laugardagur 2. september 1967,
VÍSIB
,Hreinsun" / Pólska kommúnistaflokknum
z/1
Otgefandi: BlaOaútgðtao viain
Framkvæmdastjóri: Dagur Jónasson y
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
AOstoóarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Augiýsingastjóri: Bergþór Olfarsson
Auglýsingan Þingholtsstrætl 1, simar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55.
Ritstjóm: Laugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur)
Askriftargjald kr. 100.00 á m&nuði innanlands
I lausasölu kr. 7.00 eintakið
Prents-~aiðj£ Visis — Edda h.f.
.MaÓur heyrði þetta
vol og væl"
það hefur ekki leynt sér undanfarin ár, að móðu-
ha'rðindavæl Tímans og sumra helztu leiðtoga Fram-
sóknarflokksins hefur haft lítinn hljómgrunn hjá þjóð-
inni. Það hlýtur líka að vera afar erfitt að fá fólk til
að trúa áróðri, sem að öllu leyti stangast á við stað-
reyndirnar um líf þess og afkomu.
Fyri’r nokkru var birt í Morgunblaðinu samtal við
Ágúst Ólason bónda í Mávahlíð á Snæfellsnesi, í
tilefni af 70 ára afmæli hans. Meðal annars, sem blaða
maðurinn spurði Ágúst um var þetta:
„Þú varst var við í kosningunum í sumar að Fram-
sóknarmenn töldu allt á niðurleið?“
„Já, maður heyrði þetta vol og væl þei’rra, en þjóð-
in sýndi þann þroska, að láta slíkt sem vind um eyrun
þjóta. Hún hefur annað að gera í önn uppbyggingar-
innar en að íilústa á harmagrát þeirra, sem hafa orð-
ið af strætisvagnÍRum og reyna allt til að hindra eðli-
lega uppbyggingu — menn sem telja betur varið pen-
ingum í byggingu og rekstur veitingahallar í Reykja-
vík en í sameiginlegan bjargráðasjóð bændanna, en
það tel ég stofnlánadeildina vera og hvem eyri, sem
í hana kemur. S.l. átta ár, eða tímabil viðreisnarstjórn
arinnar, tel ég hafa verið bændastéttinni þau hagstæð-
ustu, og mikið happ var það íslenzkri bændastétt, að
fá Ingólf Jónsson fyrir landbúnaðarráðherra. Hann
hefur frá fyrstu tíð sýnt það, að hann er dugmesti og
hagsýnasti maður í þeirri stöðu, sem landið hefur eign
azt. Það er ekki ofmælt, enda fékk hann verðugt
traust í seinustu kosningum. Ég á þá ósk bezta ís-
lenzkri bændastétt til handa, að hún megi njóta hans
sem lengst“.
Tíminn mundi sennilega svara þessu eitthvað á þá
leið, að Ágúst sé yfirlýstur Sjálfstæðismaður og tali
því eins og stjórnin vilji heyra. — En várla hefði hann
nú samt tekið svona djúpt í árinni, ef þetta væri ekki
fullkomin sannfæring hans og vissa. Og það er líka
öldungis Víst, að hann talar þarna fyrir munn margra
bænda ú'r Framsóknarflokknum, sem fyrir löngu em
orðnir uppgefnir á volæðisskrifum Tímans. Og leið-
togar Framsóknarflokksins urðu þess líka áþreifan-
lega varir í síðustu kosningum, að þessi áróðu’r þeirra
hafði ekki borið þann árangur, sem þeir vonuðu.
Afkoma íslenzkra bænda hefur sem betur fer verið
góð yfi’rleitt þessi árin, þrátt fyrir nokkur áföll af völd-
um veðráttunnar í sumum landshlutum. Svo er t.d. nú
í sumar, að illa horfir hjá mörgum um heyfeng. En ís-
lenzkir bændur eru ýmsu vanir í þessu efni, og það er
þeim fjarri skapi, að mæta erfiðleikunum með „voli
og væli“. Þeir ganga á hólm við þá með karlmennsku
og bjartsýni á framtíðina, eins og Ágúst í Mávahlíð.
Og þei'r mega treysta því, að landbúnaðarráðherrann
og öll ríkisstjórnin mun veita þeim þá aðstoð, sem
unnt er.
Pólski flugherinn fékk nýlega
nýjan yfirmann, Roman Pasch-
kozghas hershöfðingja. Hann
tók við af Czeslav Mankiewics,
og er þess ekki getið, að honum
hafi veriö fengið neitt nýtt em-
bætti I hendur.
Öðru nær. Mankiewics yfir-
hershöfðingja flughersins var
vikið frá og tveimur nánustu
samstarfsmönnum hans, vegna
þess að þeir spymtu gegn stjóm
málastefnu stjómarinnar og
reyndu að hafa áhrif á stjóm-
málalegar ákvarðanir. En með
hvaða hætti?
Með því að snúast til and-
Þar með var of opinberri hálfu
gefið til kynna hver stefnan
væri — og var hér um að ræða
eins konar einkunnarorð fyrir
pólska liðsforingja og aðra að
festa sér í minni.
