Vísir - 05.09.1967, Page 9

Vísir - 05.09.1967, Page 9
V1SIR . Þriðjudagur 5. september 1967. 9 I upphafi skólaárs V'isir heimsækir tvo barnaskóla i Reykjavik Þessa dagana er alvara lífsins að byrja hjá skólaæskunni, minni leikur, meiri vinna. Bamaskólarnir byrjuðu 1. septem- ber og nú er rykið dustað af námsbókunum - í hönd fer lang- ur lexíúvetur. • • Borgarlífið breytir um gang. Þúsundir ungmenna verða að haga lífi sínu eftir skólabjöllunni og settum skólareglum. Það kemst aftur á regla eftir sumarlangt flökkulíf, útilegur og feröalög. Skólarnir hafa undanfama daga verið að undirbúa vetur- inn eftir sumarfríið. Þar hafa staöið yfir hreingerningar. Mál- arar h*fa farið penslum um veggina. - Úti og inni hefur verið dyttað að smáu og stóm. Kennararnir koma misjafnlega vel hvíldir til starfa, margir frá sumarlöngu uppbótarstriti. Sumir sitja námskeiö til þess að undirbúa sig undir veturinn - aðrir láta sér nægja að glugga í sfn gömlu kennslufræði, áður en þeir ganga upp að púltinu. Skólastjórar sitja önnum kafnir á skrifstofum sínum og svara spurningum endalaust, skipa nemendum á stofur og skipuleggja kennsluna í vetur. Vísir hitti skólastjóra í tveimur barnaskólum í Reykja- vík í þann mund að skólamir hófu göngu sína og tafði þá stutta stund mitt í önnunum. Fyrsti skóladagurinn. — Myndin var tekin við Álftamýrarskóla á laugardaginn. l^yrst litum við inn í Álfta- mýrarskóla, einn yngsta skóia borgarinnar, með sólrík- um stofum og rúmgóðum. Þar ríkir ferskur andi, enda starfa þar ungir kennarar og ötulir. Við hittum Ragnar Júlíusson skólastjóra á skrifstofunni? — Já, hér starfar eingöngu ungt fólk, segir hann. Kennar- amir eru yfir 30, þegar allir eru taldir, stundakennarar, íþrótta- og handavinnukennarar líka. Það hefur verið mjög mikil eftirspum eftir kennarastöðum, óvenjumikil mundi ég segja. Viö höfum ekki getaö tekið nærri alla, sem vildu koma og við hefðum gjaman viljað taka. Þessi skóli tók til starfa fyrir fjórum ámm og þá vom hér að eins 500 nemendur, síðan hefur Ragnar Júliusson skólastjóri Álftamýrarskólans: Skólinn begar orðinn of lítill — 3. áfangi í undirbúningi skólinn stækkaö og núna eru nemendumir orðnir nálægt 1100 og er þá þröngt setið, eins og rauaar víðar. Umdæm skólans er milli a,- albrautanna, tveggja að sunnan og norðan, Suðuriandsbrautar og Miklubrautar en Kringlumýrar- brautar og Grensásvegar að vestan og austan. Fólki fjölg ar mjög í þessu hverfi, eins og sjá má á íbúðarhúsabyggingun- um, enda er skólinn þegar orö- inn of lftill. Við verðum aö senda af okkur bæði fyrsta og annan bekk frá því í fyrra og hér verður aðeins fyrsti bekkur gagnfræðastigsins í vetur auk barnadeildanna. En þetta er aðeins tímabund- ið húsnæðisvandamál, þvi að nú stendur til að byggja nýja álmu að norðanverðu viö skólann, jafnlanga aðalálmunni, þar verða fimm almennar kennslustofur, samkomusalur og auk þess á að byggja sjálfstætt íþróttahús út í Safamýrina. Þetta verk verður boðið út núna á næst- unni. TTm nýmæli i kennslunni i vetur sagði Ragnar, að það væri helzt, að nú ætti að inn- leiða nýja reikningskennslu í alla sjö ára bekki, svokölluö mengi og fimm af kennuru=t skólans væru á námskeiot til þess aö læra þessa nýju að- ferð en hana á sem kunnugt er að innleiða eftir föngum í yngstu bekki barngskólanna í Reykjavík og víðar. — Ég geri ráð fyrir að þessir bekkir haldi áfram með mengja- aðferð næsta vetur og væntan- lega sækja kennararnir áfram- haldandi námskeið til þess að læra meira um þessa nýju kennsluaðferð. — Það er ekki ástæða til þess að ætla annað en mengjaaðferðin gefist vel enda hefur hún gefið góða raun á hinum Norðuriöndunum. — Annað er þaö, að gert er ráð fyrir aö enska verði kennd eitthvað í tólf ára bekk. Þannig er mál með vexti að við reikn- um meö aö enskunámskeið, sem halda á fyrir kennara í haust, fái inni hérna i skólanum og þá verða þeir bekkir, sem fengnir verða til æfingakennslu líklega látnir halda áfram við enskuna í vetur. — Undanfarin ár hefur ver- ið reynt að færa lesgreinarnar form og meira sjálfstæð vinnu- yfir í nýtt form, vinnubókar- brögö. Þetta hefur verið reynt Pálmi Jósefsson skólastjóri Miöbæjarskólans: Voru 2091, begar flest var — nú eru beir rétt yfir 700 JW'iðri í Miðbæjarskólanum rík- ir annar andi. Veggir þessa húss eru skeknir af ærslum heilla kynslóða. Þarna slitu elztu núlifandi Reykvíkingar barn- skónum. Skólinn verður sjötiu ára að hausti, en hann var lengi eini barnaskólinn í Reykjavík. 