Vísir - 08.09.1967, Blaðsíða 8
8
VÍSIR . Föstudagur 8. september 1967.
VÍSIB
Utgefandi: Blaöaútgðtan vism
Framkvæmdastióri: Dagur Jónasson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoóarritstjóri: Axel Thorsteinsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Auglýsingastjóri: Bergþór Úlfarsson
Auglýsingar: Þingholtsstræti 1, símar 15610 og 15099
Afgreiðsla: Hverfisgötu 55.
Ritstjóm: Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 100.00 á mánuði innanlands
I lausasölu Kr. 7.00 eintakið
Prents...iðj£ Visis — Edda h.f.
• -n mmm —i—
Brúaróður
|>að hefur jafnan verið íslendingum fagnaðarefni og
hátíðisstund þegar skip hafa verið byggð eða keypt til
landsins, og eins þegar stórfljótin hafa verið brúuð.
Hvort tveggja á rætur að rekja til þeirrar gleði, sem
vaknar í brjósti þjóðarinna'r, þegar einangrun er rofin
við umheiminn eða innanlands og framtak og atorka
leysist úr læðingi.
Brúarhátíð var haldin við Jökulsá á Breiðamerkur-
sandi s.l. laugardag. Þessi mikli farartálmi hafði verið
bugaðu'r af afli anda og handar — ný stórbrú var vígð!
Ingólfur Jónsson, ráðherra, flutti vígsluræðu við
þetta tækifæri, en hann hefur verið mjög atorkusamur
„brúarsmiður" í ráðherratíð sinni. „í augum Austur-
Skaftfellinga var það fjarlægur draumur fyri'r fáum
árum, að allar ár í sýslunni yrðu brúaðar", sagði ráð-
her'rann. Vissulega er þetta rétt, og vafalaust eiga
landsmenn, sem ekki eru kunnugir í þessu mikla vatna
héraði, erfitt með að gera sér grein fyrir, hversu gífur-
legum umskiptum brýrnar valda. Með nýjum brúm
tengist sveit við sveit, fólkið flyzt nær hvert öðru.
Aldrei hefur náttúruverndarráð bannað brúarsmíði!
Þegar brýrnar yfir stórfljótin fara að koma til sög-
unnar, er eins og landið sé í dögun. Eitt fyrsta og
mesta þrekvirkið er framkvæmt þegar Ölfusá var brú-
uð litlu fyrir aldamótin. Um Ölfusárbrúna orti Hannes
Hafstein og sagði m. a.
Vaki von og kvikni
varmur neisti í barmi,
mest er mannverk treystum
móður vorrar góðu.
Tjáir ei við hrepptan hag að búa.
Hér á foldu þarf svo margt að brúa:
Jökulsá á landi og í lundu, —
lognhyl margan, bæði í sál og grundu.
Árið 1905 eru tvö stórfljót brúuð, Jökulsá í Axar-
firði og Sogið. Hannes Hafstein var þá orðinn ráðherra
og flutti vígsluræðu við Sogsbrúna. Hann benti á, að
þegar tekizt hefði að brúa Ölfusá, hefði sá sigur rutt
öðrum sigrum braut. Hann sagði: „Hrakspárnar og
grýlurnar urðu að reyk. Sönnunin fyrir mætti vorum
til slíkra framkvæmda var f engin úr stáli og steini. Við
það urðu þess konar fyrirtæki viðráðanlegri í hugum
manna, ofureflið ekki eins geigvænlegt, kostnaður og
erfiðismunir ekki eins ókleifir, sigurvonir ríkari yfir
því, sem áður var talið ósigrandi. í stuttu máli: Það
vakti mönnum hug. En „hugur ræður hálfum sigri“,
eins og menn vita. „Hálfur er auður und hvötum“.“
Ingólfur Jónsson talaði í líkum anda í vígsluræðu
sinni á brúarhátíðinni við Jökulsá á Breiðamerkur-
sandi. Ráðherrann sagði, að þegar Austur-Skaftfelling
ar sæju nú hversu mikið hefði áunnizt í brúargerðum
síðustu árin, mundu þeir og margir aðrir fyllast nýjum
möð og von um það, að ekki væri of langt undan, að
öll vötn yrðu brúuð og með því skapaður hringvegur
um landið.
Listir -Bækur -Menningarmál
Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndiistargagnrýni.
Höggmyndir á Holtinu
'p'orráöamenn Myndlistarskól-
ans hafa lengi horft öfund-
araugum á óbyggðu lóðimar á
holtinu fyrir ofan Ásmundarsal.