Á undangeiignum tveimur
árum, en einkum seinustu 2
—3 mánuðina hefur fjölmörg
um embættismönnum af Gyð
ingaættum verið vikið úr ut-
anrfkisþjónustunni og ýms-
um embættum, eða sviptir
störfum við blöð, útgáfufyrir
tæki og þar fram eftir göt-
unum. Þetta er höfuðorsök
þess, að fyrrverandi forstjóri
Gomulka
Gyðingum vikið úr mikil-
vægum embættum í Póllandi
stöðu v'ið stefnu stjórnarinnar,
sem er vinveitt Arabaríkjunum
og andvig ísrael — og í stöðugt
vaxandi mæli andvíg Gyöingum.
En ýmsum öðrum liðsforingj
um hefir verið vikið frá, eða
þeir hafa verið settir á eftirlaun.
Sýnir þetta, að sterkur stuðn-
ingur við stefnu sovétstjómar-
innar út af styrjöldinni milli
ísraels og Arabaríkjanna, hefir
Ieitt til megnrar óánægju meðal
pólskra liðsforingja — og meö-
al alls almennings í landinu.
Haft er eftir landvamaráöherra
Póllands, að með stuðningi viö
stefnu ísraels væri látinn í ljós
stuðningur viö heimsveldissinna,
og sá stuðningur væri og hvort
tveggja í senn and-socialistisk-
ur og andpólskur.
Pólsku innkaupastofnunarinn
ar (MINEX), Roman Bogusz
að nafni, ákvað á sumarleyf-
isferð með konu sinni, er þau
vom í París, ag hverfa ekki
aftur til Póllands.
Þögn hefur ríkt um ræöu þá,
sem menningarmálaráðherra
Póllands flutti, er úthlutað var
verðlaunum og styrkjum af opin
berri hálfu, en á löngum nafna-
lista sáust nú engin nöfn, sem
bentu til gyöingslegs upprana.
Pólská skáldið góðkimna, Juli
an Stryjkowski, orti ljóð um
ísrael, en hefur hvergi getaö
fengið þaö birt i Póllandi, og
er reynsla hans um þetta svipuö
og hins gamla, heiðurskrýnda
skálds, Antoni Slinimski.
Lubianski, þingmaður kaþólskr-
ar trúar, einn af fjórum fulltrú-
um ZNAK (stuðningssamtök
Wyszybski/jardi) flutti nýlega
ræðu, sem blööin hafa vandlega
þagað yfir. í henni hvatti hann
stjómina til gagnrýni á báða
aöila í styrjöldinni.
Lubianski sætti ákaflega harðri
gagnrýni af sauðtrygginn flokks
mönnum, en á sjálfa ræðu hans
var ekki rrtemzt einu orði.
Það sannar hve vlðtæk and-
spyman er, ag boðað hefur verið
að flokkshreinsunin hafi verið
skipulögð þannig, að hún fari
fram 1. 11.—31. 12.
Á þessum tíma eiga allir aö
endumýja flokksskírteini sin —
en þá fyrst, er rætt hefir vertó
ýtarlega við skírteinishafa.
kvlk..
myimir
Ikvikl BHHTk^T
JmyndirJ BIBHnijrndirli
unm»Miinifi/:*rmvi2glla]tma«iMnncg»
í kvikmyndahúsunuiti um helginu
Stjömubíó, sem aö undan-
fömu hefir sýnt við góöa aðsókn
kvikmyndina Blindu konuna, er
nú farið að sýna víðkunna mynd
sem hér er kölluð Beizkur á-
vöxtur (The Pumkin Eater) og
verður hennar væntanlega getiö
síðar hér í blaðinu. Gamla bíó
sýnir Meðal njósnara (Where
the spies are) með David Niven
í hlutverki njósnarans, Tónabíó
er byrjað að sýna Taras Bulba,
með Yul Brynner, Tony Curtis
og Christine Kaufman (endur-
sýnd), Austurbæjarbíó „Hvikult
mark“ — leikin af úrvalsleikur
um, Paul Newman, Laureen
Bacall og Janet Leigh o. fl. Allt
era þetta frambærilegar myndir
og sumar áEytar. Franska mynd
in „Deo Gratias" í Nýja Bíó er
nokkuð óvanalegs efnis, fyndin
og vel leikin, en Laugarásbfó
sýnir kvikmyndina „Frekur og
töfrandi". Aðalhlutverk leikur
Belmondo, en myndir hans njóta
vinsælda margra. 1 Háskólablói
er sýnd brezk gamanmynd: Er
þaö minn — eöa þinn? Líkleg til
vinsælda eins og brezkar gaman
myndir af betra taginu. Hér er
því úr nógu að velja — allar
þessar myndir hafa eitthvað til
síns ágætis og sumar mikið. —I.
David
Niven
Myndin er úr kvikmyndinni „Beizkúr ávöxtur“, en hún er gerð
eftir metsölubók P. Mortimers. Höfundur handrits er Harold Pint-
er. Aðalhlutverk leika Anne Bancroft, Peter Finch og James Mason.
— Anne hlaut verðlaun í Cannes, Frakklandi, fyrir leik sinn í
myndinni.
í kvikmyndinni „Meðal njósn-
ara“ leikur David Niven sveita-
lækni, sem freistast til þess að
gerast njósnari brezku leyniþjón
ustunnar, en móti honum leikur
Francise Dorleac — einnig njósn
ara — en hún njósnar bæði fyrir
Breta og Rússa.