Vísir - 08.09.1967, Blaðsíða 2
t
V1 SIR . Föstudagur 8. september 1967.
//
Strákakeppni
litlu félaganna
✓ /
Hiö unga og dugmikla íþróttaiél.
Grótta á Seltj.nesi hóf fyrir nokkru
keppni milii „litlu félaganna“ í
Reykjaneskjördæmi í knattspyrnu.
Þátttakcndur eru Stjarnan úr Garða
hreppi, Breiöabiik Kópavogi, Hauk
ar í Hafnarfirði, KFK í Keflavík
auk Gróttu.
Keppt var í tveim riölum og
aðeins í einum aldursflokki, en það
er í 5. flokki. Eins og fyrr segir
er það Grótta sem sér um keppnina
og er það í annað skiptið. í fyrra
unnu Haukar í A-flokki og KFK í
B-flokki. Mótið er nú hálfnað og
er mikii spenna og áhugi meöal
yngstu knattspymumannanna um
úrslitin i þessu skemmtilega móti,
i en úrslit til þessa hafa verið þessi:
i í A-liðskeppninni.
Skagamenn ganga af leikvelli í gærkvöldi. Frá vinstri: Þórður Þ., Ríkharður og Þórður Jónsson.
Enn áfall fyrir ungu knattspyrnumennina ...
TAPA FYRIR „OLD BO YS" LIÐI
AKRANESS
£ í skemmtilegum og
f jörugum leik í gær-
kvöldi sýndu hinir
gömlu „steinaldarmenn“
ofan af Akranesi hinum
ungu Reykjavíkurmeist-
urum frá í fyrra, Þrótti,
hvernig á að leika bikar-
leik í knattspyrnu.
0 „Gömlu mennirnir“,
með einn ungan mann
sér til aðstoðar, léku af
mikilli kunnáttu, og oft
hreinni snilld. Þeir börð-
ust til síðustu mínútu,
þótt leiktíminn hefði ver
ið lengdur um 2x15 mín,
og munu flestir hafa
haldið að þeir hefðu
varla úthald í svo lang-
an leik.
Fjöldi manns kom á Melavöll-
inn, til að horfa á gömlu stjöm-
umar, og urðu þeir svo sann-
arlega ekki fyrir vonbrigðum.
Strax í byrjun leiks réðu gömlu
mennirnir lögum og lofum á
vellinum, en voru óheppnir að
skora ekki tvö eða þrjú mörk,
þegar í fyrri hálfleik, t.d. átti
Ríkharður fast skot á markið
en hinn ágæti markvörður Þrótt-
ar hélt ekki boltanum, en hann
var heppinn, því aö boltinn
hrökk úr höndum hans og í
stöng, og þaðan aftur í fang
hans. Stuttu síðar komst Donni
einn innfyrir, og skaut hörku
skoti sem einnig lenti í stöng-
inni. Gömlu mennirnir, léku
eins og fyrr segir, oft mjög vel,
og böröust um hvem bolta,
eins og vera ber i bikarleik. I
hálfleik hafði hvorugu liðinu tek
izt að skora mark, en í byrjun
síðari hálfleiks, kom fyrsta mark
ið. Þórður Jónsson skallaði að
marki Þróttar en markvörðurinn
hélt ekki boltanum, og misti
hann fyrir fætur Þórðar, sem
renndi honum í netið, við mik-
in fögnuð áhorfenda.
Stuttu síðar jöfnuðu Þróttarar
er Jens Karlsson gaf góðan
bolta fyrir markið, sem Haukur
Þorvaldsson, skallaði í mark-
hornið, þar var Helgi Dan.
seinn á sér. Mikil barátta var í
leiknum þaö sem eftir var, en
hvorugu liðinu tókst að skora
mark. Þróttarar áttu þó nokkur
góð tækifæri, en Helgi stóö eins
og klettur, fyrir aftan sterka
vörn Akurnesinga.
Gísli markvörður Þróttar stóö
sig einnig mjög vel, og bjargaði
með góðum úthlaupum, og einn-
ig varöi hann meistaralega fast
skot Ríkharðar, en hann fram-
kvæmdi aukaspyrnu rétt fyrir
utan vítateig.
Er venjulegum leiktirrta var
lokið, ákvað dómarinn Guðmund
ur Haraldsson, að framlengja
leikinn, um 2x15 mín., þrátt
fyrir að skuggsýnt væri orðið.
Var allmennt álitið aö gömlu
mennirnir, heföu ekki úthald i
þann leikkafla, en þar skjátlaö-
ist mönnum herfilega, því fyrstu
15 mín. áttu þeir svo sannar-
lega leikinn, og léku þar sinn
bezta kafla.
