Vísir - 08.09.1967, Page 5
VÍSIR . Föstudagur 8. september 1967.
r:,' :t
Gólfflekunum komið fyrir á stöplinum,
Miðaldir og ókomin öld — riddarakastalinn og „polyester“-húsið að Disneylandi i Kalifomíu.
ER ÞETTA ÞAÐ, SEM KOMA SKAL?
NÝTlZKU HÚS ÚR GERVIEFNÚM, FRAMLEITT 1 BANDARISKRI VERKSMIÐJU
Ckammt frá miðaldakastalanum
í Disneylandi í Kaliforníu,
frægasta og fjölsóttasta „skemmti
garði“ í heimi, er nú risin af
grurrni ærið nýtízkuleg bygging,
sem stingur mjög í stúf við turna-
kraöakiö frá tíð krossfaranna
evrópsku. Mætti halda að þessi
nýja bygging væri gerð eftir ein-
hverju ævintýraslotinu í þeim
teiknimyndum Walts sáluga Disn-
eys, þar sem hann gaf hinum
ólma og tilþrifamikla hugmynda-
fáki sínum lausan tauminn, en
svo er þó ekki. Það eru þvert á
móti mjög svo raunsæir „andar“,
sem að þessari byggingu standa,
og þótt hún sé á flestan hátt
ólík þeim húsum, sem menn
reisa sér þessa dagana, telja þeir
að þarna sé síður en svo um
nokkra framtíöardraumóra að
ræða. Þetta sé aðeins smásýnis-
hom af þeirri byltingu, sem nú
sé að hefjast £ byggingaiðnaðin-
um, forsmekkur að þeirri húsa-
gerð, sem ekki verði síður tákn-
ræn fyrir tímabil næstu áratuga
en kastalinn var fyrir riddara-
tímabilið í Evrópu, Tímabil geim-
faranna ...
Hús þetta er einungis gert úr
þeim gerviefnum, sem iðnaðurinn
hefur þegar yfir að ráða, og
orðin eru hversdagsleg staðreynd
á fjölmörgum sviðum í lífj al-
mennings. Það eru hinar miklu
gerviefnaverksmiðjur, Monsanto-
Company í St. Louis, sem að
byggingunni standa, eftir all-
margra ára tilraunir og prófanir
á hentugum gerviefnasamböndum
til þessara hluta. Og það er ekki
fyrir neina hendingu að bygging-
unni er valinn staður þama í
Disneylandi. Þangað koma árlega
tugþúsundir gesta, ekki einungis
hvarvetna úr Bandaríkjunum,
heldur öllum löndum heims, með-
al annars til að skoða eftirlík-
ingar þeirra bygginga, sem skýldu
löngu liðnum kynslóöum, eins og
kastalinn forni. Ekk; virðist nema
rökrétt að gera ráð fyrir, að
þeir sem áhuga hafi á slíku, fýsi
líka að skoða húsakvnni næstu
kynslóðar, tákn þeirrar híbýla-
bvltingár, sem verður miklum
mun róttækari ,en þegar húsa-
meistarar ,,aldamóta“-kynslóðar-
innar tóku steinsteypuna og stál-
ið í þjónustu byggingariðnaðar-
ins.
Að ytra útliti minnir þetta
nýja byggingarlag hvað helzt á
lárétt hesputré, ef svo mætti að
orði komast' — fjóra jafnlanga
krossarma, sem hvíla lárétt á lóð-
réttum stöpli, og mætast f eins
konar „kjarna", sem ber eilítið
hærra. Umgjörðin gólf, gaflar óg
þak, er gerð úr ,,pOlyestér“-efni.
Er efnið fergt í fleka í mótum
með miklum þrýstingi, og er hver
fleki fjóröi hluti álmunnar, en
samskeytin á miðjum vegg, eins
og sjá má á meðfylgjandí mynd-
um. Ytra borð flekanna er gljá-
fágað, og getur hvorki regn,
stormur né frost á því unnið, að
sögn framleiðenda. Hver þessara
álmufleka er 2,4 m á breidd og
4,8 m á lengd, þakflekarnir og
gólfflekarnir eins að lögun, en
við það sparast mótakostnaður
að verulegu leyti. Samskeytin eru
fyrst límborin og síðan njörfuð
saman með stálgripum. Styrkleika
prófun sýnir, að gólfflöturinn þol-
ir 537 kg þunga á hvern fer-
metra, þakflöturinn 271 kg á fer-
metra. Húsbændunum væri óhætt
þess vegna að bjóða 150 gestum
í hverja álmu, og þakið mundi
hvergi svigna undir 1,5 m þykku
snjólagi!
í „kjarna" byggingarinnar er
komið fyrir eldhúsi og baðher-
bergi, með tilliti til þess að all-
ar leiðslur og pípur liggja þar
upp úr stöplinum, svefnherbergi
setustofa og borðstofa eru í álm-
unum, en hliðar þeirra eru að
mestu úr gleri. Gólfábreiður eru
úr gerviefni, húsgögnin sömuleið-
is, en slíkt getur þó farið eftir
smekk íbúanna, þegar þar að
kemur, þótt líklegt sé að fjölda
framleiðsla á öllum slíkum hús-
búnaði mundi gera hann tiltölu-
lega ódýran. Athyglisvert er það,
að vegna álmubyggingalagsins er
ekki um neina samliggjandi veggi
herbergja að ræða, og kemur því
síður til greina að nokkur hávaði
berist þar á milli.
Monsanto-verksmiðjurnar réöu
færustu húsameistara og prófess-
or í „híbýlatækni" til að gera
teikningar að þessari fyrstu bygg-
ingu, og allt er þar undirbúið
og unnið af sérfræðingum, hin-
um færustu í viðkomandi grein-
um. Framleiðendurnir segja, að
ekki liggi fyrir nákvæmar kostn-
aðaráætlanir, þetta tilraunahús
hafi að sjálfsögöu orðiö mun dýr-
ara, en reikna megi með, þegar
komi til staðlaðrar fjöldafram-
leiðslu, aö efni til hafi andvirði
þessa húss numið því sem næst
600.000 krónum. En þess er vert
að gæta, að einungis fjársterk
og umsvifamikil fyrirtæki • geta
annazt slíka framleiðslu, m. a.
sökum þess hve mikil fjárfesting
liggur í formum og þvingum —
„stönzum", eins og það er kaílað.
Aftur á móti kemur svo það, aö
flutningskostnaður verður ekki
neitt gífurlegur, sökum þess hve
gerviefni þau eru létt í sér, sem
í byggi iguna eru notuð. Og hvað
um þaö — nú getur að líta þessa
nýstárlegu byggingu vestur á
Disneylandi í Kaliforníu, þar sem
hún stendur viö hliö kastalans
frá því á timum krossferðariddar-
anna evrópsku.
Gluggagrindur, skápar og annar innbúnaður — allt úr gerviefnum.