Eiganda salarins kom það snjall
ræði í hug eftir þvf sem blööin
sögðu að nota mætti þennan ó-
spillta náttúrapart í hjarta
Reykjavíkur undir höggmynda-
sýningar. Nú hefur hugmyndinni
verið fylgt eftir með snöggu á-
taki. Flest listaverkanna eru
komin á sinn stað, önnur eru á
leiðinni. Ragnar Kjartansson
gerði sér lítið fyrir og mótaöi
klyfjahesta þrjá skammt fyrir
neðan akbrautina f regni og
vindi íslenzka haustsins. Hann
skapaði líka mann á bak klárs-
ins, sem fyrstur fer. Fólk, sem
átti leið um Eiríksgötu, gat vel
fylgzt með því hvemig einangr-
unarplötumar uröu að gráum
vegg, sem virtist spretta upp úr
jörðinni en breyttist smám sam-
an í lestarferðina og að lokum í
rytmíska heild, sterkbyggða og
hreina. Það er sjaldgæft hér á
landi að hitta fyrir lágmynd af
þessu tagi, lágmynd, sem er
flöt í grundvallaratriðum en býr
þó yfir kostum dýptar og þykkt
ar í nokkram mæli. Búr Magn-
úsar Pálssonar er bæöi fallegt
og vandaö eins og vænta mátti.
Yfirbragð þess er klassískt á
vísu nútímans og stingur að
því leytinu í stúf við flestar ef
ekki allar myndirnar á sýning-
unni. Leikhúsreynsla lista-
mannsins hefur orðið honum
drjúgur skóli í nákvæmum
vinnubrögðum. Jónína Guöna-
dóttir sýnir brúöu úr plasti. —
Rauöu og gulu flekkirnir eru
býsna hráir en kannski eiga þeir
að vera það. Sitthvað í mótun
belgjanna vitnar hins vegar um
íhygli og taugar listamanns. Ég
horfði góða stund á jámfisk
Jóns B. Jónassonar, lágmynd
Hallsteins Sigurössonar og flaug
Finnboga Magnússonar. Þær eru
allar verðar fyllstu athygli. En
mestum tíðindum sætir Radar
Jóns Gunnars. Hann er lang-
voldugasta myndin í garðinum
við Eiríksgötu, fastmótaður og
opinn í senn, spriklandi eins
og nýveiddur fiskur á þurru
landi. Fleiri verk nefni ég ekki.
Sum endast varla nema nótt-
ina og morgundaginn.
Kannski er það ætlun blóma-
grúppunnar t.d. að skemmta aö-
eins sjálfri sér, bæta skapið,
auka fjörið áður en vetur kon-
ungur gengur í hlað.
Cá, sem er að verða áttræður,
^ hlýtur að muna margt frá
liðnum dögum, en bezt þó ýmis-
legt frá æskudögunum.
Árið 1904 var ég 16 ára og
þar með voru enduö æskuárin.
Ég fór þá í vist til föðursystur
minnar, Kristínar Jóhannsdótt-
ur frá Efri-Höfn f Siglufirði.
Hún var þá læknisfrúin í Neðri-
Höfn, kona Helga læknis Guð-
mundssonar.
Um sama leyti vistaðist þang-
að önnur stúlka, skyldi hún sjá
um eldhússtörf og fjós, en ég
átti að vera stofustúlka, eins
og það var þá kallað. Hvaö
mundi ung stúlka á íslandi
halda nú, að stofustúlka ætti að
gera? Ég bað frænku mína aö
lofa mér heldur að sinna eld-
húss- og fjósastörfum, en þaö
fékkst ekki.
Mér blöpkraði allt í stofun-
um, þær voru þrjár, ein þeirra
full af dóti læknisins, stóram
meðalaskáp, metaskálum og
ýmsu, sem þurfti að fægja. Og
svo vora allir lamparnir, víst
12 í húsinu. Þar að auki þrír
stórir ofnar með ógnar topp-
kransa, sem þurfti að fægja og
mátti spegla sig f gljáanum. Að
þurfa að þurrka af þessu á hverj
um morgni, bursta alla ofnana,
gera hreina lampana og fægja
glösin svo að hvergi sæist á
þeim minnsta móða, var ekkert
tilhlökkunarefni.