'Vísir hitti Pálma Jósefsson, skólastjóra, á skrifstofu sinni og spurði hann hvað framundan væri þennan sjötugasta starfs- vetur skólans. — Nemendum hefur farið fækkandi undanfarin ár, enda dregur stöðugt úr búsetu í mið- borginni og fólk flyzt í út- hverfin. — Ég reikna með að nemend- ur veröi ekki miklu færri í vet- ur en í fyrra en þá voru hér 570 í barnadeildunum og 250 í unglingadeildum, sagði Pálmi. Þegar ég byrjaði hér 1923 var þetta eini barnaskólinn í Reykja vík og var það til 1930, þegar Austurbæjarskólinn tók til starfa. Skólaárið 1929—30 var skráður 2091 nemandi f Miö- bæjarskólanum, en sá fjöldi var þó aldrei allur í þessu skóla- húsi, því að þá var byrjað að kenna í nokkrum kennslustof- um í Austurbæjarskólanum. Á þessum árum var jafnframt kennt í leiguhúsnæöi úti í bæ, en þó hygg ég að í þessu húsi hafi verið allt upp undir 1800 nemendur, þegar flest var, svo að það hefur oft verið þrengra hér en nú. Þá var tví og þrísett í flestar skólastofurnar. Það er búið aö gera afar mikið við þetta hús. Það var allt klætt innan fyrir nokkrum árum og gólfin klædd upp á nýtt. Þegar ég kom hingað var mestur hlutl skólans kolakynt- ur. Hér hafa að sjálfsögðu orðiö margháttaðar breytingar á. Fyrir fáum árum fengum við samkomusal. Þaö var opnaö á milli söngstofunnar og einnar almennrar kennslustofu í suður- álmunni og er hægt að opna inn í þá þriðju, þegar eitthvað liggur við. — Kennslustofurnar hér eru um það bil helmingi minni en í nýjustu skólunum, svo að hér hefur oft verið þröngt setið. Seinustu árin hefur heldur verið fækkað í hverri stofu. Nú eru ekki nema um 100 nemendur af hverjum árgangi í skólan- Pálmi Jósefsson. um og hverjum þeirra er skipt niður í fjóra bekki, annars höf- um við haft hérna um og yfir þrjátíu nemendur í bekk, eins og annars staðar. — T/’erða einhverjar breytingar ’ á kennslutilhögun í vetur? — Það er eðlilegt að kennari fylgi þeim kennsluhátt- um sem hann tileinkaði sér á yngri árum, eftir því sem kostur er. Helztu breytingamar á þessu meira og minna i öllum skólum . að undanförnu. starfsári yröu á reiknings- kennslunni. Þaö hafa verið kenn- arar frá okkur á námskeiöi til þess að læra mengjaaöferðina svokölluðu. Hins vegar er ekki hægt að skylda neinn kennara til þess að taka upp þessa að- ferö, ef hann fellir sig ekki við hana, eða treystist ekki til þess aö ná va'.li á henni. — Við er- um mjög íhaldssamir með allar breytingar á kennsluháttum, ís- lendingar, enda verða ekki gerðar neinar byltingar i skóla- málum á einu ári, þetta verð- ur að þróast smám saman. — Hins vegar virðist mér vera mikill áhugi hjá kennurum á þessari nýju reikningskennslu. — Tungumál hafa ekki verið kennd í barnadeildunum hérna. Ég geri þó ráð fyrir að þau hljóti að koma þegar fram líða stund- ir. En þá verður líka að breyta kennsluaðferöum og kennslu- bókum. — Er nokkur kennaraskortur í Reykjavíkurskólunum? — Ég held að aldrei hafi verið jafnlítið framboð af kennurum fyrir gagnfræðastigið og núna í haust. Það má segja að barna- skólarnir í Reykjavík hafi nóg ken: raval. Hins vegar hef ég aldrei vitað til þess að eins mik-, iö hafi verið auglýst eftir kennurum út á land í dagblöð- unum og núna. — Þetta er allt að færast í þaó horf að kennaraliðið verði ein- göngu kvenfólk. Það er mjög algengt að til dæmis kvenstúd- entar með kennararéttindi kenni nokkra vetur meöan eiginmenn- irnir eru að ljúka námi. — Þaö er að sjálfsögðu slæmt fyrir skólana ef kennaraskipti eru mjög tíð. Gagnfræöaskólarnir hafa leyst sinn kennaraskort með því aö ráða háskólastúdenta, sem ekki eru búnir að ljúka námi og ætla sér margir hverjir ekki að verða kennarar til frambúðar. En mik- ill hluti kennara á gagnfræða- stiginu hefur ekki nein kennara- réttindi, þó að nokkrir hafi að vísu öðlazt réttindi á námskeið- inu, sem haldið var í sumar fyr- ir gagnfræðastigskennara.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.