Á 5. mín. var brotið ílla á
Þórði Jónssyni upp við mark
Þróttar, og dómarinn dæmdi
réttilega vítaspyrnu, sem Þórö-
ur framkvæmdi sjálfur og
skaut á mitt markið en mark-
vörðurinn hafði kastað sér i
annaö horniö. Stuttu síðar
sendi Ríkharöur boltann inn i
eyðu i vörn Þróttar og Þóröur
Þórðarson, hljóp af sér vörnina
og skoraöi 3 mark „Steinaldar-
mannanna".
En Þróttarar jöfnuðu metin
lítillega, stuttu síðar er Ólafur
Brynjólfsson skaut föstu skoti,
lenti í andliti Helga markvarðar
og: þaðan í netið.
í síðari hálfleik framlengingar
innar, ■ var orðið mjög skugg-
sýnt, og áttu leikmenn erfitt
með að greina boltann, og á-
horfendur sáu orðið lítið af leikn
um. Þróttur hélt uppi látlausri
sókn, en í netið fór knötturinn
ekki, og gömlu mennirnir ofan
af Skipaskaga, yfirgáfu völlinn
ánægðir, en þreyttir, gamla
Melavöllinn, sem svo oft hafði
veriö vitni að sigrum þeirra
fyrir 10 til 15 árum, og enn
varö hann vitni að stórum og
góðum sigri.
Eins og fyrr segir voru Skaga
menn betri aðilinn í þessum leik,
meö Rikharð, sem heila liös-
ins, en Þórð Jónsson, og Krist-
inn Gunnlaugsson sem beztu
menn, aðrir leikmenn voru aö
vísu ekki síðri.
í liði Þróttar var Ómar Magn
ússon bezti maður leiksins á-
samt Hauki Þorvaldssyni, en
Framh. á bls. 7
Grótta - Stjarnan 2:0 — Breiða-
; blik - Haukar 4-1 — Breiðablik -
KFK 3-0 — Haukar - Grótta 2-1
Stjaman - Breiðablik 3-2 KFK -
Haukar 2-0 — Grótta - KFK 1-0
Haukar - Stjarnan 4-1 — Breiða-
blik - Grótta 3-0 — Staðan er þá
þannig að Brciðablik er með G stig.
En Grótta, KFK og Haukar með 4
stig, og Stjarnan með 2 stig.
í B-liðskeppninni hafa leikir farið
þannig: Grótta - Stjaman 7-0 —
ar 4-0 — Breiðablik - Stjaman 7-0
Breiðablik - Haukar 7-0 — KFK -
Breiðablik 5-0 — Grótja - Hauk-
ar 4-0 — rBeiðablik - Stjaman 7-0
KFK - Haukar 13-1 — KFK -
| Grótt. 4-1 — Haukar - Stjarnan
' 2-2 — Breiðablik - Grótta 2-0 —
I KFK - Stjarnan 3-0 — Staðan í B
: liðinu er þá þannig að KFK hefur
! 8 stig Breiðablik 6, Grótta 4 og
| Stjaman og Haukar eitt stig hvort.
Arsenal og Coventry
í sjónvarpinu
Enska knattspyrnan i sjónvarp-
inu hefst á morgun klukkutíma
síðar en venjulega. Er þetta gert
með tilliti til leiks Fram og Akra-
ness á Laugardalsvellinum, sem
hefst kl. 16.30. Hefst leikur Arsenal
og Coventry því kl 18.30 í sjón-
varpinu en laugardagseftirmiðdag-
' arnir eru orðnir íþróttadagar sjón
varpsins hér eins og í fleiri lönd-
um.
Badmintondeild hjá Val
Valsmenn hafa nú fullan hug
á að stofna badmintondeild inn-
an félags síns, en undanfarin ár
: hefur Valur rekið þrjár deildir,
j knattspyrnudeild, handknatt-
j leiksdeild og skíðadeild.
Aðstaða Valsmanna til að
stofna slíka deild er með ágæt-
um, gott hús fyrir hendi og á-
huginn innan félagsins mikili á
badminton, enda hafa félagamir
sðtt til annarra félaga, þ. e. TBR
og KR að iðka badminton.
Á mánudagskvöldið kl. 20.30
koma saman þeir menn, sem á-
huga hafa á stofnun deiidarinn-
ar og verður fundurinn haldinn
í félagsheimilinu á Hlíðarenda.
Þórður Þ. skorar 1:0 fyrir Akranes.