Frænka mín sagði við mig:
Sigríður (eldhússtúlkan) fer á
fætur klukkan sex á morgnana
og þú ferð strax á fætur á eftir
henni, þværð þér og greiðir og
setur á þig hreina svuntu, lætur
svo tvenn bollapör á bakka, en
á kvöldin tek ég til sykur, brauð
og mjólk og læt te í ketilinn, en
á hann hellir þú svo á morgn-
ana, þegar vatnið sýður og fær-
ir okkur svo þetta upp. Næst
tekur þú svo föt húsbóndans og
skó, burstar þetta vel og hengir
fötin aftur á sama stað. Þegar
þetta er búið byrjar þú á stof-
unum, að þurrka af og bursta
ofnana og þvo gólfin, hefur til
þess tvenn vötn, sitt í hvoru
íláti, muna að þvo og þurrka
öll óhreinindi upp af gólfunum.
Ég kem svo niður að sjá, hvern-
ig þú gerir þetta.
Þegar þessu var lokiö, þá voru
það lampamir. Þar voru blúss-
glös allt niður í 8 lfnu, á vegg-
lömpunum tveimur í eldhúsi og
búri, hengilampar voru þar og
á báðum stöðum. Eitt sinn varö
ég fyrir því óhappi að brjóta
eitt 10 línu lampaglasið, en svo
heppin um leið, að hjónin voru
niðri á eyri. Ég hljóp út í smiðju
til Stefáns járnsmiös og bað
hann að lána mér 25 aura þar
til ég gæti fengiö þá hjá föður
mfnum, en hann var niðri á
eyrarodda við skipasmíðar. Ég
hljóp svo sem fætur toguðu niö-
ur í Gránufélagsverzlun og fékk
þar glasið, var búin að þessu
áður en hjónin komu heim, glas-
brotunum fleygöi ég niður í
fjöra.
í Siglufiröi var venjulega logn
og yndislegt veður f júlímánuöi,
og það góða veður notaði Helgi
læknir sér til aö fara á bátn-
um sínum fram á Pollinn til að
stinga kola, af honum var þar
töluvert og mátti sjá hann iða
til og frá niöri við botninn.
Ég horfði út um þakglugga á
austurhliö hússins til að sjá,
hvort Heigi fengi eitthvaö, og
bað Cuð þess heitt og innilega
ag hann fengi engan kola, en
bænheyrslu fékk ég ekki í það
skiptið. Ég sá Helga hrista hvern
kolann af öörum af stöng sinni.
Það beið mín svo að slægja og
skafa kolann við læk rétt hjá
húsinu. Við þetta kraup ég þar
og hendur mínar voru dofnar
af kulda. Inni þurfti svo að
skafa kolann enn betur og
klippa af ugga og sporð, en mat-
reiðsluna annaðist svo frænka
mín, en svo mikið ofnæmi fékk
ég af þessu öllu, að aldrei fékkst
ég til að bragöa þennan mat.
Sumarið leið, haustið kom og
vetur með myrkur o| kulda. Svo
kom jólafastan og þá var farið
að hugsa um rjúpumar f jóla-
matinn, og ekki brást vonin um
þær. Innan úr Fljótum og út i
Siglufjörð er löng og seinfarin
leið, ekki sízt í skammdeginu.
Kvöld eitt var bariö að dyrum
hjá læknishjónunum og þar var
kominn maður með rjúpnakinpu
á baki. Maðurinn fékk mat og
gistingu, og greiðslu auðvitaö
fyrir rjúpurnar, en ég var e..k-
ert hamingjusöm. Þá var að
fara út á skemmuloft tii að
slægja og plokka rjúpurnar, og
aflima þessa litlu, hvitu og fall-
egu fugla. Þama tók ekki betra
við, því að kalt var á skemmu-
loftinu um hávetur, en ekki var
til neins aö kvarta. Það þótti
ekki viðeigandi á þeim árum,
en jafnvel þessi lítið þægilega
tilbreyting gat fylgt þvf að vera
stofustúlka. Áhrifin af .þessu á
mig serp unglingsstúlku urðu
þau, að ég hef aldrei bragöað
hvorki kola né rjúpnakjöt.
Ég var á þriðja ár í þessari
vist og lærði þar ýmislegt nyt-
samlegt, meðal annars kenndi
Helgi læknir mér að hekla og
„bródera", en hann var snilling-
ur í þeirri iðn.
Stofustúlkan á Islandi tilheyr-
ir nú liöna tímanum, og þótt
ekki sé frásagnarefnið veiga-
mikið, er það alltaf sögulegt,
sem einu sinni var.
Halldóra Pálsdóttir
frá Efri-Höfn i Siglufirði.